Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Side 18
78 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003
Lesendur
Innsendar greinar ■ Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma: 550 5035, sent
tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendaslöa DV,
Skaftahllð 24,105 Reykjavlk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af
sértil birtingar.
Ollu snúið á haus
Endursýningar
Krístján skrífan
Þegar menn brjóta lög og komast
undir hendur réttvísinnar er ekki
talið nema eðlilegt að menn svari
til saka og taki út refsingu í sam-
ræmi við þau viðurlög sém I gildi
eru. Gildir þetta bæði um lítil brot
og stór. Um þetta er almenn sátt.
Hins vegar virðist allt snúast á
haus ef Islendingur er tekinn fyrir
lagabrot I fjarlægum og framandi
löndum og gildir einu þó að brot-
ið hafi verið heimskulega augljóst.
Þar sem umrætt brot var framið I
arabalandi þar sem gengið er með
slæðurog menn höggva hendur
af þjófum virðist brotið vera orðið
aukaatriði en aðalatriði að koma
manninum undan réttvísi þessara
manna og heim sem fyrst. Ef sam-
úðin með brotamönnum væri nú
alltaf svona.
Guðrún skrifar
Eftir að hafa horft á allar hér-
lendar sjónvarpsstöðvar í mörg
ár er ég farin að efast um að ég
sé að gera rétt. Ekki vegna þess
að efni þeirra sé svo leiðinlegt,
þó reyndar mætti sýna eitthvað
annað en ameríska dósahláturs-
þætti á besta tíma. Nei, heldur
er mér og mínu heimilisfólki far-
ið að blöskra endursýningar á
endursýningar ofan. Ég get vel
skilið að rekstur sjónvarps sé erf-
iður við hliðina á ríkisstöðinni
sem er í bullandi samkeppni á
auglýsingamarkaði og þarf ekki
að hafa áhyggjur af tapi. En mér
'finnst furðulegt ef stöðvarnar
hafa einsett sér að fæla fólk frá
og gera sér enn erfiðara fýrir
með endalausum endursýning-
um.
Hvers virði er ein undirskrift?
Magnús skrifar:
í þessu þjóðfélagi hafa margir
þurft að greiða háar fjárhæðir
vegna þess að þeir lánuðu vin-
um eða ættingjum undirskrift
sína á víxil eða skuldabréf. Þeir
sem það hafa reynt vita að ef
maður hefur skrifað undir þýðir
lítið að þræta í bankanum þótt
forsendur bankalánsins hafl ver-
ið*á veikum grunni byggðar. Það
skiptir þá í bankanum engu máii
þótt maður hafí verið plataður
til að skrifa undir hjá fólki sem
blekkti eða hafði jafnvel beinlín-
is rangt við. Undirskriftin gildir
segir bankinn og það er fyrst og
síðast á ábyrgð þess sem skrifar
undir að kanna eignir og
greiðslugetu greiðandans.
Eftir að hafa sjálfur ient í slík-
um málum varð ég hissa að lesa
um mál Þórólfs borgarstjóra og
störf hans sem yfirmanns mark-
aðsmála Esso. Hann skrifaði
undir hvert tilboðið á fætur öðru
þar sem var verið að svindla á
Reykjavíkurborg, sem hann
vinnur hjá núna, eða öðrum fýr-
irtækjum.
í viðtali við Þórólf sem birtist í
Mogganum sagðist hann ekki
hafa unnið lengi hjá Esso þegar
hann tók að gruna að vinnuveit-
andi hans stundaði ólöglegt
samráð ásamt hinum olíufélög-
STUÐNINGUR: Greinarhöfundur
vill meina að borgarstjóri
beri ábyrgð á undirskriftum sínum úr
fyrra starfi og telur stuðning
við hann innan borgarstjórnar
Reykjavíkur orka tvímælis í því Ijósi.
Gegn hækkun
á orkuverði
J.S. skrifar:
Hækkun á orkuverði Orku-
veitu Reykjavíkur til hins ai-
menna neytanda vekur sannar-
lega uinhugsun. Forstjórinn
segir blákalt að rándýr bygging,
rækjueldi og kaupin á Linu.neti
skipti þar engu máli. Trúi hver
sem vill. Því miður hefur þetta
yfírklór ekki verið rekið ai-
mennilega ofan í hann.
Kannski mönnum virðist ekki
taka því, svo auljóst sem það er.
Hitt vekur enn meiri undrun
að neytendur skuli ekki taka sig
saman og iáta rækilega í sér
heyra. Ekki er giæsihýsið og
ýmis tiiraunastarfsemi OR
þeirra ákvörðun. Ekki er hlýtt
veðurfar í sumar þeim að
„kenna." En þeir taka allan
skellinn.
Máttur neytenda er mikill ef
þeir nota hann. Það hefúr sýnt
sig í gegnum tfðina og hnekkt
ákvörðunum sem ekki var fótur
fýrir. Látum reyna á þennan
mátt núna gegn hækkun á
orkuverði.
unum. Og þá spyr maður: Gildir
ekki það sama um þessar undir-
skriftir og aðrar? A maður ekki
að vita hvað maður er að skrifa
undir áður en maður skrifar?
Þegar maður hefur skrifað undir,
tekur maður þá ekki fulla ábyrgð
á því sem þar stendur?
Getur verið að maður geti
neitað að greiða víxil ef maður
hefur verið látinn skrifa undir
hann á fölskum forsendum?
Hann skrifaði undir
hvert tilboðið á fætur
öðru þar sem var ver-
ið að svindla á
Reykjavíkurborg, sem
hann vinnur hjá
núna, eða öðrum
fyrirtækjum.
Ég minni á að annar maður
sem tengist málinu hefur þegar
sagt sig úr stjórn Símans. Sömu
kröfur virðast ekki vera gerðar í
borgarstjórn Reykjavíkur. Ég er í
sjálfu sér ekki undrandi á að
framsóknarmenn styðji sinn
Esso-mann, en undrandi er ég á
Samfylkingunni og Vinstri-
grænum að þeir skuli styðja
hann allir sem einn. Var það ekki
Ingibjörg Sólrún sem bauð sig
fram undir merkjum siðbótar í
íslenskum stjórnmáium? Og
hún studdi Þórólf til starfans
þótt hún vissi að hann væri
flæktur í þetta subbulega sam-
ráð.
Gjafir kaupmanna
Jón skrifar:
Á árum áður var mér tjáð að
plastefni væri hinn mesti
mengunarvaldur - hættulegur
náttúru landsins og því
nauðsynlegt að farga eins og
hverju öðru spilliefni, að
sjálfsögðu á kostnað neytenda.
Tekjum sjóðsins skyldi varið til
umhverfis- og landgræðslu-
verkefna.
Herör var skorin upp gegn
plastpokum og sett á
úreldingargjald, kr. 15.00, á hvern
poka sem neytendur greiddu að
sjálfsögðu með glöðu geði.
Neytendasamtökin fá
m.a. milljónir tilkaupa
á tölvubúnaði ásamt
öðrum rekstrar-
kostnaði og fleirum er
útdeilt tugum milljóna
sem gjöfum.
En nú brá mér aldeilis illa þegar
DV greinir frá því að þetta gjald fari
í allt annað en ráð var fyrir gert -
meira að segja em þessar milljónir
taldar gjafír kaupmanna, peningar
sem við neytendur greiðum.
SKATTUR: Höfundur segir að fyrst gjald á plastpoka sé ekki lengur notað eingöngu til landgræðslu sé um að ræða skatt sem kaupmenn
deili síðan út sem gjöfum frá sér.
Neytendasamtökin fá m.a.
milljónir til kaupa á tölvubúnaði
ásamt öðmm rekstrarkostnaði og
fleimm er útdeilt tugum milljóna
sem gjöfum kaupmanna.
Pokasjóður hefur með þessum
gjörningi glatað tilgangi sínum og
ber því að leggja hann niður. Hann
er nú orðinn að SKATTI sem
kaupmenn leggja á neytendur en
útdeila síðan sem gjöfum frá sér.