Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003
Notaðir bílar hjá
Suzuki bilum hf.
Suzuki Liana 2WD, 5 d., bsk.
Skr. 2/02, ek. 22 þús.
Verð kr. 1350 þús.
Suzuki Baieno Wagon 4x4.
Skr. 7/99, ek. 59 þús.
Verð kr. 1140 þús.
Suzuki Wagon R+ 4x4.
Skr. 5/00, ek. 13 þús.
Verð kr. 890 þús.
Nýr borgarlögmaður
REYKJAVÍK: Borgarráð hefur
samþykkt að ráða Vilhjálm H.
Vilhjálmsson í starf borgarlög-
manns í stað Hjörleifs B. Kvar-
ans. Vilhjálmur er fæddur 1950.
Hann lauk lögfræðiprófi frá Há-
skóia (slands 1976 og hefur
verið sjálfstætt starfandi lög-
maðurfrá 1980 en einnig starf-
að í Félagsdómi og við
kennslu.
Fiskeldi í umhverfismat
UMHVERFI: Umhverfisráðu-
neytið hefur úrskurðað að
fram skuli fara umhverfismat
vegna sjókvíaeldis í Seyðis-
firði. Kæra barst frá Óttari
Yngvasyni hrl. 30. apríl 2003
vegna ákvörðunar Skipulags-
stofnunar frá 4. apríl 2003 um
að ekki skuli framkvæmt mat
á umhverfisáhrifum vegna
eldis á laxi, regnbogasilungi
og þorski í sjókvíum í Seyðis-
firði, allt að 8.000 tonnum á
ári. Úrskurður ráðuneytisins
er hins vegar sá að fyrirhugað
eldi Austiax ehf. skuli háð
mati á umhverfisáhrifum þar
sem líklegt sé að fram-
kvæmdin kunni að hafa í för
með sér umtalsverð umhverf-
isáhrif.
Tvö lögfræðiálit benda tilþess að Norðlingaölduveita
geti ekki strandað í hreppsnefnd:
Ekki á valdi
hreppsnefndar að
hafna framkvæmd
jf m
I
Hyundai Santa-Fe 2,4, bsk.
Skr. 2/01, ek. 42 þús.
Verð kr. 1760 þús.
Nissan Primera Comfort, bsk.
Skr. 7/01, ek. 25 þús.
Verð kr. 1370 þús.
M-Benz A-140, bsk.
Skr. 7/02, ek. 35 þús.
Verð kr. 1490 þús.
Peugeot 406 2,0, 3 d., ssk.
Skr. 11/98, ek. 72 þús.
Verð kr. 1480 þús.
Alfa Romeo 156, bsk.
Skr. 9/98, ek. 60 þús.
Verðkr. 1180 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$SUZUKI
---////.-----------j
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, s(mi 568-5100
| FRÉTTAUÓS
f ÓlafurTeiturGuðnason
W olafur@dv.is
Getur 500 manna sveitarfélag
stöðvað framkvæmd sem
stjórnvöld telja þjóðhagslegt
framfaramál og hefur mikla
þýðingu fyrir atvinnumál í
margfalt stærra bæjarfélagi?
Ótrúlega erfiðlega hefur geng-
ið að fá skýr svör við þessari
spurningu eftir að Skeiða- og
Gnúpverjahreppur lýsti sig
andvígan áformum Landsvirkj-
unar um Norðlingaölduveitu.
í fyrstu virðist blasa við að sveit-
arfélag á hverjum stað hljóti að
geta samþykkt eða hafnað fram-
kvæmdum að vild og á eigin for-
sendum. Þannig er til dæmis kveð-
ið á um sjálfsákvörðunarrétt sveit-
arfélaga f Stjórnarskrá lýðveldis-
ins. f 78. grein hennar segir: „Sveit-
arfélög skulu sjálf ráða málefnum
sínum eftir því sem lög ákveða."
Hvað Norðlingaöidu snertir
liggja hins vegar fyrir tvö lögfræði-
álit sem benda eindregið til þess,
að andstaða Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps skipti litlu sem engu. f
fljótu bragði virðist hreppurinn
eiga einkum tvö úrræði; í fyrsta
lagi að hafna framkvæmdinni við
gerð skipulags og í öðru lagi að
synja um framkvæmdaleyfi. Hvor-
ug leiðin er hins vegar fær, að áliti
Páls Hreinssonar lagaprófessors.
Páll, sem kennir bæði stjórnsýslu-
rétt og sveitarstjórnarrétt við laga-
deild HÍ, vann fyrir ári tvö lög-
fræðiálit fyrir iðnaðarráðuneytið
sem varpa ljósi á málið.
Miðhálendið
Framkvæmd á borð við Norð-
lingaölduveitu verður að vera í
samræmi við samþykkt skipulag
fyrir svæðið. Gerð skipulags er alla
jafna á forræði hvers sveitarfélags,
sem þar með hefur oftast nær vald
til að koma í veg fyrir margs konar
framkvæmdir.
Um miðhálendið - þar sem
Norðlingaölduveita er fýrirhuguð
- gilda hins vegar sérstakar reglur.
Samvinnunefnd um miðhálendið,
skipuð 12 fulltrúum af öllu land-
inu, sér um gerð svæðisskipulags
þar. Einstök sveitarfélög hafa ekki
my.s.
4M-08
pMiemwm#
Á MIÐHÁLENDI: Tólf manna samvinnunefnd, skipuð fulltrúum af öllu landinu, gerir svæð-
isskipulag fyrir miðhálendið. Að mati Páls Hreinssonar lagaprófessors er Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi skylt að taka framkvæmdir á svæðisskipulagi upp í aðalskipulag. Að því loknu
sé hreppnum einnig skylt að veita framkvæmdaleyfi.
© Fyrtl^ö,
<§ u»«e«“
UA^vr m tLSAw
ILim
neitunarvald gagnvart þeirri vinnu
og útlit er fyrir að breytt Norð-
lingaölduveita hljóti náð fyrir
nefndinni eins og eldri gerð henn-
ar.
„En bíðum við - hvað með aðal-
skipulag?" er þá spurt. Jú, aðal-
skipulag er eftir sem áður á hendi
hvers sveitarfélags. En þá kemur
að þætti Páls Hreinssonar.
Páll kemst að þeirri niðurstöðu
að aðalskipulag verði að vera í
samræmi við svæðisskipulag.
„Taka verður [...] upp í aðalskipu-
lag þær framkvæmdir sem
ákveðnar hafa verið með svæðis-
skipulagi." Hendur sveitarstjórn-
arinnar eru því bundnar.
Ástæðan er tvíþætt að sögn Páls:
í fyrsta lagi sé skýrt kveðið á um
það í lögum að samræmi skuli vera
á milli svæðis-, aðal- og deiliskipu-
lags. í öðru lagi sé ljóst að svæðis-
skipulag gangi framar aðalskipu-
lagi.
Framkvæmdaleyfi
Eftir stendur þá framkvæmda-
leyfi sem skylt er að afla hjá sveit-
arstjórn áður en hafist er handa
við framkvæmdir á borð við Norð-
lingaölduveitu. Liggur kannski
neitunarvald þar?
Páll Hreinsson fjallar um þetta í
annarri álitsgerð fýrir iðnaðar-
ráðuneytið og kemst að þeirri at-
hyglisverðu niðurstöðu að ákvörð-
un um veitingu framkvæmdaleyfis
sé ekki háð „frjálsu mati“ sveitar-
stjórnar.
í lögum eru tilgreind tvö skilyrði
fyrir því að gefa megi út leyfi fyrir
framkvæmd: hún verði að vera í
samræmi við skipulagsáætlanir og
úrskurð um mat á umhverfisáhrif-
um þar sem það á við. Páll segir að
þar sem um sé að ræða „lög-
bundna stjórnvaldsákvörðun"
verði að líta svo á að þetta sé tæm-
andi upptalning og sveitarstjórn sé
þar með ekki aðeins heimilt heldur
beinlínis skylt að veita fram-
kvæmdaleyfi, sé þessum tveimur
skilyrðum fullnægt.
Óhjákvæmilegt er að
draga þá ályktun af
þessum tveimur lög-
fræðiálitum að engin
sveitarstjórn hafi vald
til að koma í veg fyrir
framkvæmd á miðhá-
lendinu af pólitískum
ástæðum.
Páll segir að þetta svipti sveitar-
félögin ekki sjálfsákvörðunarrétti:
„Fljótt á Iitið virðist framangreind
niðurstaða svipta sveitarstjórn öll-
um stjórnunarheimildum á þessu
sviði. Það er hins vegar ekki rétt.
Sveitarstjórn stjórnar landnotkun
með skipulagsáætlunum að því
leyti sem lög fela þeim slíkar
stjórnunarheimildir.“
Eins og áður segir er skipulags-
valdið hins vegar ekki á hendi
hverrar sveitarstjórnar á miðhá-
lendinu; þær eru bundnar af svæð-
isskipulagi tólf manna samvinnu-
nefndar og sjálfsákvörðunarréttur-
inn virðist því fýrir bf.
Marklaus andstaða
Óhjákvæmilegt er að draga þá
ályktun af þessum tveimur lög-
fræðiálitum að engin sveitarstjórn
hafi vald til að koma í veg fyrir
framkvæmd á miðhálendinu af
pólitiskum ástæðum. Það verði
ekki gert nema á tæknilegum for-
sendum, til dæmis ef framkvæmd
samræmist ekki úrskurði um mat á
umhverfisáhrifum.
Sjaldan eða aldrei mun hafa
reynt á þau álitmál sem hér eru
uppi - enda væri vart þörf á lög-
fræðiáliti ef svo væri. Og eins og
gjarnan er með lögfræðileg álita-
mál má gera ráð fyrir að fyrr eða
síðar reyni á þau fyrir dómstólum.