Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Síða 15
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST2003 SKOÐUN 15 S: Sjálfstæðisflokkur í sókn í skoðanakönnun DVum fylgi flokkanna: Framsókn tapar mjög miklu fylgi SKOÐANAKANNANIR Haukur L. Hauksson hlh@dv.is Sjálfstæðisflokkurinn stóreykur fylgi sitt samkvæmt skoðana- könnun DV, sem gerð var á þriðjudagskvöld, en Framsókn geldur hins vegar afhroð. Sam- fylkingin bætir við sig en Frjáls- lyndir og Vinstri-grænir tapa fyigi- Niðurstöður könnunar DV urðu þær að 6,5 prósent sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn, 31,3 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 4,2 prósent Frjálslynda flokkinn, 25,3 prósent Samfylkinguna, 5 prósent Vinstri hreyfinguna - grænt fram- boð og 0,3 prósent aðra flokka. 13,8 prósent sögðust óákveðin í afstöðu til flokkanna og 13,6 prósent neit- uðu að svara, eða samanlagt 27,4 prósent. Þannig tóku 72,6 prósent afstöðu í könnuninni sem er hærra hlutfall en í könnunum DV fyrir kosningarnar í vor. Samanlagt fengju stjórnarfíokkarnir því 33 þingmenn, samanborið við 34 í kosningunum. Ef aðeins er litið til þeirra sem af- stöðu tóku til flokkanna sögðust 8,9 prósent myndu kjósa Framsókn sem er mun minna fylgi en flokkur- inn fékk í kosningunum í vor, 17,7 prósent. Fylgið hefur þannig hrap- að um 8,8 prósentustig. I fyrstu könnun DV eftir kosningarnar 1999 jókst fylgi Framsóknar eilítið en hrapaði síðan þegar leið á veturinn og var rúmum 5 prósentustigum undir kjörfylginu um áramót. í sókn og vörn - breyting á fylgi fiakka i prósentustigum frá kosningum HORFST í AUGU V© FYLGISTAP: HalldórAsg Bjartara er yfir Sjálfstæðisflokkn- um en 43,1 prósent sögðust myndu kjósa hann, eða 9,4 prósentustigum fleiri en í kosningunum í vor, þegar íylgið var 33,7 prósent. Frjálslyndir tapa fylgi, fengju 5,7 prósent samkvæmt þessari könnun DV en fengu 7,4 prósenta fylgi þeg- ar talið var upp úr kjörkössunum. Samfylkingin fagnar fylgisaukn- ingu, fengi 34,9 prósent samkvæmt könnuninni en fékk 31 prósent í kosningunum. Munurinn er 3,9 prósentustig. Þá tapa Vinstri-grænir fylgi, fengju 6,9 prósent samkvæmt könnun DV en fengu 8,8 prósent í kosningunum, tapa 1,9 prósentu- stigum. Þrátt fyrir fylgistap Framsóknar bæta stjórnarflokkarnir við saman- lagt fylgi sitt sem er nú 52 prósent miðað við 51,4 prósent í kosning- unum. Úrtakið í könnun DV var 600 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfallslega milli höfúðborgar- rímsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur ekki ástæðu til mikillar gleði í kjölfar skoðanakönnunar DV. svæðis og landsbyggðar. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? Niðurstöðurnar má sjá í meðfylgj- andi gröfum. Framsókn höfðar til landsbyggðarfólks Sjálfstæðisflokkurinn er enn sterkari ef aðeins er litið til kjós- enda á höfuðborgarsvæðinu en meðal þeirra mælist fylgi hans 46,9 prósent. Sama er að segja um Sam- fylkinguna en fylgi hennar mælist 35,4 prósent á höfuðbogarsvæðinu. Fylgi annarra flokka er hins vegar minna á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og á það sérstak- lega við um Framsókn. Hún mælist með 5,8 prósenta fylgi á höfuð- borgarsvæðinu. Á landsbyggðinni snýst dæmið við en þar fagnar Framsókn 13,6 prósenta fylgi og fylgi Vinstri- grænna mælist 7,4 prósent. Sjálf- stæðisflokkur mælist þar með 37,5 prósenta fylgi og Samfylkingin 34,1 prósents fylgi. Skipting þingsæta skv. könnun DVog breytingar miðað viö kosningar 2003 U tuu Y iniii.inituii.uiii.tm. W 1U • MiiiMiimii ^ IMI iMIMM K Nýrþingmaöur Tapaöurþingmaður FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKA í KÖNNUNUM DV u Y Offj Jp • 26.08.03 8,9 43,1 5,7 34,9 6,9 Kosningar 17,7 33,7 7,4 31 8,8 08.05.03 15,9 35,7 9,3 29,5 8,1 29.04.03 17 33,9 9,5 29 9,1 03.04.03 12,8 37,6 9,8 30,2 8,4 31.03.03 15 42,7 5,6 27,1 9,4 04.03.03 12,2 42,3 3,3 34,5 7,7 25.02.03 17,1 38,8 1,1 33,7 9,3 07.01.03 12,3 37,1 2,7 39,4 8,1 30.09.02 13,8 47,3 1,9 23,7 13 02.06.02 25,6 39,7 4,5 17,5 12 04.03.02 21,3 40,4 3 18,5 15,3 24.10.01 13 45,6 3,9 13,5 24 07.08.01 12,7 42,1 4,8 18 20,9 07.06.01 17,1 35,6 5,9 15,8 28.01.01 14,8 37,3 2 16,5 29,3 12.01.01 9,7 37,4 1,4 27 24,1 29.09.00 11,4 46,5 4,4 17,7 19,4 22.03.00 12,5 40,6 2,8 25,6 18,4 29.12.99 13,2 51,6 2,5 15,5 16,8 20.10.99 14,3 51 2 17,7 14,5 13.09.99 18,9 48,9 4,7 17,1 9,8 Kosningar 18,4 40,7 4,2 26,8 9,1 Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndi flokkurinn höfða frekar til karla en kvenna en Framsókn, Samfylkingin og Vinstri-grænir hafa meiri fót- festu meðal kvenna. Skipting þingsæta Þegar þingsætum er skipt miðað við atkvæðafjölda í könnuninni fengi Framsókn 5 þingmenn, tapaði 7 frá kosningunum í vor. Sjálfstæð- isflokkur fengi 28 þingmenn, bætti Efaðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku til flokkanna sögðust 8,9 prósent myndu kjósa Framsókn sem er mun minna fylgi en flokkurinn fékk í kosningunum í vor, 17,7 prósent. Fylgið hefur hrapað um 8,8 prósentustig. við sig 6. Samanlagt fengju stjórnar- flokkarnir því 33 þingmenn, sam- anborið við 34 f kosningunum, tapa sem sagt manni. Til að hafa meiri- hluta í þinginu þarf 32 þingmenn. Samfýlkingin fengi 23 þingmenn samkvæmt könnun DV, bætti við sig 3. Vinstri-grænir fengju 4 þing- menn, töpuðu einum, og Frjáls- lyndi flokkurinn 3 þingmenn, tap- aði sömuleiðis einum manni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.