Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Page 16
16 FKÉTTBi MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLl2003
Útlönd
Heimurinn í hnotskum
Umsjón: Erlingur Kristensson / Kristinn Jón Arnarson
Netfang: erlingur@dv.is / kja@dv.is
Sími: 550 5828
Hafa áhyggjur
MHD-AUSTURLÖND: George
Bush og Ariel Sharon hittust í
gær og meðal þess sem kom
fram á fundi þeirra er að fsra-
elsmenn hafa auknar áhyggjur
af stuðningi frans við hryðju-
verkahópa í Palestínu. Jafn-
framt lýsti Ariel Sharon því yfir
að ekki yrði hætt við byggingu
öryggisgirðingar á Vesturbakk-
anum eins og Palestínumenn
af íran
hafa krafist. Þeir hvöttu báðir
yfirvöld í Palestínu til að berj-
ast gegn hryðjuverkahópum af
auknum krafti. Bush bað jafn-
framt Sharon um að leggja
hart að sér við að reyna að
gera Palestínumönnum kleift
að snúa til vinnu sinnar í fsrael
og lifa sem eðlilegustu lífi að
nýju eftir ófriðarástand síðustu
ára.
Saadam
syrgir synina
Segir þá hafa dáið píslarvættisdauða
Saddam Hussein, fyrrum (raks-
forseti, sendi í gær frá sér enn
eina hljóðupptökuna þar sem
hann syrgir dauða sona sinna
Udays og Qusays og segir þá
hafa dáið píslarvættisdauða
fyrir írösku þjóðina.
Á upptökunni, sem send var út af
al-Arabiya sjónvarpsstöðinni í
Dubai, hrósar Saddam hugdjörfum
stríðmönnum guðs fyrir það að
halda út sex klukkustunda langan
bardaga við óvininn þegar synir
hans og sonarsonur voru skotnir til
bana í bænum Mosul í síðustu viku.
„Bræður og synir, ég syrgi ykkur
og flyt ykkur þær gleðifréttir að sálir
fleiri píslarvotta munu sameinast
ykkur hjá skaparanum í heilögu
stríði,“ sagði Saddam.
Ef ég ætti hundrað börn
Hann hvatti síðan írösku þjóðina
til þess að halda áfram baráttu
sinni gegn óvininum og sagði.
„Kæru írakar, bræður ykkar Uday
og Qusay og Mustafa sonur Udays
stóðu við heit sín og brugðust ekki
guði sínum. ... Ef ég ætti hundrað
börn önnur en Uday og Qusay,
myndi ég bjóða þau fram á sama
hátt. ... Þeir dóu píslarvættisdauða
fyrir írösku þjóðina í heilögu strfði
gegn bandaríska innrásarliðinu
sem við munum sigra að lokum.
Kæru bræður og þið sem börðust
með þeim, þið eruð hetjur frösku
þjóðarinnar," sagði Saddam.
Þetta er fimmta hljóðupptakan
sem Saddam sendir frá sér síðan
höfuðborgin Bagdad var hertekin
þann 9. apríl sl. og þykir hún besta
staðfestingin til þessa fyrir írösku
þjóðina á að það hafi verið þeir
Uday og Qusay sem féllu í Mosul.
•Á hinum fjórum upptökunum,
sem allar hafa borist á síðustu
fimm vikum, á meðan leitin að
Saddam hefur staðið sem hæst,
„Bræður og synir, ég
syrgi ykkur og flyt
ykkur þær gleðifréttir
að sálir fleiri píslar-
írotta munu sameinast
ykkur hjá skaparanum í
heilögu stríði," sagði
Saddam Hussein á nýrri
hljóðupptöku.
hefur hann ávallt hvatt til andstöðu
gegn bandaríska setuliðinu en
aldrei jafn eindregið og nú eftir fall
sona sinna. Sérfræðingar banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA, hafa
rannsakað þær allar en hingað til
aðeins staðfest að ein þeirra hafi
líklega að geyma rödd Saddams.
Leitað í nágrenni Tikrit
Leitinni að Saddam var haldið
áfram í morgun og þá var áhersla
lögð á að leita í þorpum í nágrenni
heimaborgar hans, Tikrit, en óttast
er að stuðningsmenn hans hyggi á
hefndir fyrir drápin á bræðrunum.
Að sögn talsmanna bandaríska
hersins í Irak, hefur ábendingum
um hugsanlegar ferðir og dvalar-
staði Saddams fjölgað til muna eftir
fall bræðranna og ekki síst eftir að
það spurðist að sá sem ljóstraði
upp um dvalarstað bræðranna
fengi greiddar þrjátíu milljónir
dollara eins og lofað hafði verið
fyrir þá báða.
Bandarísk stjórnvöld hafa lofað
tuttugu og fimm milljónum dollara
fyrir upplýsingar, sem gætu leitt til
handtöku Saddams Husseins og er
vonast til þess að fljótlega takist að
ná honum, dauðum eða lifandi.
Að sögn þeirra sem stjórna leit-
inni er hringurinn farinn að þrengj-
ast verulega um Saddam og sagði
Richard Armitage aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna í gær
að bandarískar sérsveitir væru nú
rétt á hælunum á honum. „Þetta er
jafnvel orðin spurning um klukku-
tíma eða í mesta lagi daga,“ sagði
Armitage.
Heimflutningur hafinn
Að sögn talsmanns Flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna, UNHCR, er heimflutningur
íraskra flóttamanna þegar hafinn
frá Sádi-Arabíu og mun fyrsta bíla-
lestin þaðan hafa lagt af stað í gær
til Basra frá Rafha-flóttamanna-
búðunum með um 250 manns.
I framhaldinu verða smærri
hópar sendir á um tíu daga fresti, sá
næsti í byrjun ágúst.
SUNDURTÆTTUR FELUSTAÐUR: Eins og
sést á myndinni var húsið í Mosul, þar sem
synir Saddams féllu, mjög illa farið eftir
umsátrið í síðustu viku.
Leynilegir hlutar hryðjuverkaskýrslu ekki opinberaðir:
Bush neitaði
Bush Bandaríkjaforseti neitaði í
gær beiðni Sádi-Araba um að
leynilegir hlutar skýrslu um
hryðjuverkin 11. september
verði gerðir opinberir.
Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu
ræddi við Bush í gær og vildi að
skýrslan yrði öll opinber svo Sádi-
Arabar geti svarað fyrir sig, en m.a.
er fjallað um meinta aðstoð þeirra
við hryðjuverkamennina í leynilega
hlutanum.
Bush neitaði hins vegar bón hans
og sagði að það gæti ógnað þjóðar-
öryggi að gera alla skýrsluna opin-
bera.
í kjölfarið sagðist utanríkisráð-
herrann skilja ákvörðun Bush, en
kvað það hneyksli að stjórn hans
væri bendluð við árásirnar.
ÓSÁTTUR: Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu
var ekki ánægður eftir fund með Bush
Bandaríkjaforseta i gær.
Skógareldarnir í Frakklandi hafa kostað fimm manns lífið:
Maður í haldi Iðgreglu
yfirheyrður vegna eldanna
Lögregla í Suður-Frakklandi
hefur tekið þrítugan mann til
yfirheyrslu vegna skógareld-
anna sem þar hafa geisað síð-
ustu daga og kostað að
minnsta kosti fimm manns líf-
ið.
Talið er mjög líklegt að eldarn-
ir, sem voru um það bil 30 talsins,
hafi kviknað af mannavöldum.
Ummerki um bensínsprengjur
hafa fundist við upptök eldanna,
auk þess sem þeir virðast kvikna á
mörgum stöðum á svipuðum
tíma. Lögregla hyggst nú stöðva
alla sem hyggjast fara um skóg-
lendi í Frakklandi og leita á þeim
til að koma í veg fyrir frekari elda.
BARISTVIÐ ELDANA: Flugvélar hafa með-
al annars verið notaðar til að slökkva skóg-
areldana í Frakklandi síðustu daga.
Auk þeirra sem látist hafa í
skógareldunum hafa þúsundir
þurft að flýja þá og leita skjóls í
neyðaraðstöðu sem sett hefur
verið upp víða á svæðinu. Þá eru
ótalin eignaspjöllin sem eru gríð-
arleg. Stór landsvæði skóglendis
hafa eyðilagst og kallaði franski
ráðherrann Nicolas Sarkozy
eldana „vistfræðUegt
fjöldamorð".
Um það bil 1700 slökkvUiðs-
menn hafa með aðstoð hundraða
hermanna og liðsauka frá Italíu
barist við eldana síðustu daga.
Þeir segjast vera á ágætri leið með
að slökkva þá, en hafa þó lent í því
að vindur náði að kveikja aftur í
glóðum eldanna.
-I