Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Side 12
12 SKOÐUN MIÐVIKUDAQUR 22. OKTÓBER2003
Enn skal reynt á Norður-írlandi
Kosningar til heimaþings á Norður-írlandi
verða 26. nóvember. Þingið verður þá endur-
reist en það og heimastjórnin voru leyst upp í
fyrra. Heimastjórnin, sem helstu flokkar kaþ-
ólskra og mótmælenda áttu aðild að, var leyst
upp fyrir ári eftir að upp komust njósnir frska
lýðveídishersins í höfuðstöðvum þingsins í
Stormont.
Kosningarnar í næsta mánuði eru drjúgur
þáttur í þeim alvarlegu tilraunum sem nú eru
gerðar til þess að koma friðarferlinu á Norður-
Irlandi af stað á ný. Liður í því voru viðræður
Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Aherns,
forsætisráðherra írlands, í gær við leiðtoga
Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldis-
hersins, annars vegar og hins vegar leiðtoga
sambandssinna á Norður-Irlandi.
Grundvallaratriði í þessu samkomulagi er
afvopnun Irska lýðveldishersins. Staðfest var í
gær af John de Chastelain, hershöfðingja og
yfirmanni nefndar um afvopnun á Norður-ír-
landi, að írski lýðveldisherinn hefði eytt tals-
verðu magni vopna og sprengiefnis. Um væri að ræða
meira magn en lýðveldisherinn hefði áður losað sig
við. Sambandssinnar lýstu að vísu yflr óánægju sinni
með yfirlýsingu Johns de Chastelains í gær. Þeir sögðu
ekld nógu skýrt kveðið á um afvopnun írska lýðveldis-
hersins. Þótt sú afstaða hefði heldur slegið á vonir um
að samkomulag næðist skjótt hljóta menn engu að
síður að leita allra leiða til þess að koma friðarferlinu
af stað á ný enda hafði David Trimble, leiðtogi sam-
bandssinna, áður lýst þvf yfir að hann væri vongóður
um samkomulag stríðandi afla. Slfkt samkomulag
byggðist hins vegar á því að írski lýðveldisherinn af-
vopnaðist.
Hætti írski lýðveldisherinn vopnaðri baráttu sinni
Kosningar og ný heimastjórn í kjöl-
far þeirra ættu að stuðla að friðsam-
legra ástandi á Norður-írlandi.
Vissulega ber að fagna hverju skrefi
í friðarátt en sagan hefurþó kennt
mönnum að ofmikil bjartsýni er
óvarleg.
fyrir sjálfstæði Norður-Irlands eru það mikil tíðindi. í
gærmorgun lýsti Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, því
yfir að flokkurinn væri andvígur valdbeitingu í
pólitískum tilgangi eða hótunum um slíkt.
Flokkurinn hefði skuldbundið sig til að beita
friðsamlegum og lýðræðislegum aðferðum til
lausnar deilumála.
Samkomulag um frið á Norður-írlandi væri
rós í hnappagat Blairs, forsætisráðherra Bret-
lands. Hann mun því leggja þunga áherslu á
að ná þeim árangri. Honum veitir ekki af enda
hefur pólitísk staða hans ekki verið verri á ferli
hans. Ráða þar mestu erfið mál á alþjóðavett-
vangi og heima fyrir í kjölfar Íraksstríðsins.
Þegar ríkisstjórn Blairs tók við völdum, fyrir
sex árum, fékk hann strax að kynnast því hve
erfitt var að fá stríðandi fylkingar á Norður-ír-
landi til að setjast að samningaborði til að
reyna að finna friðsamlega lausn á deilu sem
kostað hefur mörg þúsund manns lífið und-
anfarna áratugi og um leið eitrað daglegt líf al-
mennings. Ofbeldið var svo yfirgengilegt að
öllum blöskraði. Lausnir allar voru hins vegar
erfiðar í blindu hatri á báða bóga, hefndum og
eilífri skírskotun til sögunnar. Markmið öfgafyllstu
samtaka kaþólskra annars vegar og mótmælenda hins
vegar voru algerlega andstæð. Mótmælendur, sem
vildu áfram vera hluti Bretaveldis, máttu ekki til þess
hugsa að Norður-írland sameinaðist frska lýðveldinu,
sem var krafa Sinn Fein.
Kosningar og ný heimastjórn í kjölfar þeirra ættu að
stuðla að friðsamlegra ástandi á Norður-frlandi.
Vissulega ber að fagna hverju skrefi í friðarátt en sag-
an hefur þó kennt mönnum að of mikil bjartsýni er
óvarleg. Stjórnarmyndunin ræðst af úrslitum kosn-
inganna. Komist harðlínumenn beggja fylkinga í
oddaaðstöðu eftir kosningarnar kann að reynast erfitt
að mynda nýja heimastjórn.
I .}
KJALLARI
Ögmundur Jónasson
alþingismaöur
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar,
skrifar grein í DV17. október sl.
sem ber heitið Ögmundur Jón-
asson og Kárahnjúkar.
Greinin eru viðbrögð við blaða-
grein sem ég skrifaði í DV fyrir
skömmu þar sem ég sakaði Lands-
virkjun um að hafa þjónað rflds-
stjórninni í blindni og staðið á
vafasaman hátt að útboðum við
framkvæmdir við Kárahnjúka.
Landvirkjun ekki alltaf þögul
Þorsteinn segir að talsmenn
Landsvirkjunar hafi jafnan forðast
að taka þátt í deilum um Kára-
hnjúka, aðeins „leitast við að veita
greinargóðar upplýsingar" til
þeirra sem um málið fjalla. Hann
segir hins vegar að í skrifum mín-
um hafi verið vegið að „heiðarleika
og einurð" starfsmanna og væru
staðhæfingar mínar réttar hefði
„stór hluti þeirra 250 starfsmanna
sem vinna hjá Landsvirkjun og
fjöldi manns á verkfræðistofum og
ráðgjafafyrirtækjum úti í bæ ... lát-
ið hafa sig í að hagræða niðurstöð-
um, bregðast trúnaði og fremja
grafalvarleg brot. Meinar ög-
mundur að allt þetta fólk hafi verið
þvingað til að þegja ... eða á það að
hafa verið með á nótunum og gert
þetta af fúsum og frjálsum vilja? -
ég held að fáir trúi því?"
Það er rétt hjá Þorsteini Hilmars-
syni að fáir myndu trúa þessu,
enda hefur enginn haldið slíku
fram. Ásakanir mínar beinast að
stjórnendum Landsvirkjunar og að
sjálfsögðu ríkisstjórninni og skal ég
glaður gera nánar grein fyrir mínu
máli. Þess má geta að Þorsteinn
Hilmarsson segir réttilega að ég
hafi hvatt sig til að skýra sitt mál
opinberlega.
Ég er á því að Landsvirkjun hefði
mátt gera meira af því að segja hátt
og snjallt út í þjóðfélagið sem sagt
var á heldur lægri nótum um títt-
nefnda Kárahnjúkavirkjun. Til
dæmis að Landsvirkjun hefði
aldrei ráðist í þessa framkvæmd ef
fyrirtækið væri hlutafélag í leit að
arðsömum verkefnum! Það er hins
vegar ekki rétt hjá Þorsteini að tals-
menn Landsvirkjunar hafi alltaf
verið þögulir. Þegar þurfti að verja
ákvarðanir ríkisstjórnarinnar stóð
sjaldan á því að þeir létu frá sér
heyra.
Leiðitöm Landsvirkjun
Sjálfur tók ég þátt í umræðunni
um Kárahnjúka allar götur frá því
hún hófst og tel mig hafa fylgst
nokkuð vel með allri framvind-
unni. Með reglulegu millibili fékkst
það staðfest að ríkisstjórnin og þá
sérstaklega ráðherrar Framsóknar-
flokksins litu á málið sem pólitískt
metnaðarmál sem yrði framkvæmt
hvað sem tautaði og raulaði. Um
þetta get ég tekið nánast endalaus
dæmi. Og því miður er það líka
staðreynd að Landsvirkjun reynd-
ist mjög leiðitöm í þessum dansi.
ítrekað voru viðhafðar blekking-
ar. Þannig var því margoft lýst yfir
af hálfu rikisstjórnarinnar að ekki
yrði ráðist í neinar framkvæmdir
fyrr en orkusamningar lægju fyrir.
Þetta var staðhæft á Alþingi og
einnig að ekki yrði framkvæmt fyrr
Ég er á því að Lands-
virkjun hefði mátt gera
meira afþví að segja
hátt og snjallt út í þjóð-
félagið sem sagt var á
heldur lægri nótum um
títtnefnda Kárahnjúka-
virkjun. Til dæmis að
Landsvirkjun hefði
aldrei ráðist í þessa
framkvæmd effyrir-
tækið væri hlutafélag
í leit að arðsömum
verkefnum!
en lögformlegt umhverfismat hefði
farið fram, Bæði á Alþingi og í
blaðagreinum, m.a. í þremur
greinum í Morgunblaðinu vorið
2001, gekk ég eftir þessum loforð-
um gagnvart iðnaðarráðherra en
án þess að vera virtur svars.
Þetta var sama sumarið og reynt
var að þvinga lífeyrissjóðina til
þátttöku í framkvæmdinni. Þá lét
fjármálastjóri Landsvirkjunar svo
lítið að blanda sér í umræðu við
mig um arðsemi framkvæmdar-
innar með þeim orðum í grein sem
hann birti í Morgunblaðinu, að
áhyggjur mínar af afkomu Lands-
virkjunar mættu „ekki hafa forgang
umfram þá ábyrgð og áhyggjur",
sem mér bæri að hafa af „ávöxtun
þeirra sjóða“ sem mér væri „treyst
fyrir“. Hér var vísað til stjórnarsetu
minnar í lífeyrissjóði.
Og þegar ég kvartaði yfir því að
framkvæmdir væru hafnar án lög-
formlegs umhverfismats spurði
þessi sami talsmaður Landsvirkj-
unar með nokkrum þjósti: „Hvern-
ig taka menn viðskiptaákvarðanir?
Hver eru rökin fyrir þvi að bíða
þurfi eftir öllum leyfum áður en
mál eru skoðuð og metin?“ Er það
þetta sem Þorsteinn Hilmarsson
upplýsingafulltrúi á við þegar
hann segir talsmenn Landsvirkj-
unar hafa reynt að halda sig til hlés
í hinni pólitísku orrahríð, aðeins
„leitast við að veita greinargóðar
upplýsingar"?
Svikin loforð og vafasöm
vinnubrögð
Staðreyndin er sú að Landsvirkj-
un hefur í einu og öllu og að því er
virðist mótþróalaust þjónað ríkis-
stjórninni í þessu stórmáli. Allur
þessi ferill er varðaður sviknum
loforðum og að mínu mati mjög
vafasömum vinnubrögðum.
Er þá komið að þeim ásökunum
Ögmundu
SKJAUARI
Þorsteinn Hllmarison
upptýsumfuUninmkwl(iiiiw
Miklð hefur verið deilt um Kára-
hnjúkavlrkjun undanfarin miss-
eri, Talsmenn Landsvirkjunar
hafa foröast a6 taka þátt I póli-
tiskum deilum um þau mál en
hafa fremur leltast v!6 að veita
grelnargóðar upplýsingar tll
þeirra sem um málið fjalfa á op-
inberum vettvangi.
Vejjl ixMiiiskur mnlflutnlngur að
holðarleíka og elnurð siarfsmanna
fyriruekisins kunn þó en(iu uft siftur
aft vera eölilont aö smiast tíl varnar,
haft tel éu oljja vift um atrlftl i mál-
flutntngi Ogmundar lónassonur al-
þlngtsmanns í blaftagrcin scm Umm
skrifaöi nýlega i OV,
Undlniutftur átti þttss kttst aft
rtufta vift Ogmuml ttm skrlfin og aft
hans ftsk koma hér vifthrftgft min
fram tipinberlega,
Flókin samningagerö
ögmumlur holftur þvf fram aft tll
þess aft mi samníngttm um bygg-
ingu Kárahnjftkavlrkjunar - i gftfttm
Hver
GREIN ÖGMU
ttma fyrir
Umftsvirkjt
aft ðtvtlanlt
unarkostna
«Bin leií
framkvtumt
lega niötir
verkaftlst h
síftan ftthfti
rtskir Umft;
þitnn skolli
hattft upp f
aftarverft ht
tilUoðsopm
sem Þorsteinn Hilmarsson gerir að
umtalsefni. Ég gagnrýndi þau
vinnubrögð sem voru viðhöfð við
útboð á stíflu og göngum í desem-
ber árið 2002. A þessum tíma var
vitað hver grundvöllur orkuverðs-
Baugurog Neytenda-
samtökin
Tilviljanir geta verið hreint með
ólíkindum. Kannski muna lesend-
ur eftir fréttum DV fyrir nokkru um
vænan styrk Pokasjóðs verslunar-
innartil Neytendasamtakanna,
sem var veittur að frumkvæði for-
stjóra Baugs. Spurningarvöknuðu
óhjákvæmilega um hvort eðlilegt
væri að fyrirtæki sem Neytenda-
samtökin og fleiri hafa gagnrýnt
vegna yfirburðastöðu þess á mat-
vörumarkaði tæki þátt í að fjár-
magna starfsemi samtakanna.
Bæði forstjóri Baugs og formaður
Neytendasamtakanna vísuðu þvl
alfarið á bug að nokkuð væri
óeðlilegt við þetta. Fram kom að
’ styrkurinn frá versluninni yrði not-
aður I afmörkuð verkefni, meðal
annars yrði gerð skýrsla um trygg-
ingamarkaðinn. I fýrradag var
þessi skýrsla kynnt. Samkvæmt
Frá vöruhúsl Baugs.
henni eru tryggingafélögin að
okra á neytendum í skjóli fá-
keppni. Úff, hvað gera neytendur
þá? Hvað er til ráða? Hvert geta
þeir snúið sér, annað en til þessara
„vondu" fyrirtækja sem fyrir eru?
Jú, þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst. Þennan sama dag til-
kynnti nefnilega Baugur að fyrir-
tækið ætlaði að hefja þátttöku í al-
hliða tryggingastarfsemi með
tryggingafélaginu Verði á Akur-
eyri. Já, þær eru stundum með
óllkindum, tilviljanirnar.