Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Blaðsíða 10
70 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003 GRÍNGOÐSÖGNIN BOB HOPE: Grínistinn Bob Hope lofaði því að vera léttur og hress fram í andlátið og stóð við það. STJÖRNU MINNST: Bob fékk eins og góðri Hollywood-stjörnu sæmir nafn sitt skráð í stjörnustéttina í Hollywood og hefur fjöldi aðdáenda vottað honum virðingu sína við stjörnuna hans. BOB OG SAMMY: Leiðir þeirra Bobs og Sammys Davis Jr. lágu oft saman á leiksviðinu. Hér eru þeir félagar í léttri sveiflu á Broadway. Grínarínn Bob Hope látínn 100 ára: BRJÓSTMYNÐ AF BOB: Linda Hope, dóttir Bobs, stendur hér við brjóstmynd af föður sínum í anddyri sjónvarpsakademíunnar í Los Angelses. Svolítið grallaralegur MEÐ BANDRÍSKUM HERMÖNNUM: Á löngum ferli fór Bob víða um heim til þess að skemmta bandarískum hermönnum og kom ma. tvisvar til (slands. Hér á myndinni er hann að skemmta hermönnum á Salómonseyjum í Kyrrahafi árið 1944. MEÐ FORSETA BANDARlKJANNA: Bob var mikill föðurlandsvinur og gortaði oft af því að tíu forsetar Bandaríkjanna hefðu verið persónulegir vinir hans. Hér á myndinni er hann með John F. Kennedy. Bob Hope, einn mesti grínari allra tíma í Bandaríkjum, er lát- inn rétt rúmlega aldargamall. Þrátt fyrir að hafa verið enskur að uppruna fannst varla nokkur skemmtikraftur eins bandarískur og Bob og hnyttin tilsvör hans gerðu hann að mesta grínista í sögu Bandankjanna sfðan Charlie Chap- lin, var og hét. Bob var fæddur í Eltham í suð- austurhluta Lundúna þann 29. maí árið 2003 og var því í tvíburamerk- inu. Hann var sonur steinsmiðs, sem áður hafði fengist við söng en hans rétta skírnarnafn var Leslie Towes Hope sem hann breytti seinna í Bob af því það þótti bein- skeyttara að hans sögn. Einstakur húmor Þegar Bob var fjögurra ára flutti fjölskylda hans til Bandaríkjanna, að sögn hans sjálfs vegna þess að hann hafði svo íitla möguleika á að verða konungur. Eftir að hafa æft steppdans um tíma varð hann fljótlega þekktur fjöllistamaður og tók þátt í mörg- um vinsælum söng- og danssýn- ingum, sem þá vom ennþá mjög vinsælar í Bandaríkjunum. í upphafl seinni heimsstyrjaldar- innar var hann orðinn einn vin- sælasti utvarpsmaður Bandaríkj- anna, aðallega fyrir einstakan meinhæðinn húmor sinn, en eins og einn aðdáandi hans sagði þá minnti hann á hraðlest, svo fljótur var hann að hugsa og svara fyrir sig. „Með nef í laginu eins og skíða- stökkpall og flatar eilítið eplarauðar kynnar var hann svolítið grallara- legur en þó um leið lítið eitt alvöm- gefinn og jafnvel geðfelldur," sagði einn ónafngreindur vinur Bobs þegar hann var beðinn um að lýsa Brandarar á færibandi Stundum ultu brandarnir upp úr Bob eins og af færibandi en þó af mestu yfirvegun og aldrei var hann í meira stuði en þegar hann skemmti bandarískum hermönnum á vígvellinum og á herstöðvum víðs vegar um heiminn. Ritari hans til margra ára, sagði einu sinni að á 30 ára starfsferli hefði hún vélritað meira en sjö milljón brandara fyrir Bob en bætti við að hún væru iöngu hætt að hlæja að þeim. Bob var ekki aðeins skemmti- kraftur heldur var hann líka mikill áhugamaður um golf, eins og einn besti vinur hans og starfsfélagi, Bing Crosby, og stofnaði hann sjálfur til eigin árlegs góðgerðarmóts, Bob Hope Open, þar sem þátt taka margir bestu golfleikarar heims. Eiginkona Bobs var Dolores Hope, fyrrum dans- og söngkona, en þau giftu sig árið 1934 og ætt- leiddu fjögur börn. Hún stóð við hlið Bobs í blíðu og stríðu og lifir mann sinn. honum og bætti við að Bob hefði frekar verið hluti af landslaginu heldur en sviðsljósinu. Bob fylgdist alla tíð mjög vel með og var ávallt ferskur á sviði, enda hafði hann fjölda handritahöfunda á sínum snærum sem héldu honum við efnið og mötuðu hann á nýju efni í takt við tímann. Hann spann líka frá eigin brjósti og frábær tilsvör, sem spruttu fram afvörum hans með leifturhraða, verða örugglega lengi íminnum höfð. En hann spann ekki síður frá eigin brjósti og frábær tilsvör, sem spruttu fram af vörum hans með leifturhraða, verða örugglega lengi í minnum höfð. UNGUR STEPPARI: Bob byrjaði snemma að skemmta og er hér í einu af allra fyrstu hlutverkunum sfnum á sviði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.