Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Side 9
i :• ■ ' i 'W.Ví
Síminn kaupir
TÆKNI: Síminn hefur fest kaup á fjar-
kennslu- og netfundakerfinu
Webdemo af Dulkóðun Islandia. Mun
kerfið gera starfsmönnum Símans um
allt land kleift fara á innra net Símans
og sækja þar námskeið sem haldin
eru fyrir starfsmenn. Geta starfsmenn
þá setið námskeið í rauntíma og feng-
ið hljóð og mynd senda beint.
Ríkið selur land
LANDAKAUP: Ríkissjóður hefur selt
Kópavogsbæ rúmlega 13 hektara
landspildu við Þinghól úr landi Kópa-
vogshælis í Kópavogi, auk nokkurra
húseigna sem eru á landinu sem selt
var. Ritað var undir samninginn í
Gerðarsafni í Kópavogi í gær. Ríkis-
sjóður seldi eignirnar á 260 milljónir
króna og kaupverðið var greitt við
undirritun.
Sala Sementsverksmiðjunnar hf:
Gengið frá í
þessum mánuði
Ekki er enn búið að ganga end-
anlega frá samningum vegna
sölu á Sementsverksmiðjunni á
Akranesi. Verksmiðjan var seld
með fyrirvara í júlí og var ráð-
gert að klára málið um mánaða-
mótin júlí-ágúst.
Páll Magnússon, aðstoðarmaður
Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, segir að nú sé
stefnt að því að klára málið fyrir lok
september. Hann sagði það hafa
taflð frágang málsins að erfitt hafi
verið að ná saman mönnum sem
að þessu koma. Hann sagði ekkert
hafa komið inn á borð ráðuneytis-
ins sem benti til að tafir væru á
málinu vegna þess að snurða hefði
hlaupið á þráðinn.
Framkvæmdanefnd um einka-
væðingu og Islenskt sement ehf.,
sem er í eigu Framtaks íjárfestinga-
banka hf„ BM Vallár ehf., Norcem
AS og Björgunar ehf„ náðu sam-
komulagi um kaup fjárfestanna á
öllum hlutabréfum í Sementsverk-
smiðjunni hf. í júlí. Söluverð er 68
milljónir króna en nafnverð hluta-
bréfa ríkisins í verksmiðjunni var
Skrifa átti undir samn-
inga um mánaðamótin
júií/ágúst
skráð 450 milljónir króna. Það var
sú tala sem nefnd var í auglýsing-
um Framkvæmdanefndar um
einkavæðingu þegar hlutabréfin
voru auglýst til'sölu fyrr á þessu ári.
Ástæða lágs söluverðs var m.a. sögð
bág staða verksmiðjunnar, en
skattalegt tap hennar var um 700
milljónir króna og þar af um 500
milljónir síðan árið 2000. Heildar-
skuldir Sementsverksmiðjunnar
voru taldar vera um 1.100 milljónir
króna og þar á móti eru eignir og
óinnheimtar viðskiptakröfur.
í tengslum við söluna mun rfkis-
sjóður yfirtaka lífeyrisskuldbind-
ingar og yfirtaka tilteknar eignir í
eigu Sementsverksmiðjunnar sem
tengjast ekki rekstri hennar. Ekki
hefur fengist uppgefið hvaða eignir
eru undanskildar en fyrirtækið á
hluti í nokkrum fyrirtækjum, þar á
meðal Speli.
hkr@dv.is
SEMENT: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið gerir ráð fyrir að gengið verði endanlega frá
sölu Sementsverksmiðjunnar hf. á Akranesi fyrir lok þessa mánaðar.
Reiknivél Hjartaverndar á www.hjarta.is:
Fólk getur reiknað hættu á
hjarta- og æðasjúkdómum
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra opnaði í gær nýja vefsíðu
Hjartaverndar þar sem kynnt er
reiknivél fyrir áhættumat á
kransæðasjúkdómi.
Sérfræðingar Hjartaverndar hafa
þróað reiknivélina þar sem setja má
inn áhættuþætti fyrir hjarta- og
æðasjúkdóma og reikna út áhættu
einstaklinga á fá kransæðasjúkdóm
á næstu 10 árum. hættulíkanið
byggist á rannsóknum Hjartavernd-
ar á síðustu 35 árum og er hluti af
markvissu starfi Hjartaverndar við
að koma forvörnum á hjarta- og
æðasjúkdómum til almennings.
Áhættureiknivél er ein leið til
Hjartaverndar til að koma niður-
stöðum úr rannsóknum sínum til
almennings. Áhættureiknivélin er á
slóðinni www.hjarta.is og er öllum
opin. Reiknivélin gefur fólki mögu-
leika á að sjá hversu mikilli áhættu
það er í með tilliti til hjarta- og æða-
sjúkdóma. Til þess að reiknivélin
geti reiknað út þessa áhættu þarf að
setja inn upplýsingar um mælda
áhættuþætti og blóðfitu, blóðþrýst-
ing, hæð, þyngd auk upplýsingar
um reykingar. Þess ber að geta að
niðurstöður eru ekki sjúkdóms-
greining á nokkurn hátt. Reiknivélin
miðar við einstaklinga á aldrinum
35-75 ára. Niðurstöður eru ekki
marktækar fyrir þá sem hafa fengið
kransæðasú'flu, hafa farið í hjarta-
aðgerð eða í kransæðaútvíkkun.
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 9
mmammiBaaBsam
v
TERRA
NOVA -JSOL
- 23 ARA OC TRAUSTSIItS VCRB
'
• „iaÉ
KttMÉÉÍÉll
Hver vinnur ferð til London
eða Kaupmannahafnar?
Nú fer aö draga til tíðinda í átakinu okkar “Notaðu fríið til að hætta að reykja!”,
því 26. september verður dreginn út heppinn þátttakandi, sem vinnur flugfar fyrir 2 til London
eða Kaupmannahafnar. Allir þeir, sem skráðu sig í átakið á sínum tíma, eiga möguleika á
að vinna ferðina að uppfylltum vissum skilyrðum, en þau eru:
1. Að hafa skráð sig í átakið fyrir 15. júlí sl.
2. Að hafa hætt að reykja á tímabilinu og vera ennþá reyklaus.
3. Að geta tilnefnt tvö vitni, sem staðfesta að viðkomandi hafi
hætt að reykja og sé enn reyklaus.
4. Að fara inn á dv.is og staðfesta þátttöku sína, með því að smella á þar til
gerðan reit og fylgja síðan fyrirmælunum! Meðal annars þarf að rekja í stuttu máli,
hvernig til tókst í átakinu!
Missið ekki af þessu frábæra tækifæri, þ.e.a.s. þið sem skráðuð ykkur á sínum tíma.
Ef þið vitið um einhverja, sem skráðu sig í átakið, þá ættuð þið að láta viðkomandi vita hvað
stendur til, svo að þau missi ekki af tækifærinu!
... staðfestu þáttöku fyrir
september
Nicöti
Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notad sem hiá
sfni til ad hætta eöa draga úr reykingum. Þaö inniheldur nikótln sem losnar þegar
iw, w i • « mi • i .ii .v.ii i y v.wi » -*• —«1 'w • WIIW.IIMIII, W.W. V* II I 1« | I IW I MV/ * w I II, wy IUVI , I 111\0 IU U y UI 111 I ^ U I I I Iwllll II
slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótfnlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyQgigúmmí er ekki ætlað'börnum yngri
en 15 ára nema f samráði við lækm. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem.............................................
r sem börn hvorki ná til né sjá.