Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER2003 MENNING 75 Menning Leikhus • Bókmenntir ■ Myndlist • Tónlist • Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Haldið til haga VEKÐLAUN: f viðtali við Sjón í síðasta Helgarblaði DV kom fram að hann hefði hlotið Menningarverðlaun DV árið 1995 (fyrir Augu þín sáu mig) en láðist að nefna að hann hlaut þau aftur árið 2002 (fyr- ir Með titrandi tár). Sögurnar tengjast innbyrðis þótt söguhetjurflytji milli landa. Elling LEIKLIST: Á dramatísku fimmtudagskvöldi í Norræna húsinu annað kvöld kl. 21 kynnir Þorsteinn Bachmann, leikhússtjóri LA, norska leik- skáldið Axel Hellstenius og leikritið Erling eftir sögu I. Ambjörnsens. Stefán Jónsson og Jón Gnarr sýna brot úr verkinu. Frítt inn. Fiaskkvartetten. Gleðitónlist Nú stendur Sænsk menningarvika sem hæst og ættu unnendur norrænnar kvikmyndalistar að skoða vel tilkynningar Regnbogans þar sem nýjar sænskar gæðamyndir eru sýndar daglega til 9. nóv. Auk þess eru klassískar sænskar kvik- myndir sýndar í Kvikmyndasafni íslands í Bæjar- bíói í Hafnarfirði, Vargtimmen eftir Bergman í kvöld kl. 20, Kvarteret korpen eftir Bo Widerberg á morgun kl. 20 og hin dásamlega Smul- tronstallet eftir Bergman á föstudag kl. 20. Annað kvöld kl. 20.30 leikur sænska gleði- sveitin Flaskkvartetten eins og henni er einni lagið í íslensku óperunni. í þessum rómaða „kvartett" eru ekki fjórir músíkantar þó að nafn- ið virðist benda til þess, heldur sex! Þetta eru há- menntaðir menn í tónlist sem leiddist hefð- bundin tónlistariðkun og rottuðu sig saman í hóp þar sem nú eru fjórir strengjaleikarar, einn trompetleikari og trommari. Saman framleiða þeir bræðing af djasstónlist, klassík, rokki og blús sem er engu öðru líkur og hefur heillað áheyrendur gersamlega upp úr skónum í tæp tuttugu ár. Áhugamenn um tónlist og „öðruvísi" tónlist ættu ekki að láta sex manna „Skinkukvartettinn" fram hjá sér fara. Bíó við lifandi undirleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands annað kvöld og á laugardaginn Það er afarsérstæð lífsreynsla að horfa á þögla kvlkmynd undlr lifandi tónlistarflutningi - eins og alsiða var áður en hljóðið var innlimað í kvik- myndirnar. Undanfarin ár hefur Sinfóníuhljóm- sveit íslands boðið upp á kvikmyndatónleika par sem hún leikur undir ýmis meistaraverk kvik- myndasögunnar og svo verður enn í ár. Árvissir kvikmyndatónleikar Kvikmynda- safns íslands og Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói núna í vikunni. Hljóm- sveitarstjóri er Rick Benjamin. Fyrri tónleikarnir verða annað kvöld kl. 19.30. Þá verður sérstök hátíðarsýning á einni fyrstu kvikmynd sögunnar, Lestarráninu mikla eftir Edwin S. Porter, en í ár eru ná- kvæmlega hundrað ár liðin frá því hún var gerð. í myndinni sést fyrsta lest kvikmynda- sögunnar bruna yfir tjaldið og þar gellur einnig við fyrsti byssuhvellurinn, en áhorf- endur greip svo mikil skelfing við hann að þeir hlupu unnvörpum út úr kvikmyndahús- inu. Á eftir Lestarráninu fá gestir að sjá Hers- höfðingjann eftir Buster Keaton frá 1927, eina af allra frægustu myndum hans. Hún gerist á tímum Þrælastríðsins og segir frá verkfræðingnum Johnny Gray (Buster Keaton), ástinni hans, Annabelle, og lestinni hans, Hershöfðingjanum. í myndinni skipt- ast á hádramatískar senur og grínatriði og kvikmyndatakan þykir með miklum ágætum enn þann dag í dag enda var Hershöfðinginn ein af eftirlætismyndum Busters sjálfs. Á laugardaginn kl. 15 verða sýndar þrjár stuttmyndir eftir grínkóngana þrjá. The Blacksmith frá 1922 eftir Buster Keaton segir BUSTER KEATON: Hann var kallaður „maðurinn með steinandlitið" enda brá hann sér hvergi þótt áhorfendur æptu af hlátri. frá ævintýrum Busters á járnsmíðaverkstæði þar sem bæði hestar og Rolls Royce bílar koma við sögu. Haunted Spooks með Harold Lloyd frá 1920 er sprenghlægileg drauga- og ástarsaga og The Adventurer eftir Chaplin frá 1917 segir frá ævintýrum litla flækingsins þegar hann sleppur úr Sing-Sing-fangelsinu. Auk þess sýnir ríkisjónvarpið myndina Ein- EINRÆÐISHERRANN: Úr mynd Chaplins sem sýnd verður í sjónvarpinu í tilefni kvikmyndatónleikanna. ræðisherrann, eða The Great Dictator, frá 1940 eftir Chaplin á sunnudaginn klukkan 12.50. Brautryðjandinn Edwin S. Porter (1868-1941), höfundur Lestarránsins mikla, var einn af frumkvöðl- um nútímakvikmyndagerðar. Hann starfaði sem sýningamaður og kvikmyndatökumaður í kvikmyndasmiðju Thomasar Alva Edisons. Hann varð fyrir miklum áhrifum af kvik- myndum franska töframannsins og kvik- myndaleikstjórarns George Meliés sem hafði vakið verðskuldaða athygli fyrir kvikmyndir sínar. Fyrir tíð Meliés og Porters voru kvik- myndir samsettar af hreyfanlegum ljós- myndum sem sýndu einstakan atburð. Meliés gerði sér fyrstur manna grein fyrir því að kvikmyndaformið ætti að byggjast upp af einstökum myndskeiðum, líkt og samfelld at- riði á leiksviði, og er því brautryðjandi list- rænnar sviðsetningar í kvikmyndum. Edwin S. Porter var einna fyrstur til að nota nærmyndir og lagði grunninn að klippitækni eins og áhorfendur þekkja í dag með kvik- myndinni Life of an American Fireman (Dag- ur í lífi slökkviliðsmanns, 1903). Tæknina þróaði hann enn frekar í The Great Train Robbery (Lestarráninu mikla, 1903). í mynd- inni er atburðarásin samfelld og jafnframt eru tvö eða fleiri atriði sýnd samhliða til að byggja upp spennu og dýpka frásögnina. Áhrifin voru dramatísk og áhorfendur höfðu aldrei séð önnur eins undur á hvíta tjaldinu. Porter stofnaði sitt eigið framleiðslufyrir- tæki árið 1911 en starfaði síðar fyrir fyrirtæk- ið Famous Players þar sem hann vann jöfn- um höndum að kvikmyndagerð og þróun kvikmyndatækni. Að trúa á drauminn BÓKMENNTA6AGNRÝNI Katrín Jakobsdóttir Unnur Þóra Jökulsdóttir: Eyjadls Guðjón Ketilsson myndskreytti. Mál og menning 2003 Að fylgja draumi sínum - er það æðsta markmið hvers einstaklings? Unnur Þóra Jökulsdóttír veltir þessari spumingu fyrir sér í fyrstu barnabók sinni, Eyjadís, en hún hefur áður gefið út sannsögulegar bækur um sigl- ingar sínar á heimshöfunum, í kjölfar kríunnar og Kría siglir um Suðurhöf. Draumur Eyjadísar, lítíllar stúlku sem er aðalhetja sögunnar, er að sjá sjóndeildar- hringinn þar sem himinn og haf mætast. En Eyjadís lendir í ótrúlegum ævintýmm þegar hún reynir að láta þennan draum rætast. Sagan hefst á því að Eyjadís er stödd heima hjá sér, í litlu sjávarþorpi sem heitír því tálcn- ræna nafni Sjávarendi. Mamma hennar er dáin en hún býr með pabba sínum sem segir að draumar séu það dýrmætasta sem maður eigi. Svo kemst Eyjadís að því að pabbi henn- ar á engan draum. Hún einsetur sér að finna drauminn hans og það verður hennar draumur. Maður frnnur fljótlega að sá sem skrifar þekkir og elskar hafið. Megnið af sögunni gerist á hafi úti og lýsingamar á galdraeyjum HÖFRUNGAR: Dulmagn þeirra er heillandi. Ein mynda Guðjóns Ketilssonarvið sögu Unnar. sem birtast og hverfa minna mest á landhill- ingar útí á sjó. Þessar lýsingar em sterkastí hlutí sögunnar og lesandi hverfur á haf út með Eyjadís og höfr ungunum sem ferðast til Eyjahafsins fljótandi og Meginlands örlag- anna. Þá er umræðan um drauma og gildi þeirra mjög áhugaverð og ýmsum hliðum er velt upp: „Draumur eins getur verið fjötur annars," hugsar Eyjadís þegar hún áttar sig á því að draumur Bjössa stangast á við draum foreldra hans. (33) Auðvitað em ýmsir hnökrar á sögunni eins og eðlilegt er í fyrstu barnabók höfúndar. TiJ dæmis er persóna Álfu nokkuð óljós; hún kemur inn f söguna eins og félagi fyrir Eyjadís og gegnir því Jilutverki að hleypa henni inn í draumaheiminn en virkar eins og óþörf hækja því mestan part virðist Eyjadís geta spjarað sig sjálf. Bjössi hrekkjusvín er að sama skapi óskap- lega hefðbundið hrekkjusvín. Hann á for- eldra sem rífast og drekka (eins og allir óþekkir krakkar í bamabókum) en er fljótur að umbreytast þegar hann kynnist draumi sínum sem er kannski fulleinföld lausn. Eyjadís sjálf er hins vegar skýr persóna þó að hún sé draumkennd. Eins og sagan öll er hún óraunveruleg, meira eins og litur eða sjónhverfing en alvöru barn, en hún fellur vel inn í frásögnina. Höfmngarnir koma skemmtilega inn í söguna og dulmagnið sem þeim tengist er lfka heillandi. Sagan er spennandi en stundum dálítíð loftkennd sem er bæði hennar mesti kostur en gerir um leið frásögnina dálítíð flókna og óljósa. Á heildina litið er Eyjadís prýðileg frumraun, skrifuð af ást á hafinu og trú á drauma sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.