Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Side 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003
Toyota RAV4, bsk.
Skr. 6/96, ek. 112 þús.
Verð kr. 970 þús.
Sjáöu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
----✓///».......
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, simi 568-5100
Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk.
Skr. 7/97, ek. 46 þús.
Verð kr. 690 þús.
Suzuki Liana, bsk.
Skr. 2/02, ek. 10 þús.
Verð kr. 1380 þús.
Suzuki Grand Vrtara, 3 d., bsk.
Skr. 5/00, ek. 45 þús.
Verð kr. 1370 þús.
Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk.
Skr. 1/98, ek. 91 þús.
Verð kr. 990 þús.
VW Bora, bsk.
Skr. 6/02, ek. 6 þús.
Verð kr. 1690 þús.
Daewoo Leganza, sjsk.
Skr. 5/98, ek. 56 þús.
Verð kr. 590 þús.
Alagningin á Netið
Festist í Markarfljóti
SKATTUR: Álagningarseðlar
landsmanna verða settir í
póst í dag og ættu að berast
fólki á morgun eða á föstu-
dag. Þeir sem ekki treysta sér
til að bíða svo lengi geta
skoðað eigin álagningu á
Netinu klukkan 16.01. Það á
við þá sem töldu fram á Net-
inu og hafa varðveitt veflykil-
inn. Álagningarskrár vegna
opinberra gjalda einstaklinga
verða lagðarfram á morgun.
Ávísanir vegna ofgreidds
skatts, barna- og vaxtabóta
verða póstlagðar á morgun
eða lagðar inn á bankareikn-
ing viðkomandi á föstudag.
Kærur vegna álagðra opin-
berra gjalda þurfa að berast
skattstjóra eigi síðar en 1.
september nk.
ÓHAPP: Um síðastliðna helgi
festist jeppabifreið í Markar-
fljóti, sunnan við Húsadal í
Þórsmörk. Björgunarsveitar-
menn frá Dagrenningu á
Hvolsvelli komu fólkinu til
aðstoðar og drógu jeppabif-
reiðina upp úr fljótinu. Fólkið
sakaði ekki en bifreiðin er
talsvert mikið skemmd
þannig að hún var óökufær á
eftir. Lögreglan á Hvolsvelli
vill geta þess að á þessum
árstíma er Markarfljót nánast
ófært yfirferðar fyrir alla
venjulega og breyttajeppa
sökum vatnsmagns og aur-
bleytu. Þá bendir lögreglan
ökumönnum sem leið eiga
um fjallvegi á að sýna mikla
aðgæslu við vatnsföll.
Samkomulag um að stærstu hluthafarí Skeljungi yfirtaki félagið í sameiningu:
Kaupþing-BI eignast
olíurekstur Skeljungs
- Burðarás og Sjóvá-Almennar fengju hlutabréfasafn sem nemuryfir 4 milljörðum
DV hefur fyrir því heimildir að
þrír stærstu hluthafarnir í Skelj-
ungi hafi gert samkomulag um
að gera sameiginlega yfir-
tökutilboð í Skeljung hf., þ.e. að
kaupa 12,5 prósenta hlut af um
300 hluthöfum á genginu 15,9.
Hvað síðan tekur við er enn óvíst
en eftir því sem DV kemst næst yrði
stofnað eignarhaldsfélag og eign-
um Skeljungs skipt upp. Yrði Kaup-
þing-Búnaðarbanki leiðandi í því
ferli. Þeir sem DV hefur rætt við
leggja áherslu á að þetta eigi sér
stað í góðu samkomulagi aðila og
vilji sé fyrir að klára málið fyrir
helgi.
Ýmsar leiðir munu vera til um-
ræðu um framhaldið. Hallast menn
helst að þvf að Kaupþing-Búnaðar-
banki eignist og taki yfir rekstur ol:
íufélagsins með olfusölu og bensín-
stöðvum. Burðarás og Sjóvá-Al-
mennar verði keypt út úr hinu eig-
inlega olíufélagi en beri síður en
svo skarðan hlut frá borði þar sem í
þeirra hlut kæmi þá hlutabréfa-
safns Skeljungs.
Markaðsvirði hlutabréfa í eigu
Skeljungs og sem skráð eru á hluta-
bréfamarkaði nam samtals tæpum
4,5 milljörðum króna í marslok en
Hallast menn helst að
því að Kaupþing-Bún-
aðarbanki eignist og
taki yfir rekstur olíufé-
lagsins með olíusölu og
bensínstöðvum.
bókfært verð annarra eignarhluta í
félögum tæpum 200 milljónum.
Samtals er verðmæti hlutabréfa-
safnsins því um 4,7 milljarðar
króna.
Þá eru uppi hugmyndir um að
fasteignafélag kaupi fasteignir
Skeljungs og horfa þeir sem gerst
þekkja þá til eignarhaldsfélagsins
Stoða sem er í nánum tengslum við
Kaupþing-Búnaðarbanka.
I framhaldinu þykir ljóst að Skelj-
ungur verði tekinn af hlutabréfa-
markaði sem ekki þarf að koma á
óvart því það er eina olfufélagið
sem enn er á markaði. En hins veg-
ar er á huldu hvað verður um olíu-
og bensínsöluna í framhaldinu.
Fæstir sem DV hefur rætt við gera
ráð fyrir að Kaupþing-Búnaðar-
banki muni eiga Skeljung til lang-
frama. Reksturinn er ábatasamur
en tæplega eins milljarðs króna
hagnaður varð af rekstrinum á síð-
asta ári og 129 milljónir á fyrsta
fjórðungi þessa árs. Eigið fé í árslok
2002 nam tæpum 5,4 milljörðum.
Þrálátar sögusagnir hafa verið
um að Baugur ætli sér að komast
yfir Skeljung. Þeir sem DV hefur
rætt við telja hins vegar að þá muni
margir stórir viðskiptavinir Skelj-
ungs kippa að sér hendinni og
beina viðskiptunum sínum annað.
í EIGU KAUPÞINGS-BÚNAÐARBANKA: Samkomulag er um að þrír stærstu hluhafar í Skeljungi yfirtaki félagið og því verði síðan skipt upp
undirforystu Kaupþings-Bl.4
Slík blóðtaka yrði alvarlegt áfall fyr-
ir félagið. Framtíðareignarhald á
Skeljungi er því óvíst.
Fram undan er flókið ferli sem
vilji er þó til að klára fyrir helgina.
Samkeppnismál, svokallað olíufé-
lagamál, kann hins vegar að flækja
stöðuna og setja strik í reikninginn
í samningaferlinu. Óvissan er þvf
enn nokkur.
Eignirog völd
En hvað sem framtíð Skeljungs
líður er útlit fyrir að blokkin á bak
við Burðarás og Sjóvá-Almennar
haldi ftökum sínum í íslensku við-
skiptalffi en Skeljungur á hluti í
fjölda félaga. Þar á meðal eru Eim-
skip, Fiugleiðir, Sjóvá-Almennar,
Síldarvinnslan í Neskaupstað,
Tangi á Vopnafirði, Þormóður
rammi - Sæberg á Siglufirði, ísfélag
Vestmannaeyja o.fl. Meðfylgjandi
er listi yfir eignarhluti Skeljungs í
öðrum félögum.
Kaupþing-Búnaðarbanki ætti
samkvæmt framansögðu að fá hlut
Skeljungs í Bensínorkunni hf. sem
rekur sjálfsafgreiðslustöðvarnar
Orkan en Skeljungur á 80 prósent í
því félagi. Annað dótturfélag Skelj-
ungs, Hans Petersen, sem félagið
átti að fullu, var hins vegar verið
selt til Sjafnar á Akureyri um síð-
ustu mánaðamót. Þá fengi Kaup-
þing-Búnaðarbanki væntanlega
hlutdeildarfélögin en bókfært verð
þeirra í marslok nam tæpum 1,3
milljörðum króna. Undanskilið er
þá Haukþing sem lagt hefur verið
niður.
Gengishækkun
Langvinn barátta um hið rót-
gróna fyrirtæki Skeljung verður
væntanlega til lykta leidd fyrir helg-
ina. Öðrum megin borðsins hafa
setið fulltrúar Burðaráss og Sjóvár-
EIGNAHLUTAR SKELJUNGS HF. í ÖÐRUM FÉLÖGUM
Félög skráð á hlutabréfamarkaði:
Félag Eignarhlutur Nafnverð Bókfært verð
Hf. Eimskipafélag (slands 5,8 296.344 1.647.462
Eskja hf„ Eskifirði 5 22.710 64.806
Flugleiðirhf. 5,3 122.672 607.787
Guðmundur Runólfsson hf. 2,5 3.453 19.249
Hraðfrystihúslð-Gunnvör hf. 12,6 17.699 131.188
Jarðboranir hf. 1,4 3.708 25.108
Plastprent hf. 11 28.486 53.458
S(F hf„ Hafnarfirði 6,4 95.384 496.000
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 5,5 31.992 564.476
Sddarvinnslan hf„ Neskaupsstað 0,5 8.807 43.186
Tangi hf„ Vopnafirði 3 26.007 54.886
Þorbjörn-Flskanes hf. Grindavík 2,5 27.695 189.950
Þormóður rammi-Saeberg hf. 1,1 14.822 53.466
önnur félög 5.853
Samtals 3.956.875
Markaðsverð 4.474.000
Aðrir eignarhlutir:
Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja hf. 4 • 10.000 10.294
Hraðfrystlhús Hellissands hf. 5 510 30.277
Isfélag Vestmannaeyja, Vestmey. 0,4 2.000 27.702
Ráeyrl hf„ Siglufiröi 6,5 78.000 78.000
Vigri hf. 5 5.000 9.750
ögri hf. 5 5.000 9.750
Ögurvlk hf. 3,6 13.575 19.374
Önnur félög 11.521
Samtals aðrir eignarhlutir 196.668
Samtals eignarhlutir (öðrum félögum 4.670.668
Samkeppnismál, svo-
kallað olíufélagamál,
kann hins vegar að
flækja stöðuna.
Almennra, gjarnan kenndir við Kol-
krabbann, en hinum megin fulltrú-
ar Kaupþings-Búnaðarbanka. Með
fyrrnefndu samkomulagi hafa víg-
línur í félaginu, bæði ímyndaðar og
raunverulegar, verið þurrkaðar út.
í fyrradag var gefin út tilkynning
um að hlutabréf Skeljungs hefðu
verið færð á athugunarlista Kaup-
hallarinnar þar sem hluthafar sem
eiga 87,57% eignarhlut í íyrirtæk-
inu ættu í viðræðum um hugsan-
legt yfirtökutilboð á genginu 1,9.
Lokatilboð á markaði í fyrradag var
14,7 en fyrir um mánuði keypti
Kaupþing-Búnaðarbanki um 9 pró-
senta hlut í Skeljungi á genginu 15.
Fyrr þann sama dag keyptu Sjóvá-
Almennar og Burðarás 20,7 pró-
senta hlut Shell International f fé-
laginu á genginu 12. Verði yfirtöku-
gengið 1,9 í þessari viku hefiir gengi
bréfa í Skeljungi hækkað um 73
prósent fá ársbyrjun 2000. hlh@dv.is