Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003 FRÉTTIR 15
EyþórArnaldsog Móeiður selja eftir þrjú ár:
Keyptuá32
miíljónir en
vilja selja á 62
Hjónin Eyþór Arnalds og Mó-
eiður Júníusdóttir hafa sett
glæsiíbúð sína við Háteigsveg
32 í sölu á Eignamiðluninni.
Ásett verð er 62 milljónir króna.
Eyþór og Móa keyptu íbúðina í
mars 2000, þá á 32 milljónir króna.
í frétt í DV við það tækifæri sagði
Eyþór að 30 mÚljónir hefðu verið
settar á íbúðina. Hann hefði verið
að vona að verðið lækkaði en þá
hafi komið annar kaupandi sem
bauð á móti. Verðið endaði því í 32
milljónum. Nú, þremur árum
seinna, hefur verðið tvöfaldast og
gefur kannski ákveðna mynd af
fasteignamarkaðinum eins og
hann hefur þróast síðastliðin þrjú
ár.
Möa og Eyþór Anulds
Keyptu íbúö á 32 milljónir
- faítei«namarkaðurinn að brjálact
XlmHetclWi
fiafcw «* * wf »* * Wat
HÚSIÐ: Ibúðin er 307 fermetrar og er
samkvæmt lýsingu sögð „ein glæsilegasta
eign sinnar tegundar I Reykjavík".
(
fbúðin er stórglæsileg 307 fer-
metra efri sérhæð og ris og inn-
byggður bflskúr. Húsið er teiknað
af Halldóri H. Jónssyni arkitekt.
Ibúðin hefur öll verið endurnýjuð í
sinni upprunaíegu mynd í „art
deco“-stfl. Franskir gluggar eru í
íbúðinni. I lýsingu er hún sögð
mjög tæknivædd varðandi lýsingu,
internettengingu og fleira. „Um er
að ræða eina allra glæsilegustu eign
sinnar tegundar í Reykjavfk."
í undirfyrirsögn fréttarinnar
forðum sagði að fasteignamarkað-
urinn væri að brjálast. Eyþór sagði
þá að verðið leiddi hugann að
þeirri spennu sem væri á fasteigna-
markaðinum. Spennan er ekki
minni nú ef marka má fréttir. -aþ
UÓSAFOSS: Byrgið hefur flutt starfsemi að Ljósafossi er nú pláss fyrir 42 vistmenn.
Bytgið tekur við rekstri Ljósafosslaugar:
Sundlaugjn
kemur monn-
um til heilsu
Ljósafosslaug hefur verið tekin
í noktun á ný eftir nokkurt hlé.
Byrgið og sveitarstjórn Gríms-
nes- og Grafningshrepps hafa gert
með sér samning um að Byrgið taki
að sér rekstur og endurbætur á
Ljósafosslaug sem staðið hefúr
ónotuð um nokkurt skeið. Að sögn
Guðmundar Jónssonar, forstöðu-
manns Byrgisins, er þessi samning-
ur mjög mikilvægur fyrir meðferð-
arstarfið þar sem sundlaugin mun
koma fólki til líkamlegrar heilsu
miklu fyrr en ella.
Byrgið mun veita sveitarfélaginu
ókeypis aðgang að lauginni fyrir
skólasund. Þá hefur einnig verið
ákveðið að Byrgið fái að kenna sig
við Ljósafoss til aðgreiningar frá
Efri-Brú og heitir því hér eftir Byrg-
. ið, Ljósafossi.
Sveitarstjórnin hefur veitt Byrg-
inu leyfi til að setja niður tvö ný hús
á landinu sem Byrgismenn höfðu
áður sótt um til að fjölga mætti
plássum fyrir vistmenn og bæta að-
stöðu fyrir starfsmenn.
Sundlaugin mun
koma fólki til líkam-
legrar heilsu miklu fyrr
en ella.
Miklar endurbætur hafa átt sér
stað á Efri-Brú á þeim tveimur
mánuðum sem liðnir eru frá því að
Byrgið fékk húsnæðið til ráðstöfún-
ar og eru nú vistpláss í eftirmeðferð
Byrgisins Ljósafossi orðin 42, sem
er rétt um helmingur miðað við
það sem áður var í Rockville. End-
urbætur eru að langmestu leyti
unnar af vistmönnum Byrgisins.
Hugsaðu þér hvað það væri jákvætt að
byrja fríið á því að taka sér tak og hætta
að reykja. Þú hefur nægan tíma til að vinna
með reykleysisáætlun þína, vinna gegn
fráhvarfseinkennum nikótínsins, yfirvinna
reykingaávanann, stunda slökun, hvílast
nægjanlega og sofa.
www.dv.is
• Þú nálgast eldri pistla Guðbjargar
■ Upplýsingar um Nicotinell nikótínlyf
• Reykingaprófið
• Þú getur sent fyrirspurnir til Guðbjargar
Nicotinell
Nicotinell
tuggið er,
til að vinna_
lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógíeðT’ hiksta og ertingu
slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell
en 15 ára nema í samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni.
meltingarfærum. Sjúklingar með
tinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri
. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.