Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Page 28
28 DVSPORT FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST2003 DV Sport l Kepprti í hverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sfmi: 550 5885 ■ 550 5887 • 550 5889 Kelli White í sögubækurnar FRJÁLSAR: Kelli White frá Bandaríkjunum varð í gær fyrsta konan í 12 ártil þess að vinna 100 og 200 metra hlaup á sama heimsmeistaramótinu en þýska stúlkan Katrin Krabbe lék þann leik síðast á heims- meistaramótinu ÍTókýó árið 1991. White sigraði í 100 metra hlaupi á sunnudagskvöldið og gerði sér svo lítið fyrir og vann 200 metra hlaupið í gær. „Ég sagði við þjálfarann minn, þegar ég fór á brautina, að orka mín væri á þrotum. Ég var algjörlega búin. Ég er búin að keppa í átta hlaupum og er orðin virkilega þreytt. Ég átti ekki einu sinni til orku til þess að fagna sigrinum. Mér fannst ég eiga orku í fyrstu 12-15 skrefin en svo hljóp ég það sem eftir var hlaupsins á viljan- um einum saman," sagði White. Eftir hlaupið varð hún veik og þurfti á aðhlynningu að halda. Hún gerir sér því vart grein fyr- ir því afreki sem hún hefur unnið fyrr en seinna í dag. AFREKSKONA: Kelli White sigraði í 100 og 200 metra hlaupi á HM. Dregið í riðla fyrir meistaradeild Evrópu í gær: Meistararnir í sterkum riðli ' Auðveldur riðiil hjá Man. Utd en ekki hjá Arsenal og Chelsea Það var mikil spenna í Mónakó í gær þegar dregið var í riðla fyr- ir meistaradeildina. Meistarar AC Milan eru í erfiðum riðli þar sem þeir mæta meðal annars Ajax enn og aftur. Ensku liðin voru misjafnlega heppin en United á kannski greiðasta leið áfram en Arsenal og Chelsea bíður erfitt verkefni að tryggja sér farseðilinn í næstu umferð. Bretar voru mjög ánægðir með það að Man. Utd og Glasgow Rangers skyldu lenda saman í riðli. ■S Peter Kenyon, stjórnarformaður Man. Utd, var hæstánægður með dráttinn og hlakkar til að takast á við skosku meistarana. „Það eru ekki til neinir litlir leikir í meistaradeildinni en það er sér- stakt að fá að mæta Rangers og all- ir hjá United eru mjög spenntir yfir þessum drætti. Annars erum við mjög sáttir við hann í heild sinni en stórleikirnir eru gegn Rangers," sagði Kenyon skömmu eftir að dregið var í gær. Starfsbróðir Kenyons hjá Rangers, John McClel- land, var einnig ánægður. „Það verður rafmagnað and- rúmsloft þegar þessi lið mætast. Ég er þegar orðinn mjög spenntur. Þetta verða frábærir leikir sem allir á Bretlandi eru örugglega þegar farnir að bíða spenntir eftir.“ Bates vill hefnd Ken Bates, stjórnarformaður Chelsea, var ánægður með dráttinn og sérstaklega var hann sáttur við lenda í riðli með Lazio svo að Chel- sea gæti hefnt ófaranna frá árinu 2000 þegar Lazio lagði Chelsea á Stamford Bridge. „Þetta var áhugaverður dráttur. Við förum til Istanbul en við eigum ánægjulegar minningar frá því við spiluðum þar síðast. Lazio er eina liðið sem hefur sigrað okkur á Stamford Bridge í meistaradeild- inni svo að það er gaman að fá tækifæri til að hefnda. Þetta er erf- iður riðill en ég tei góðar líkur á að við komumst áfram og það er líka frábært að taka aftur þátt í þessari keppni. Claudio Ranieri og leik- mennirnir gerðu vel í að koma okk- ur þangað og miðað við það hversu sterkur leikmannahópur okkar er orðinn er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn." David Dein brattur Varastjórnarformaður Arsenal, David Dein, var brattur þótt Arsenal eigi erfitt verkefni fyrir höndum þar sem það mætir Inter og liðum frá Rússlandi og Úkraínu. „Við fáum að minnsta kosti marga flugpunkta. Ég tel að það sé alltaf erfitt að taka þátt í þessari keppni og skiptir þá litlu hvert þarf að fara en við erum með sterkan hóp og vonandi komumst við lengra en í fyrra. Við höfum einnig reynslu gegn ítölskum liðum því að við höfum mætt Juventus og Roma áður og því sé ég ekkert því til fyrir- stöðu að okkur gangi vel gegn Int- er.“ henry@dv.is MEISTARAR ÆFA: Meistaradeildarmelstarar AC Milan mæta UEFA-meisturunum í Porto í leiknum um Super Cup í dag. Hér sjást leikmenn Milan á æfingu i gær. Reuters SPENNANDI FÆST I OLLUM HELSTU Ezzxsai sff UVERSLUNUNn' -- ' Jmboósoi® - s:5333800 - Lcng^o-tsveg: 111 -Ryk MEISTARADEILD A-riðill: Bayern Munchen Olympique Lyon Celtic Anderlecht B-riðill: Arsenal 1nter Dynamo Kiev Lokomotiv Moskva C-riðill: Deportivo la Coruna PSV Eindhoven AEKAþena AS Monaco D-riðill: Juventus Galatasaray Olympiakos Real Sociedad E-riðill: Manchester United Panathinaikos Glasgow Rangers Stuttgart F-riðill: Real Madrid Porto Marseille Partizan Belgrade G-riðill: Lazio Chelsea Sparta Prag Besiktas H-riðill: AC Milan Celta Vigo Ajax Club Brugge Fyrsta umferðin I keppninni verður leikin 16. og 17. september. Úrslita- leikurinn fer fram á heimavelli Schalke í Gelsenkirchen 26. maí á næsta ári. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.