Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLl2003 FÓKUS 21 Hakkísakk, eða fótpoki, er íþrótt sem ungir Reykvfkingar hafa stundað íæ ríkari mæli undanfarin ár. Nú er svo komið að þessir drengir - Ragnar, Benedikt, Kristján og Halldór - efna til keppni í sportinu á næstunni. Síðustu ár hefur það orðið æ algengara á sumar- dögum að sjá fólk hópast saman og halda á lofti litlum grjónasekk. íþróttin heitir „hakkísakk" á ís- lensku slangri og er hvað vinsælust hjá ungum drengjum hérlendis. Nú hafa nokkrir þeirra tekið sig saman og ákveðið að halda mót þar sem keppt verður í þessari nýju íþrótt. Sportið hafa þeir nefnt fótpoka og hvetja fólk til að fjölmenna á Melaskólavöllinn þann 9. ágúst næstkomandi. Keppa í fótpoka ó Melaskólavellinum „Þetta er heimsviðburður, engin spum- ing,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn að- standenda fyrsta mótsins t fótpoka sem haldið verður á Melaskólavellinum 9. ágúst. „Þessi íþrótt hefur verið stunduð í mörg ár erlendis en á sér tiltölulega skamma sögu hér á íslandi. Hún hefur samt verið á mikilli uppleið, sérstaklega f ár,“ segir Hlynur einarðlega. Ásamt Hlyni eru það nokkrir drengir í félagsskapnum Lorti sem standa að mótinu en sá hópur hefúr getið sér gott orð fyrir gerð stutt- mynda. Hlynur segir það vera íþróttadeild Lortsins sem standi að mótinu, SportLort- urinn, en það er deild innan félagsins sem stofhuð var fyrir nokkrum árum en lagðist fljótt í dvala eftir eina knattspymuæfingu félagsmanna. Fótablak, fótpoki eða hakkísakk? , „fþróttin snýst einfaldlega um það að sparka í grjónasekk og við ákváðum ein- faldlega að láta á það reyna hvort fólk væri til í að keppa í þessu. Það eru nokkrar út- gáfur af íþróttinni, sumir halda á lofti og telja en aðrir reyna að gera einhver „trix“. Þriðja afbrigðið er að spila á velli með eins konar blakreglum. Þá eru tveir eða þrír f liði og markmiðið er að dúndra seklmum yfir netið og í jörðina á vallarhelmingi and- stæðingsins." Hvemig er annars með nafnið á þessari blessnðu íþróttl „Hún gengur undir ýmsum nöfnum. Ég hef heyrt um fótablak eða blakkísakk en við höfum ákveðið að kalla þetta fótpoka sem mun vera dregið af footbag á ensku. Annars getur fólk auðvitað bara kallað þetta hakkísakk.“ Keppt með blakreclum Hlynur segir að bæði verði einstak- lingskeppni í því að halda á lofti og einliða- keppni eins og áður var getið. Reglumar í liðakeppninni eru á þá leið að keppt er á velli sem er 4x3 metrar og eru þrír í hverju liði. Skiptimenn em leyfðir. Hlynur segir þá þegar vera komna með skráningu í tvo riðla en þeir vonast að sjálfsögðu eftir fleirum. Þátttökugjald er 500 krónur á mann en þeir sem skrá sig í liðakeppnina fá ffítt í einstaklingskeppnina. Hægt er að skrá sig hjá Hlyni í síma 690 0009. „V0 verðum svo með grill og plötusnúð þama og að sjálfsögðu verða vegleg verðlaun í boði.“ Fótpoki snýst um það að halda grjónasekk á lofti innan hóps. Einnig er keppt í fótpoka á velli og svipar reglunum nokkuð til blaks. mim MSlí Pljllf VíVVtVVVjV'.íVVA'- 18Í11III ' * ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.