Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÚBER 2003 DVSPORT 31
Kluivert eftirsóttur
Izzet fær að heyra það
Blakið byrjað
BLAK: íslandsmótið í blaki
hófst í gærkvöld með tveim
leikjum. Þrótturfrá Reykjavík
var í sviðsljósinu en karlalið fé-
lagsins tók á móti (S en laut í
lægra haldi, 3-2. Kvennaliðfé-
lagsins gerði mun betur þegar
það fékk HK í heimsókn. Leik-
urinn var eign Þróttara frá
upphafi sem unnu öruggan
sigur, 3-0.
KNATTSPYRNA: Hollenski
framherjinn Patrick Kluivert er
eftirsóttur þessa dagana.
Við greindum frá því fyrir
skemmstu að forráðamenn
Newcastle hefðu flogið til
Barcelona til viðræðna við for-
ráðamenn félagsins um kaup á
Kluivert en nú hafa Lundúna-
félögin Arsenal og Chelsea
stokkið í slaginn.
Forráðamenn Barca hafa
skipulagt fundahöld á fimmtu-
dag sem talin eru munu
ákveða framtíð Kluiverts.
„Newcastle er eina liðið sem
hefur talað við okkur beint en
Arsenal og Chelsea hafa lýst
yfir áhuga á Kluivert við okk-
ur," sagði Juanjo Castillo, tals-
maður spænska félagsins.
HEITUR: Kluivert er eftirsóttur
þessa dagana.
KNATTSPYRNA: Umboðsmað-
ur Freddie Kanoute, leikmanns
Tottenham, hefur farið fram á
það við enska knattspyrnu-
sambandið að það refsi Muzzy
Izzet, leikmanni Leicester, fyrir
gróflega tæklingu á Kanoute í
leik Spurs og Leicester um
helgina sem kemur tii með að
halda Kanoute frá keppni
næstu tvo mánuðina. „Mér er
algjörlega misboðið og ég
verð mjög hissa ef knatt-
spyrnusambandið tekur ekki á
málinu. Freddie var kominn
fram hjá honum en þá var
honum slátrað," sagði um-
boðsmaður Kanoute. Fram-
herjinn var heppinn að brotna
ekki við tæklinguna því þá
hefði hann ekki leikið meira í
vetur.
Sjóðandi Shearer
skoraði tvö mörk og lagði upp eittþegar Newcastle lagði Fulham
Alan Shearer var hetja
Newcastle United enn eina
ferðina í gærkvöld þegar hann
fór á kostum gegn Fulham á
Loftus Road. Fulham náði
tveggja marka forystu eftir 7
mínútna leik en Shearer lagði
upp fyrsta mark leiksins fyrir
Laurent Robert og sá svo um að
skora tvö þau næstu og kláraði
leikinn.
„Alan var ótrúlegur," sagði
Bobby Robson, stjóri Newcastle,
eftir leikinn en hann var óspar á
lýsingarorðin í garð framherjans sí-
unga. „Hann var frábær og hreint
út sagt magnaður. Hann vann
marga bolta í loftinu, hélt boltan-
um vel, hreyfði sig vel, skoraði tvö
mörk og lagði upp eitt. Mörkin eru
samt bara hluti af sögunni því leik-
ur hans í heildina var stórkostlegur.
Hann er sterkur persónuleiki.
Hann er 33 ára leikmaður sem er í
aðdáunarverðu formi og sífellt á
hreyfmgu. Samt verður ekki Iitið
fram hjá þeirri staðreynd að til þess
að vinna upp tveggja marka forskot
þurfa allir 11 að leika vel. Þeir réðu
ferðinni algjörlega í byrjun en
fyrsta markið okkar kom á góðum
tíma og við sögðum í hálfleik að við
myndum valta yfir þá sem við og
gerðum.“
Það var samt ekki eintóm gleði í
herbúðum Newcastle í gær því
Craig Bellamy fór þá í aðgerð og
verður því ekki klár í slaginn á ný
fyrr en í febrúar.
„Hann er búinn að fara í aðgerð-
ina og fór í hana hjá besta skurð-
lækni heims. Nú þarf hann bara að
„Hann var frábær og
hreint út sagt magnað-
ur. Hann vann marga
bolta í loftinu, hélt bolt-
anum vel, hreyfðisig
vel, skoraði tvö mörk
og lagði upp eitt. Mörk-
in eru samt bara hluti
afsögunni því leikur
ÓTRÚLEGUR: Alan Shearer sneri við töpuðum leik gegn Fulham með því að skora tvö mörk og leggja upp eitt. Hér sést hann skora
seinna mark sitt og jafnframt sigurmark leiksins.
ÚRVALSDE ENGLAND ' L D H f*JÍ
Fulham-Newcastle 2-3
1-0 Lee Clark (5.), 2-0 Louis Saha
(7.), 2-1 Laurent Robert (15.), 2-2
Alan Shearer, víti (50.), 2-3 Alan
Shearer (55.).
Arsenal 9 7 2 0 18-7 23
Man. Utd 9 7 1 1 17-3 22
Chelsea 9 6 2 1 19-9 20
Birminqh. 9 4 4 1 8-5 16
Man. City 9 4 3 2 20-11 15
Fulham 9 4 3 2 17-12 15
Charlton 9 4 2 3 13-12 14
S'hampton 9 3 4 2 14-9 13
Portsm. 9 3 3 3 11-9 12
Newcastle 9 3 3 3 12-12 12
Liverpool 9 3 2 4 12-10 11
Tottenham9 3 2 4 10-13 11
Everton 9 2 3 4 12-14 9
Aston V. 9 2 3 4 8-12 9
Blackburn 9 2 2 5 15-17 8
Bolton 9 1 5 3 8-18 8
Leeds 9 2 2 5 8-18 8
M'boro 9 2 j 6 7-15 7
Wolves 9 1 3 5 3-18 6
Leicester 9 1 2 6 11-17 5
Reuters
Crewe-Preston 2-1
Norwich-Derby 2-1
WBA-Wimbledon 0-1
Watford-Coventry 1-1
Crystal Palace-lpswich 3-4
Reading-Walsall 0-1
Sunderland-Rotherham 0-0
Wigan-Sheff. Utd. i-i
Wigan 15 8 6 1 21-11 30
WBA 14 9 1 4 20-13 28
Sheff. Utd.14 8 3 3 23-14 27
Sunderl. 14 8 3 3 19-10 27
Ipswich 15 8 2 5 28-21 26
West Ham13 7 4 2 17-9 25
Norwich 14 7 4 3 20-15 25
Millwall 15 6 5 4 19-15 23
Reading 14 6 3 5 21-17 21
N. Forest 13 6 2 5 25-16 20
Crewe 14 6 2 6 16-18 20
Cardiff 13 5 4 4 23-15 19
Preston 14 6 1 7 19-18 19
Burnley' 14 5 3 6 22-27 18
Walsall 14 4 4 6 15-16 16
Coventry 13 4 4 5 18-20 16
C. Palace 14 4 4 5 20-23 16
Stoke 14 4 3 7 16-19 15
Derby 15 3 5 7 15-25 14
Watford 13 3 4 6 13-16 13
Gillingh. 14 3 4 7 13-23 13
Rotherh. 15 2 7 6 10-22 13
Bradford 14 3 3 8 13-23 12
Wimbled. 14 2 1 11 14-34 7
það best sjálfir að við erum ekki
nógu góðir til þess að leika á 75%
hraða. Ef við keyrum ekki 100% all-
an leikinn þá munum við tapa. Þrátt
fyrir að hafa tveggja marka forystu
eftir 10 mínútur þá vitum við að
leikurinn er ekki búinn ef maður
eins og Alan Shearer er í hinu lið-
Barnsley á siglingu
Komið í 4. sæti ensku 2. deildarinnar eftirsigur á Peterborough
hans í heildina var stór-
kostlegur."
vera jákvæður og koma sterkur inn
eftir áramót," sagði Robson en það
var hinn eini sanni Richard Steadm-
an sem skar Bellamy upp en hann
hefur séð um flesta bestu knatt-
spyrnumenn heims undanfarin ár
sem hafa lent í erfiðum meiðslum
og nær undantekningalaust með
góðum árangri.
Undir á öllum sviðum
Chris Coleman, stjóri Fulham, var
ekki alveg jafn hress f Ieikslok og
skal engan undra því hans menn
fóru með fjölda góðra færa í leikn-
um.
„Við létum þá taka okkur í bólinu.
Við vorum undir á öllum sviðum og
töpuðum návígjum út um allan völl.
Ég er mjög vonsvikinn þar sem leik-
urinn á laugardag var ekkert sér-
stakur og þessi h'tt betri. Við vitum
ínu.
Wimbledon vann WBA
Fjölmargir leikir fóru fram í ensku
1. deildinni í gærkvöld og þar vakti
helst athygli mjög óvæntur sigur
Wimbledon á WBA. Wimbledon
hafði aðeins unnið einn leik áður en
það mætú WBA sem er í toppbar-
áttu í deildinni en Wimbledon var
og er langneðst.
„Við sendum endalaust af send-
ingum í teiginn hjá Wimbledon en
það mætti bara enginn til þess að
taka á móti þeirn," sagði stjóri WBA,
Gary Megson, svekktur. „Við vorum
með boltann 75% af fyrri hálfleik og
lfklega meira í- seinni hálfleik en
samt tókst okkur ekki að vinna."
Stuart Murdoch, stjóri Wimble-
don, var að sjálfsögðu sáttur við sína
menn. „Ég bað strákana um að fara
út á völlinn og sýna smá- karakter,
sem þeir og gerðu. Það var líka mik-
ilvægt að kynnast sigurtilfinning-
unni á nýjan leik og hún er mjög
góð." henry@dv.is
Það er rífandi gangur á Guð-
jóni Þórðarsyni og lærisvein-
um hans hjá Barnsley en í gær
unnu þeir glæsilegan útisigur
gegn Peterborough, 3-2. Fyrir
vikið eru þeir komnir í 4. sæti
deildarinnar en Peterborough,
sem er fyrrum lið Helga Vals
Daníelssonar, situr nálægt
botninum eða í 20. sæti. Það
hefur ekki unnið heimaleik í
fimm mánuði.
Það var þó margt sem benti til
þess að heimamenn myndu loks
landa heimasigri þegar Leon Mc-
Kenzie hafði skoraði tvö mörk og
komið Peterborough í 2-1 þegar
flautað var til leikhlés.
Sú gleði stóð þó stutt því Isiah
Rankin skoraði glæsilegt mark
með skoti af 20 metra færi í upp-
hafi síðari hálfleiks. Steve Carson
kláraði svo leikinn fyrir Barnsley
25 mínútum fyrir leikslok þegar
hann skilaði sendingu frá Kevin
Betsy í netið.
„Seinna markið var
frábært hjá Carson en
ég er ekki alveg viss
hvað Rankin var að
gera. Þetta voru frá-
bær mörk engu að síð-
ur og það er ávallt Ijúft
að vinna leiki eftir að
hafa verið undir."
„Ég var mjög ánægður með að
fá sigur," sagði Guðjón Þórðarson
sem var mjög sáttur í leikslok.
„Mér fannst við vera of linir í fyrri
hálfleik og vorum seinir að svara
áhlaupum Peterborough. Við gáf-
um boltann frá okkur allt of auð-
veldlega allt frá byrjun. Okkur
tókst að komast inn f leikinn aftur
og mér fannst við eiga tækifæri til
þess að taka yfirhöndina en það
gekk ekki eftir,“ sagði Guðjón en
hálfleiksræða hans hafði góð áhrif
á hans menn eins og svo oft áður.
„Við fórum yfir ákveðna hluti í
hálfleik og einblíndum á að við
þyrftum að færa okkur meira upp
völlinn. Við skoruðum svo tvö
mörk fyrir vikið og fengum þrjú
stig sem var mjög ánægjulegt.
Seinna markið var frábært hjá
Carson en ég er ekki alveg viss
hvað Rankin var að gera. Þetta
voru frábær mörk engu að síður og
það er ávallt ljúft að vinna leiki eft-
ir að hafa verið undir.“
henry@dv.is