Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Blaðsíða 12
12 MENNING MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÚBER 2003 Menning Leikhús ■ Bókmenntir • Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sfml: 550 5807 Lesið í skóginn MYNDLIST: (tilefni af sýningu á tréstyttum SæmundarValdi- marssonar býður Listasafn Reykjavíkur til námskeiðs í tré- skurði á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 5. október í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Þar verða ytra form og innri gerð trjátegunda skoðuð og notuð sem uppspretta hug- mynda. Þátttakendur kynnast og tálgað í tré gamalli handverkstækni við að tálga með hníf og exi. Unnið er með ferskan við, lesið í fjöl- breytt form trjánna og eigin- leikar einstakra viðartegunda skoðaðir. Farið verður í „skógarferð" í ná- grenni Kjarvalsstaða og lesið í skóginn. Skráning á Kjarvals- stöðum, í Hafnarhúsinu eða í síma 590 1200 kl. 10-17. Svanborg sýnir MYNDUST: Málverkasýning Svanborgar Matthíasdóttur í Galleríi Sævars Karls verður framlengd til 8. okt. vegna góðrar aðsóknar. Svanborg út- skrifaðist úr MHl 1985 og frá Jan Van Eyck Akademi í Hollandi 1987. Hún hefur hald- ið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýn- ingum, heima og erlendis. Breytingar hafa orðið á persónusköpun kvenhetja evrópskra glæpasagna: Hetjan Spennusagnahöfundurinn Liza Marklund, ein af glæpasagnadrottningum Norðurlanda, sá sér ekki fært að koma á Bókmenntahátíð í Reykja- vík á dögunum. Pó sagði hún í viðtali við DV í apríl í fyrra að hana dauðlangaði til íslands. Svona fer annríkið með fegurstu framtíðaróskir. 1 sumar kom út þriðja bókin eftir Lizu Marklund á íslensku, Paradís. Þær fyrri eru Sprengivargurinn og Stúdíó sex. í þeim öllum er aðalpersónan Annika Bengtzon, blaða- maður á Kvöldblaðinu í Stokkhólmi, ung kona með erfiða fortíð sem á líka erfitt með að sameina ólíkar kröfur til sín f vinnu og einkalífi. Enginn tími fyrir viskí í nýlegri grein í danska blaðinu Weekend- avisen er bent á hvað söguhetja Lizu Mark- lund og kvenkyns söguhetjur ýmissa annarra kvenkyns glæpasagnahöfunda eru orðnar ólíkar leynilögreglukonunum í bókum Söru Paretsky og Sue Crafton svo að aðeins tvær af vinsælum kvenkyns krimmahöfundum séu nefndar. V. I. Warshawski er hörð nögl í bókum Par- etsky, hún býr ein, drekkur viskí, er ekki á föstu, á ekki einu sinni gæludýr og spilar ein allt til enda, hvergi bangin frekar en sjálfur Philip Marlowe. Það var ætlun Söru Paretsky að búa til slíka kvenhetju, stúlku sem ekki gæfi körlunum eftir að neinu Ieyti. Og hún eignaðist ótal frænkur í bókmenntunum, meðal annarra okkar eigin Stellu Blómkvist sem er af þessu sauðahúsi, á það meira að segja til að sofa hjá konum eins og karlarnir. verður venjuleq kona hefur verið seldur til 115 landa. Jafnvel Madonna bliknar við samanburðinn. Með sköpun Anniku hitti Liza Marklund nákvæmlega í mark. I viðtalinu hér f DV í fyrravor sagði hún að Annika væri ekki hún sjálf en kannski eins konar frænka sín! Liza hefur sjálf reynslu af rannsóknarblaða- mennslu, hún er líka gift og þriggja bama móðir þannig að vandann við að sameina tímafreka og alltuppétandi vinnu utan heim- ilis og heimilisrekstur þekkir hún líka. Þessa nýju kvenhetju spennusagna þekkj- um við líka úr sjónvarpsseríum þar sem Jane Tennison í Prime Suspect er fremst meðal jafningja. Nýja kvenhetjan er ekki bara hetja, hún er fyrst og fremst kona og sögunum vindur fram bæði á opinberum vettvangi glæpsins og á einkavettvangi. Þessi blanda af spennandi glæpasögu og sögu nútímakonu reynist hafa geysilega víða skírskotun - „femí-krímí" er blandan kölluð og hún er funheit. Allar konur kannast við að þurfa að æða heim til að sækja börnin og gn'pa til skyndifæðis þegar enginn tími gefst til elda- mennsku og þessi hversdagsleiki verður eins konar jarðbundið intermessó milli æsilegra kafla um glæpi og rannsóknarvinnu. Hversdagslífið gerir Anniku líka auðsærða, hún elskar mann sinn og börn og ásakanir um vanrækslu særa hana djúpt. Auk þess á hún stöðugt á hættu að verða fómarlamb of- beldismannanna sem hún er að elta. Þetta skapar aukalega spennu sem höfðar líka sterkt til lesenda, ekki síst kvenna. Eins og Liza Marklund hætti blaða- mennsku og fór að vinna á eigin vegum mun Annika Bengtzon vera búin að segja upp á Kvöldblaðinu í nýjustu bókinni, Den röda vargen (2003). Hún ræður ekki lengur við hina tvöföldu baráttu fyrir frama á vinnustað og góðu heimilislífi. Spumingin er bara hvort lausamennskan sé nokkuð auðveldari... ENGIN VENJULEG KONA: Mikil prýði hefði verið að Lizu Marklund á Bók- menntahátíð, bæði í sjón og raun. eignast börn þarf hún að reyna að sameina erfitt starf og heim- ilisrekstur. Hún hefur engan tíma til að sötra viskí. Heima þarf hún að berjast fyrir frelsi til að sinna starfi sínu eins og hana langar til og á vinnu- stað þarf hún líka að berjast fyrir því að vera metin að verðleikum. Það er bull- andi afbrýðisemi og undirróður á kvöldblaðinu sem Annika á afar erfitt með að þola. Hún vill bara vinna. m Hitti í mark Annika Bengtzon hefur orðið gríðarlega vin- sæl í heima- landi höfund- ar síns og víðar, bæk- urnar um hana hafa selst í hund- mðum þúsunda eintaka bara heima í Svíþjóð og útgáfurétturinn En nýja kvenhetjan er allt öðmvísi. Hún er að vísu andskotanum greindari og djörf þeg- ar á reynir eins og þær eldri en þó að hún starfi ein að rann sóknum sínum - sé ekki annar hlutinn af pari - er hún ekki ein og óháð í einkalíf- inu. Þvert á móti. Annika Bengtzon var óralengi í óhollu sam- bandi við of- beldismann sem lauk á afar dramat- ískan hátt. Svo varð hún ást- fangin af kvæntum manni með allri þeirri þjáningu sem slíku fylgir og eftir að þau gifta sig og Glæpir fortíðar o bókmenntagagnrVni Silja Aðalsteinsdíttir RagnarGíslason: Setuliðið Salka2003 Einn afdrifaríkasti viðburður fslandssög- unnar á síðari öldum er hernám Breta í maí 1940. Sjaldan hefur orðtakið „ekkert varð eins og fyrr" átt betur við því að líf fólksins í land- inu gerbreyttist á næstu ámm, bæði hið innra og hið ytra. Miðað við djúprætt og óaft- urkallanleg áhrif þessa viðburðar er merki- legt hvað hann hefur sjaldan ratað inn í bók- menntirnar - að ég tali nú ekki um íslenskar barnabókmenntir. Nú hefur nýr höfundur, Ragnar Gfslason, reynt að bæta úr þessu á sinn hátt með spennusögunni Setuliðið. Titillinn er tvíræð- ur; bæði vísar hann til erlendu hermannanna sem settust að í landinu og nafnsins á leyni- félagi krakkahóps í samtímanum sem hefur að markmiði að kanna leifar frá stríðsárun- um. í sögumiðju eru bræðurnir Gunni og Bjössi, 13 og 11 ára, sem búa í Hafnarfirði og hafa rosalegan áhuga á hersetu Breta á stríðsárunum. Þeir hafa ásamt félögum sín- um, Denna og ívari, þegar kannað stríðsminjar í heimabæ sínum, einnig í Naut- hólsvík og Öskjuhlíð og nú er komið að Álfta- nesi. Þar eru leifar loftvarnabyrgja sem strák- arnir finna og kanna vandlega. I þeirri rann- sókn afhjúpa þeir líka af tilviljun mannlegan harmleik frá því rúmum sextíu árum íyrr og eru svo gæfusamir að geta fært gamalli konu frið í sálina eftir áratuga þjáningar. Ragnar er hugmyndaríkur og aðalþráður- inn í Setuliðinu er heill og hnökralítill. En hann á erfiðara með að gera sér listrænan mat úr atburðum og afleiðingin er sú að hann bætir í sífellu við viðburðum til að fylla upp í söguna í stað þess að gera meira úr efni sem þar á heima. Sagan verður óþægilega ofhlað- in. Skartgripaþjófnaður í samtímanum er til dæmis óttalega klaufaleg viðbót og gerir lítið annað en spilla fyrir aðalsögunni. Forsögu frá fyrri öldum hefði líka mátt sleppa. Ragnari er ekki nógu vel lagið að lýsa um- hverfi sem er bagalegt af því hvað umhverfi og ranghalar loftvarnabyrgjanna þyrftu að verða skýrir fyrir hugskotssjónum lesenda. Persónusköpun er líka veikur hlekkur í sög- unni og stíllinn er viðvaningslegur. Eins og oft gerist hjá byrjendum ofskýrir Ragnar við- brögð söguhetja sinna í sífellu, treystir því ekki að við skiljum hvað liggur á bak við orð þeirra heldur ítrekar viðbrögðin. Dæmi eru á Ragnar Gfslason. hverri blaðsíðu: ‘„Hvað meinarðu?" Gunni var að reyna að skilja hugmyndina.’ (34) ‘„Svona nú, engan æsing - það er nú ekki ör- uggt - langt frá því.“ Gunni gerðist nú efa- semdarmaður.’ (66) ‘„Hvað gerðist? Hvað var hann að bauka?" Gunni var forvitinn sem endranær.’ (121) Þessir gallar breyta ekki því að meginefni Setuliðsins er merkilegt og bókin gefur for- eldrum og kennurum gott tækifæri til að ræða við krakka um þennan átakatíma í sögu þjóðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.