Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Qupperneq 25
h
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003 rtLVEHA 25
Ógleði og bólgnir ökklar bíða Winslet
TITANIC-STJARNA: Kate
Winslet gengur með annað
barn sitt og það fyrsta með
núverandi eiginmanni sínum,
kvikmyndaleikstjóranum Sam
Mendes, sem hún giftist fyrir
aðeins tveimur mánuðum.
Winslet, sem er 27 ára, á fyrir
tveggja ára gamla dóttur, Míu,
með fyrri eiginmanni sínum,
Jim Threapleton, og á þá
aðeins eftir að eignast tvö
miðað við fyrri yfirlýsingar um
að hún aetli að eignast fjögur
börn.
Sjálf segir Winslet, sem þrisvar
hefur verið tilnefnd til óskars-
verðlauna, að sér hafi liðið eins
og tveggja hæða Lundúna-
strætisvagni þegar hún gekk
með Miu.
„Ég þóttist vita þetta allt. Ég
yrði sjálfsörugg, þlómleg og
kynþokkafull eins og búist er
við af stjörnu. En annað átti
eftir að koma í Ijós. Þetta er það
erfiðasta sem ég hef nokkru
sinni lent í - líkamlega, andlega
og tilfinningalega. [ staðinn
fyrir skínandi lokka og rjóða
vanga varð raunin
morgunógleði, bólgnir ökklar
og aumt bak," sagði Winslet.
Ætlar ekki að kvænast á ný
BÓNORÐ: Tom Cruise kvað hafa
hafnað bónorði Penelope Cruz.
„Hjónaband kemur ekki til
greina," á Cruise að hafa sagt við
góðan vin sinn. Ástæðan er ein-
föld; Cruise leggur ekki í annan
skilnað. Hjónaband hans og
Nicole Kidman fór, sem kunnugt
er, út um þúfur. Cruise hefur enn
ekki jafnað sig á því og hyggst
ekki endurtaka leikinn.
VTTLAUS BEYGJA: Sex ungmenni lenda í ógöngum þegar bílar þeirra bila i óbyggðum og
bandbrjálaðir veiðimenn virðast elta þau uppi.
um. Eftir nokkra rekistefhu átta þau sig
á því að sprungið hafði á jeppanum
vegna þess að búið var að koma fyrir
gaddavír á veginum. Hópurinn ákveð-
ur þá að leita hjálpar í skyndi en verð-
ur ekki um sel þegar á vegi hans verður
kofi, fullur af vopnum og minjagripum
um fyrri fdmarlömb veiðimannanna.
Ótti ungmennanna reynist síður en
svo ástæðuiaus því fljótlega fara þau
að týna töfunni og ljóst að eitthvað
verður til bragðs að taka ef nokkur á að
lifa af þessa háskafor inn í óbyggðim-
ar.
Eins og áður segir fer Desmond
Harrington með aðalhlutverk í Wrong
Tum en hann hefur leikið í myndun-
Hópurinn ákveðurþá að
leita hjálpar í skyndi en
verður ekki um sel þegar
á vegi hans verður kofi,
fullur afvopnum og
minjagripum um fyrri
fórnarlömb veiðimann-
anna.
um Boiler Room og Riding in Cars
with Boys, svo einhverjar séu nefndar.
Einnig fer leikkonan Eliza Dushku
með stórt hlutverk í myndinni en hún
hefur áður sést í myndum á borð við
Bring It on, Jay and Silent Bob Strike
Back og City by the Sea.
Tears of the Sun frumsýnd:
Bruce Willisí
úlfakreppu
Regnboginn og Smárabíó frumsýna í
dag myndina Tears of the Sun sem
Antoine Fuqua leikstýrir. Hann leik-
stýröi myndinni Training Day, sem
vann til óskarsverðlauna áriö 2001,
og snýr nú aftur með stríðshetjusögu
ogsjálfan Bruce Willis í aöalhlutverki.
í Tears of the Sun leikur Bmce
Wilfis stríðshetjuna A.K. Waters
sem verður ásamt hersveit sinni að
velja milli skyldunnar og góð-
mennskunnar. Hvort á að fylgja
skipunum og hugsa ekki um það
sem er að gerast í kringum þá eða
fylgja samvisku sinni og vernda
hóp saklausra flóttamanna?
Sagan gerist í Nígeríu. Þar er
kominn til valda einræðisherra
sem einskis svífst. Hermaðurinn
Waters er sendur ásamt sveit sinni í
venjubundið verkefni sem felst í að
bjarga lækninum Lenu Kendricks,
sem Monica Bellucci leikur, úr
landi. Þegar Waters fínnur hana í
afskekktu þorpi neitar hún hins
vegar að fara nema stríðshetjan lofí
að hjálpa þorpsbúum að komast
yfir landamærin svo þeir verði ekki
hermönnum einræðisherrans að
bráð. Það gengur hins vegar gegn
þeim skipunum sem Waters fékk
en þegar hann og menn hans verða
vitni að vonsku einræðisherrans
ákveða þeir að hjálpa Kendricks og
þorpsbúunum.
Eftir að lagt er af stað sækja her-
Eftir að lagt er afstað
sækja hermenn einræð-
isherrans hart að hópn-
um og íIjós kemur að í
flóttamannahópnum
leynist eini erfingi fyrr-
verandi ráðamanna
landsins.
menn einræðisherrans hart að
hópnum og í ljós kemur að meðal
flóttamannanna leynist eini erfmgi
fyrri ráðamanna landsins. Þar með
þurfa Waters og menn hans að vega
og meta líf eins manns á móti
þeirra eigin og flóttamannanna
sem þeir vilja vernda.
ERFITTVERKEFNI: Bruce Willis leikur stríðshetju sem á að leysa af hendi venjubundiðverk-
efni í Nígeríu en það reynist svo mun erfiðara en til stóð.
<