Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Side 18
18 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003
Siðferðilega röng ákvörðun
Heimurinn er betri og öruggari með
dauða Udays og Qusays Husseins. írakar
eiga betri von um bjarta framtíð í friði og
frelsi með dauða tveggja villimanna sem
Saddam Hussein ól af sér. Saddam fer enn
huldu höfði en vonir um að hann komist
undir manna hendur hafa glæðst með
fráfalli bræðranna.
Enginn syrgir dauða bræðranna fyrir
utan fáeina fylgismenn sem áttu allt sitt
undir þeim og stjórn Saddams Husseins.
Almenningur í Irak andar léttar.
Bræðurnir voru villimenn líkt og faðir
þeirra - villimenn sem virtu líf
einstaklingsins einskis, myrtu, nauðguðu
og pyntuðu samlanda sína. Lýsingar á
ógnarverkum þeirra eru ofar mannlegum
skilningi, vekja svo mikinn óhug að flestir
eiga erfitt með að trúa þeim. En eftir því sem
fleiri sannanir koma fram í dagsljósið verður æ
ljósara hversu nauðsynlegt það var að fella
stjórn Husseins af stóli.
Ógnarstjórn Saddams Husseins er fallin og
írakar fagna. Uppbyggingarstarfið er hafið en
það hefur reynst erfiðara en búist var við.
Bandamenn hafa ekki náð því takmarki sínu að
tryggja frið í írak, lenda í stöðugum skærum ffá
fámennu liði, hliðhollu Saddam Hussein.
Að þessu sögðu er þrátt fyrir allt aldrei hægt
að réttlæta þá ákvörðun bandarískra
stjórnvalda að birta myndir af lfkum
villibræðranna. Engin siðmenntuð þjóð getur
leyft sér að draga lík andstæðingsins ífam í
Myndbirtingarnar voru áfall fyrir
alla sem litið hafa til Bandaríkjanna
sem forystuþjóðar í heimi hinna
frjálsu þjóða, þarsem lýðræði og
siðferðileg gildi eru í hávegum höfð.
dagsljósið í áróðursskyni. Með því að birta
myndirnar hafa bandarísk stjórnvöld farið
niður á sama stig siðleysis og andstæðingar
þeirra. Slíkt er áfall fyrir alla en þó ekki síst þá
sem eindregið hafa stutt ffelsun fraks, sem var
siðferðilega rétt.
Myndbirtingarnar voru áfall fyrir alla sem
litið hafa til Bandaríkjanna sem
forystuþjóðar í heimi hinna frjálsu þjóða,
þar sem lýðræði og siðferðileg gildi eru í
hávegum höfð. Og eitt sem einkennir
siðaða þjóð, sem hefur frelsi og rétt
einstaklingsins að leiðarljósi, er virðing
fyrir lífi einstaklingsins, hvort heldur hann
er vinur eða óvinur.
En steininn tók úr þegar bandarísk
stjórnvöld tóku þá ákvörðun að snyrta lík
Hussein-bræðra, taka af þeim myndir og
birta opinberlega. Hversu lágt er hægt að
leggjast í örvæntingu? Hversu langt eru
bandarísk stjórnvöld tilbúin að ganga í
áróðursstríði gegn öllum siðferðilegum
reglum sem þau hafa fram til þessa fýlgt og
lagt áherslu á að aðrir fylgi?
Auðvitað kann sú stund að renna upp að
nauðsynlegt sé að birt myndir af því tagi sem
bandarísk stjórnvöld hafa með svo
„smekklegum" hætti birt. En þá er það ekld
hluti af áróðursstríði eða átökum heldur hluti af
sögunni. Þá ákvörðun eiga ekki stjórnvöld áð
taka heldur miklu fremur sagnfræðingar
framtíðarinnar.
Myndbirting af líkum Udays og Qusays hefur
valdið þeim sem fastast hafa staðið með
Bandaríkjunum vonbrigðum. Vonbrigðum
vegna þess að stuðningsmenn Bandaríkjanna
ætlast til þess að þau séu fyrirmynd í
siðferðilegum efhum. Haukarnir í Washington
geta ekki farið sínu fram án þess að aðrir standi
upp og segi: Hingað og ekki lengra.
Hvert
stefnir í
skólamálum?
KJALLARI
Agnar Hallgrímsson
Sú siðvenja hefur haldist hér á
Akureyri, þar sem ég bý, að út-
skrifa stúdenta frá Menntaskól-
anum þjóðhátíðardaginn I7.
júní. Ekki veit ég hversu gömul
þessi „tradisjón" er. Varla eldri
en lýðveldið.
Ég var að vísu ekki viðstaddur er
Tryggvi Gfslason, fráfarandi skóla-
meistari í MA, flutti sína síðustu
skóiaslitaræðu á dögunum. Hins
vegar horfði ég á viðtal við hann í
Sjónvarpinu í fréttunum daginn
eftir. Það er þetta sjónvarpsviðtal
sem ég ætla að fara um nokkrum
orðum hér, enda tel ég mig hafa
ýmislegt að athuga við það sem þar
kom fram.
Ekki Menntaskóli Akureyrar
Ég vil fyrst nefna, að spurður
kvaðst Tryggvi hlynntur því að
lengja skólaárið alit upp í 10 mán-
uði. Þetta vekur þá spurningu
hvenær nemendur eigi að vinna
fyrir sér upp í námskostnað. Það
hefur lengi verið aðalsmerki ís-
lenzkra framhaldsskóla, að sumar-
frí væru það löng, að nemendur
ættu þess kost að vinna fyrir sér í
þeim. Nú eiga langflestir nemend-
ur orðið einkabfla, sem eitthvað
kostar að reka, auk annars uppi-
haldskostnaðar.
Fram kom hjá Tryggva, að hann
ætlast til þess að foreldrar sjái um
framfærslu barna sinna á meðan
þau eru í skólanum. Má ég benda
Tryggva Gíslasyni á það, ef hann
veit það ekki nú þegar, að skólinn
heitir Menntaskólinn á Akureyri en
ekki Menntaskóli Akureyrar, og
fleiri ganga í þennan skóla en for-
rfkir pabbadrengir héðan frá Akur-
eyri. - Og hvað með þá milljarða-
byggingu, sem er nýlega risin á
Menntaskólalóðinni og heitir því
óskemmtilega nafni „Nemenda-
garðar" (gott ef ekki Skólagarðar)?
Varla em þeir byggðir fyrir nem-
endur sem eiga lögheimili á Akur-
eyri og lifa á foreldrum sínum.
Námsleiði hvað... ?
Annað var það, er fram kom í
viðtalinu við Tryggva, að hann teldi
æskilegt, að námstíminn yrði stytt-
ur úr fjómm ámm í þrjú ár. Ástæð-
una taldi hann vera mikinn náms-
leiða meðal nemenda skólans. Það
leiðir af sjálfu sér, að verði skólaár-
ið lengt um einn mánuð á ári verð-
ur hægt að stytta námstímann eitt-
hvað, en varla um heilt ár.
Ég á hins vegar bágt með að skilja
ástæðuna fyrir þessum mikla
námsleiða. Er hann e.t.v. til kom-
inn vegna þess hve skólastjórinn og
kennararnir em leiðinlegir, eða
vegna útþynntrar og ómerkilegrar
námsskrár? Er hann e.t.v. til kom-
inn vegna þess að allt skólalífið er
svona drepleiðinlegt yfirleitt? Spyr
sá er ekki veit.
Það er augljóst mál, að enginn er
neyddur til að ganga í „mennta-
skóla“. Leiðist mönnum svona þar,
hvers vegna fara þeir þá ekki ein-
faldlega t.d. á Akureyrartogarana?
Það gefur ömgglega meira í aðra
hönd. Ég var fjóra vetur við nám í
MA fyrir mörgum ámm, en aldrei
man ég eftir öðm en ég hlakkaði til
næsta skóladags. Auðvitað fögnuð-
um við skamma hríð ef kennarar
mættu ekki vegna umgangspestar,
eða frí var gefið, en við vorum kom-
MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI: „Allir þeir fjórir skólameistarar er stýrt hafa MA frá upphafi hafa verið með háskólapróf (sínum greinum."
in til að læra fyrir lífið, en ekkj leika
okkur eða láta okkur leiðast.
Er ekki einfaldlega stefnan sú að
þynna út námsefnið, til þess að
„Ef ekki er hægt að fá
menntaða kennara að
næstelzta og virtasta
lærða skóla landsins, er
þá ekki kominn tími á
það að loka öllum
framhaldsskólum í
landinu? Ríkið hætti að
launa mörg þúsund
kennara, og nemend-
urnir verði látnir sitja
við tölvurnar sínar og
læra á Netinu."
menn geti lokið starfsnámi með
sem allra minnstri fyrirhöfn og
kostnaði vegna almennrar grunn-
menntunar í framhaldsskóla? Ég vil
nefna sem dæmi, að latínunni, sem
var ein aðalnámsgreinin þegar ég
var í skólanum, hefur nú verið rutt
út af námsskránni, en hún var bæði
þroskandi og góður grundvöllur
fyrir þá sem hugðust leggja stund á
háskólanám í tungumálum.
MA - ekki „bréfafyrirtæki"
Af því að ég er nú farinn að tala
um Menntaskólann á Akureyri,
langar mig að lokum að fara
nokkrum orðum um málefni er
hann varðar. Eins og ég sagði áður,
hefur Tryggvi Gíslason látið af starfi
skólameistara við MA eftir tæp 30
ár. Ráðinn hefur verið nýr maður í
hans stað að nafni Jón Már. Þessi
maður hefur ekki lokið háskólaprófi
í neinni grein, en tekið hefur hann
áfangapróf (BA-próf) í íslenzku.
Það veitir honum (mér vitanlega)
aðeins réttindi til að kenna við
grunnskóla, ekki framhaldsskóla,
hvað þá stöðu sem skólameistari.
Þar við bætist, að hann er sagður
hafa tekið einhverja „kúrsa“ f við-
skiptafræði vestur í Bandaríkjun-
um. Enda þótt Bandaríkjamenn
séu miklir vísindamenn og skólar
þeirra góðir, get ég varla ímyndað
mér, að Jón Már hafi fullnumið ís-
lensku við viðskiptaháskóla þar.
Þá er það jafn ósennilegt, að MA
verði rekinn eins og „bréfafyrir-
tæki“, þannig myndi námið gagn-
ast lítið. Þetta stangast alveg á við
það, ef haft er í huga, að allir þeir
fjórir skólameistarar er stýrt hafa
MA frá upphafi hafa verið með há-
skólapróf í sínum greinum.
Þetta hlýtur að vekja gmnsemd
um það, að ekki sé lengur völ á vel
menntuðum kennurum að
Menntaskólanum á Akureyri.
Kunningi minn, Björn Teitsson
cand. mag., er lengi var skólameist-
ari á ísafirði, tjáir mér, að mesta
vandamálið í skólastjórninni þar
hafi verið, hversu erfitt var að fá
hæfa kennara til starfa. - Skyldi því
vera þann veg farið með MA?
Ef ekki er hægt að fá menntaða
kennara að næstelzta og virtasta
lærða skóla landsins, er þá ekki
kominn tími á það að loka öllum
framhaldsskólum í landinu? Ríkið
hætti að launa mörg þúsund kenn-
ara, og nemendurnir verði látnir
sitja við tölvurnar sínar og læra á
Netinu.