Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 Fúsk virðist áberandi í viðgerðum á tjónbílum sem keyptir eru á mánudagsuppboðum tryggingafélaganna: Kaupendurgeta setið uppi með dauðagildrur TJÓN: F.h Jónas Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, Stefán Arngrímsson, starfsmaður F(B og Runóifur Ólafsson, framkvæmdastjóri F(B, virða fyrir sér tjónbll ásamt fleiri þegar Fræðslumiðstöð bílgreina kynnti könnun sem gerð hefur verið á viðgerðum á tjónbílum. Stór hluti bíla sem seldir eru í mánudagsútboðum trygginga- félaganna lendir í heimabíl- skúrum hjá mönnum sem lítt eða ekki þekkja til réttra vinnubragða við endurbygg- ingu tjónbíla né hafa þau verk- færi, áhöld og efni sem til þarf. Lappað er upp á bílana þannig að að útlitinu til virðast þeir í lagi við fyrstu sýn. Bílarnir eru svo seldir, gjarnan sem „lítið eknir, nýsprautaðir og óvenju fallegir." Kaupendurnir vakna síðar upp við vondan draum, uppgötva að þeir hafa keypt köttinn í sekknum og sitja uppi með bíl sem getur reynst hrein dauðagildra. Þetta er niðurstaða könnunar á tjónbflum sem Fræðslumiðstöð bflgreina gerði að beiðni Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Til- efni þessarar könnunar var að á hverju ári fær FÍB til úrlausnar mikinn fjölda ágreiningsmála sem tengjast viðskiptum með tjónbfla sem gert hefur verið við. Aliir tjón- bflarnir sem skoðaðir voru eru í eigu félagsmanna FÍB. í umræddri skoðun FMB á viðgerðum tjón- bílum kom í Ijós að vinnubrögð við þessa bíla voru allt frá því að vera mjög góð til þess að vera algjörlega óviðunandi og allt þar á milli. Niðurstöðumar vom kynntar á blaðamanafundi sem haldinn var í gær á vegum FÍB Bflgreinasam- bandsins og Fræðslumiðstöðvar bflgreina. Flestallir bflarnir, sem um ræðir, höfðu skemmst í umferðaróhöpp- um. Tryggingafélög höfðu leyst þá flesta til sín og selt síðan aftur í vikulegum mánudagsútboðum sínum. Sumir þessara bfla höfðu verið skráðir sem tjónbflar í bif- reiðaskrá en aðrir ekki. Sameigin- legt var þó með þeim að allir höfðu skemmst umtalsvert á burðarvirki og/eða hjólabúnaði en það er for- senda þess að skrá bfla sem tjón- bfla í bifreiðaskrá. í umræddri skoðun FMB á við- gerðum tjónbflum kom í ljós að vinnubrögð við viðgerð þessara bfla voru allt frá því að vera mjög góð til þess að vera algjörlega óviðunandi og allt þar í milli. Sem dæmi um óviðunandi við- gerðir sem í ljós komu má nefna að hlutar yfirbygginga höfðu verið réttir „ólöglega" í stað þess að skipta þeim út fyrir nýja, hlutar í burðarvirki (jafnvel krumpusvæði) höfðu verið hitaðir og réttir í stað þess að skipta þeim út - þrátt fyrir blátt bann við slíku í viðgerða- handbókum. Þá var lega og afstaða hluta ekki rétt samkvæmt hand- bókum og frágangur afleitur. Er þá aðeins fátt eitt nefnt. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, sagði félagið leggja á það áherslu að ekki væru í umferð illa viðgerðir og þar með hættulegir tjónbflar. „Bflar sem skemmast f umferð- aróhöppum geta reyndar orðið jafn öruggir og bflar sem ekkert hefur komið fyrir. En þá þarf við- gerð að vera unnin samkvæmt for- skriftum af kunnáttufólki sem not- ar rétt tæki og efni og vinnur verk sín af kostgæfni og samviskusemi. Á hinn veginn geta illa viðgerðir bflar reynst hreinar dauðagildrur;“ sagði Runólfur. Hann sagði félagið hafa um ára- bil barist fyrir því að ekki væru illa viðgerðir og háskalegir bflar í um- ferðinni, bflar sem í sumum tilfell- um væru hreinar dauðagildrur. Fyrir tilstilli félagsins hafa verið settar reglur um meðferð tjónbfla og viðgerðir á þeim og félagið hefði ýtt á alla sem að tjónbflum koma til að standa við skyldur sín- ar. Runólfur sagði reglurnar hafa verið til bóta en í þeim þættu enn of margar smugur fyrir óprúttna aðila að lauma illa viðgerðum, hálfónýtum og háskalegum bflum á markaðinn. Mánudagsbílar Runólfur sagði stærstu smug- una vera hjá sjálfum tryggingafé- lögunum, „þeim aðilum sem síst skyldi". „Á hverjum mánudegi allan árs- ins hring standa tryggingafélögin fyrir útsölu á bflum sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Þetta eru í flestum tilfellum bflar sem tryggingafélögin hafa leyst til sín eftir tjón og ekki svarar kostnaði fyrir þau að láta gera við. Þessir bflar lenda oftar en ekki inni í bfl- skúrum hjá mönnum sem hafa það sem aukagetu eða lifibrauð að lappa upp á tjónbfla við ófull- komnar aðstæður og án þess að hafa til þess nauðsynlega þekk- ingu og tækjabúnað. Þessir bflar eru svo seldir á al- mennum markaði eftir að búið er að sminka þá upp þannig að grandalaus kaupandi sér ekki neitt athugavert við bflinn, sér ekki fyrr en of seint að bfllinn er háskaleg- ur, kannski skakkur, f hann vantar mikilvægan öryggisbúnað - örygg- isbúr bflsins er stórlega veiklað Þessir bílar lenda oftar sem gæti haft alvarlegar afleiðing- ar ef bfllinn lenti aftur í umferðar- óhappi. Bflar af þessu tagi ættu með réttu alls ekki að vera í um- ferð. Þeir eru hættulegir, sannkall- aðir mánudagsbflar. Til að vara- samir og illa viðgerðir tjónbflar komist ekki í umferð þarf að fram- fylgja þeim reglum sem þegar eru í gildi. Skerpa þarf á vinnureglum og vinnubrögðum þeirra aðila sem að þessum málum koma, þ.e.a.s. lögreglu, tollgæslu, starfsmanna tryggingafélaga og Skráningar- stofu," sagði Runólfur. Vont fyrirkomulag Hjá Fræðslumiðstöð bflgreina ítreka menn að framfylgja þurfi reglum um skráningu tjónbfla bet- ur og bæði lögregla og þeir sem koma að slysum og umferðartjóni þurfa að ganga hiklaust fram í þessum efnum, þ.e.a.s. ijarlægja númer af bflflökum og skrá þau sem tjónbfla eins og reglur mæla fyrir um. „Eins og nú háttar er þrýstingur af hálfu tryggingafélaga á þessa aðila að gera þetta ekki nema vera vissir í sinni sök að skemmdir séu nægjanlegar til að réttlæta slíkt. Vera kann að megin- ástæða þessa sé sú að bfll sem skráður hefur verið sem tjónbfll í opinbera bifreiðaskrá er verri söluvara á eftirmarkaði en sá sem aldrei hefur fengið slika skrán- ingu,“ segir í fréttatilkynningu fræðslumiðstöðvarinnar. lOrticyii kynnir f samvinnu vi8 Mitsubishi & RásZ: U 1 M*ð »»«loí (:i n*ft4Ugi 2 •" T i Li LLL_^----------------------- Eftir langan og strangan leiðangur um landið eru þeir komnir á suðvesturhornið ! ILLLL LLLuíL Fimmtudagskv. 2. október: Hafnarborg, Hafnaarfirði Föstudagkv. 3. október: Bíóið, Akranesi, Laugardagskv. 4. október: Austurbær, Reykfavík lo. október: Stapinn, Reykjanesb eyl 11. október Hnáfsdalur, Isafjörð X MITSUBISHI MÖTORS en ekki inni í bílskúrum hjá mönnum sem hafa það sem aukagetu eða lifibrauð að lappa upp á tjónbíla við ófull- komnar aðstæður og án þess að hafa tilþess nauðsynlega þekkingu og tækjabúnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.