Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2003, Page 20
48 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2003
4
„ Tilvera
Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl
Netfang: tilvera@dv.is
Sfmi: 550 5824-550 5810
Madonna kannaðist ekki við Enid Blyton
BARNABÓKAHÖFUNDUR:
Madonna verður seint talin til
bókaorma þó að hún hafi sjálf
gefið út sína fyrstu barnabók,
The English Roses, sem kom í
hillur bókaverslana í byrjun
vikunnar.
Lítil bókhneigð poppdrottn-
ingarinnar þótti koma vel í Ijós
þegar hún var spurð um það
við kynningu bókar sinnar um
helgina hvernig henni fyndist
það að vera lýst sem hinni nýju
Enid Blyton. „Hver er það?"
spurði Madonna og sagðist
aldrei hafa heyrt hennar getið
sem rithöfundar.
Blyton var, eins og flestir vita,
einn þekktasti barnabókahöf-
undur heims og á heiðurinn að
sígildum ævintýraflokkum, til
dæmis um brúðustrákinn
Dodda og hin fimm fræknu
svo eitthvað sé nefnt.
Madonna sagði að einhverra
hluta vegna hefði hún misst af
Blyton en hennar eftirlæti
hefði verið Bangsímon eftir
breska rithöfundinn AA Milne.
LfTTÐ BÓKHNEIGÐ: Madonna
verður seint talin til bókaorma.
Vestur-íslendingará vegum Snorra-plús:
‘Hafa mikinn
áhuga á landi
forfeðranna
Nokkrir frændur okkar og
frænkur úr Vesturheimi eru
stödd á landinu til að kynna sér
sögu, tungu, matarvenjur og
atvinnulíf þjóðarinnar - eftir
því sem hægt er á tveimur vik-
tum. Líka til að leita uppi ætt-
ingja og treysta tengslin.
Þetta er átta manna hópur sem hér
er á vegum nýs samstarfsverkefnis Nor-
ræna félagsins og Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi. Verkefnið ber
heitið Snorri-plús. Hópurinn tekur þátt
í fjölbreyttri dagskrá en milli atriða
gafst smátækifæri til að ræða við tvo af
gestunum. Við byrjum þó á verkefnis-
stjóranum, Ástu Sól Kristjánsdóttur:
„Við höfum verið með Snorraverk-
efnið undanfarin fimm sumur sem hef-
ur gefið ungu fólki af íslenskum upp-
runa í Norður-Ameríku tækifæri til að
heimsækja land forfeðra og -mæðra,
kynnast ættingjum sínum hér á landi
JL og mynda varanleg tengsl við land og
þjóð. Alls hafa 75 ungmenni frá Kanada
og Bandaríkjunum komið á vegum
Snorraverkefnisins en við urðum líka
vör við mikinn áhuga þeirra eldri á að
vera með. Við viðruðum því þá hug-
mynd á þingi Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi vorið 2001 að bjóða
þrjátíu ára og eldri upp á svipaða ferð
og fengum dynjandi lófaldapp og
húrrahróp um leið og við komum
henni á framfæri. Nú er sú hugmynd
sem sagt komin til framkvæmda."
Elda íslenskan mat
Snorra-plús-hópurinn hlýðir meðal
annars á röð fyrirlestra í Þjóðmenning-
arhúsinu um sögu Islands, fslenska
menningu, samfélag og viðskiptalíf,
auk þess sem famar em heimsóknir á
Alþingi og í forsætisráðuneytið. Meðal
fyrirlesara em Helgi Skúli Kjartansson
sagnfræðingur, Sigurborg Hilmarsdótt-
ir íslenskufræðingur, Ari Trausti Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur og Árni
Björnsson þjóðháttafræðingur, sem
ræða hver um sína grein, og Róbert
Trausti Ámason, fv. sendiherra, gefur
þátttakendum í verkefriinu innsýn í ís-
lenskt atvinnulíf og Svanborg Sigmars-
dóttir stjómmálafræðingur mun fræða
fólkið um íslenskt samfélag.
Þau í hópnum sem em útivinnandi
vestra fá að fara í svipuð fyrirtæki og
þau vinna hjá. Einn þátttakandinn er til
dæmis kennari og hún fer í MR og Aust-
urbæjarskólann og kokkurinn f hópn-
um fær að kynnast starfsbræðmm sfn-
um í Rúgbrauðsgerðinni og í Hótel- og
matvælaskóla Menntaskólans í Kópa-
vogi. Gestimir munu líka kynna sér ís-
lenskar hefðir í matargerð og spreyta
sig á matreiðslu úr íslensku hráefni því
að Þorfinnur Ómarsson ætlar að elda
með þeim eitthvað gott og svara fyrir-
spumum.
Út í Drangey
Ásta Sól segir að reynslan af Snorra-
verkefninu sýni að þátttakendur verði
hugfangnir af landi og þjóð oghafi mik-
inn hug á að rækta áfram tengslin við
Island. Að hennar sögn stendur til að
fara með þennan hóp að Gullfossi og
Geysi og keyra þaðan norður á Hofsós
því að þriggja daga dagskrá hefur verið
skipulögð í Skagafirði. „Vesturfarasetr-
ið verður miðstöðin og auk þess að
skoða sýningamar þar verður farið á
Síldarminjasafhið, í hestaréttir og út í
Drangey. Úr Skagafirðinum verður
haldið til Akureyrar og púlsinn tekinn á
höfuðstað Norðurlands. Síðustu sólar-
hringunum verður svo varið í Hafnar-
firði og við vonum að fólkið fái rólegan
tíma í lokin til að hafa samband við ein-
hveija ættingja. Það fékk, hvert um sig,
ættartré í gær og þar er margt forvitni-
legt. Það óskar þess mjög að geta haft
einhvers konar aðgang að íslendinga-
bók.“
Heim til Hóla
Elva Jónasson er einn gestanna að
vestan. Hún talar góða íslensku. „ís-
lenskan er mitt móðurmál og ég talaði
hana eingöngu þar til ég fór í skólann
vestra, sex ára gömul. Eftir það sögðu
mamma og pabbi mér að tala bara
ensku heima svo að yngri bræður mín-
ir lærðu hana. Svo tók ég bara upp
þráðinn aftur fyrir fimm ámm. En eig-
inmaður minn talar hreina íslensku."
Fred Bjamason talar ekki málið en
kveðst hafa haft áhuga á landinu frá
fyrstu tíð. Hann kom til íslands með
fjölskyldu sinni árið 1995 og fór þá
hringinn. „Við fundum nokkra ættingja
þá úr móðurætt en nú veit ég um
nokkra úr föðurættinni. Þeir búa á
Rangárvöllum og í Hrunamanna-
hreppi, meðal annars." Fred kveðst
hafa verið á fyrirlestri hjá ættfræðingi
og er kominn með ný símanúmer hjá
ættingjum sem hann ætlar að hringja í.
Elva kom fyrst til Islands í fyrra. „Við
komum fjögur saman sem vomm nem-
endur í íslensku við Háskólann í Mani-
toba. Skólinn styrkti okkur til fararinn-
ar. Ég vildi endilega koma aftur og með
manninn með mér. Afi hans var söng-
maður í Hóladómkirkju áður en hann
fór til Kanada og á ferð okkar um
Skagafjörð ætlum við að stansa þar og
taka lagið." gun@dv.is
í matarhléi: Verkefnisstjórinn, Ásta Sól, ásamt þeim Fred og Elvu.
GJÖRNINGUR: Svipmynd frá gjörningi sem Ásdís Sif Gunnarsdóttur fremur.
Gjörningiir íglugga
Safh, samtímalistasafti á Lauga-
vegi 37, hefur verið starfandi sfðan í
vor og fjöldi gesta komið í heimsókn.
Nú stendur til að hefja vetrarstarfið
annað kvöld með opnun heimasíðu
og gjörningi um kvöldið.
Gjömingurinn, sem hefst kl. 20.00
á fimmtudagskvöldið, verður í glugga
Safns sem vísar að Laugaveginum.
Þar mun Ásdís Sif Gunnarsdóttir
koma fram en hún er efnilegur lista-
maður sem dvalið hefur í Bandaríkj-
unum við listnám undir stjóm
Pipilotti Rist og Paul MacCarthy. Ás-
dís hefur aðallega framið gjöminga
og gert innsetningar sem endur-
spegla mannleg samskipti og tilfinn-
ingar. Hún nefnir gjöminginn ÁrsU'ð-
imar. Gestum er bent á að koma tím-
anlega og klæða sig eftir veðri þar
sem þeir þurfa að standa á Laugaveg-
inum til að njóta gjömingsins sem
varir í um hálfa klukkustund. Fram
undan í Safni er meðal annars sýning
á nýju verki eftir breska listamanninn
Adam Barker Mill og kynning á lista-
manninum Hreini Friðfinnssyni. Á
nýrri heimasíðu, www.safn.is, er að
finna frekari upplýsingar um dag-
skrá, ýmsar upplýsingar um safn-
eignina og annað sem viðkemur
Safríi.
Aðgangur að Safríi er ókeypis, það
er opið miðvikudaga til föstudaga frá
kl. 14-18 og 14-17 laugardaga og
sunnudaga.