Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Síða 10
10 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 DV óskaði eftir skriflegum svörum frá Samkeppnisstofnun um málsmeðferð nokkurra mála: „Lekinn" seinkaði en skaðaði ekki Samkeppnisstofnun ersannfærð um að upplýsingar sem bárust fjölmiðlum hafi ekki komið frá starfsmönnum stofnunarinnar Samkeppnisstofnun telur ekki að „leki" um frumskýrslu stofnunarinnar í olíumálinu hafi skaðað rannsóknarhags- muni en að hann hafi seinkað rannsókn. Þetta segir í skrif- legu svari stofnunarinnar við spurningum DV. í framhaldi af mikilli umræðu á opinberum vettvangi um Samkeppnis- stofnun og einstök mál sem hafa verið tekin til rannsóknar óskaði DV 12. ágúst síðastlið- inn eftir svörum við 11 spurningum. Svar stofnunar- innar barst 9. september. Svör Samkeppnisstofnunar eru birt hér orðrétt í heild en á undan fylgja spurningar DV. Það er Georg Ólafsson forstjóri sem undirritar svarbréfíð fyrir hönd Samkeppnis- stofnunar. 1. Rannsókn á samkeppni á grænmetismarkaði a. Hvenær og af frumkvæði hvers hófst rannsóknin? b. Taldi Samkeppnisstofnun ástæðu til að vekja athygli ríkislög- reglustjóra og/eða rfkissaksóknara á hugsanlegum lögbrotum fyrir- tækja eða forráðamanna þeirra? Ef svo er, hvenær var það gert? Ef ekki, af hverju ekki? Svar Samkeppnisstofnunar: í september 1999 hóf Sam- keppnisstofnun að eigin frum- kvæði rannsókn á grænmetis- markaðinum. í ákvörðun sam- keppnisráðs nr. 13/2001 er að fínna nánari lýsingu á meðferð málsins hjá samkeppnisyfirvöld- um. Ákvörðunina er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (www.samkeppni.is). Eins og kom fram í fjölmiðlum á árinu 2001 fól ríkissaksóknari embætti ríkislög- reglustjóra að kanna hvort tilefni væri til opinberrar rannsóknar í málinu. 2. Rannsókn á samkeppni á tryggingamarkaði. a. Hvenær og af frumkvæði hvers hófst rannsóknin? b. Taldi Samkeppnisstofnun ástæðu til að vekja athygli ríkislög- reglustjóra og/eða rflássaksóknara á hugsanlegum lögbrotum fyrir- tækja eða forráðamanna þeirra? Ef svo er, hvenær var það gert? Ef ekki, af hveiju ekki? Svar Samkeppnisstofnunar: Rannsókn á meintu ólögmætu samráði vátryggingafélaganna hófst í september 1997 eftir að er- indi hafði borist frá Alþjóðlegri miðlun ehf. og lauk ákveðnum þætti málsins í september 1998. Um mitt ár 1999 barst erindi frá FÍB sem jók talsvert umfang rann- sóknarinnar. Mál þetta er enn til meðferðar. 3. Rannsókn á samkeppni á olíumarkaði a. Hvenær og af frumkvæði hvers hófst rannsóknin? b. Taldi Samkeppnisstofriun ástæðu til að vekja athygli ríkislög- reglustjóra og/eða rfldssaksóknara á hugsanlegum lögbrotum fyrir- tækja eða forráöamanna þeirra? Ef svo er, hvenær var það gert? Ef ekki, af hveiju ekki? Svar Samkeppnisstofnunar: Þann 18. desember 2001 hóf Samkeppnisstofnun af eigin frum- kvæði rannsókn á meintu ólöglegu samráði olíufélaganna. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum greindi Samkeppnisstofnun em- bætti ríkislögreglustjóra frá rann- sókn stofnunarinnar í þessu máli. Samkeppnisstofnun er ekki kunnugt um það að neinn starfsmaður stofnunarinnar hafi brotið trúnaðarskyldur sínar. 4. Vinnureglur Hvaða vinnureglur eru í gildi hjá Samkeppnisstofnun varðandi sam- skipti við aðra opinbera eftirlitsað- ila? Hverjir taka ákvörðun um að vekja athygli lögregluyfirvalda á hugsanlegum lögbrotum? Hvenær eru slíkar ákvarðanir teknar? Hefur þessum vinnureglum verið fyigt eftir í ofangreindum málum? Svar Samkeppnisstofnunar: Varðandi samskipti við önnur stjórnvöld gildir almennt sú regla að ef Samkeppnisstofnun berst er- indi sem ekki snertir starfssvið hennar er erindið framsent til við- komandi stjórnvalds, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Um samvinnu og samskipti Samkeppnisstofnun- ar við Póst- og íjarskiptastofnun eru ákvæði í lögum um fjarskipti nr. 81/2003 auk þess sem settar hafa verið reglur um samstarf stofnananna nr. 265/2001. Varð- andi samskipti lögreglu ber að líta til þess að samkeppnisyfírvöld hafa það hlutverk að rannsaka meint brot fyrirtækja á samkeppnislögum og leggja viðurlög á fyrirtæki ef brot teljast alvarleg. Samkeppnisyfir- völdum er hins vegar ekki ætlað það hlutverk, skv. samkeppnisyfir- völdum, að rannsaka ætluð brot einstaklinga á samkeppnislögum. Það hlutverk hefur lögreglan. I lög- um er heldur ekki mælt fyrir um kæru- og tilkynningarskyldu sam- keppnisyfirvalda til lögreglu eða ríkissaksóknara vegna hugsanlegra brota á ákvæðum samkeppnislaga. Á hinn bóginn er eðlilegt að sam- keppnisyfirvöld greini lögreglu frá rannsókn sinni á tilteknum meint- um brotum fyrirtækja. Á grundvelli m.a. slíkra upplýsinga getur lög- reglan tekið það til sjálfstæðrar at- hugunar hvort rétt sé að hefja opin- bera rannsókn á þætti einstaklinga í hinum meintu brotum. 5. Rannsókn Hefur Samkeppnisstofiiun látið fara fram rannsókn innan sinna veggja á því hvort trúnaðarupplýs- ingar sem tengjast einstökum rannsóknum stofnunarinnar „leki" út úr stofiiuninni? Svar Samkeppnisstofnunar: Samkeppnisstofnun er ekki kunnugt um það að neinn starfs- maður stofnunarinnar hafi brotið trúnaðarskyldur sínar. 6. Opinber rannsókn Mun Samkeppnisstofhun óska eftir opinberri rannsókn á því hvemig upplýsingar um mál sem eru til skoöunar hjá stofiiuninni hafa „lekið" til fjölmiöla? Svar Samkeppnisstofnunar: Þegar óþekktur aðili/aðilar lét fjölmiðlum í té eintak af fyrri frum- athugun Samkeppnisstofnunar í olíumálinu var það tekið til skoð- unar hvort þessar upplýsingar hefðu borist frá stofnuninni. Nið- urstaða þeirrar athugunar er að Samkeppnisstofnun er sannfærð um að þessar upplýsingar bárust fjölmiðlum ekki frá starfsmönnum stofnunarinnar. Engin ákvörðun hefúr verið tekin um að óska eftir opinberri rannsókn. 7. Rannsóknarhagsmunir Telur Samkeppnisstofiiun að hugsanlegum rannsóknarhags- munum hafi verið stefiit í hættu vegna þess að upplýsingum um rannsókn stofnunarinnar á við- skiptum á olíumarkaði var „lekið". Svar Samkeppnisstofnunar: Samkeppnisstofnun fær ekki séð á þessu stigi að „lekinn" hafi skað- að rannsókn málsins en hann hefur tafið hana. 8. Vinnureglur Hvaða vinnureglur eru í gildi innan Samkeppnisstofiiunar varð- andi meðferð trúnaðarupplýsinga? Svar Samkeppnisstofnunar: Um málsmeðferð Samkeppnis- stofnunar gilda ákvæði samkeppn- islaga, reglna nr. 99/2001 um máls- meðferð samkeppnisyfirvalda og stjórnsýslulaga. 9. Trygging Hvemig tryggir Samkeppnis-. stofnun að rannsóknarhagsmun- um í einstökum málum sé ekki stefiitíhættu? Svar Samkeppnisstofnunar: Sjá svar nr. 8. SÁMKEPPNI: Forstjóri Samkeppnisstofnunar segir i svari sínu við fyrirspurn DV að eðlilegt sé að samkeppnisyfirvöld greini lögreglu frá rannsókn sinni á tilteknum meintum brotum fyrirtækja. „Á grundvelli m.a. slíkra upplýsinga getur lögreglan tekið það til sjálfstæðrar athug- unar hvort rétt sé að hefja opinbera rannsókn á þætti einstaklinga í hinum meintu brotum." 10. Opinbert áiit Eftir hvaða reglum fara starfe- menn Samkeppnisstofnunar varð- andi opinbera umræðu um einstök mál sem stofiiunin hefur tíl með- ferðar? Samrýmist það settum regl- um að starfsmenn stofiiunarinnar gefi opinberlega álit sitt á málum sem em til meðferðar og/eða rann- sóknar og er ólokiö af hálfu Sam- keppnisstofnunar. Svar Samkeppnisstofnunar: Sjá svar nr. 8. Samkeppnisstofn- un gefur fjölmiðlum upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar innan þeirra marka sem lög heimila. 11. Vanhæfisreglur Hvaða vanhæfisreglur em í gildi hjá Samkeppnisstofnun? Hefúr reynt á þessar reglur og ef svo er, þá hvenær og í hvaða málum? Svar Samkeppnisstofnunar: Um starfsmenn samkeppnisyfir- valda gilda reglur II. kafla stjórn- sýslulaga um sérstakt hæfi. Eftir þeim reglum er farið í starfsemi samkeppnisyfirvalda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.