Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Page 26
26 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLl2003
Lesendur
Innsendar greinar ■ Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í stma: 550 5035, sent
tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV,
Skaftahlíð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af
sértil birtingar.
Grískt vændi - aðhald frá íslandi
Svanhildur skrifar:
Ég veit ekki hvaðan á mann
stendur veðrið við að heyra í
fréttatfmum að ráðherrar jafn-
réttismála á Norðurlöndunum
hafi sent mótmælabréf til borg-
arstjórans í Aþenu, Dora
Bakoyanni, til að lýsa „viðbjóði"
sínum á þeirri áætlun borgaryfir-
valda að fjölga vændishúsum í
borginni. Málið er grátbroslegt
gagnvart þessum kyndilberum
siðvæðingarinnar í norðri því til-
gangur Dóru borgarstjóra í Aþ-
enu er sá einn að koma lögum
yfir vændi þar í borg undir opin-
beru eftirliti. Ætli kjánaprikin hér
og í Skandinavíu skilji nokkuð
hvað Dóra er í raun að bralla -
treysti henni mun betur til stór-
ræðanna gegn vændisvandanum
en íslensku „álftakvaki".
Ógnvekjandi innherji
Guðjón Einarsson skrifar:
Margir nota það sem afþreyingu
að fara inn á hinar ýmsu vefsíður
Netsins og leggja jafnvel eitthvað
til málanna sjálfir. Á visir.is er
einn slíkur vefur þar sem innherj-
ar láta gamminn geisa. Einn inn-
herjinn er þar sýnu ógnvænleg-
astur, isbjörn-nrl. Hann hamast
gegn bandarískum og íslenskum
stjórnvöldum af slíku offorsi að
helst má líkja við innrætinu frá
hendi Göbbels í Þriðja ríkinu sál-
uga. Margir velta því fyrir sér hver
þessi innherji sé. Einn hélt því
fram við mig að þetta væri hinn
óþreytandi fyrrverandi ritstjóri
DV sem sjálfur heldur úti dagleg-
um skömmum á BNA einkavef
sínum, jonas.is - Aðrir halda að
þetta sé einn þekktasti blaða-
maður síðari tíma hér á landi.
Þjóð í svefnrofunum
TROÐARTtoARANDANS: Þjóðin hefur engin tök á uppeldi barna sinna sem hafa allt annað siðferðismat og eru langt frá því siðferði sem
jafnaldrar þeirra búa við í nálægum löndum.
Óskar Sigurðsson skrifar:
Er hugsanlegt að íslensk þjóð sé
að rumska eftir að hafa sofið á
verðinum í nokkra áratugi? Ég
segi sofa á verðinum, með það í
huga að frá því við fengum
sjálfstæði að fullu, árið 1944,
hefur þjóðin ekki uggað að sér,
hvorki efnahagslega né félags-
lega (ég meina þjóðernislega ef
það er auðskiljanlegra). Allir
þeir fjármunir sem við fengum í
hinni heimsfrægu Marshall-að-
stoð runnu að mestu til svo-
nefndra gæluverkefna þótt eitt-
hvað hafi líka verið fjárfest fyrir
það fé (Sogsvirkjun hugsan-
lega).
Þetta er löngu liðin tíð en þó ekki
svo að ekki sé þetta ofarlega í huga
margra sem enn lifa og fylgdust
gjörla með á þeim tíma og hafa enn
áhuga á þjóðmálum. íslensk þjóð-
mál hafa líka verið ofarlega í huga
mjög margra hér á landi lengst af,
og það sést greinilega á þeim íjölda
aðsendra greina í dagblöð hér á
landi, lesendabréfa og innhring-
inga hjá frjálsu útvarpsstöðvunum.
Ekki er þó sama í hvaða fjölmiðli
þetta birtist. Sumt fer fyrir ofan
garð og neðan hjá manni, líkt og í
Mogganum (sem að öðru leyti er
gott blað), þar sem svo margir eru á
ferð í einu og sama blaðinu. Sýnist
þetta mun betra í DV, þar sem að-
sendum greinum eru gerð miklu
betri skil með ýmsum hætti, t.d.
með betri uppslætti en annars
staðar.
En aftur að þjóðinni í svefnrof-
unum: Það er eins og landsmenn
séu nú loks að vakna við vondan
draum en séu þó enn í svefnrofun-
um. Hún er t.d. að vakna upp við
það að hún hefur engin tök á upp-
eldi barna sinna og er langt frá því
siðferði sem jafnaldrar þeirra búa
við í nálægum löndum. Hér vaða
uppi eins konar trúðar tíðarandans
sem er þó séríslenskur að flestu
leyti. Erlendum rugludöllum sem
hingað koma er hampað og þeir
boðaðir í viðtal, aðallega hjá ríkis-
fjölmiðlunum, og reynt að toga upp
úr þeim lofrollu um land og þjóð.
Þjóðin er líka að vakna til með-
vitundar um að hún hefur ekki
hugað að eigin vörnum fyrr en
núna. Engin lög eða reglur gilda um
neins konar skyldu ailt frá vöggu til
grafar. í öllum nálægum löndum
hefur sú skipan haldist til þessa að
ungir menn eru kaflaðir til skyldu-
starfa, annaðhvort herskyldu um
stuttan tíma eða annarra samfé-
lagslegra starfa fyrir þá sem ekki
vilja sinna herskyldu. Þá er um ým-
iss konar störf að ræða, svo sem
umönnun aldraðra, störf á sjúkra-
húsum eða hvaðeina sem talin er
þörf á. Þarna fá menn þó smávegis
smjörþef af skyldustörfum fyrir
þjóð sína.
Núna eru menn farnir að ókyrr-
ast vegna líklegs brotthvarfs
bandaríska varnarliðsins - og ekki
að undra. Og þá grípa þeir til kergj-
unnar, íroníunnar, sem felur auð-
veldlega hvað að baki býr hjá þeim
sem skrifa.
Þannig las ég tvo pistla í Lesbók
Mbl. sl. laugardag þar sem farið var
í kringum þörfma á þeirri bráða-
vakt sem íslenskri þjóð er nauðsyn
einmitt nú. - Annars vegar var það
undir yfirskriftinni „Fram, fram
fylking“ en þar sagði m.a.: „í brjósti
íslensku hernaðarsérfræðinganna
blundar sú von að einhverjir
ásælist landið sem við elskum. Sum
lesendabréf dagblaðanna bera
þessari þurftafreku ást vitni. Við
viljum deyja fyrir sjálfstæði okkar
og landið en eigum þessi ekki
kost?“ - Hins vegar var það í Rabbi
Lesbókar, undir yfirskriftinni
„Frjálsar þjóðir". Þar var raunar
verið að lýsa einhverju sem höf-
Núna eru menn farnir
að ókyrrast vegna lík-
legs brotthvarfs banda-
ríska varnarliðsins - og
ekki að undra. Og þá
grípa þeir til kergjunn-
ar, íroníunnar, sem
felur auðveldlega hvað
að baki býr hjá þeim
sem skrifa.
undur kallar „skort á vitrænni um-
ræðu í Bandaríkjunum“. En þar
sagði í lok pistilsins: „Sé gamla mál-
tækið rétt, að vinur sé sá er til
vamms segir, er þá ekki kominn
tími til að vinir Bandaríkjanna láti í
sér heyra“?
Svo mörg eru þau orð, og sælir
eru þeir sem fá orð í eyra og varð-
veita það, sérstaklega þegar menn
vakna til fulls og verða kallaðir til
starfa á bráðavaktinni vítt og breitt
um þjóðfélagið.
Dýr amerísk útvarpstæki
FRÍHÖFNIN í LEIFSSTÖÐ: Útvarpstæki á uppsprengdu verði.
LAND© OG MIÐIN: „Erfitt að spá ..."
sögðu þeir lika Eiður Logi og Gísli
Marteinn.
Veðurstofugrínið
Tryggvi Gunnarsson skrifar:
Það er nú tekið að kárna gam-
anið hjá okkur sem erum að
reyna að fá botn í veðurspá
morgundagsins, að ekki sé nú
talað um spá lengra fram í tím-
ann. Sl. sunnudagskvöld vildi
heldur ekki betur til en svo að
veðurfræðingurinn var í felum
(vegna tæknilegra örðugleika
Sjónvarpsins). Hann mátti prísa
sig sælan því spáin var þá gjör-
ólfk því sem varð svo í dag,
mánudag; þá var sól og blfða hér
á höfuðborgarsvæðinu. 'Á Stöð 2
er sama upp á teningnum - en
þar brá veðurfræðingurinn á það
ráð að sýna okkur hitastig langt
suður f lönd, állt til Norður-Afr-
íku! Þetta er annars að verða eitt
stólpagrín, með veðurspárnar
hjá okkur. Allt virðist standast í
veðurspám erlendu stöðvanna. -
Aldrei afsakanir. En við erum nú
líka „alveg á sérstöku veður-
svæði" og þá er „erfitt að spá“. -
En því má ekki selja Veðurstof-
una? Einhverjir hljóta að trúa á
opinbera veðurspá.
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Ég hef orðið var við að sumar teg-
undir rafmagnsvara eru hér mun
dýrari en gerist og gengur í ná-
grannalöndum okkar. Útvarpstæk-
in Tivoli Audio (af tegundinni
„Tivoli Model One“) eru loks kom-
in í sölu hér á landi. Þau eru í hæsta
gæðaflokki, hönnuð af Henry
Kloss. Stíllinn er gamall klassískur
stíll og gæðin undraverð. Hljómur-
inn úr þessum litíu útvarpstækjum
er ótrúlega góður og gefur ekki eftir
hljómi úr bestu hljómtækjum frá
Japan. Ég keypti svona tæki og tala
því af eigin reynslu.
Það sem gerir þessa góðu vöru
óaðgengilega er hið geysiháa verð
út úr búð hér á landi. Verðið er um
eða yfir 20.000 krónur og jafnvel í
Tryggvi Rafn Tómasson skrifar:
Mig langaði til að leita svara hjá
þeim sem stjórna í okkar fögru borg
og í landinu okkar við því hvers
vegna hér skuli vera til fólk sem hef-
ur ekki vinnu og þarf að dúsa heima
alla daga án þess að hafa nokkuð fyr-
ir stafni. Og þá sérstaklega ungt fólk.
Atvinnuleysi meðal fólks á aldrin-
um 16-24 ára er því miður að
aukast. Ég vildi sjá hina virðulegu og
fínu ráðherra eða þá borgarstjórann
Fríhöfninni í Leifsstöð kosta þessi
tæki 14.000 kr. Þar eru tækin þó án
tolla eins og alkunna er. Samt er
það verð u.þ.b. 100% hærra en út úr
búð í Bandaríkjunum. Þar kosta
okkar komast af með um 90.000
krónur á mánuði. Það eru nánast
dagpeningar fyrir einn dag hjá ráð-
herrum og alþingismönnum en
mánaðarlaun hjá okkur hinum sem
greiðum dagpeningana til þessara
stjórnenda.
Ég kaus sfðast þann flokk sem lof-
aði meiri atvinnu og betri lífskjörum
í kosningunum í vor. En núna ætía
ég að komið sá að skuldadögum.
Núna vill fólkið f landinu fara að sjá
tækin 99 dollara eða rúmlega 7.000
kr.
Þessa vöru er hægt að panta á
Netinu og það gerði ég - lét senda
tækið til Norfolk í Virginíu, þar sem
eitthvað gerast. Og það er þess
vegna sem ég vildi gjarnan spyrja
borgarstjórinn okkar, hann Þórólf
Árnason, um ástæðuna fyrir því
hvers vegna 350 manns þurftu að
hverfa frá atvinnumiðlun Hins húss-
ins í vor af því að ekki voru næg
störf.
Ég veit um fólk sem sótti um strax
og vinnumiðlunin var opnuð í vor
en lenti í þessum 350 manna hópi
sem ekki fékk störf hjá Reykjavíkur-
vinur minn er staddur en hann tók
vöruna heim fyrir mig. Hún var af-
hent honum án nokkurs kostnaðar.
Fyrir svona tæki væri hæfilegt að
greiða svo sem 12.000 kr. út úr búð
og þá í kringum 8.000-9.000 kr. í
Fríhöfninni.
Því miður eru ótal dæmi til í
þessum dúr af verðlagningu á vör-
um og tækjum frá Ameríku. Og
þetta er eitt þeirra. Nú stendur
dollarinn skaplega gagnvart okkur
íslendingum og því er talsverður
akkur í að flytja inn vörur frá
Bandaríkjunum. - En það virðist
sem álagningin sé okkur íslending-
um sífellt fjötur um fót. Það sanna
dæmin aftur og aftur. Okkur ætlar
seint að lærast meðalhófið í þess-
um efnum.
borg. Ég veit líka um fólk sem sótti
um á síðasta degi sem vinnumiðl-
unin var starfandi og fékk vinnu og
var þannig látið ganga fyrir þeim
sem sótm uni á undan. Ég er nú svo
lánsamur að hafa vinnu en ég veit
um fólk sem fær ekkert að gera.
Þetta er slæmt ástand og vissu-
lega er full þörf á að ráðamenn,
bæði í höfuðborginni og annars
staðar á landinu, látí frá sér heyra
um þessa aldeilis ömurlegu stöðu.
Atvinnuleysi - svör óskast