Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Síða 39
1 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ2003 DVSPORT 39 Toppar nann Mark Spitz? Bandaríski sundkappinn Mich- ael Phelps var stjarna heims- meistaramótsins í sundi sem lauk í Barcelona á sunnudag. Hann bætti þar 5 heimsmet og um leið met Mark Spitz sem setti 4 heimsmet á Ólympíuleik- unum í Miinchen árið 1972. Þar vann hann 7 gullverðlaun og nú velta menn fyrir sér hvort Phelps geti bætt um betur í Aþenu á næsta ári. Phelps er ungur að árum, ein- ungis 18 ára og á því framtíðina fyr- ir sér. Hins vegar eru ekki allir á einu máli um hvort Phelps eigi möguleika á að vinna meira en 7 gullverðlaun á einu og sama mót- inu og skrifa það á reynsluleysi kappans. „Hann hefur ekki kynnst því að keppa á Ólympíuleikum þar sem allra augu beinast að honum. Það er mjög frábrugðið því að klífa met- orðastigann - að halda sér á toppn- um er mun erfiðara," sagði lands- liðsþjálfari Ástrala, Dan Talbot og bætti við: „Ég held að við verðum að bíða og sjá með pilt.“ Þjálfari Phelps, Bob Bowman, sagði að hann yrði að sýna framfar- ir á næstu Ólympíuleikum og „það væri enn langt í land með það“. Árangur hans í Barcelona minnti um margt á tilþrif Spitz seint á 7. áratugnum og í byrjun þess átt- unda. Sá setti sitt fýrsta heimsmet árið 1967 í 400 m skriðsundi og nokkrum vikum síðar féllu heims- metin í 100 og 200 m flugsundi. Þegar allt kom til alls hafði Spitz bætt 23 heimsmet, jafnað 3 og ver- ið í 5 boðsundssveitum sem settu heimsmet. Ferli Spitz lauk þegar hann var einungis 22 ára. Þá var það reyndar ekki óvenju- legt að sundkappar næðu hápunkti feriis sfns í kringum tvítugt og er nú spurt hvort það sé einnig tilfellið hjá Phelps. Einungis 15 ára komst hann í sundlið Bandaríkjanna fyrir Ólympíuleikana í Sidney árið 2000 og öðlaðist við það dýrmæta reynsltr, eins ungur og hann var. Hans mesta afrek í Barcelona var tvímælalaust á föstudag þegar hann byrjaði á því að setja heims- met í undantirslitariðli 100 m flugsundsins og einungis 50 mínút- um síðar bæta eigið heimsmet í 200 „Við erum að prófa okkur áfram í 200 metra baksundi." m fjórsundi þar sem hann vann vit- anlega gull. En Phelps er mannlegur, eins og stóð í fyrirsögn í spænsku blaði eft- ir úrslitasundið í 100 m flugsundi. Þar kom landi hans öllum á óvart, kannski helst honum sjálfum, þeg- ar hann synti til sigurs á nýju heimsmeti. Phelps varð annar. „Ég ætla að geyma þessa úr- klippu og í hvert sinn sem hann verður of ánægður með sjálfan sig og viss í sinni sök, sýni ég honum þessa fyrirsögn,“ sagði Bowman. „Ég fæ marga kflómetra út úr hon- um á æfingum út á þessa fyrir- ,sögn.“ Spitz fékk sín gullverðlaun fyrir 100 og 200 m flugsund, 100 og 200 m skriðsund og þrjú boðsund. Phelps þykir eiga möguleika í 100 og 200 m flugsundi, 200 og 400 m fjórsundi. En þjáifarinn er með fleiri greinar í pokahorninu. „Við erum að prófa okkur áfram í 200 m baksundi, 200 og 400 m skriðsundi - þó svo að við séum mjög ánægðir með hvernig gekk á þessu móti.“ Auk þess á Phelps sæti víst í minnst tveimur boðsundshópum og ef allt gengur upp gæti gullverð- launamet Spitz vel fallið. Ekki má gleyma Ástralanum lan Thorpe sem vann 6 gullverðlaun á HM í Fukuoka árið 2001. Þá kom upp svipuð umræða í kringum þann pilt. „Ég hef lært mikið af Thorpe," sagði Bowman. „Ég er mjög hrifinn af því hvernig hann lætur þetta ekki hafa áhrif á sig og hann einbeitir sér greinilega að málum líðandi stundar. Það skiptir máli að láta væntingar annarra ekki hafa áhrif á sína eigin frammi- stöðu.“ Thorpe vann þrenn gullverðlaun í Barcelona. MICHAEL PHELPS Fæddun 30. júní 1985 í Baltimore, Maryland, Bandaríkjunum. Hæð: 1,93 m Þyngd: 75 kg Félag: North Baltimore AC HM-verðlaun: 2001: Gull í 200 m flugsundi 2003:3 gull (200 m flugsund, 200 m fjórsund, 400 m fjórsund), 2 silf- ur (100 m flugsund, 4x200 m fjór- sund). Heimsmet: 2001:200 m flugsund. 2002:400 m fjórsund, 4x100 m fjórsund (flugsundsleggur). 2003:100 m flugsund, 200 m flugsund, 200 m fjórsund (tvfbætt), 400 m fjórsund (tvíbætt). Mlchael Phelps er eini maðurinn sem hefur unnið til guliverðlauna í þremur mismundandi tegundum af sundi á Bandaríska meistaramót- inu. Phelps varyngsti meðlimur Ólympíuliðs Bandaríkjanna (15 ára, 2000) og sá yngsti síðan 1932. Phelps var yngsti sundkappinn til að slá heimsmet. Það gerði hann 15 ára og 9 mánaða vorið 2001. Hann var um leið fyrsti maðurinn til að synda undir 1:55,00 mín. í 200 metra flugsundi. eirikurst@dv.is Á FULLU: Michael Phelps sló rækilega gegn á heimsmeistaramótinu f sundi sem fram fór f Barcelona fyrir skömmu. Reuters « tr Veiðihornið Staðan í laxveiðinni: Þverá og Norðurá hafa gefið best Rangárnar sækja fastað efstu veiðiánum Þrátt fyrir að vatnsleysi, hefur laxinn komið í veiði- árnar margar hverjar og það í miklum mæli. Reyndar er laxveiðinni misskipt milli landshluta, eins og hefur reyndar gerst áður í veiðiskapnum. Bleikjuveiðin hefur ver- ið h'n víða um land og þær stærstu sem veiðst hafa eru 8 og 9 punda. Mokveiði hefur verið í mörgum góð bleikjuám. Þverá í Borgarfirði er enn þá efsta veiðiáin með um 1030 laxa, síðan kemur Norðurá í Borgarfirði með 900 laxa. Laxá í Kjós er þar rétt á eftir með 700 laxa og rétt þar fyrir neðan er Grímsá með ríflega 400 laxa. „Við skruppum hjónin hálfan dag og settum í fimm laxa í Grímsánni en náðum þremur, þetta var mjög gott,“ sagði Rafn Hafnfjörð, er Gn'msá í Borgarfirði bar á góma. Rangárnar hafa gefið saman um 900 laxa en Eystri-Rangá er sterkari en Ytri-Rangá. Laxá í Aðaldal hefur al- veg „klikkað" í laxamagni í sumar og aðeins eru komnir 230 laxar úr ánni, sem er hræðiiega lftið. Það sem bjargar Laxá eru þessir vænu laxar sem eru að togast upp úr henni og eiga örugglega eftir að veiðast fram á haust. Veiðimaður sem var að koma úr Haffjarðará í Hnappadal sagði að mik- ið væri af fiski í henni og góð veiði hefði verið síð- ustu daga, enda mikið af fiski víða í ánni. G.Bender ALVARAN HEFST: Veiðimenn hafa víða veitt í sumar og margir fengið góða veiði. Þessi föngulegi hópur var vestur í Dölum og hér eru þau að byrja veiðiskapinn fyrir alvöru. DV-mynd G. Bender Stangaveiðifélag Reykjavíkur: Mokuðu með handafii Ósinn í Gljúfúrá í Borgarfirði er erfiður fyrir laxinn og reyndar vandamál að fá hann til að koma upp f ána í vatnsleysi eins og er « núna. Stangaveiðiféiagið sendi út kali til félagsmanna í fyrradag um að koma og moka með handafli úr ósi árinnar. Einhverjir urðu við því og fór hópurinn uppeftir í gærdag, með formanninn Bjarna Ómar Ragnarsson í broddi fylkingar. G.Bender Hád FRITT rð t^HOTEL. i_p BlandA f / Kjörinn áningarstaður í alfaraleið! Hótel Blanda, Adalgötu 6, Blönduósi, Sími 452 4205, E-mail: blanda@lax-a.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.