Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Side 14
T4 SKOÐUN FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST2003
------
—
Fylgisflandur milli stjórnarflokka
Wmmm
Athyglisvert er að skoða stöðu stjórnmála-
flokkanna nú þegar líður að hausti. Hveiti-
brauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar eru liðnir, enda
komið á fjórða mánuð frá þingkosningunum í
vor. Raunar sat sama ríkisstjórn áfram, með
nokkrum mannabreytingum þó, svo varla er
hægt að tala um hveitibrauðsdaga hennar.
í skoðanakönnun um fylgi flokkanna, sem DV
birtir í dag, felast helstu tíðindi í miklum fylgis-
flutningum milli stjórnarflokkanna. Fylgi stjórn-
ar og stjórnarandstöðu breytist hins vegar lítið.
Segja má að Framsóknarflokkurinn gjaldi af-
hroð séu niðurstöður könnunarinnar bornar
saman við úrslit þingkosninganna í vor. I kosn-
ingunum náði Framsóknarflokkurinn að vinna
varnarsigur. Fylgi hans hafði mælst lítið í skoð-
anakönnunum í aðdraganda kosninganna og
lengi þótti tvísýnt að flokksformaðurinn næði
kjöri í nyrðra Reykjavíkurkjördæminu. Með
snarpri kosningabaráttu tókst Framsóknar-
flokknum að hífa fylgið upp svo hann mátti,
þrátt fyrir fylgistap, þokkalega við una þegar úr-
slit kosninganna lágu fyrir.
Fylgið sem Framsóknarflokkurinn ávann sér í
kosningabaráttunni er hrunið af honum. Flokk-
urinn fékk 17,7% í kosningunum en fylgið nú
mælist aðeins 8,9%. Þótt skoðanakönnunin
mæli aðeins fylgið á þessum tiltekna tíma sýnir
hún óviðunandi stöðu fýrir flokkinn. Erfitt er að
segja til um hvað veldur þessu fýlgishruni.
Flokkurinn hefur ekki lent í neinum sérstökum
hremmingum frá kosningum. Líklegri skýring er
að hann hefur mikið til horfið úr huga almenn-
Það er því Framsóknarflokkurinn sem
horfir á eftir fylginu yfir til samstarfs-
flokksins í ríkisstjórninni. Því fylgi
hlýtur hann að reyna að ná til baka.
ings. Hvorki Framsóknarflokkurinn né helstu
forystumenn hans hafa verið áberandi undan-
farna mánuði. Hann hefur hreinlega týnst. Ráð-
herrar Framsóknarflokksins hafa verið Iítt áber-
andi, kannski að frátöldum hinum nýja félags-
málaráðherra, Árna Magnússyni.
Þessu er öfugt farið með Sjálfstæðisflokkinn.
Hann varð fyrir áfalli í alþingiskosningunum,
tapaði verulega og jafnvel svo að sjálfur flokks-
formaðurinn varð að gefa eftir fyrsta þingsæti
kjördæmis síns. Skoðanakönnun DV sýnir að
flokkurinn hefur náð vopnum sínum á ný. Fylgi
hans var 33,7% í kosningunum en könnunin
sýnir mikla aukningu. 43,1% sögðust myndu
kjósa Sjálfstæðisflokkinn færu kosningar fram
nú. Aukningin er 9,4 prósentustig.
Fylgið hefur þannig í meginatriðum flust milli
stjórnarflokkanna. Að sönnu hefur meira borið
á sumum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í sum-
ar en kollegum þeirra í Framsóknarflokknum.
Þar hefur farið fyrir forsætisráðherrann, Davíð
Oddsson. Óhætt er að fullyrða að flestir telji
honum til tekna snöfurmannlega meðferð á
málefnum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli,
boðaða brottför flugdeildar liðsins. Hann tók
það mál í sínar hendur og kom í farveg, mál sem
í raun heyrði undir formann Framsóknarflokks-
ins, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra.
Sveiflurnar eru minni hjá stjórnarandstöðu-
flokkunum. Samfylkingin bætir við sig 3,9 pró-
sentustigum og styrkir stöðu sína nokkuð en
hinir flokkarnir, Vinstri-grænir og Frjálslyndi
flokkurinn, tapa nokkru fylgi.
í heild er fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
nánast það sama og var í kosningunum í vor
þrátt fyrir hið mikla fylgistap Framsóknarflokks-
ins. Fylgi stjórnarflokkanna var 51,4% í kosning-
unum en er nú 52%. Það er því Framsóknar-
flokkurinn sem horfir á eftir fylginu yfir til sam-
starfsflokksins í ríkisstjórninni. Því fylgi hlýtur
hann að reyna að ná til baka. í því sambandi er
rétt að minna á að eftir rúmt ár verða hús-
bændaskipti í ríkisstjórninni. Þá tekur Halldór
Ásgrímsson við forsætisráðuneytinu af Davíð
Oddssyni. Hvort það skilar sér í fylgisaukningu
Framsóknarflokksins skal ósagt látið.
Klemman
Þetta hefur verið bölvuð klemma
sem konugreyið hefur verið í. Það
hefur reynt á ýmsa eiginleika henn-
ar og því miður hefur hver senni-
lega þvælst fyrir öðmm. Þarna var
möguleiki á embætti og hún er eins
og flestir vita ákaflega veik fyrir
embættum. Á hinn bóginn var
maður fyrir í embættinu og hann
vildi ekki standa upp. Það þýddi að
hún hefði þurft að berjast fyrir því
en slíkt forðast hún í lengstu lög. Á
móti því kemur að hún var búin að
lýsa því svo oft yfir opinberlega að
hún sæktist ekki eftir þessu emb-
ætti að löngunin í það var að verða
óbærileg. Þetta var því engan veg-
inn auðvelt viðfangs og í raun að-
eins fyrir sérfræðing að finna lausn
sem fallið gæti að öllum þessum
eiginleikum hennar.
En á vissum sviðum er Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir hins vegar sér-
fræðingur. Þegar kemur að því að
„hanna atburðarás" - sem er orða-
lag sem enginn íslendingur hefur
notað oftar en einmitt hún - þá er
hún þaulvön. Þegar kemur að því
að túlka eigin orð með allt öðmm
hætti en allir aðrir hafa gert þá er
hún í landsliðsklassa. Þegar kemur
að því að útiloka sig frá öllu öðm en
eigin metnaði þá ber hún höfuð og
herðar yfir aðra. Og þar sem hæfi-
leikar hennar á þessum afmörkuðu
sviðum em svo miklir sem raun ber
vitni þá fann hún þá lausn sem öðr-
um hefði sést yfir. Hún hefur alltaf
ætlað sér að verða leiðtogi Samfylk-
ingarinnar en einnig verið staðráð-
in í að verða það baráttulaust og
hún fann leið til að láta báða þessa
drauma rætast.
Formaður án formennsku
Þegar síðasta vinstristjórn á ís-
landi þurfti að afla sér stuðnings
Frjálslynda flokks þess tíma, Borg-
araflokksins, þá stakk Steingrímur
Hermannsson upp á því að Júlíus
Sólnes, formaður Borgaraflokksins,
fengi það að launum að verða „ráð-
herra án ráðuneytis“. Þessi hug-
Það skiptir engu máli
hvernig Össur Skarp-
héðinsson mun standa
sig næstu tvö árin. Það
skiptir engu hvar Sam-
fylkingin mun standa
eftir tvö ár. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir er
búin að ákveða að hún
sjálf verði formaður
eftir rúm tvö ár og ekk-
ert annað skiptir máli í
hennar huga.
mynd strandaði á því að fyrir henni
var nákvæmlega engin heimild í
stjórnskipun landsins enda hafa ís-
lenskir ráðherrar einkum það hlut-
verk að stýra ráðuneytum. Hug-
myndin um ráðherra án ráðuneytis
hefur ekki heyrst hér á landi síðan
kaupskapur Steingríms og Júlíusar
stóð sem hæst en nú virðist Sam-
VARAFORMANNSEFNISAMFYLKINGAR; „En á vissum sviðum er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hins vegar sérfræðingur. Þegar kemur að því
að „hanna atburðarás" - sem er orðalag sem enginn (slendingur hefur notað oftar en einmitt hún - þá er hún þaulvön."
fylkingin vera á góðri leið með að
innleiða nýtt hugtak, litlu síðra. Eft-
ir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að
verða varaformaður Samfylkingar-
innar næstu tvö árin en verða kjör-
in formaður að þeim tíma liðnum,
þá er ljóst að Össur Skarphéðins-
son verður aldrei annað en formað-
ur án formennsku.
Formanninum hent út
Það skiptir engu máli hvernig
Össur Skarphéðinsson mun standa
sig næstu tvö árin. Það skiptir engu
hvar Samfylkingin mun standa eft-
ir tvö ár. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir er búin að ákveða að hún
sjálf verði formaður eftir rúm tvö ár
og ekkert annað skiptir máli í henn-
ar huga. Það skiptir hana engu að
næstu tvö árin mun Samfylkingin
verða með formann sem allir vita
að er ekki formaður. Það skiptir
hana engu að sá sem í orði kveðnu
verður leiðtogi Samfylkingarinnar
næstu tvö árin mun alltaf vita að
það skiptir engu hvernig hann
stendur sig; varaformaður hans,
þessi sem ætti að vera nánasti sam-
starfsmaður hans, ædar eftir tvö ár
að henda honum út, hvað sem
tautar og raular. Hún veltir þessu
ekki einu sinni fyrir sér. Ekkert
skiptir Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur máli annað en að verða leið-
togi Samfylkingarinnar.
Embættum úthlutað
Nú er þetta markmið í augsýn og
Ingibjörg Sólrún byrjuð að telja
dagana. Þangað til stóra stundin
rennur upp mætir hún sigri hrós-
andi í sjónvarpsviðtöl og segir þar
hvað sem henni dettur í hug. í Kast-
ljósviðtali í vikunni sagði hún, án
þess að blikna, að hún hefði það nú
ekki fyrir sið að láta úthluta sér
embættum og hvorugum spyrjand-
anum - eða hvaða menn þetta ann-
ars voru - virtist detta í hug að
spyrja hver það hefði verið sem þrí-
vegis lét skipa sig borgarstjóraefni
R-listans og skipa sig í baráttusæti
og allt án prófkjörs. Þaðan af síður
datt þáttastjórnendum í hug að
spyrja hver það hefði verið sem lét
skipa sig „forsætisráðherraefni" og
„talsmann" eigin flokks, fram fyrir
lýðræðislega kjörinn formann og
það án þess að nokkur einasta
stofnun flokksins væri spurð. Nei,
þótt íslenskir fjölmiðlamenn kunni
ýmislegt fyrir sér, þá er listin að yf-
irheyra Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur ekki þar á meðal. Og þess
vegna veitist henni létt að spinna
sig út úr flóknustu klemmum.
«
E
E
D
í opna skjöldu
„Það virðist því hafa komið
forsvarsmönnum nýhafinna
hvalveiða við (slandsstrendur al-
gjörlega f opna skjöldu að er-
lendir stjórnmálamenn hafi
skoðun á veiðunum. En við
hverju bjuggust þeir? Vita þeir
ekki manna best að stjórnmála-
menn láta oft hafa eftir sér það
Einn af hvalveiðiþátunum
siglir í land.
sem þeir telja að fólkið vilji
heyra, oft að áeggjan þrýstihópa,
og alltaf eftir línu pólitlsks rétt-
trúnaðar?"
Grimur Sigurðsson á Pólitlk.is
Einneræðstur
„Ætli ekki megi ímynda sér að
á flestum fréttastofum sé ein-
hver einn maður æðstur og hafi
vald til að skera úr um álitamál.
Það hvort þessi maður á fjölmið-
ilinn eða ekki
skiptir ekki
máli. Það
hvort þessi
maður er Karl
Garðarsson
fréttastjóri,
SigurðurG.
Guðjónsson
forstjóri eða
Jón Ólafsson
aðaleigandi er frá almennu sjón-
armiði aukaatrði."
Vefþjóðviljinn á Andríki.is
Karl Garðarsson.
Dýrðardagar að baki
„Þessi sérkennilega persónu-
dýrkun rímar illa við jafnaðarstefn-
una. Hún snýst um hugsjónir en
stendur ekki og fellur með einni
manneskju. Fyrir nú utan það að
þessi ofuráhersla á Ingibjörgu Sól-
rúnu stenst ekki skoðun. Það kom
greinilega í Ijós í vor að hún vinn-
ur enga kosningasigra nema með
stuðningi annarra flokka og þeir
dýrðardagar eru að baki."
Andrés Magnússon á Strik.is
l
1
I
i
i
1