Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003
Notaðir bílar hjá
Suzuki bílum hf.
Suzuki Baleno Wagon 4x4.
Skr. 12/99, ek. 65 þús.
Verð kr. 1150 þús.
Grand Vitara 2,0, bsk.
Skr. 8/00, ek. 62 þús.
Verð kr. 1650 þús.
Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk.
Skr. 6/02, ek. 25 þús.
Verð kr. 2070 þús.
Ford Taurus GL st. 3,6 ssk.
Skr. 7/96, ek. 123 þús.
Verð kr. 690 þús.
Honda Civic Sí 3 d., bsk.
Skr. 8/98, ek. 81 þús.
Verð kr. 730 þús.
Peugeot 406 2,0 4 d., ssk.
Skr. 4/98, ek 47 þús.
Verð kr. 1050 þús.
Honda HRV Sport, bsk.
Skr. 4/99, ek. 91 þús.
Verð kr. 1080 þús.
Kia Sportage 2,0, bsk
Skr. 6/02, ek. 42 þús. km.
Verð kr. 1550 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$ SUZUKI
—////---------;----
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, simi 568-5100
Eignatjón í eldsvoða
ELDSVOÐI: Töluvert eignatjón
varð í raðhúsi við Álfhólsveg í
Kópavogi í gær eftir að eldur
kom upp í húsinu. Slökkviliði
barst tilkynning um hálffjög-
urleytið að eld legði út um
glugga á húsinu. Slökkvilið
var kvatt á staðinn og þegar
að var komið var mikill reykur
um allt hús. Slökkviliðsmenn
sáu eld í stól undir stofu-
glugga og brutu sér leið inn í
stofuna. Fjórir reykkafarar fóru
fyrstir inn en fljótlega varð
Ijóst að húsið var mannlaust.
Greiðlega gekk að ráða niður-
lögum eldsins og hófst þá
reykræsting. Töluverðar
skemmdir urðu á innan-
stokksmunum; einkum í stofu
þar sem líklegt þykir að eldur-
inn hafi komið upp.
Áfrýjar dómi
DÓMSMÁb Bandaríski varnar-
liðsmaðurinn, sem dæmdur var
nýverið í héraðsdómi til að sæta
18 mánaða fangelsi fyrir tilraun
til manndráps, hefur áfrýjað
dómnum til Hæstaréttar. Varnar-
liðsmaðurinn mun halda fast í
kröfu sína um sýknu og hyggst
láta reyna á neyðarvarnarákvæði
í 12. grein almennra hegningar-
laga. Mbl. greindi frá.
Samfylkingin eyddi 81 milljón í kosningabaráttuna:
Fór 30 milljónir
fram úr áætlun
ALLT KLÁRT: Það er ekki gefins að tryggja að kjósendur séu sífellt minntir á réttan málstað vikurnar fyrir kosningar.
Kosningabaráttan kostaði Sam-
fylkinguna um 81 milljón króna
en tekjur af framlögum og sölu
á varningi voru um 24 milljónir.
„Við gerum ráð fyrir að eyða 50
milljónum," sagði Karl Th. Birgis-
son, framkvæmdastjóri Samfylking-
arinnar, í mars síðastliðnum þegar
DV spurði alla flokka um fyrirhugað-
an kostnað við kosningabaráttuna
sem þá stóð fyrir dyrum. Samkvæmt
því er ljóst að flokkurinn hefur farið
ríflega 30 milljónir fram úr áætlun
eða 60%.
„Þegar leið á baráttuna kom í ljós
að þetta markmið myndi aldrei nást
og þess vegna breyttust áætlanir.
Niðurstaðan varð að við myndum
ekki komast hjá því að eyða svipað
miklu og fyrir kosningarnar 1999,“
segir Karl spurður um þennan mun.
Mikið í samanburði
Samfylkingin eyddi 37 milljónum
vegna birtingar á auglýsingum, 7
milljónum vegna starfsmannahalds,
5 milljónum vegna fundahalda og 5
milljónum vegna kosningabaráttu
„Flokkurinn stendur
ágætlega undir þessu
og stendur raunar bet-
ur fjárhagslega en
nokkru sinni fyrr/'segir
Karl Th. Birgisson.
ungliða. Þessir liðir skýra alls 54
milljónir af 81. Þetta eru umtalsvert
hærri útgjöld en hjá hinum flokkun-
um tveimur sem birt hafa uppgjör -
og einnig umtalsvert meiri framúr-
keyrsla.
Vinstrihreyfingin - grænt fram-
boð eyddi alls tæpum 33 milljónum
króna, þar af 15,5 milljónum í styrki
til kjördæmafélaga flokksins, og fór
um það bil 1,5 milljónir fram úr
áætlunum. Frjálslyndi flokkurinn
eyddi rétt ríflega 13 milljónum og
hafði fýrir fram áætíað að eyða
12-13 milljónum.
Bent skal á að kjördæmasambönd
Samfylkingarinnar ráku sjálfstæða
kosningabaráttu í hverju kjördæmi
(þó sameiginlega í Reykjavikurkjör-
dæmunum) og er kostnaður þeirra
ekki reiknaður með hér. Hið sama
gildir um Vinstrihreyfinguna - grænt
framboð.
Á skrifstofu Framsóknarflokksins
fengust þær upplýsingar að uppgjör
lægi ekki enn fýrir og ekki hefði
heldur verið tekin afstaða til þess í
framkvæmdastjórn hvort það yrði
birt opinberlega. í mars sagðist Árni
Magnússon, þáverandi fram-
kvæmdastjóri flokksins, gera ráð fyr-
ir að flokkurinn eyddi svipað miklu
og fyrir kosningarnar 1999 eða um
það bil 30 milljónum. Fram kom hjá
fréttastofu Útvarps í morgun að
flokkurinn hefði gefið það út eftir
kosningar að baráttan hefði kostað
um 70 milljönir, og hefur hann sam-
kvæmt því keyrt enn lengra fram úr
áætíunum en Samfylkingin.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki
að birta opinberlega upplýsingar
um kostnað flokksins af kosninga-
baráttunni en reikningar flokksins
verða lagðir fram í miðstjórn hans.
Stendur vel
„Flokkurinn stendur ágætlega
undir þessu og stendur raunar betur
fjárhagslega en nokkru sinni fyrr,“
segir Karl Th. Birgisson. „Þetta er
svipað og fyrir kosningarnar 1999 og
miðað við það er ég sáttur við þenn-
an kostnað þótt ég dragi ekkert úr
því að þetta er umtalsverð fjárhæð,"
segir Karl, spurður hvort hann telji
að útgjöldin hafl verið hæfileg.
Þótt segja mætti að 57 milljóna
króna tap hafi verið af kosningabar-
áttu Samfylkingarinnar segist Karl
ekki nota hugtökin „tap“ og „hagn-
að“ í þessu sambandi og bendir á að
að flokkurinn hafi átt fé í sjóði áður
en baráttan hófst, en lán verði tekið
fyrir restinni.
Opið bókhald
Karl segir að upplýsingarnar séu
birtar f samræmi við stefnu flokksins
um opin fjármál stjórnmálaflokka.
Reikningar Samfylkingarinnar verða
lagðir fram á landsfundi flokksins og
gildir sú regla að birtar séu upplýs-
ingar um hverjir styrkja flokkinn um
meira en 500.000 krónur á ári. Karl
segir að til þessa hafi enginn lagt svo
mikið af mörkum.
olafur@dv.is
Stóriðjuframkvæmdir dragbítur á aðrar greinar
Viðskiptablaðið birtir í dag nið-
urstöður könnunar sem það
gerði meðal 30 íslenskra sér-
fræðinga í efnahagsmálum.
Þeir telja áhrif stóriðjufram-
kvæmda hafa neikvæð áhrif á
aðrar atvinnugreinar.
Svarhlutfallið í könnuninni var
63% og telur helmingur þeirra að
svokölluð ruðningsáhrif stóriðju-
framkvæmda á íslenskan efnahag
verði mikil. Þar er átt við að umfang
stóriðjuframkvæmdanna verði það
mikil að gefa verði slfkri holskeflu
aukið rými í hagkerfinu sem muni
beint og óbeint draga úr umsvifum
f öðrum greinum. Sérfræðingarnir
telja aðhald ríkisins of lftið sem
muni leiða til enn aukinna ruðn-
ingsáhrifa í efnahagslífinu á næstu
árum. Þessi áhrif muni’verða f ýms-
um myndum og koma niður á sam-
keppnishæfni íslensks atvinnulífs,
ekki síst útflutningsatvinnuveg-
anna. Ástæðan er m.a. mun sterkari
staða krónunnar gagnvart erlend-
um gjaldmiðlum sökum mikils inn-
flæðis fjármagns sem þarf vegna
stóriðjuframkvæmdanna.
Níu af hverjum tíu telja ríkið ekki
sýna nægilegt aðhald í efnahags-
málum. Þrír af hverjum fjórum
þátttakendum í könnuninni telja að
vegna slakrar hagstjómar ríkis og
sveitarfélaga muni auknar byrðar
vera lagðar á Seðlabankann. Hann
þurfa því að grípa til aðhalds í formi
vaxtahækkana sem verði meiri en
þyrfti ef ríkið bæri fulla ábyrgð á
sínum þætti í hagstjórninni. Þetta
muni draga úr fjárfestingum og
auka vaxtakostnað fyrirtækja. Rúm-
Níu afhverjum tíu telja
ríkið ekki sýna nægi-
legt aðhald í efna-
hagsmálum.
Iega 40% telja tímabært fyrir Seðla-
bankann að hækka vexti en 37%
vilja halda þeim óbreyttum, en þeir
hafa staðið í 5,3% í átta mánuði.
Þá telur þriðjungur svarenda að
hagstjórn ríkis og sveitarfélaga
verði beinlínis slæm, en það er tvö-
falt hlutfall þeirra sem telja hana
verða góða.
Tæplega 60% svarenda telja fjár-
lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar
ekki byggt á raunhæfum forsend-
um.
Spurt var um hver meginmark-
mið í fjármálum ríkisins ættu að
vera á komandi árum. Flestir vildu
sjá lækkun rfkisútgjalda, eða rúm-
lega helmingur, en 42% vildu meina
að tekjuafgangur ætti að vera meg-
inverkefnið. Þegar spurt var um
hvaða einkunn efnahagsstefna rík-
isstjómarinnar ætti að fá gáfu lang-
flestir henni einkunnina C af gefn-
um möguleikum frá E upp í A.
hkr@dv.is