Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Page 10
26 DVSPORT MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ2003 Frækin för til 5 Um 300 strákar og stelpur frá íslandi tóku þátt í Gothia cup í Gautaborg Mamma, pakkaðir þú niður takkaskónum mínum? Eru allir komnir, einn, tveir, þrír ... Hvar er Siggi? SIGGI. Ertu með allt, ástin mín? Svo standið þið ykk- ur, stelpur. Koma svo! Haldið hópinn! Koss og bless. Það var líf og fjör í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar ríflega 300 strák- ar og stelpur í félögum víðs vegar um landið bjuggu sig undir að halda á vit ævintýranna í Svíþjóð. Gothia Cup, stærsta knattspyrnu- mót heims var áfangastaðurinn. Margra mánaða undirbúningur var loks að skila sér. Inn í flugstöðina tíndust liðin eitt af öðru. Stjarnan, KR, Fjölnir, Grindavík, Haukar og Þór sendu öll lið til þátttöku í 3. flokki kvenna. Valur var með lið í 2. fiokki kvenna. Fulltrúar hins Hafnarfjarðarveldis- ins, FH, áttu einnig lið í 2. og 3. flokki og Leiknir tefldi fram strák- um úr 3. og 4. flokki, sem og Þór, Akureyri. „Galsi var í krökkunum enda ekki á hverjum degi sem maður fer með vinum sínum til út- landa og það án þess að hafa mömmu og pabba með sér." Galsi var í krökkunum enda ekki á hverjum degi sem maður fer með vinum sínum til útlanda og það án þess að hafa mömmu og pabba með sér. Allir skiluðu sér til Svfþjóðar og í skólana sem áttu eftir að vera heimili liðanna næstu vikuna. Það er óhætt að segja að flugþreyta hafi setið í krökkunum því næstu klukkustundir heyrðist ekkert frá hópunum nema hrotur og einstaka orð mælt úr svefni. Gautaborg og Liseberg Gautaborg heilsaði keppendum með sól og steikjandi hita. Þessi mikli hiti átti eftir að haldast út ferðina og koma misvel niður á lið- unum. Sunnudeginum eyddu flest lið í heimsókn í Liseberg sem er heljarstór skemmtigarður í mið- borg Gautaborgar. Á mánudagsmorgni hófst svo sjálf keppnin. Leikið var á völlum víðs vegar um Gautaborg og í ná- grannabæjum. Gengi liðanna var misjafnt. Sum íslensku liðin unnu stóra sigra en önnur lutu í lægra haldi. Það sem þó háði ís- lendingunum var gríðarlegur hiti sem sem gerði mönnum erfitt fyrir. Um kvöldið var svo setning- arathöfnin sem ffam fór á Ullevi- vellinum þar sem samankom- in voru um 30 þúsund manns sem skemmtu sér konunglega á glæsilegri opn- unarhátíð. Það setti þó leiðin- legan blett á at- höfnina að færri komust að en vildu. Það er fótbolt- inn sem lífið snýst um þessa viku f Gautaborg og áfram var haldið að spila á þriðjudeginum. Islensku liðin lentu ekki saman í riðli heldur voru þau flest að leika við lið frá Svíþjóð og Dan- mörku. Okkar krakkar voru í mörgum leikjum mun betri heldur en andstæðingarnir en það virtist vera sem sólin og hitinn væru erfið- ust við að eiga. Aftur og aftur gerð- ist það að íslensku liðin höfðu yfir- burði í fyrri hálfleik en síðan var sem þau þryti örendi í síðari hálf- leik og misstu þá á stundum niður vænleg forskot. Línurnarskýrast Þegar komið var fram á fimmtu- dag voru línur teknar að skýrast í riðlunum. Þau lið sem höfnuðu í tveimur efstu sætunum í sínum riðli héldu í A-úrslit en það lið sem varð í þriðja sæti fór í B-úrslit. Þau lið sem Ientu neðar féllu út. Tveir athyglisverðustu leikirnir þann daginn voru leikir Stjörnunn- ar og Fjölnis í aldurshópnum stúlk- ur 15 ára og leikur Þórs, Akureyri, ogKRí sama flokki. Fjölnisstúlkur slógu Stjörnuna út í skemmtilegum leik þar sem Garðbæingar sýndu oft á köflum sérlega góð tilþrif en voru þó ofurliði bornar. „Þrátt fyrir að státa ekki afverðlaunum var ekki neinn bilbug að finna á krökkunum né heldur á þeim fjölda fararastjóra sem þeim fylgdu. ístað fótbolt- ans var einfaldlega bú- in til ný dagskrá." Leikur Þórs og KR var spennandi frá upphafi til enda. Fimm mínút- um fyrir leikslok fengu Þórsarar svo tækifæri til að gera út um leikinn en markvörður KR-liðsins varði vel. KR-ingar geystust í sókn og skor- uðu mark sem reyndist þegar upp var staðið eina mark leiksins. Það setti skemmtilegan svip á leikinn að íjölmennur hópur Þórsstráka var mættur til að styðja við bakið á stelpunum auk þess sem fjölmargir aðrir áhorfendur voru á þessum leik. „Óhætt er að segja að íslensku stúlkurnar hafi vakið stormandi lukku meðal erlendra pilta. Það var þó ekki að sjá að athyglin færi mikið í taugarnar á stúlkunum enda hormónaflæðið á þessum árum í réttu hlutfalli við Dettifoss." Bestum árangri íslenskra liða á mótinu náði 19 ára lið FH. Þeir fóru auðveldlega í gegnum riðil sinn á mótinu en þegar kom að undanúr- slitum þá féllu þeir úr leik gegn Dar Hero FC. Valur og Fjölnir héldu uppi heiðri íslensku stelpnanna. Valsstúlkur komust í 8-liða úrslit í 17 ára aldursflokki og Fjölnir í 15 ára. Meira en bara fótbolti Á fimmtudag og föstudag heltust íslensku liðin eitt af öðru úr keppni. Það voru því engin íslensk lið sem fóru í úrslitin á Gothia Cup að þessu sinni. Þrátt fyrir að státa ekki af verðlaunum var ekki neinn bil- bug að finna á krökkunum né held- ur á þeim fjölda fararstjóra sem þeim fylgdu. í stað fótboltans var einfaldlega búin til ný dagskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.