Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Side 8
8 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAOUR 2. SEPTEMBER 2003 Of lágt aðflug FLUGSLYS: Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað skýrslu [ um flugslys þegar lítil einka- flugvél flaug á raflínu við flug- | völlinn við Forsæti 1. júní í i fyrra, ofreis og brotlenti. Flug- maðurinn komst af sjálfsdáð- um úr vélinni, lítt meiddur. Niðurstaðan er að flugmaður- 1 inn hafi ekki undirbúið aðflug sitt nægilega vel þannig að hann var í of lítilli hæð. Raflín- an slitnaði við áreksturinn. Rannsóknarnefnd flugslysa beinir þvítil Flugmálastjórnar, Landsvirkjunar, RARIK og Sím- ans að þessir aðilar vinni að því að draga úr slysahættu vegna loftlína nálægt flugbrautum í samræmi við hindranamerk- ingar í viðbæti 14 við Alþjóða- flugmálasáttmálann. Eimskip og Lysline semja FLUTNINGAR: Eimskip í Belgíu og norska skipafélagið Lysline hafa gert með sér samstarfs- samning um flutningaþjónustu á milli Antwerpen í Belgíu og hafna í Óslófirði í Noregi. Fær Eimskip í Antwerpen umboð fyrir þjónustu Lysline í Antwerpen og sér jafnframt um sölu og markaðssetningu á því svæði. Lysline var stofnað árið 1969 og sérhæfir sig í flutninga- lausnum fyrir fyrirtæki í Skand- inavíu. Eimskip í Antwerpen hefur undanfarin ár verið að byggja upp flutningaþjónustu milli Antwerpen og Noregs og fellur þessi samningur því vel að núverandi starfsemi. Veitir hann Eimskip aðgang að öflugu sigl- ingakerfi Lysline ásamt þjón- ustuneti þess. Tilnefningar VERÐLAUN: Tværtilnefningar merktar (slandi eru meðal 10 til- nefninga til Náttúru- og um- hverfisverðlauna Norðurlanda- ráðs, nemendur í Flamarsskóla og Barnaskóla Vestmannaeyja og Umhverfissamtökin Blái herinn. Tilkynnt verður um verðlaunin 26. september en afhending fer fram í tengslum við þing Norður- landaráðs í Ósló í október. Þrjár vaktir vinna ailan sólarhringinn í tveimur fjörðum við Fá- skrúðsfjarðargöng: Göngin þegar orðin hátt í 700 metrar Haustið 2005 munum við ís- lendingar og gestir okkar verða um 15 til 20 mínútur að aka milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar, vegarkafla sem þá verður 18 til 19 kílómetrar. Núna er hann hátt í 50 kíló- metrar og aka þarf m.a. um þrönga lítt uppbyggða vegi með lítið burðarþol þar sem bundið slitlag vantar á 8 kíló- metra kafla og hættur leynast víða, ekki síst í Vattarnesskrið- um. 70 manns á þremur vöktum í tveimur fjörðum eru nú að vinna allan sólarhringinn við Fáskrúðs- fjarðargöng sem ganga samkvæmt öllum væntingum. Búið er að sprengja og grafa tæpa 500 metra Reyðarfjarðarmegin en tæpa 200 metra í Fáskrúðsfirði. „Þetta er að komast á fulla sigl- ingu,“ sagði Ásgeir Loftsson, stað- arstjóri hjá ístaki, en DV var á ferð- inni og íylgdist með framkvæmd- um. „Við erum nokkurn veginn á áætlun. Stundum er bergið gott, þá rjúkum við áfram en svo getum við vissulega lent í vandamálum, ef svo skal segja - erfiðu bergi eða vatnsvandamálum þannig að við eigum von á að jafnist út. En við erum á áætlun og vonumst til að verða það áfram,“ segirÁsgeir. Tvær af þremur vöktum eru að störfum alla daga vikunnar, 24 klukkustundir á sólarhring. Þetta þýðir að ein vakt er heima og hvflist. Að jafnaði kemur þetta þannig út fyrir starfsmenn að þeir eru að störfum í 10 daga en fara svo heim í 5 daga frí. „Þegar vel gengur erum við að fara 50 til 60 metra á viku á hvorum stað - samtals yfir 100 metra,“ seg- ir Ásgeir. Hann segir að um 10 pró- sent jarðgangagraftarins sé að baki en göngin sjálf verði um 5,7 kfló- UPPGANGSFJÖRÐUR: Á myndinni, sem tekin er út um nyrðri gangamunnann, er Reyð- arfjörður í baksýn. Það eru orð að sönnu að þar sé nú uppgangur mikill - gangagerð, nær daglegar skipakomur með efni fyrir Kárahnjúkavirkjun og margt stórkarlalegt tengt henni. Mikið fiskeldi er í uppsiglingu í firðinum. Eftir tvö ár byrjar ballið fyrir alvöru - bygging ál- versins sem mun geta framleitt meira en helmingi meira af stóriðjumálmi en hægt er að framleiða núna á landinu öllu. MUNNINN: Næstu tvö árin munu starfsmenn fara þarna út og inn - ýmist þreyttir eftir langan vinnudag eða frískir að lokinni hvíld. Reyðarfjarðarmenn munu mæta Fáskrúðs- fjarðardeildinni inni (fjalli í ársbyrjun 2005 en fram að verklokum það haust munu svo vegaframkvæmdir og frágangur standa yfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.