Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Page 12
72 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚU2003
Meira en þúsund orð
Umsjón: Haukur Lárus Hauksson
Netfang: hlh@dv.is
Sími: 550 5819
VARANLEG LAUSN: Við Skipholt bjástruðu
þessir menn við að setja klæðningu á hús,
varanlega lausn gegn íslenskum
veðrunaráhrifum.
SÓTT í SJÓINN: Þessi ungi maður var að
sækja smávegis sjó í fötu undir aflann sem
veiddur var við smábátahöfnina í
Kópavogi.
VEIÐIMENN: Ungir drengir sem voru að veiðum við Kópavogshöfn í sólskininu i gær
speglast hér í sjónum sem hefur að geyma það sem þeir þrá mest - þann stóra. Fátt var
þó að hafa nema einhverja titti. DV-myndirE.ÓI.
HALLÓ HVUTTI: Eitthvað hefur hann verið að nasa, hvuttinn, undir bekknum. Eigandinn
segir honum að þarna sé ekkert að hafa og hann skuli bara halda áfram að spássera i
góða veðrinu.
BÍLAHRÚGUR: (Kópavogi getur að líta þennan bílakirkjugarð þar sem fyrrum glæsikerrur bíða þess að vera kramdar saman og fluttar úr
landi. Þetta framandi landslag dregur til sín stráka í leit að ævintýrum.
í ÚTLENDRI HÖFN: Skipverjar á erlendu fragtskipi sem liggur í í Kópavogshöfn spjalla
saman í góða veðrinu. Hvort þeir hafa verið að skipuleggja ferð í bæinn um kvöldið skal
ósagt látið en einhverjum kæmi það ekki á óvart.
GERT KLÁRT: Bygging umtalaðs
fjölbýlishúss við Suðurhlíðar er á lokastigi
þessa daga en þar voru menn (gær að
ganga frá þakkanti.
VIÐ ÖLLU BÚINN: Þessi ungi riddari var við öllu búinn þar sem hann læddist við runna á
Þinghólsbrautinni (Kópavogi. Af svipnum að dæma virtist hann vænta eldspúandi dreka
við næsta horn en ekki er að sjá að votti fyrir ótta f svipnum, enda bara Ijósmyndari á ferð.