Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚU2003 SKOÐUN 19
Sí-
OLÍUSAMRÁЮ MIKLA: Uppeldisáhrif frá Sovétkommúnismanum eða ekki annað en það sem alltaf er að gerast alls staðar og tengist þá því að maðurinn er fallinn i synd ágirndarinnar?
DV-mynd GVA
Heilög mær í úlfakreppu
KJALLARI
Árni Bergmann
M. rithöfundur
Við lifum í markaðstrú og hún
leggur traust sitt á Samkeppn-
ina, sem er heilög mær í þeirri
trú og mun hvern vanda leysa
svo allir hagnist: Verða þá úlfar
saddir og lömbin hiaupa um
ósködduð.
En þessa dagana eru margir
harmi slegnir yfir því að nú hafi úlf-
ar þeir sem fýrirtækjum ráða (nú
síðast olíusölu) gjammað sig sam-
an um að hrekja Samkeppnina frá
sinni ljúfu leiðsögn og ráfar hún nú
um illa haldin og blóðrisa í háska-
legu myrkri stórsvindla.
Ágirndin allra lasta
Á þessu hafa menn ýmsar skýr-
ingar. - Bjöm Bjarnason er óvart
fyndnastur: Hann heldur að olíufé-
lögin hafi orðið fyrir slæmum upp-
eldisáhrifum frá sovétkommún-
ismanum. Davíð Oddsson heldur
að óútskýranleg heimska hafi grip-
ið olíuliðið. Margir aka sér og segja
jamm og jæja og þykjast vita að
olíusamráðið mikla sé ekki annað
en það sem alltaf er að gerast alls
staðar og tengist þá því að maður-
inn er fallinn í synd ágirndarinnar,
sem er upphaf allra lasta, svo sem
Hallgrímur Pétursson kvað.
Ekki minni maður en Alan
Greenspan, seðlabankastjóri í
Bandaríkjunum, er eitthvað á sömu
nótum og sálmaskáldið okkar, en
tekur sjúkdómshræðslu samtímans
einnig með í líkingamál sitt. Hann
segir við þingið í sínu landi að
„smitandi græðgi" sé undirrót mik-
illar kreppu í bandarísku efnahags-
lífi, en hún er tengd því hve dugleg-
ir forstjórar stórfyrirtækja þar í
landi hafa verið við að skammta sér
geipitekjur þvert ofan í allt sem
heitir Handleiðsla Samkeppninnar
og Lögmál Markaðarins. (Síðast í
fyrra tókst þeim að bæta 6% enn
við eigin risatekjur, enda þótt
hagnaður fyrirtækja skryppi saman
og verð á hlutabréfum lækkaði um
24%.)
Eilíft samsæri?
Tja, hvað skal gera: Það er satt að
alls staðar er verið að syndga gegn
heilagri Samkeppni og eigum við
að taka því eins og hverju öðru ei-
lífðarböli sem ekkert verður við
gert? Það virðist tónninn í sumum
skrifúm: Einn pistilhöfundur sagði
á þá leið að ef islendingar væru
hissa á „samráði" olíufélaganna þá
væri það barasta vegna þess að þeir
væru sveitamenn og vissu ekki
hvernig kaupin gerast í raun á
markaðseyrinni.
Og það er ekki nema rétt að
„samráð" svokallaðra keppinauta á
markaði um verð og skiptingu
markaðar er ótrúlega algengt fyrir-
bæri hér sem annars staðar og hef-
ur lengi verið. Ég man ekki betur en
að sjálfur Pétur postuli markaðs-
hyggjunnar, Adam Smith, hafi var-
að menn við því fyrir meira en 200
árum að þegar kaupmenn eða aðr-
ir úr sömu grein komi saman þá
endi samtöl þeirra jafnan á því að
þeir geri samsæri gegn almenningi
á hugvitssamlegum samblæstri um
að hækka verð.
„Allir sem fyrirtækjum
ráða og vörurselja fara
með þá bæn á hverjum
degi að samkeppni sé
til góðs og vilji þeir allt
til gera að hafa hana í
heiðri. En það eru sær-
ingar sem menn skyldu
síst aföllu trúa."
Allir sem fyrirtækjum ráða og
vörur selja fara með þá bæn á
hverjum degi að samkeppni sé til
góðs og vilji þeir allt til gera að hafa
hana f heiðri. En það eru særingar
sem menn skyldu síst af öllu trúa.
Ekki bara vegna einhverrar erfða-
syndar ágirndarinnar sem svelgir
allt í sig undir vígorðinu „mikið vill
meira" - heldur vegna þess sem er
innbyggt bæði í sjálfa samkeppn-
ina og svo í arðsemiskröfuna.
Samkeppni drepur samkeppni
Samkeppnin er vissulega ekki
heilög mær og hefur aldrei verið.
Hin frjálsa samkeppni á markaði er
með þeim ósköpum gerð að hún
stefnir beint í einokun, ekki síst við
aðstæður okkar tíma. Þær aðstæð-
ur greiða jafnt og þétt fyrir því að sá
keppinautur sem hefur náð undir-
tökum á markaði, hann sitji uppi
með markaðinn allan. Sigurvegar-
inn hirðir allt. Nema gerðar séu sér-
stakar og öflugar lagalegar ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir að sam-
keppnin drepi samkeppnina.
Ef svo vill síðan til að tveir eða
þrír verða nær alráðir á tilteknum
markaði (sbr. olíudæmið íslenska)
þá segir það sig sjálft að það er
mjög heimskulegt út frá arðsemis-
kröfunni að þeir standi í alvöru-
samkeppni. Sú samkeppni er allt of
dýr - það verður miklu þægilegra
að hafa „samráð" (hið fræga sam-
særi Adams Smiths gegn almenn-
ingi) um að skipta markaðnum og
halda uppi verði. Það er heldur
ekkert í svokölluðu markaðssið-
ferði sem stendur hér í vegi. Allir
hafa lært það af Friedman og öðr-
um æðstuprestum að fyrirtæki er
ekki félagsmálastofnun og ekki sið-
fræðiskrifstofa. Stjórnendur fyrir-
tækja, segir Sönn Markaðstrú, hafa
ekki aðrar skyldur en að tryggja
hlutafjáreigendum sem mestan
arð. Þar með eru þeir eiginlega
skyldugir til „samráðs" - ef þeir
eiga að „sýna árangur" í anda ýtr-
ustu arðsemiskröfu.
Blessað, elsku, andskotans Ríkið
Það er því ekkert í kerfinu sem
tryggir að Samkeppnin njóti þeirrar
virðingar sem allir hafa á vörunum
þegar fjölmiðlar horfa á þá. Bless-
að, elsku, andskotans Ríkið, eða
Samfélagið, verður að grípa inn í
með sínu Eftirliti, með sínum lög-
um og samkeppnisstofnunum og
með óhræddum pólitískum vilja og
bjarga þannig kapítalismanum frá
kapítalistunum með „ofríki og
ófrelsi" sem fyrirtækin munu vitan-
lega kvarta sárlega yfir því þeim
finnst að sjálfur kommúnisminn sé
að læðast aftan að þeim í hvert
skipti sem þau fá ekki að gera eins
og þeim sýnist.
Gott dæmi um það sem síðast
var nefnt er grein í Morgunblaðinu
eftir framkvæmdastjóra Verslunar-
ráðs. Hann játar fyrst að fréttir um
„lögbrot og misferli" stjórnenda
fyrirtækja um heim allan séu skelfi-
legar en vill um leið „vara við
auknu opinberu eftirliti og stífum
reglum" í að hafda í svokallaða
„deregulation" - að fýrirtækin sjálf
verði að koma sér upp reglum og
innra eftirliti og leysa markaðs-
vandamál án íhlutunar utan að.
En eins og sá ágæti hagfræðingur
Paul Krugman hefur fram haldið:
„Það var einmitt vegna þess að
stjórnmálamenn gáfu sitt eftirlits-
hlutverk upp á bátinn og trúðu fag-
urgalanum um „sjálfstýringu mark-
aðarins" að Enronforstjórar og aðr-
ir slfkir fengu meira svigrúm en
nokkru sinni fyrr til að stunda bók-
haldsfals og ljósfælið „samráð" -
Gáum að þessu.
Kanínuplága
Mikil kanínuplága herjar
nú á höfuðborgarsvæðið.
Eru kanínur farnar að sjást
í húsagörðum og víðar og
virðast ekki halda þeim
nein bönd. Meindýraeyðir
er ráðalítill og víst þykir að
málið verði tekið fyrir á
hápólitísku borgarplani
innan skamms. Þrátt fyrir
erfiða stöðu í þessu máli er
þó ein útleið sem gæti
reynst happadrjúg, nefni-
lega að kalla til skotveiði-
menn sem ekki fá útrás fyr-
ir drápseðlið með því að
hundelta rjúpur næstu þrjú
árin. Þeir gætu hins vegar
fretað á kanínurnar eins og
þá lystir. Og hver veit nema
ný hefð skapaðist varðandi
jólamatinn því kanínur
Qölga sér hraðar en rjúpur.
Þær fjölga sér eins og - kan-
ínur.
Samráð?
Fjölmenni var mætt þeg-
ar tekið var á móti Ro’bert-
son lávarði, framkvæmda-
stjóra NATO, fyrr í vikunni.
Þar sem fyrirmenni biðu lá-
varðarins ók hjá olíubfll,
merktur Shell. Halldór Ás-
grímsson horfði á eftir bfln-
um dágóða stund og sagði
svo: „Skyld’ann vera búinn
að tala við Esso?"
Dýrar nætur
Margir býsnast yfir gisti-
verði á hótelum landsins. í
því sambandi er því gjarn-
an haldið fram að fólk hafi
flúið úr hótelunum inn í
tjaldvagnana og fellihýsin.
Það er hins vegar skamm-
góður vermir ef taka skal
tillit til heimilisbókhalds-
ins. Nýleg könnun á notk-
un tjaldvagna og fellihýsa
sýnir nefnilega fram á að
hún er ekki mikil. Reiknast
mönnum til að gistinóttin í
slíkum apparötum kosti að
meðaltali um 40 þúsund
krónur, eða sem jafngildir
nótt í flottri lúxussvítu.