Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Page 18
18 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003 Lesendur Innsendar greinar • Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasiða DV, Skaftahlfð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sértil birtingar. Islenskur flugrisi Haraldur Sigurðsson skrifar: Fréttir berast af sameiningu flug- félaga úti í hinum harða heimi viðskiptalífsins. Nú síðast eru það KLM og Air France sem sameinast munu í þessari viku. Hér á landi eru erfiðleikar í rekstri stærsta flugfélags okkar í áætlunarfiugi, Flugleiða. Ýmislegt veldur, en kannski eru stærstu mistökin þau að yfirgefa Lúxemborg og flytja endastöðvar yfir til hinna yfirfullu og fráhrindandi flugvalla við Frankfurt og París. Nú tel ég tæki- færi fyrir þetta annars mikilvæga flugfélag okkar að kanna mögu- leika á sameiningu við flugfélagið Atlanta. Þar með væri kominn ís- lenskur flugrisi sem hefði í fullu tré við erlenda samkeppni, og með því móti mætti hagræða í rekstri svo um munaði. Sænsk morðrannsókn Guðjón Guðmundsson hringdi: Fólk undrast fréttaflutning af rannsókn á hinum hörmulega at- burði er sænski utanríkisráðherr- ann var myrtur í stórverslun fullri af fólki. Var þarna virkilega ekkert vitni utan ein kona sem svo vill ekki gefa sig fram? Ein fréttin segir morðingjann hafa elt ráð- herrann upp á aðra hæð í versl- uninni, önnur að morðinginn hafi keypt hníf í annarri verslun þar sem ráðherrann var staddur fyrr! Enginn virðist hreyfa hönd né fót gegn ódæðismanninum. Er Sví- þjóð orðið slíkt „velferðarríki" undir ríkisforsjá að enginn hreyfir legg né lið nema að fyrirskipun hins opinbera? Hvað er eiginlega að í þessu fyrrum fyrirmyndarríki? - Þeir tóku þó rétta ákvörðun með NEI-i gegn evrunni. Of hátt íbúðaverð á Reykjavíkursvæðinu Reykjavfk - eitt sölusvæði: Ekki dugir að auglýsa „sérstaka" staði í borginni eins og lengi vel þekktist. Ragnar Haraldsson skrifar: Til þessa dags hefur fólk flúið strjálbýlið allt hvað af tekur og krækt sér í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu á höfuðborgarsvæð- inu með ærnum tilkostnaði, oft lánum sem smám saman vaxa kaupendum yfir höfuð. Nú er dæmið að snúast við, m.a. vegna aukinna umsvifa á vissum stöðum landsbyggðarinnar, t.d. á Austurlandi. Dæmin sanna að æ erfiðara verður að selja eignir hér á höfuðborgarsvæðinu, jafnvel í borginni sjálfri, og dugir þá ekki til að auglýsa „sérstaka" staði í borg- inni eins og lengi vel þekktist. Sömu íbúðirnar eru í sölu langtím- um saman og getur oft tekið marga mánuði að losna við eignir, og þá með talsverðum afföllum frá upp- haflega auglýstu verði. - Þetta stað- festa fasteignasalar sem ég hef tal- að við og þarf ekki heldur annað en að lesa auglýsingar fasteignablað- anna til að sjá sömu íbúðir á skrá langtímum saman. Ég er einn þeirra sem hafa verið að leita að íbúð, nánar tiltekið fjög- urra herbergja (þar af með tvö barnaherbergi). Ekki vantar að þessi íbúðastærð sé á markaðinum, en einfaldlega allt of dýrar fyrir mig. Verð þessara íbúða er að með- altali þetta tæpar 15 milljónir og upp úr - allt upp í 17-18 milljónir króna. Slíkt verð er fáránlegt, ekki síst þar sem margar þessara íbúða (oft flestar þeirra) hafa mikla van- kanta: lítið eða ekkert geymslu- rými, barnaherbergi án skápa, þvottahús í óstandi eða illa þrifin og hirt, gler í gluggum orðið matt og sameign ýmist vanhirt eða stór- ar viðgerðir fram undan. Þetta eru atriði sem fæla kaupendur frá þótt staðsetning geti verið hentug. Verst er ástandið á svona íbúð- um í svokölluðum þriggja eða fjög- urra íbúða húsum, en mun skárra í blokkunum, enda selst þar betur að jafnaði, ef sameign hefur verið haldið við og eignin undir góðri sameiginlegri hússtjórn. En verðið er yfirleitt allt of hátt, jafnvel fyrir þá sem eiga eign fyrir sem þarf að selja vegna stækkandi fjölskyldu. Dæmi: Eigandi þriggja herbergja íbúðar í blokk þarf að selja hana vegna stækkandi fjölskyldu og kaupa aðra stærri - samt ekki stærri en fjögurra herbergja. Þriggja her- bergja íbúðin er hugsanlega verð- lögð á þetta 11,5 til 12,5 milljónir. Hann fylgist með auglýsingum á fjögurra herbergja íbúðum, en þær eru hins vegar verðlagðar í auglýs- ingum - eins og ég gat um hér í upphafi - á þetta 14,9 og allt upp í 17 eða 18 milljónir (séu þær í litlu fjölbýli eða svokölluðu „fábýli", t.d. á 2. eða 3. hæð í slíku húsi). Þetta er allt of stórt stökk fjárhagslega fyrir eiganda þriggja herbergja íbúðar- innar. Fjórtán milljónir er hins veg- ar sanngjarnt verð fyrir fjögurra herbergja íbúð og alls ekki hærra en 15 milljónir króna. Annað sem maður rekur sig á í auglýsingum fasteignasalanna er að söluíbúðir séu skráðar á fyrstu hæð, en eru í raun kjallaraíbúðir eða á jarðhæð. Þetta skýrist að vísu þegar betur er að gáð, en er hvim- leitt „trikk" í auglýsingum. Fyrsta hæð er í daglegu taii sú hæð sem er fyrir ofan kjallaraíbúð eða fyrir ofan jarðhæð. Það ætti að vera kappsmál fast- eignasala að leiðbeina söluaðilum um skynsamlegt ásett verð á eign sem þeir eru með í sölu. Það er eng- um greiði gerður - og allra síst þeim sem er að selja - að halda honum „volgum" hjá fasteignasöl- unni með allt of hátt verð sem vitað er að ekki stenst þegar á hólminn er komið. - Auðvitað getur áhvílandi skuld skipt máli, en hún er líka til- greind í flestum tilvikum og því sér sá sem er að leita strax í hendi sér hvort eitthvað þýðir að spá í við- komandi eign. Staðreyndin er sú að verð á íbúð- um hér í Reykjavík er orðið allt of hátt. „Það ætti að vera kappsmál fasteignasala að leiðbeina söluaðilum um skynsamlegt ásett verð á eign sem þeir eru með í sölu." Aðeins ein og ein íbúð getur ver- ið þess virði að henni sé haldið í svokölluðu „toppverði", allt innan sinna takmarka að sjálfsögðu, en þegar íbúðirnar eru ekki meira en svo íbúðarhæfar sakir viðhalds- skorts eða vöntunar á þægindum miðað við það sem telst tilheyra nútímanum, þá er óhæfa að halda til streitu því verði sem teljast kann „gangverð" að öðru jöfnu. - Fast- eignasalar og samtök þeirra eiga mikið ógert í því að koma íbúða- verði á höfuðborgarsvæðinu niður á viðráðanlegt plan. Staðsetning íbúða hefur miklu minna að segja í dag en raunin var hér áður, þegar allt miðaðist við „miðbæinn". ALÞINGi: Löggjafarþingið gjörsamlega svlvirt. Frjálslyndir þingmenn Björn Sigurösson skrifar: Það er næsta ótrúlegt að lesa viðtal við þingmann úr Frjáls- lynda flokknum þar sem hann býður almenningsálitinu byrginn með þvf að segja að hann ætli að sitja áfram sem alþingismaður eftir að hafa afplánað refsingu fyrir bókhaldsbrot, tollalagabrot, ölvunarakstur og fyrir að hafa ekið réttindalaus. Ef þetta er sú taktík sem afbrotamenn í þing- mannaliðinu ætla að temja sér er löggjafarþingið svívirt svo gjör- samlega að það nær ekki reisn á ný. Ég kaus þennan flokk vegna þess að ég taldi hann geta rutt braut fyrir frjálslyndi og auknar framfarir í íslensicu þjóðlffi. For- maður Frjálslynda flokksins verður að taka af skarið um að þingmaðurinn og fanginn „frjáls- lyndi" taki ekki sæti á þingi fyrir flokkinn. - Það sama á auðvitað við um annan ungan og „frjáls- lyndan" þingmann sjálfstæðis- manna sem tekinn var ölvaður við akstur. Þar mun þó annar for- maður örugglega um fjalla. Óskabarn sem varð að skrímsli ^ GarðarH. Björgvinsson Eimskipafélagið var stofnað af stórhug og var eins konar þjóð- arátak og sem ekki síst fólkið á ströndinni lagði hart að sér að yrði að veruleika. Nú hefur spillingin mikla, um- fangsmesta misferli íslandssög- unnar, ært forráðamenn Eimskips og gert þá að auraöpum sem í nafni laga hafa lagt stórfé í að kaupa til sín lífsafkomu og möguleika stórs „Fólkið á ströndinni á því engra annarra kosta völ en að negla hlera fyrir glugga heim- ila sinna grátandi og yfirbugað. - Það er orð- ið lögbrot að rækja sín gömlu fiskimið." hluta landsbyggðarinnar. Fólkið á ströndinni á því engra annarra kosta völ en að negla hlera fyrir glugga heimila sinna, grátandi og STOFNAÐ AF STÓRHUG: Þjóðarátak - ekki síst með þátttöku fólksins á ströndinni. yfirbugað. - Það er orðið lögbrot að rækja sfn gömlu fiskimið. Já, það var víst danska einokun- artímabilið sem plægði akurinn fyrir lénsherra sjávarútvegs nútím- ans. Franska byltingin náði ekki til fslands á sínum tíma ogþess vegna má vel orða það svo að Islendingar hafi ekki þorað að „míga stand- andi" síðan á Sturlungaöld. Og svo vitnað sé til hins háæruverðuga Fréttablaðs frá 30. ágúst síðastliðnum. - Þar birtist mynd af skeggj- uðum manni með illa hirt andlitið; einn fjöru- togaraeigandi LÍÚ í báti sínum við bryggju í Bol- ungarvík og fárast yfir því að nú eigi að reyna að auka náttúruvænar veiðar. Þar gengur þessi ágæti maður út yfir allt velsæmi og kallar hátt- virtan forsætisráðherra lýðveldisins íslands „þjóf', ætli hann að standa við gefin kosn- ingaloforð sín sl. vor. - Einhver hefði nú fengið ókeypis fæði og hús- næði fyrir minna. f ljósi nýrra kannana læknavísinda varðandi hugarástand og geð- heilsu með tilliti til langlífis segi ég einfald- lega: Megi þetta fjand- ans kvótakerfi fara til föðurhúsanna þar sem sá með hornin og halann býr. ís- lendingar þarfnast einkis fremur en geta tekið aftur gleði sína og horfið til þess ástands sem ríkti fyrir 1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.