Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 TILVERA 17
De Niro greindist með krabbamein
LÆKNISMEÐFERÐ: Stór-
leikarinn Robert De Niro hefur
verið greindur með krabba-
mein í blöðruhálskirtli og
gengst nú undir ótilgreinda
læknismeðferð gegn meininu.
Að sögn Stans Rosenfields,
talsmanns leikarans, var
meinið greint á fýrstu stigum
þegar leikarinn gekkst undir
venjubundna læknisskoðun á
dögunum þannig að bata-
horfur eru taldar góður.
Talsmaðurinn neitaði að ræða
nánar um veikindin og einnig
hvers konar meðferð De Niro
gengist undir.
De Niro, sem er sextugur,
hefur leikið í meira en sextíu
kvikmyndum á fjörutíu ára
ferli og þar á meðal í
myndum eins ogThe Un-
touchables, AnalyzeThis og
Meet The Parents.
Hann hefur sex sinnum verið
tilnefndurtil óskarsverðlauna
og í tvígang hlotið verðlaunin, í
fyrra skiptið fyrir aukahlutverk í
mafíumyndinni The Godfather II
og seinna fyrir aðalhlutverkið í
myndinni Raging Bull.
Á flótta undan nöktum leikara
VEISLA: Þau Angelina og Colin
vinna um þessar mundir saman
að gerð kvikmyndar um Alex-
ander hinn mikla suður í
Marokkó og að sögn kunnugra
er það nú ekki eintóm skemmt-
un. Jafnvel partíin eru ekki sú
skemmtun sem þau eiga að
vera. Á dögunum var sem oftar
slegið upp veislu á hótelinu þar
sem kvikmyndagengið heldur
til. Þegar leikar stóðu sem hæst
gat hinn írski Colin ekki stillt sig
um að gera það sem honum
finnst svona skemmtilegt, sem
sé að opinbera alla sína eðlu lík-
amsparta, Angelinu til mikillar
skelfingar - svo að hún flýði hið
snarasta út úr veislusalnum.
„Colin sýnir alltaf á sér tólin
þegar hann drekkur," segir
ónafngreindur heimildarmaður.
LOHMAN OG RUSH: Alison Lohman og
Geofrey Rush þóttu hafa staðið sig vel á
árinu og voru verðlaunuð sem bestu auka-
leikarar.
ANTHONY HOPKINS: Á að baki mörg af-
rekin í kvikmyndum og Hollywood taldi
hann verðugan heiðursverðlaunahafa.
Árlega er haldin Kvikmyndahátíð Hollywoods
(Hollywood Film Festival) þar sem sýndar eru fáar
en útvaldar myndir. Hátíð þessi þykir ekki með
merkilegri hátíðum, en hún má þó eiga það að á
henni eru sýndar ódýrar kvikmyndir sem koma að
mestu leyti frá óháðum kvikmyndaíyrirtækjum sem
eiga á brattann að sækja. Opnunarmyndin var
til að mynda kvikmynd sem heitir 11.14 og segir
fjórar sögur sem allar hefjast kl. 11.14 að kvöldi til
Hátíðin í ár stóð frá 15.-20. október.
Auk þess sem verðlaunað er í mörgum flokkum
þá vekur það yfirleitt mesta athygli hveijir eru
verðlaunaðir fyrir framlag sitt til kvikmynda. Ekki
er um neina keppni að ræða þar sem nöfnin em
birt um leið og hátíðin hefst og má segja að verð
launin séu meira heiðursverðlaun heldur en af-
reksverðlaun fyrir eitthverja tiltekna
mynd. Það var svo á galakvöldi í Beverly
Hills í fyrr akvöld sem verðlauin voru af-
hent og að sjálfsögðu mættu stjörnum-
ar sem vissu fyrir fram að þær ættu að
taka á móti verðlaunum sínum.
Aðalheiðursverðlaunin í ár fengu Andtony
Hopkins, Goldie Hawn, Ron Howard og Sydney
Poliack. Það vom ekki aðeins þau sem fengu verð-
laun, efnilegustu leikararnir vom valdir (Orlando
Bloom og Scarlett Johansson), handritshöfund-
ur (Ron Bass), kvikmyndatökumaður (John
Toll), tónlistarhöfundur (Howard Shore), svo
einhverjir séu nefndir af aukaverðlaunahöfum.
SCARLETT JOHANSSON: Orlando Bloom
og Scarlet Johannsson þóttu hafa staðið
sig best nýliða og eiga fyrir höndum
bjarta framtíð í Hollywood.
GOLDIE HAWN: Hún brosir
meðverðlaunagripinn í
hendinni, hún Goldie Hawn,
enda var hún heiðruð fyrir
framlag sitt til kvikmynd-
anna.
LEIKSTJÓRINN: Ron Howard var talinn verðugur þess að vera sá leikstjóri í ár sem ætti
skilið verðlaun fyrir afrek sín í leikstjórn. Ron Howard var áður barna- og unglingastjarna
og hér er hann á tali við George Lucas, sem leikstýrði honum í American Graffiti.
Hollywood verð-
launar sitt fólk
Gítarinn oiit. ********&******'*&***+**'&'********
★ Stðrhöfða 27
r J, rj
1 sími 552-2125 og 895-9376
www.gitarinn.is
gitarinn@gitarinn.is
-I-H-tjjtj pi r is,
J ££J£-{j{j éubcjú
°£J