Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 SMÁAUGLÝSINGAR 550 5000 23
UmaThurman létti sig
um 12 kíló fyrir Quentin
Uma Thurman er góð leik-
kona og þess vegna gerir
hún það sem leikstjórinn
hennar segir henni. í þetta
sinn hinn sérvitri Quentin
Tarantino.
Uma leikur eitt aðalhlut-
verkanna í nýjustu mynd,
eða myndum, Tarantinos
sem frumsýnd var fyrir
vestan á dögunum, Kill
Bill. Að þessu sinni var fyrri
hlutinn sýndur en hinn
síðari kemur á hvíta tjaldið
síðar. Nema hvað.
Sem sé, Tarantino krafð-
ist þess að Uma létti sig um
tólf kíló fyrir tökur mynd-
arinnar. Hún var sosum
aldrei feit en núna er hún
grennri en nokkru sinni.
„Ég lifði á ís, súkkulaði
og eftirréttum til að ná af
mér aukakílóunum," segir
Uma í viðtali við kvenna-
blaðið Woman.
Kvikmyndin, hin fyrsta
úr smiðju Tarantinos í sex
ár, fjallar um fyrrverandi
leigumorðkvendi sem Uma
Thurman leikur.
Myndin var að hluta til tek-
in upp í Kína og bandarískir
j gagnrýnendur hafa kallað
hana meistaraverk. En það er
orð sem gjarnan var notað
um fyrri myndir þessa leik-
stjóra, myndir á borð við Res-
ervoir Dogs og Pulp Fiction.
„Ég var skotin í hausinn,
mér var nauðgað, sparkað
var í mig og ég var líka barin
og skorin með sam-
úræjasverði. Þeir hefðu átt að
kalla myndina Kill Uma,“
segir leikkonan í viðtalinu.
Uma kom ein til frumsýn-
ingarinnar vestan hafs um
daginn þar sem hún og eigin-
maður hennar, leikarinn Eth-
an Hawke, eru skilin. Þau
áttu saman tvö börn. Hann
var víst í framhjáhaldi, bless-
aður.
GAMAN, GAMAN: Vel fór á með
Umu Thurman og Quentin Tar-
antino við frumsýningu nýju mynd-
arinnar hans, Kill Bill, þar sem Uma
leikur aðalhlutverkið.
Samkvæmt fréttum breska blaðs-
ins Daily Record, verður Croupier-
stjarnan, Clive Owen, líklegast
næsti James Bond, en talið er að
núverandi 007-njósnari hennar há-
tignar, Pierce Brosnan, muni til-
kynna það í byrjun næsta árs að
næsta Bond-mynd verði hans síð-
asta.
í fréttinni segir að búist sé við því
að framleiðendur Bond-myndanna
muni tilkynna í janúar eða febrúar
á næsta ári að Clive, sem er 38 ára,
muni taka við af hinum 50 ára
gamla Brosnan.
Ónefndur innanbúðarmaður er
sagður hafa staðfest þetta við
blaðamann Daily Record. „Hann er
maðurinn. Það hefur um tíma verið
orðrómur í gangi sem verður há-
værar með hverjum deginum. En
enginn af toppunum hefur enn
fengist til þess að staðfesta þetta en
vilja heldur ekki neita því.
Ég tel að frammistaða Clives í
Croupier hafi kveikt áhugann á að
fá hann sem næsta Bond. Hann lít-
ur vel út í smóking og hefur auk
þess mikinn kynþokka og yfirbragð
sem á örugglega eftir að heilla bæði
kynin. Hann hefur ekki enn náð
heimsfrægð en hefur staðið sig vel
á hvíta tjaldinu í nokkrum mynd-
VerðurClive Owen
næsti James Bond?
CLIVE OWEN: „Hann er maðurinn," segir
innanbúðarmaður.
um og er alla vega búninn að
stimpla sig inn.
Þjónustuaug/ýsingar 550 5000
jgKiwvw^TnT'fT^Titv'Tw^^'^^ v "if ii' fiff'Ti T,rr*ii>wwrwififiirT?iT',,'T t*1 ”ii>ií**Tr*y>^f***fiffyiff,a*T*tt*,*'*'**"'ir,r‘'r"''*‘M
jDýfasímaþjónustan 0©sart
Raflagnavinna
ALMENN DYRASfMA- OG
RAFLAGNAÞJÓNUSTA
Set upp ný dyrasimakerfj og geri við eídri.
Endurnýja raflagnir i eldra húsnaeði
ásamt viðgerðum og nýlognum
Fljót og góð þjónusta
Geymið auglýsinguna
Sími 893 1733 og 562 6645
JÓN JÓNSSON
LÖGGILTUR RAFVERKTAKl
jjonsson@islandia.is
HAÞRYSTIÞVOTTUR
® Oflug tæki 0-7000 PSI
® Slammþvottur fyrir múr
• Skipaþvottur
• Votsandblástur
• Fjarlægjum málningu o.fl. m/hitaþvotti
HÁUNmilLcl iL
Tilboð / Tímavinna
S:860-2130 & 860-2133
STÍFLUÞJÓNUSTA BJARNA
899 63
Röramyndavél
til að ástandsskoða lagnir
Fjarlægi stíflur
úr w.c., handlaugum,
baðkörum &
frárennslislögnum.
Hitamyndavél
- NYTT - NYTT
Dælubíll
til að losa þrær
& hreinsa plön
miTiwrarrrra
SkðiphrBJrjsurj A^gyjrs sL
Fjarlægi stíflur úr wc og vöskum.
HáfiramwgciiflV<F£Í
til að mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir.
Ásgeir Halldórsson
Sími 567 0530
Bílasími 892 7260
Ivhh
STEINSTEYPUSÖGUN
KJARNABORUN
• MÚRBROT
• MALBIKSSÖGUN
ÞRIFALEG UMGENGNI
Símar 567 4262 og 893 3236
Fax: 567 4267
SAGTÆKNI ehf
Bæjarflöt 8/112 Rvík.
PGVehf
www.pgv.is
PGV
i—i
Bæjarhrauni 6 :: 220 Hafnarfirði
Viðhaldsfrítt -10 ára ábyrgð
PVC-u gluggar, hurðir,
sólstofur og svalalokanir
Hágæða framleiðsla og gott verð.
S: 564 6080 & 699 2434, pgv@pgv.is
Fj ö rh jo laf e rð íi^
Haukadalskógi
(örstut.t frá Geysí)
,
Upplýsingar:
892-0566 & 892-4810
^ www.atvtours.is
Vantar þig fagmann?
Yfir 800 meistarar og fagmenn á skrá.
Meistarinn.is - þegar vanda skal til verks!
BÍLSKÚRS
OG IÐNAÐARHURÐIR
Eldvarnar-
hurðir glófaxihf.
ÁRMÖLA 42 • SÍMI 553 4236
Öryggis-
hurðir
FJARLÆGJUM STIFLUR
úr vöskum.WC rörum, baðkerum og niðurföllum
P«nrE) RÖRAMYNDAVÉL
til aö skoöa og staösetja
skemmdir f WC lögnum.
l DÆLUBÍLL
Sm áauglýsingar /
DVsSSS V
950 kr.
fyrirsmóouglýsingu fyrirtexta-
með mynd Uv KT« ciuglýsingor d dv.is