Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 10
70 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003
Útlönd
Heimurinn i hnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is
Sími: 550 5829
Al-Qaeda að baki árásinni
Óðinn og Þór viðurkenndir
HRYÐJUVERK: Mannskæðar
árásir á hótel í eigu ísraela í
Mombasa í Kenía fyrir ári, svo
og mislukkuð flugskeytaárás á
ísraelska farþegaþotu, voru
verk liðsmanna al-Qaeda sem
hlutu þjálfun sína í nágranna-
landinu Sómalíu. Og þar fengu
þeir einnig vopnin. Þetta kem-
ur fram í uppkasti að skýrslu
sem Sameinuðu þjóðirnar
vinna að.
Að minnsta kosti fjórir meintir
hryðjuverkamenn halda enn til
í Sómalíu og frekari vopn
kunna að hafa verið flutt þang-
að með það fyrir augum að
nota þau til hryðjuverka í nær-
liggjandi löndum.
Skýrslan var skrifuð af nefnd
sérfræðinga sem er að rann-
saka vopnasmygl til Sómalíu.
TRÚARBRÖGÐ: Þess verður
sennilega ekki langt að bíða að
hinirfornu norrænu guðir Óð-
inn og Þór njóti opinberrar við-
urkenningar í Danmörku, að
því er í Kristeligt Dagblad segir.
Kirkjuyfirvöld hafa í mörg ár
neitað að viðurkenna samtökin
Forn Sidr, sem er dönsk útgáfa
af íslenska Ásatrúarfélaginu.
Svo virðist sem síðasta umsókn
ásatrúarmanna hafi fengið já-
kvæðari viðtökur og að grænt
Ijós hafi verið gefið fýrir viður-
kenningu.
Opinber viðurkenning hefur
það meðal annars í för með sér
að trúfélagið fær leyfi til að
framkvæma vígslur sem hafa
fullt lagalegt gildi. Meira en
þúsund ár eru liðin síðan Danir
köstuðu ásatrúnni.
Skæruárásir ógna
uppbyggingunni
segir Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra BNA
Paul Wolfowitz, aðstoðarvarn-
armálaráðherra Bandaríkjanna,
viðurkenndi í gær að sífelldar
skæruárásir andstöðuhópa í
írak væru farnar að ógna upp-
byggingarstarfinu í landinu.
Wolfowitz kenndi fámennum
hópum stuðningsmanna Saddams
Husseins, fyrrum íraksforseta, um
árásirnar og sagði að ofbeldið væri
þegar farið að draga úr árangrinum
við heildaruppbygginguna.
„Þess vegna er nauðsynlegt að fá
fleiri fraka til þess að taka þátt í
vörnum landsins," sagði Wolfowitz
á blaðamannafundi sem hann boð-
aði til í Washington í gærkvöld,
skömmu eftir að sprengjuárás
hafði verið gerð á aðalstöðvar
bandaríska hersins í Bagdad annað
kvöldið í röð með þeim afleiðing-
um að að minnsta kosti fjórir
starfsmenn írösku bráðabirgða-
stjórnarinnar slösuðust.
Hræðast frelsið mest
„Erlendir hryðjuverkamenn eru
að reyna að skapa skelfingarástand
en frelsið er það sem þeir sjálfir
hræðast mest," sagði Wolfowitz
sem er nýkominn heim frá írak þar
sem hann komst sjálfur í hann
krappan þegar flugskeytaárás var
gerð á hótelið þar sem hann dvaldi.
„Það þarf ekki marga hryðju-
verkamenn til þess að standa fyrir
árás en alvarlegar afleiðingar þeirra
geta hæglega gefið ranga mynd af
stöðunni."
Wolfowitz, sem af mörgum er
talinn helsti skipuleggjandi hern-
aðarins í frak, lagði einnig áherslu á
að góður árangur hefði þegar náðst
í aðgerðunum í frak og fór yfir það
sem hann sjálfur kallaði afrekalista
Bandaríkjamanna.
Hann sagði að takmarkið væri
meðal annars að styrkja írösku ör-
yggissveitirnar verulega með aukn-
um liðsafla, skipa nýja dómsstóla
og styrkja frjáisa fjölmiðlun og upp-
lýsingaflæði.
Ollu engum skemmdum
Árásin í höfuðstöðvar Banda-
ríkjahers í miðborg Bagdad í gær-
kvöld var mjög öflug og sögðu sjón-
arvottar að að minnsta kosti þrem-
„Erlendir hryðjuverka-
menn eru að reyna að
skapa skelfingarástand
en frelsið erþað sem
þeir sjálfir hræðast
mest/'sagði Wolfowitz
ur sprengjum hefði verið varpað að
byggingunni. Byggingar í nágrenn-
inu hefðu skolfið og fundist fyrir
titringnum alla leið yfir á hinn
bakka Tigris-árinnar.
„Sprengingarnar voru mjög
kröftugar og háværar," sagði sjón-
arvottur en að sögn talsmanns
bandaríska hersins í Bagdad ollu
þær engum skemmdum né meiðsl-
um innandyra.
Bandarískir hermenn hófu þegar
leit að árásarmönnunum í ná-
grenni höfuðstöðvanna og með-
fram ánni Tigris en án árangurs. Að
sögn talsmanns hersins var árásin í
gær svipuð þeirri á mánudaginn en
þá var einnig varpað þremur
sprengjum að höfuðstöðvunum án
þess að valda skaða.
Þá féll einn bandarískur hermað-
ur auk þess sem tveir aðrir særðust
þegar jarðsprengja sprakk undir
herbfl í Bagdad í gær og er tala fall-
inna bandarískra hermann í frak þá
komin í 252 síðan stríðið hófst í
mars.
í gær staðfesti breska hermála-
ráðuneytið svo að einn breskur
hermaður hefði fallið í átökum á
föstudaginn og er tala fallinna
breskra hermanna þá komin í 52
frá upphafl stríðsins.
Spánverjar fluttir á brott
Á sama tíma og bandarísk stjórn-
völd reyna allt til þess að koma á
stöðugleika í frak ákváðu spænsk
stjórnvöld, sem dyggilega hafa stutt
stríðsrekstur Bandaríkjamanna í
írak, að kalla heim sex af 26 manna
starfsliði sendiráðs sfns í Bagdad.
Að sögn Önu Palacio, talsmanns
spænska forsætisráðuneytisins, var
ákveðið að flytja sendiráðsmenn-
ina úr landi af öryggisástæðum eft-
ir sprengjuárásina á höfuðstöðvar
Rauða krossins og þrjár lögreglu-
stöðvar í Bagdad sem urðu að
minnsta kosti 35 manns að bana.
Að sögn Palacio stendur alls ekki
til að loka sendiráðinu og flytja
háttsetta sendiráðsmenn á brott.
„Þessir sex sem fluttir verða á brott
hafa unnið við hjálpar- og þróunar-
störf og munu aðeins dvelja tíma-
bundið í Amman í Jórdaníu á með-
an unnið er að því að finna fyrir þá
öruggara húsnæði í frak," sagði
Palacio.
UPPBOÐ
Eftirtaliö lausafé verður boöið
upp aö Hlíöarvegi 16, Hvols-
velli, miðvikudaginn 12. nóvem-
ber 2003 kl. 16.00:
D655AS Stroll, stjörnumúgavél, árg.
2002, nr. 6108547.________
Ávísanir ekki teknar gildar sem
greiðsla nema með samþykki upp-
boðshaldara eða gjaldkera.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á HVOLSVELLI
UPPBOÐ
Uppboö munu byrja á skrifstofu
embættisins aö Austurvegi 6,
Hvolsvelli, sem hér segir á eftir-
farandi eignum:
Geitasandur 8, Hellu, þing. eig. Sig-
urður K. Sveinbjörnsson, gerðarbeið-
endur fbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður
starfsm. rík. B-deild, Rangaárvalla-
hreppur og Vátryggingafélag íslands
hf., miðvikudaginn 12. nóvember 2003
kl. 11.00.
Núpur H, Rangárþingi eystra, þingl.
eig. Sigrún Kristjánsdóttir, gerðar-
beiðendur Bifreiðaverkstæðið Klettur
ehf., Lánasjóður landbúnaðarins og
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, miðviku-
daginn 12. nóvember 2003 kl. 11.00.
SÝSLUMAÐURINN Á HVOLSVELLI
Forsetinn á Sri Lanka búinn
að lýsa yfir neyðarástandi
Forseti Sri Lanka lýsti yfir
neyðarástandi í landinu í
morgun, daginn eftir að hún
rak þrjá lykilráðherra úr
embætti og sendi þingið heim.
Chandrika Kumaratunga forseti
rak þrjá ráðherra f gær og leysti
upp þingið. Ranil Wickramesing-
he forsætisráðherra brást æfur við
og sagði að óvæntri ákvörðun for-
setans væri beint gegn tilraunum
manna til að brúa bilið milli ólflcra
kynþátta á Sri Lanka. Þá sagði for-
sætisráðherrann að ákvörðunin
myndi hafa í för með sér „ringul-
reið og stjórnleysi".
Of mikil eftirgjöf
Kumaratunga sakaði rflcis-
stjórnina, í ávarpi til þjóðarinnar í
gær, um að gefa of mikið eftir í
viðræðum við uppreisnarmenn
tamfla, svokallaða Tígra.
Flokkur forsetans, sem er í
stjórnarandstöðu á þinginu, lýsti
HERMENN Á VERÐI: Hermenn voru sendir að mörgum helstu stjórnarbyggingunum í
Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í gær eftir að forsetinn rak þrjá ráðherra úr embætti og
sendi þingmenn til síns heima til 19. nóvember.
áhyggjum sínum af tillögum
tamfla um sjálfstjórn í norðaust-
anverðu landinu. Nýjustu tillög-
urnar gera ráð fyrir mun meira
sjálfstæði en stjórnvöld hafa hing-
að til viljað veita þeim. Þær verða
þó grundvöllur nýrra friðarvið-
ræðna sem hefjast eiga snemma á
næsta ári.
Vopnahlé heldur
Ráðgjafl forsetans sagði í gær að
vopnahléssamningurinn, sem
Norðmenn höfðu milligöngu um
að yrði samþykktur í febrúar 2002,
myndi halda.
Wickramasinghe forsætisráð-
herra, sem er í heimsókn f Was-
hington, sagði að forsetinn hefði
stefnt í voða tilraunum til að
binda enda á langvarandi borg-
arastríð á Sri Lanka.
Kumaratunga ítrekaði að hún
væri staðráðin í að vinna að lausn
átakanna við Tígrana sem hafa
kostað þúsundir mannslífa.