Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Síða 31
FÖSTUDAGUR29. ÁGÚST2003 DVSPORT 31
Nýr leikmaður í Keflavík
Birgir þjálfar Valsmenn
Larry Bird rak Isiah Thomas
KÖRFUBOLTI: íslands-og
bikarmeistarar Keflavíkur hafa
styrkt sig fyrir komandi átök í
körfunni því í gær réðu þeirtil
sín bandarískan leikmann fyrir
veturinn. Nick Bradford heitir
sá, er 25 ára og er um 2 metrar
á hæð. Hann hefur leikið mest
í stöðu framherja hingað til.
Undanfarin ár hefur hann leik-
ið í „neðri“ atvinnumanna-
deildum í Bandaríkjunum en
frá 1996-2000 lék hann með
Kansas-háskólanum sem er
einn sá allra öflugasti. Nick
þykir fjölhæfur leikmaður og
er að sögn heimasíðu Keflvík-
inga afar grimmur varnarleik-
maður. Bradford var með 9,4
stig, 6 fráköst, 3,4 stoðsending-
ar og 2,1 stolinn bolta að
meðaltali í leik með Kansas.
KÖRFUBOLTI: Valsmenn hafa
ráðið sér þjálfara í 1. deild karla
í körfubolta en Valsliðið féll,
eins og kunnugt er, úr INTER-
SPORT-deildinni í vor.
Birgir Guðfinnsson hefurtekið
við stjórn meistaraflokks Vals í
körfunni og mun stýra liðinu
fyrst íValsmótinu sem hófst í
gær og stendur al(a helgina.
Birgir hóf feril sinn í Keflavík en
lék sína síöustu leiki fyrir ÍR fyr-
ir tveimur árum þar sem hann
þjálfaði síðan yngri flokka í
fyrra.
Birgir mun taka við stöðu
Ágústs Björgvinssonar sem tók
við Valsliðinu um mitt mót í
fyrra en er nú í Litháen að
sækja sér meiri reynslu og
þekkingu sem körfuboltaþjálf-
ari.
KÖRFUBOLTI: Larry Bird er
þegar byrjaður að láta til sín
taka sem forseti Indiana Pacers
í NBA-körfuboltanum og í gær
rak hann þjálfara liðsins til
þriggja ára, IsiahThomas, en
þeir tveir háðu einmitt marga
hildina sem leikmenn hjá
Boston Celtics og Detroit
Pistons á 9. áratugnum.
Indiana ætlar sér að klófesta
Rick Carlisle, sem þjálfaði
síðast Detroit með góðum
árangri, en Carlisle lék einmitt
með Bird hjá Celtic á árum
áður.
Stjarna Indiana, Jermaine
O'Neal, varð mjög hvumsa við
þessar fréttir og lét hafa eftir
sér að hann hefði ekki skrifað
undir nýjan samning ef hann
hefði vitað að þetta stæði til.
HVERNIG FÓRUÐ ÞIÐ AÐ
ÞESSU? Það er engu líkara en
Helgi Kolviðsson sé hér að
hlæja upp í opið geðið á Ólafi
Erni Bjarnasyni, fyrirliða
Grindavíkur, en Grindvíkingar
misstu unninn leik úr hönd-
unum á lokasekúndunum.
ar í ríki sfnu. Þá brugðu gestirnir á
það ráð að skjóta langskotum í tíma
og ótíma og kom fyrsta markskot
leiksins á 22. mínútu. Nokkur ágæt
skot lentu á marki Grindvíkinga en
Helgi Már Helgason var öryggið
uppmálað á milli stanganna.
Aðeins mínútu síðar tók Ray Ant-
hony Jónsson aukaspymu frá hægri
kanti, af um 40 metra færi. Hann
sendi háan bolta inn í teiginn sem
vindurinn greip og mátti litlu muna
að hann sigldi í markið en Goriupp
í marki Kárnten var vandanum vax-
inn.
Pressan að marki Grindvíkinga
jókst smám saman og maðurinn
með „stutta" nafnið, Jose Carlos de
Jesus Junior, komst í dauðafæri 7
mínútum fyrir leikhlé en Helgi
varði glæsilega.
Lftið breyttist í leik liðanna efdr
hlé. Karnten sótti og Grindavík
beitti skyndisóknum. Oli Stefán og
Ray vom gríðarlega duglegir að
hlaupa á eftir langsendingum fé-
laga sinna en máttu eklö við
margnum þegar þeir náðu boltan-
um. Hefðu Grindvíkingar að ósekju
mátt freista þess frekar að sækja
upp kantana en ekki var hægt að
tala um neitt vængspil hjá þeim að
þessu sinni.
Tæpum hálftíma fyrir leikslok
varð síðan vendipunktur í leiknum.
Þá fékk varnarmaðurinn Mario
Heiblinger reisupassann hjá Eriks-
son dómara fyrir gróft brot á Ey-
í tvígang komst Óli
Stefán i ákjósanlega
stöðu sem honum tókst
ekki að færa sér í nyt.
steini Haukssyni. Fyrir vikið urðu
Austurríkismennirnir að bakka og
mesti broddurinn fór úr sóknarleik
þeirra í kjölfarið. Það gaf Grindvík-
ingum tækifæri til þess að taka leik-
inn í sínar hendur og það gerðu
þeir svikalaust. Aðeins fjómm mín-
útum eftir rauða spjaldið komst Óli
Stefán í dauðafæri, einn gegn
markverði Karnten, en skaut rétt
fram hjá. Tíu mínútum síðar skor-
aði Ray beint úr aukaspyrnu - ná-
kvæm eftirlíking af spyrnu hans í
fyrri hálfleik nema að þessu sinni
sigldi knötturinn yfir Goriupp og í
markið. Glæsilegt mark.
Kárnten færði sig framar við
markið. Um leið fengu heimamenn
færi á hröðum sóknum gegn fáum
vamarmönnum og í tvígang komst
Óli Stefán í ákjósanlega stöðu sem
honum tókst ekki að færa sér í nyt.
Undir lok leiksins drógu Grindvík-
ingar sig of langt aftur og þegar
leikklukkan sýndi 91 mínútu og 23
sekúndur skoraði Bosníumaðurinn
Almedin Hota með skoti utan víta-
teigs sem Helgi hefði reyndar átt að
verja. Grindvíkingar lutu f gras og
nánast grétu því nokkrum sekúnd-
um síðar flautaði hinn sænski
Eriksson af og Grindvíkingar úr
leik.
Þeir geta sjálfum sér um kennt
hvemig fór að þessu sinni þvf þeir
héldu ekld haus þegar mest á
reyndi. Það er langur vegur frá því
að þeir séu með lakara lið en Kárn-
ten en ætla má að reynsluleysi hafl
orðið þeim að falli að þessu sinni.
Vörnin var frábær, með Ólaf örn
og Kekic í fantaformi og Helga ör-
uggan á milli stanganna. Miðjan
stóð fyrir sínu og vinnuframlag Óla
og Rays var aðdáunarvert. henry@dv.is
sagði Bjarni Jóhannsson, hundfúll
allt saman. Við fengum á okkur
klaufamark af iöngu færi - alger
markmannsmistök - en sem bet- |
ur fór tókst okkur að setja eitt í
lokin og það var mjög ljúft. Ann-
ars fannst mér við spila þennan
leik klaufalega. Við misstum
mann út af á Idaufalegan hátt og
létum þá ná skyndisóknum. Við
vomm ekki nógu skynsamir í dag
og það sem hefur verið að plaga
okkur undanfarið, en það er að
nýta ekki færin okkar, hélt áfram
hér í dag. Þetta leit ekki vel út en
slapp fyrir horn,“ sagði Helgi sem
ber fulla virðingu fyrir liði
Grindavíkur. „Mér finnst Grinda-
víkurliðið mjög sterkt. Þeir spila
mjög skipulagðan og agaðan fót-
bolta. Við vissum að þeir væm í
góðu formi og myndu ógna okkur
með skyndisóknum því þeir em
með fljóta menn frammi. Annars
var mjög ljúft að komast áfram í
keppninni og það er það eina já-
kvæða sem ég sé hjá okkur í þess-
um leik." henry@dv.is
„Ég er mjög óánægður með
úrslitin. Fyrir fram hefði maður
verið sáttur við hvemig fór en eft-
ir að hafa leikið úti sá ég ákveðna
möguleika á að klekkja á þeim hér
heima og mikið djöfull munaði
litlu að það tækist," sagði Bjarni
Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur,
hundfúll í leikslok.
„Við náðum ekki að halda haus
í lok leiksins. Vera ekkert að djöfl-
ast og skapa færi heldur bara
halda boltanum og tefja Ieikinn
síðustu mínúturnar. Ef við vær-
um með aðeins reynslumeira lið
hefði það kannski tekist. Mér
fannst við spila alveg fantafínan
fótbolta hér í sfðari hálfleik og
þegar við náum upp stemningu í
liðinu léikum við mjög vel. Því
miður nær ævintýrið ekki lengra
að þessu sinni en það munaði
litlu að við fengjum eina Evrópu-
ferð í viðbót."
Lékum klaufalega
íslendingurinn Helgi Kolviðsson
átti ágætan leik í liði Kárnten og
honum var létt í leikslok.
„Ég á hreinlega ekki orð yfir þetta
Djöfull
munaði litlu
Á RASSINUM: Þrátt fyrir að Ray Anthony Jónsson hafi skorað glæsilegt mark í gær sat
hann eftir með sárt ennið í leikslok. DV-mynd Teitur
Grindavík-Karnten 1-1 (0-0)
Grindavíkurvöllur
28. águst 2003 - UEFA-Cup
1 -0 Ray A. Jónsson (74., beint úr aukaspyrnu af 35 metra færi eftir að brotið var á Gesti).
1-1 Almedin Hota (90., skot utan teigs I bláhornið).
Samtals 11 menn..........38
Dómaii: Jonas Eriksson (3).
Áhorfendun 975.
Gul spjöld:
Grindavík: Jack
(30.)
Karnten:
Vorderegger (36.),
Schillander (S7J,
Zafarin (64.), Hota
(72.)
Rauð spjöld:
Hieblinger(61J.
Grindavík (4-4-2)
Helgi Már Helgason .....5
Óðinn Árnason..... 4
ÓlafurÖrn Bjamason ......5
Sinisa Kekic ...........5
Gestur Gylfason ........3
Eysteinn Húni Hauksson ... 1
GuðmundurA.Bjarnason ..2
Mathias Jack....,.......2
(72., Alfreð Jóhannsson ..,. -)
Paul McShane...........3 --—-----——
Ray Anthony Jónsson.....4 (á
Óli Stefán Flóventsson..4 ?, -1 5
Hom:
3-2
Aukaspymur.
14-17
Rangstöðun
3-5
Varin skot:
Helgi 4 -
Goriupp 3.
Karnten (3-5-2)
Roland Goriupp ..........3
Sasa Papac...............3
Marlo Heiblinger ........4
Heimo Vorderegger .......2
Helgi Kolviðsson.........3
(84., Thomas Ambrovsis ... -)
Júrgen Kampel............3
Robert Schellander.......2
(75., Thomas Höller ....-)
Jose Carlos de Jesus Junior. 1
(46., Dave Zafarin .....2)
Almedin Hota.............4
PeterKabat ..............2
Marijo Maric ............1
Samtals 12menn..........30
Maður leiksins hjá DV Sporti:
Ólafur Ö. Bjarnason, Grindavík