Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Blaðsíða 30
30 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 Aðalsteinn Víglundsson látinn fara frá Fylki eftir stjórnarfund í gær: „Er alls ekki sáttur" HAPUNKTURINN: Aðalsteini Víglundssyni var mikið fagnað eftir að Fylkismenn urðu bikarmeistarar árið 2002. DV-mynd BESTI ÞJÁLFARI FYLKIS Aðalsteinn Víglundsson er besti þjálf- ari Fylkis frá upphafi í efstu deild samkvæmt tölfræðinni en undir hans stjórn náði Fylkisliðið (58,3% stiga í boði og vann einn stóran titil - bikar- meistaratitilinn 2002. Liðið skoraði þó bæði fleiri mörk og fékk á sig færri mörk undir stjórn Bjarna Jóhanns- sonar, fyrirrennara Aðalsteins í starf- inu. Besti árangur þjálfara Fylkis: Þjálfarar I efstu deild: Marteinn Geirsson 1989 Magnús Jónatansson 1993 Magnús Pálsson 1996 Þórir Sigfússon 1996 Bjarni Jóhannsson 2000-01 Aðalsteinn Víglundsson 2002-03 Hæsta hlutfall stiga í húsi: Aðalsteinn Víglundsson 58,3% Bjarni Jóhannsson 55,6% Þórir Sigfússon 45,5% Magnús Jónatansson 35,2% Marteinn Geirsson 31,5% Magnús Pálsson 14,3% Flestir sigurleikir þjálfara: Aðalsteinn Víglundsson 19 (af 36) Bjarni Jóhannsson 17(36) Magnús Jónatansson 6(18) Marteinn Geirsson 5(18) Þórir Sigfússon 4(11) Magnús Pálsson 1 (7) Besti sóknarþjálfarinn: (mörk skor- uð að meðaltali í leik) Bjarni Jóhannsson 1,81 Magnús Pálsson Aðalsteinn Víglundsson 1,71 1,64 Þórir Sigfússon 1,27 Magnús Jónatansson 1,22 Marteinn Geirsson 1,00 Besti varnarþjálfarinn: (mörk feng- in á sig að meðaltali í leik) Bjarni Jóhannsson 1,08 Aðalsteinn Víglundsson 1,28 Þórir Sigfússon 1,45 Marteinn Geirsson 1,72 Magnús Jónatansson 1,94 Magnús Pálsson 2,00 Árangur Fylkis í efstu deild eftir árum: 1989 18 5 2 11 18-31 17 1993 18 6 1 11 22-35 19 1996 18 5 3 10 26-30 18 2000 18 10 5 3 31-16 35 2001 18 7 4 7 26-23 25 2002 18 10 4 4 30-22 34 2003 18 9 2 7 29-24 29 ooJ.sport@dv.is Seinni partinn í gær bárust þær fregnir frá stjórn knattspyrnu- deildar Fyikis að ákveðið hefði verið að segja upp þjálfara- samningi við Aðalstein Víglundsson sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Aðal- steinn segist ekki vera sáttur við þau málalok. „Nei, ég get engan veginn verið sáttur,“ sagði Aðalsteinn í samtali við DV Sport í gærkvöld. „Ég hafði allan hug á að klára það sem við vorum byrjaðir á en þeir voru greinilega ekki á þeirri línu og töldu mig ekki vera rétta manninn til að stýra liðinu áfram. Þetta var alfarið þeirra ákvörðun." Evrópusæti ekki nóg „Engu að síður geng ég með höf- uðið hátt frá félaginu enda hef ég náð besta árangrinum í sögu þess. Árið í íyrra var það besta og við „Engu að síður geng ég með höfuðið hátt frá félaginu enda hefég náð besta árangrinum í söguþess." náðum að fylgja því eftir með Evr- ópusæti í ár sem var þó greinilega ekki nóg, að mati stjórnarinnar." Aðspurður segir hann það klárt mál að verið sé að senda hann frá hálfkláruðu verki. „Þeir hafa sjálf- sagt sínar ástæður fyrir uppsögn- inni - einhverjar aðrar heldur en bara gengið, því það kaupi ég ekki.“ Hann segir þó árin sín tvö í þjálf- arastarfinu hjá Fylki hafa verið góð þó svo að á ýmsu hafi gengið, eins og í öllum störfum. Metnaðurinn í lagi Það má lesa úr uppsögninni að stjórnin hafi ekki verið ánægð með gengi liðsins á liðnu sumri og að 4. sætið í deildinni hafi verið ekki það sem búist var við í vor, þegar tíma- bilið hófst. Aðalsteinn segir að kraf- an um titil hafi ekki verið uppi á borðinu sem slík en engu að síður sé metnaður hans og leikmanna liðsins sá að þeir vilji alltaf vera á toppnum. „I mínum huga skiptir engu máli hvað mannskapurinn heitir, ég fer í hvern einasta leik og mót með það hugarfar að vinna og að vera í efsta sæti. Metnaðurinn var vissulega til staðar og að ástæðan fyrir brott- rekstri mínum hafi verið metnaðar- „Metnaðurinn var vissulega til staðar og að ástæðan fyrir brottrekstri mínum hafi verið metnaðarleysi samþykki ég aldrei." leysi samþykki ég aldrei," sagði Að- alsteinn. Að lokum sagðist Aðalsteinn ekki vilja útiloka neitt hvað varðaði framtíð sína í íslenskri knattspyrnu en að dagvinnan sín, sem hefði undanfarið setið á hakanum vegna fótboltans, fengi nú fyrst og fremst athygli sína. „En það er ekki hægt að útiloka neitt komi eitthvað til." Hagur félagsins Ásgeir Ásgeirsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, sagði í samtali við DV Sport í gær að ákvörðunin, um að rifta samningn- um við Aðalstein hefði ekki verið auðveld en hún hefði verið tekin með hag félagsins fýrir brjósti. „Þetta var mjög erfið ákvörðun enda Aðalsteinn góður drengur og félagi. Hann er hæfur þjálfari og hefur gert margt gott á þeim tveim- ur árum sem hann hefur stjórnað liðinu en það var samt sem áður einróma samþykkt innan stjómar- innar að binda enda á þetta sam- starf. Það var ekki hægt að tengja tilfinningar við þessa ákvörðun - hún var eingöngu hugsuð út frá hag félagsins. Margir þættir spiluðu inn í Aðspurður sagði Ásgeir að það væm margir þættir sem spiluðu inn í þá ákvörðun stjórnarinnar að rifta samningnum við Aðalstein. Þegar hann var spurður um hvaða þættir það hefðu verið þá vildi hann engu svara og sagði óþarfa að fara út í smáatriði. „Það vom margir þættir sem spiluðu inn í, þættir sem vom ekki lagi en það er óþarfí að fara nánar út í þá að svo stöddu. Það sem eftir stendur er að ákvörðunin var tekin eftir langa yfirlegu og var farsælust fyrir félagið." Tökum okkur tíma Ásgeir sagði að nú myndu menn beina kröftum sínum í að finna nýj- an þjálfara sem fyrst. „Við munum hefja leitina að nýj- um þjálfara strax á morgun [innsk. blm. í dagj. Við emm hins vegar á þannig tímapunkti að við getum flýtt okkur hægt. Við stefnum að því að vera búnir finna þjálfara fyrir mánaðamótin og munum leita út fyrir landsteinana ef þess gerist þörf. Það eina sem skiptir okkur máli er að finna þjálfara sem getur haldið Fylki í toppbaráttunni í efstu deild og byggt upp farsælt lið. Ásgeir neitaði því jafnframt að Fylkismenn hefðu verið búnir að setja sig í samband við Loga Ólafsson og Eyjólf Sverrisson um að taka við þjálfun liðsins. „Þetta em hæfir menn en við höfum aldrei talað við þá um þjálfarastarfið hjá Fylki." • eirikurst@dv.is/oskar@dv.is Skúli „Tyson" Vilbergsson: í atvinnumennskuna? síðar í mánuðinum en ég gæti beðið með að tilkynna ákvörðun mína fram í desember þannig að „í rauninni stendur lítið í vegi fyrirþví að ég taki þessu tilboði. Þetta er einfaldlega stór ákvörðun því efég færi til Bandaríkjanna yrði ekki aftur snúið." ég ætla að hugsa mig vel um.“ Skúli er 19 ára og nemur í Framhaldsskóla Suðurnesja. Hann er þar á 3. ári en segist myndu klára skólann, hvort sem hann færi utan eða ekki. „Eins og dæmið lítur út núna færi ég út og yrði hjá honum í 4-5 mánuði áður en ég færi að keppa í maí á næsta ári. Ég myndi þó alltaf vera með annan fótinn héma heima.“ Hann segir það frábært ef hann fengi tækifæri í bandaríska hnefaleikaheiminum enda það sem hann hefur stefnt að í áraraðir. „í rauninni stendur lítið í vegi fyrir því að ég taki þessu tilboði. Þetta er einfaldlega stór ákvörðun því ef ég færi til Bandaríkjanna yrði ekki aftur snúið. Þannig að ég mun hugsa mig vel um á næstu vikum," sagði þessi stórefnilegi hnefaleikakappi. VlGALEGUR: Skúli „Tyson“ Vilbergsson íkeppnisham. Hnefaleikakappinn Skúli Vil- bergsson er með í höndunum tilboð frá umboðsmanni í Bandaríkjunum um að gerast atvinnumaður í íþróttinni vestra. Skúli sagði í samtali við DV Sport í gær að slík tilboð kæmu aðeins einu sinni á lífs- tíð. DV-mynd E.ÓI. „Það er í raun þannig að þessi maður vill fá mig út til sín og myndi ég vera á launaskrá hjá honum. Hann yrði allt í senn þjálfari minn og umboðsmaður og fengi í staðinn tekjur af þeim bardögum sem ég myndi hugsanlega taka þátt í,“ sagði Skúli. „Ég býst við að svara honum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.