Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Side 16
16 TILVERA ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 + ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 TILVERA 17 Tilvera Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5813 -550 5810 Skónum stolið frá Cindy Crawford BERFÆTT (GEGN: Fyrrum súper- módelið Cindy Crawford lenti held- ur betur í vandræðum um helgina þegar hún var að fara í gegnum vopnaleit á John F. Kennedy-flug- velli í New York. Eins og aðrir lét Crawford lausamuni sína í bakka við vopnaleit en það reyndist ekki nóg því að þegar hún gekk sjálf í gegnum hliðið fór pípið í gang. Ör- yggisverðir skipuðu henni þá að setja skóna sína í gegnumlýsingar- tækið og reyna aftur berfætt en þegar það gekk ekki heldur upp var hún látin taka af sér beltið og reyna í þriðja skipti. Þá loksins þagði tækið en þegarCrawford ætlaði að sækja skóna í plastbakk- ann greip hún í tómt því að ein- hver óprúttinn hafði stolið skónum á meðan hún stóð í stórræðunum. Öryggisverðirnir urðu að vonum vandræðalegir og þrátt fyrir mikla leit fannst hvorki tangur né tetur af skónum, sem sagðir voru í dýrari kantinum, enda hannaðir af Jimmy Choos og kosta ekki minna en átta- tíu þúsund krónur út úr búð. Það eina sem öryggisverðirnir gátu gert fýrir Crawford var að láta hana hafa sandala úróskilamunum og sást hún þramma á þeim í gegnum flugstöðina heldur betur súr á svip. Mariah Carey hefur ekki gert það í tvö ár FRÆGÐINNIAÐ KENNA: Söngkonan Mariah Carey kvart- ar sáran yfir því í nýlegu viðtali við þýska blaðið Bild, að hún sé í mestu vandræðum með að finna þann eina rétta. Hún við- urkennir einnig að hingað til hafi aðeins verið þrír karlmenn í hennar lífi „Ég var giftTommy Mottola, síðan var ég á föstu með bandaríska ruðningsmann- inum Derek Jeter áður en ég fór að fara út með mexíkanska söngvaranum Luis Miguel," seg- ir hin 33 ára gamla Carey og bætir við að sambandi hennar við Miguel hefði lokið sumarið 2001. „Síðan hef ég ekki haft kynmök," segir Carey. Hún segist ekkert skilja í því af hverju enginn sýni henni áhuga og segist ekki hafa nema eina skýringu á því, sem sé frægðin. „Það hlýtur að vera frægðinni að kenna. Aðstoðarkona mín er til dæmis alltaf í partíum og er á endalausum stefnumótum. Ég spyr sjálfa mig oft að því af hverju mér sé aldrei boðið út. En þannig er það bara og það hlýtur að vera frægðinni að kenna. Þeir hljóta að halda að ég hafi engan áhuga." KYNNIRINN MIKE TYSON: Vandraeöaboxarinn Mike Tyson er hér í hlutverki kynnis ásamt þeim Angelu Spivey og Flex Alexander á árlegri Lady of Soul-verölaunahátið sem haldin var i Pasadena (Kaliforníu um síðustu helgi. Tyson fékk það hlutverk að kynna besta R&B-disk ársins en verölaunin hlaut breska dúóið Floetry fyrir disk sinn, Floetic 4 KVIKMYNDIR HELGIN 29. ÁGÚST-1. SEPT. Sætf Fyrlr vlku Titill Innkoma, helgln Innkoma alls Fjöldi blósala 1. JEEPERS CREEPERS 2 18.500 18.500 3124 2. 4 FREAKY FRIDAY 11.744 89.986 3067 3. 2 S.WJt.T. 10.500 102.422 2781 4. 6 PIRATES OF THE CARIBBEAN 10.222 274.422 2227 S. 3 OPEN RANGE 10.165 42.900 2244 6. 7 SEABISCUIT 8.154 103.738 2556 7. 1 FREDDY VS. JASON 8.125 73.409 2929 8. 5 THE MEDALLION 5.700 16.357 2652 9. 8 UPTOWN GIRLS 5.240 30.060 2166 10. 10 MY BOSS'S DAUGHTER 4.538 11.639 2206 11. 9 AMERICAN WEDDING 4.498 97.431 1810 12. THE ITALIAN JOB 3.800 100.745 1964 13. 11 SPY KIDS 3D: GAME OVER 3.352 107.036 2385 14. 14 LE DIVORCE 2.050 6.240 701 15. 15 FINDING NEMO 2.005 332.390 838 16. 12 BAD BOYS II 2.000 135.114 869 17. 19 DIRTY PRETTY THINGS 1.417 4.678 383 18 WHALE RIDER 1.369 16.758 503 19 AMERICAN SPLENDOR 1.075 2.012 88 20. THE MAGDALENE SISTERS 820 1.948 203 ALLAR UPPHÆOIRIÞÚSUNDUM BANDARlKJADOLLARA Hryllingur ieysir hrylling afhólmi Eftir að hafa verið tvær vikur í efsta sæti vinsældalistans í Banda- ríkjunum dettur Freddy vs. Jason úr efsta sætinu í það sjöunda. önn- ur hryllingsmynd leysir hana af hólmi og er sú örugglega jafn ógeð- felld öllum þeim sem ekki vilja sjá hryllingsmyndir. Er um að ræða enn eina framhaldsmyndina, Jeepers Creepers II. í henni segir frá skólarútu, sem erfull af körfubolta- strákum sem eru að koma af kapp- leik. Á vegi þeirra verður mannætu- skrímsli sem kemur upp á yfirborð jarðar á 23 ára fresti til að nærast. Full skólarúta af krökkum er sann- kallaður veislumatur fyrir skepn- una. Engar aðar nýjar kvikmyndir er að fmna á listanum en athyglisvert er að Freaky Friday, enn einn ung- lingahryllingurinn, skýst upp í 2. sæti listans. Það er ekki oft sem vinsælar kvik- JEEPERS CREEPERS II: Körfuboltastrákar lenda i klónum á skrímsli sem er í leit að æti. myndir, sem hætt er að sýna í kvik- myndahúsum, eru aftur settar á fullan skrið. Þetta var samt gert í vikunni með The Italian Job sem frumsýnd verður hér á landi um helgina. Ástæðan er sú að framleið- endur vildu koma henni yfir 100 milljón dollara í Bandaríkjunum einum og það hefur tekist, naum- lega þó. Oskubuskuævintýri Það þarf svo sem ekld að koma neinum á óvart þótt Lord of the Rings: The Two Towers verði að láta sér nægja annað sætið, fyrstu vik- una á lista. Þetta er greinilega kvik- mynd sem fólk vill eignast. Svo segja sölutölur, en met var slegið í síðustu viku hvað varðar sölu á DVD-diski á einum sólarhring. Það er því hlut- verk hinnar rómantísku gaman- myndar Maid in Manhattan að verma efsta sæti myndbandalistans. Maid in Manhattan náði góðri að- sókn í Bandaríkjunum og má það að hluta til þakka miklum vinsældum Jennifer Lopez. Þykir hún standa sig vel í hlutverki þjónustustúlkunnar. Að vísu fær hún verðugan módeik- ara sem er Ralph Fiennes. I mynd- inni leikur Lopez Marisa Ventura sem er einstæð móðir í New York. Flún vinnur sem herbergisþerna á einu glæsilegasta hóteli í Manhatt- an. Ótrúleg at- burðarás veldur því að hún hittir Christopher Mars- hall (Fiennes), myndarlegan erf- ingja stjórnmála- veldis sem heldur að hún sé gestur á MAID IN MANHATTAN: Jennifer Lopez og Ralph Fiennes í hlutverkum sínum. hótelinu. Örlögin taka síðan málin í sínar hendur. Með önnur hlutverk fara Stanley Tucci, Natasha Richardson og Bob Hoskins. Leikstjóri er Wayne Wang. MYNDBÖND VIKAN 23.-30 ÁGÚST Sæti Áður Titill Vikur á lista i. MAID IN MANHATTAN 1 2. LOTR: THE TWO TOWERS 1 3. 1 TWO WEEKS NOTICE 4 4. NARC 1 5. 4 HUNTED 3 6. 3 JUST MARRIED 4 7. 7 CHICAGO 2 8. 2 THE RING 2 9. 5 NATIONAL SECRETARY 5 10. 8 THE PIANIST 4 11. 9 ANALYZETHAT 5 12. 6 FINAL DESTINATION 2 3 13. ADAPTATION 1 14. 11 LIFE OR SOMETHING LIKE IT 3 15. 10 THEY 3 16. 13 CATCHMEIFYOU CAN 9 17. 12 DAREDEVIL 6 18. SOLARIS 1 19. 14 BOWLING FOR COLUMBINE 5 20. FEARDOTCOM 1 Charles Bronson 1921-2003: Úrkolanámuhum í hæstu hæðil í Hollywood Charles Bronson, sem lést á laugardag- inn, vareinn helsti hasarmyndaleikarinn í Hollywood á sjöunda, áttunda og ní- unda áratugnum og hann héltáfram að leika töffara fram á tíunda áratuginn þótt hann væri þá kominn á áttræðis- aldur. Bronson ersönnun þess að aldur er afstæður þegar um kvikmyndahetjur eraðræða. Bronson var kominn á fimmtugs- aldur þegar hann loks varð kvik- myndastjama því að þótt hann væri orðinn viðurkennd hasarmyndahetja var það ekki fyrr en með Death Wish, sem gerð var 1974, að hann fór upp í hæstu hæðir í Hollywood og má segja að næstu tíu árin hafi hann staðið jafnfætis Clint Eastwood í leik í hasar- myndum. Áður en kom að Death Wish var hann löngu orðinn viðurkenndur sem góður karakterleikari í spennu- myndum, hvort sem það voru vestrar, stríðsmyndir eða sakamálamyndir og lék hann stór hlutverk í mörgum þekktum kvikmyndum á sjöundaára- tugnum. Einn af 15 systkinum Charles Buchinski (tók upp nafnið Bronson nokkrum árum eftir að hann gerðist leikari) fæddist 3. nóvember 1921 í kolanámubænum Ehrenfield í Pennsylvaníu. Foreldrar hans voru innflytjendur frá Litháen. Hann var einn af fimmtán systkinum og sá eini sem kláraði grunnskólanám. Bronson hefur sfðan sagt að í barnæsku hans hafi aldrei verið töluð enska á heimil- inu. Lífið var erfitt hjá stórri fjölskyldu og leið Bronsons lá í fótspor föður og bræðra niður í kolanámurnar. Það sem gerði það að verkum að Bronson sneri við blaðinu var síðari heimsstyrjöldin. Þetta var í fyrsta sinn sem hann sá eitthvað annað af heim- inum heldur.en kolanámubæinn sem hann bjó í. Þegar herskyldunni lauk var hann ákveðinn í að reyna fyrir sér í leikhúsi. Hann hélt til New York og fékk vinnu sem aðstoðarmaður. Það starf leiddi til smáhlutverka og hann var kominn með bakteríuna. Eftir að hafa reynt sig í New York með litlum árangri fór hann til Los Angeles árið 1949. Þar má segja að hann hafi haft útlitið með sér. Fékk hann lítil hlutverk í kvikmyndum og var oftast ekki nefndur á nafn. Fyrsta hlutverkið sem hægt er að tala um var í The House of Wax (1953) þar sem Vincent Price lék aðalhlutverkið. Eftir Að leika erþað auð- veldasta sem ég hef gert um ævina. Það er líklegast ástæðan fyrir því að ég gerði það að ævistarfi mínu. Charles Bronson var þrígiftur. Fyrsta eiginkona hans hét Harriet Tendler og stóð það hjónaband í átján ár, 1949-1967, og áttu þau tvö böm. Önnur eiginkona hans var svo leik- konan Jill Ireland. Léku þau saman í nokkrum kvikmyndum á áttunda ára- tugnum. Hún greindist með krabba- mein og háði langa og stranga baráttu við sjúkdóminn og varð að lúta í lægra haldi 1990. Áttu þau saman eina dótt- ur. Þriðja eiginkona hans hét Kim Weeks og lifír hún mann sinn. hkarl@dv.is TÖFFARINN: Charles Bronson ÍThe Mechanic frá árinu 1972 þar sem hann lék atvinnumorðingja sem snýr við blaðinu. þá mynd breytti hann nafninu í Bron- son og kemur nafnið úr Paramount- kvikmyndaverinu þar sem einn stíg- urinn heitir Bronson Gate. Næstu fjögur ár var hann enn að leika lítil hlutverk eða þar til hann fék loks stórt hlutverk í Machine Gun KeUy (1958). Eftir það fóm hlutverkin að verða betri. Það var samt löng leið fram undan á stjömuhimininn í Holly- wood. Charles Bronson yfirgaf kolanámurnar til að gegna herþjónustu í síð- ari heimsstyrjöldinni. Þetta var í fyrsta sinn sem hann sá eitthvað annað afheiminum heldur en kolanámubæ- inn sem hann bjó í. TRAUSTVEKJANDI: Þetta andlit þekkja allir kvikmyndaunnendur, gróft andlit sem vekurtraust. vina sinna. Hann segist hafa mótast af uppeldi sínu og þar hafi engar ofur- hetjur verið að finna. Smekk sjálfs sín fyrir hlutverkum þeim sem hann lék lýsir hann í þessum orðum: „Ég hef gaman af kvikmyndum og veit hvað ég vil horfa á og það er ekki Charles Bronson." Og ekki hafði hann mikið álit á leikhæfileikum sínum: „Að leika er það auðveldasta sem ég hef gert um ævina. Það er lfklegast ástæðan fyrir því að ég gerði það að ævistarfi mínu.“ FLÓTTINN MIKLI: Bronson lék í mörgum stórum kvikmyndum í Hollywood á sjöunda áratugnum, meðál annars Flóttanum mikla sem naut mikilla vinsaélda. Sjö hetjur Stóra stökldð hjá Bronson kom með The Magnificent Seven, vestra sem sló í gegn. Myndin var stjömum prýdd, með Steve McQueen, og Yul Brynner fremsta í flokki. Charles Bronson náði samt að skyggja á þá báða svo að eftir var tekið. Fékk hann í kjölfarið mörg góð hlutverk í stórum kvikmyndum, oftast þó til hliðar við enn stærri stjömur. Um miðjan sjöunda áratuginn hélt hann til Evrópu þar sem hann lék í nokkur ár, meðal annars í vestranum sfgilda, Once Upon a Time in the West, Adieu l’ami, Guns for San Sebasúan og Villa Rides, svo að ein- hveijar séu nefridar. Þegar hann svo sneri aftur úl Hollywood snemma á áttunda áratugnum varð ekki fram hjá honum gengið. Charles Bronson var orðin kvikmyndastjama. Staðfest- ingin fékkst síðan með Death Wish sem sjálfsagt verður að telja frægustu kvikmynd Bronsons. Þá var Bronson orðinn 53 ára. Death Wish-kvik- myndimar urðu aUs sex. Mjúkur maður Charles Bronson var í einkalífinu allt önnur manneskja en hann yfir- leitt lék, heimakær og góður vinur 10TO MIDNIGHT: Eittafmörgum löggu-hlutverkum Bronsons var í þessari mynd frá 1983. Michael Winner minnist Charles Bronsons: Varaldrei metinn að verðleikum Breski leikstjórinn Michael Winner leikstýrði Charles Bronson í sex kvikmyndum, meðal annars í þremur fyrstu Death Wish-kvik- myndunum: Winner, sem er nú ekki vanur að spara fúkyrðin þegar kemur að kollegum hans í kvik- myndageiranum, hefur ekkert ann- að en gott að segja um Bronson: „Við vorum vinir í þrjátíu ár. Bronson var samviskusamur og góður leikari sem var aldrei metinn að verðleikum. Hann hafði yfir- bragð sem er sjaldgæft í kvikmynd- um, gróft andlit sem jafnframt hafði mikið aðdráttarafl. Bronson var margslunginn persónuleiki. Ég held að sú reynsla sem hann varð fyrir í kolanámunum hafi alltaf fylgt honum. Það var eitthvað við hann sem ávallt minnti á fortíð hans. Sem leikara var alltaf hægt að treysta honum. Hann var atvinnu- maður fram í fingurgóma og þó að hann gerði lítið úr hæfileikum sín- um hafði hann það fram yfir marga aðra sem ég hef starfað með að hann var ávallt með það á hreinu hversu hæfileikar hans náðu langt." SENDIBOÐI DAUÐANS: [ Messenger of Death lék Bronson blaðamann semleysir morðmál. + V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.