Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Side 7
MÁNUDAGUR 21. JÚLl2003 DVSPOKT 23
Hafþór til KA
HANDBOLTI: Hafþór Einarsson,
markvörður Þórs frá Akureyri,
hefur ákveðið að ganga til liðs
við erkifjendurna í KA. Hafþór
var varamarkmaður fyrir Hörð
Flóka Ólafsson, sem skipti yfir í
HK fyrir ekki svo löngu síðan,
en það þýðirað Þórsarar eru án
markmanns þessa stundina og
leita nú væntanlega logandi
Ijósi að nýjum markmanni.
Bergkamp áfram hjá Arsenal
KNATTSPYRNA: Dennis Berg-
kamp, hollenski sóknarmaður-
inn hjá Arsenal, hefur skrifað
undir nýjan eins árs samning við
félagið. Það gerði Bergkamp vit-
andi það að hann ætti alls ekki
víst sæti í leikmannahóp Arsenal
á næstu leiktíð þar sem Arsene
Wenger, knattspyrnustjóri liðs-
ins, hefur sagt aðThierry Henry
sé sá eini af framherjum liðsins
sem á öruggt
sæti í byrjunar-
liðinu.
„Það er vanda-
samt verk að
velja þann sem
mun leika við hlið Henrys í vet-
ur. Skyldi það vera Aliadere,
Wiltord, Jeffers, Kanu eða Berg-
kamp.Tíminn einn leiðir það í
Ijós," sagði Wenger.
Kewell skaddaði liðbönd
KNATTSPYRNA: Ástralinn Harry
Kewell, sem í síðustu viku gekk
til liðs við Liverpool frá Leeds,
hefur verið útilokaður frá þátt-
töku í keppnisferðalaginu sem
Liverpool er á þessa dagana.
Kewell meiddist í æfingaleik
gegn Crewe á laugardag og
leiddi röntgenmyndataka í Ijós
að liðbönd í ökkla hefðu skadd-
ast. Forráðamenn Liverpool
vonast hins vegar eftir að Kew-
ell verði fljótur að jafna sig og
geti tekið þátt í Amsterdam-
mótinu í byrjun ágúst en Liver-
pool er eitt fjögurra stórliða sem
taka þátt í því móti.
Þá má geta þess að Senegalinn
Salif Diao er einnig meiddur á
ökkla, en myndataka sýndi að
hann er með slitin liðbönd og
verður frá í nokkrar vikur.
Staðan:
Keflavlk 10
Víkinqur 10
Þór, Ak 10
Haukar 10
HK 10
Njarðvík 10
Afturek±!j§Ö
Stjarnan 10 2
BreiðabliklO 3
Markahæstir:
Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak. 12
Magnús Þorsteinsson, Keflavík 7
Þórarinn Kristjánsson, Keflavik 6
Zeid Yasin, Leiftri/Dalvlk 6
Zoran Panic, HK 6
Eyþór Guðnason, Njarðvík 5
Stefán Örn Arnarson, Víkingi 5
Daníel Hjaltason, Víkingi 4
Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík 4
Henning E. Jónasson, Aftureldingu 4
Valdimar Kristófersson, Stjörnunni 4
Alexandre Santos, Þór, Ak. 3
Högni R. Þórðarson, Njarðvlk 3
Jón Gunnar Gunnarsson, Haukum 3
Krlstján Ómar Björnsson, Haukum 3
OlgeirSigurgeirsson, Breiðabliki 3
Óskar örn Hauksson, Njarðvík 3
Sverrir Þór Sverrisson, Njarðvík 3
Vilhjálmur R. VHhjálmsson, Stjörn. 3
Þorvaldur Guðmundsson, Afture. 3
Næstu leikir:
Aftureld.-Stjarnan
HK-Þór
Haukar-Víkingur
Leift/Dalv-Njarðvík
Keflavík-Breiðablik
Fim. 24. júlí kl. 20
Fös. 25. júlí kl. 20
Fös.25.júlí kl. 20
Fös. 25.júll kl. 20
Fös. 25.júlí kl. 20
ÍR-Léttir 7-1
Hörður Magnússon3, Lúðvík Gunn-
arsson, Jón Þór Eyjólfsson, Engilbert
Friðfinnsson, Jóhann Björnsson -
Sveinn Guðmundsson.
Selfoss-KFS 3-1
Jón Guðbrandsson, Brynjólfur Bjarna-
son, Ingþór Jóhann Guðmundsson -
Yngvi Borgþórsson, víti.
KS-Vfðir 2-2
Róbert Haraldsson, Danilo Bjelica -
Sindri-Tindastóll 1-3
Sævar Gunnarsson - Kristmar Geir
Björnsson 2, Kevin Barr.
Völsungur-Fjölnlr 2-2
Boban Jovic 2 - (var Björnsson,
Steinn Símonarson.
Staðan:
Völsungurl 1 8 1 2 36-18 25
Fjölnir 11 7 2 2 32-16 23
Selfoss 11 7 1 3 26-14 22
KS 11 5 3 3 20-17 18
(R 11 5 1 5 22-20 16
Tindastóll 11 5 1 5 20-21 16
Víðir 11 4 2 5 14-16 14
KFS 11 4 1 6 25-31 13
Léttir 11 2 1 8 9-39 7
Sindri 11 0 3 8 15-27 3
Enn eitt Stjörnustig
Nýtti ekki tækifærin gegn toppliði Keflavíkur - 5.jafntefli Stjörnunnar
1-0 Ólafur Gunnarsson 24.
1-1 Scott Ramsey 45.
Stjarnan og Keflavík skildu
jöfn, 1-1, í miklum baráttuleik
sem fram fór á Stjörnuvellinum
á föstudagskvöldið.
Jafnræði var með liðunum í
leiknum, en Garðbæingar voru nær
því að hirða öll stigin á lokamínút-
um leiksins. Eins og svo oft áður í
surrtar þurftu þeir að horfa á eftir
stigunum sem í boði voru.
Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun
betur og voru mun hættulegri en
Garðbæingar. Stjarnan varð þó
fyrri til að skora þegar Ólafttr
Gunnarsson skaut föstu skoti utan
vítateigs neðst í markhornið. Kefl-
víkingum var brugðið og við tók
góður leikkafli Stjörnunnar, eitt-
hvað sem sést hefur allt of sjaldan í
sumar en sýndi að liðið á mikið
meira inni en staðan gefur til
kynna.
Gullið tækifæri
Keflvíkingar náðu þó að jafna
leikinn þegar tvær mínútur voru
komnar fram yfir leiktíma fyrri
hálfleiks. Var þar að verki Scott
Ramsey sem hafði komið inn á fyr-
ir Jónas Sævarsson sem meiðst
hafði átta mínútum fyrr. Stjarnan
fékk gullið færi á að krækja sér í
stigin þrjú þegar sex mínútur voru
komnar fram yfir níutíu mínúturn-
ar. Vilhjámur Vilhjálmsson, sem átt
hafði ófá skot úr aukaspyrnum og
hornspyrnum án þess að hætta
skapaðist af, fékk þá boltann á
markteig eftir skógarferð Ómars Jó-
hanssonar, markvarðar Keflavíkur.
Skot hans var máttlítið og var varið
af varnarmanni Keflavíkurliðsins. í
kjölfarið var heimamönnum dæmd
óbein aukaspyrna sem þeim tókst
ekki að færa sér í nyt.
Eitt er betra en ekkert
„Við vorum að spila gegn topp-
liðinu hér í kvöld og ætluðum okk-
ur öll stigin en eitt er betra en ekk-
ert,“ sagði Valdimar Kristófersson,
þjálfari og leikmaður Stjörnunnar,
eftir leikinn. „Þetta hefur gengið
þokkalega hjá okkur að undan-
förnu og við erum greinilega á upp-
leið. Við áttum okkar færi og okkar
sóknir þrátt fyrir að þeir væru mik-
ið meira með boltann. Við komust
vel inn í leikinn eftir markið en það
vantaði samt smáeinbeitingu og
ákveðni til að klára færin og skapa
sér aðeins meira,“ sagði Valdimar
að lokum.
Maður leiksins: Scott Ramsey,
Keflavfk. -þaþ
MARKi FAGNAÐ: Leikmenn Keflavíkur
fagna markaskoraranum Scott Ramsay í
leik þeirra gegn Stjörnunni á föstudags-
kvöld. DV-mynd Hari
9. MARKALEIKURINN í RÖÐ
Jóhann Þórhallsson, framherji
Þórsara í 1. deildinni, er sem
stendur markahæsti maður 1.
deildarinnar með 12 mörk eftir
fyrstu tíu umferðirnar.
En þar með er ekki öll sagan sögð
því að Jóhann hefur skorað í níu
deildarleikjum í röö eða öllum
leikjunum sem hann hefur spilað
en hann var ekki með í fyrsta
leiknum gegn Breiðabliki.
Með markinu gegn Blikum á
föstudag hefur hann einnig skorað
hjá öllum níu andstæðingum Þórs f
deildinni í sumar.
9 markalelkir f röð:
Dags. Andstæöingur Úrslit Mörk
25/5 HK (h) 1-1 1
31/5 Keflavfk (ú) 3-1 1
6/6 Njarðvik (h) 2-4 1
9/6 Afturelding (ú) 4-2 3
20/6 Víkingur(h) 1-1 1
27/6 Haukar(ú) 2-3 1
5/7 Stjarnan (h) 1-1 1
9/7 Leiftur/Dalvík (ú) 4-1 2
18/7 Breiðablik (h) 3-2 1
Töffræfil Jóhanns f f suman
Leikir 9
Mörk 12
Mínútur spilaðar 804
Mínútur milli marka 67,0
Mörk á heimavelli 5
Mörká útivelli 7
Mörk (fyrri hálfleik 3
Mörk (seinni hálfleik 9
Mikilvægur sigur
HK vann Leiftur/Dalvík í bragðdaufum leik
1-0 Zoran Panic, vfti 61.
1-1 ZeidYasin 65.
2-1 Zoran Panic, vfti 69.
Það tók 60 mínútur fyrir leik-
menn liða HK og Leifturs/Dal-
víkur að gera leik liðanna at-
hyglisverðan. Tvö víti tryggðu
heimamönnum sigur.
Það þýðir ekki að eyða mörgum
orðum í fyrri hálfleikinn og fyrsta
stundarfjórðunginn í þeim síðari.
Þær mínútur voru hreint út sagt
skelfilegar. Það helsta sem ber að
nefna er skalli Kolbeins að marki
HK eftir skógarferð Gunnlaugs.
Boltinn hafnaði þó í stöng.
Fyrra vítið var klaufalegt. Vamar-
maður gestanna missti boltann til
Gunnars Amar Helgasonar og
braut svo á honum.
Mark gestanna kom eftir send-
ingu Jóhanns Traustasonar og var
þar vel að verki staðið. En aðeins
nokkmm mínútum síðar dæmdi
Egill Már annað vítið í leiknum eft-
ir að Gunnar örn skaut boltanum í
hönd vamarmanns Leifturs/Dal-
víkur. Var hann svo þakklátur fyrir
árvekni Egils að hann fékk faðmlag
fyrir. Eftir þetta vom bæði lið líkleg
til að skora, en besta færið átti Zeid
Yasin fyrir gestina er hann skaut í
slá af löngu færi.
Maður leiksins: Gunnar öm
Helgason, HK. eirikurst@dv.is
Fyrsti heimasigurinn
Þór vann Breiðablik 3-2 og heldurséráfram í toppbaráttunni
0-1 (var Sigurjónsson 40.
1- 1 Hlynur Birgisson 43.
2- 1 Jóhann Þórhallsson 84.
3- 1 Alexandre Santos 91.
3-2 sjálfsmark 93.
Þórsarar tóku á móti Breiða-
bliki í fyrstu deild karla á
föstudagskvöldið. Blikar voru
ívið sterkari aðilinn í fyrri hálf-
leiknum en Þórsarar í seinni.
Blikar vom fyrri til að skora og
var þar að verki ívar Sigurjónsson
sem sneri aftur á heimaslóðir eft-
ir skamma vem með Þróttumm.
Markið kom eftir hornspyrnu en
ívar fylgdi eftir skalla að marki
sem heimamenn vörðu á línu.
Engu mátti mun að Blikar næðu
að skora aftur stuttu síðar en
Hörður Rúnarsson, varnarmaður
Þórs, bjargaði á síðustu stundu.
Heimamenn jöfnuðu svo metin
mínútu síðar með góðu marki.
Þórsarar komu miklum mun
ákveðnari til leiks eftir hlé en
náðu þó ekki að skora fyrr en í
lokin, og þá tvisvar. Fyrst skoraði
Jóhann eftir gott einstaklings-
framtak en Blikar mótmæltu
kröftuglega og sögðu hann hafa
brotið á sér þegar hann vann
boltann í teignum. Alexander
Santos bætti um betur og Andri
Albertsson varð fýrir því að skora
sjálfsmark sem hvaða sóknar-
maður sem er hefði verið stoltur
af að skora. „Stórglæsilegt" skot |
upp í markvinkilinn.
Þórsarar spiluðu vel, sér í lagi í j
síðari hálfleik, og voru vel að
sigrinum komnir. Hlynur var
sterkur í vörninni og Jóhann
síógnandi frammi. Blikar geta
varla verið sáttir við tapið, enda
enn í mikilli botnbaráttu.
Maður leiksins: Hlynur Birgis-
SOn. akureyri@dv.is