Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 16
16 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 Tilvera Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5813-550 5810 Russell Crowe er ekkert hörkutól Ástralski leikarinn Russell Crowe segist ekki það hörkutól sem marg- ir haldi og hafi til dæmis þurft að takast á við bæði sjó- og loft- hræðslu þegar hann var við ugp- tökurá síðustu mynd sinni, The Far Side of the World, sem byggð er á sjóferðaskáldsögunni Master and Commander, en þar fer hann með hlutverk Jack Aubrey skipstjóra og hetju sem kann best við sig uppi í möstrum í ólgusjó. Crowe segir ótta sinn tengjast því atviki þegar hann sem barn lenti í hrakningum úti fyrir ströndum Ástralíu eftir að bátur hans varð bensínlaus.Til þess að undirbúa sig fyrir hlutverkið sigldi Crowe hundruð sjómílna um Suðurhöf en tókst þó ekki alveg að vinna bug á sjóhræðslunni. „( upp- hafi varð ég að taka sjóveikipillur en var hættur því og orðinn nokk- uð öruggur með mig þegar upp- tökurnar hófust. En þá tók loft- hræðslan við. (eitt skipti ætluðu þeir að senda aðstoðarleikara upp í reiðann í stað mín en ég lét mig hafa það. Það eru gerðar kröfurtil manns sem leikara og því getur maður ekki leyft sér að vera með einhvern aumingjaskap. Maður verður að taka hlutverkið alvar- lega," sagði Crowe. Hryllilega ófyndið KVIKMYNDAGAGNRÝN! Hilmar Karlsson hkarl@dv.is Setjið The Ring, 8 Miles og Signs í eina grautarskál og hrærið vel í og hver skyldi útkoman verða, jú hræðilega bragðvondur grautur. Þessi samlíking er jafn gáfuleg og Scary Movie 3 í heild þar sem þess- ar þrjár kvikmyndir eru teknar og skrifað upp úr þeim handrit sem á að vera fyndið en er verulega ófyndið. Hugmyndin um að grínast að hryllings- og glæpamyndum virk- aði ágætlega í Scary Movie, var lítt fyndin í Scary Movie 2 og er orðin ófyndin í Scary Movie 3. Ekki vant- ar að þekktum leikurum bregður fyrir í mörgum hlutverkum og mið- að við frammistöðu þeirra ættu þau öll að vera á atvinnuleysisskrá í Hollywood. Laugarásbíó/ Regnboginn/Smárabíó Scary Movie 3 ★ Myndin hefst á atriði úr „The Ring" þar sem ljóskurnar Pamela Anderson og Jenny McCarthy, sem báðar voru á sínum tíma „strand- varðastelpur", eru að fjalla um myndbandið ógurlega sem drepur, myndband sem hvað eftir annað er að skjóta upp kollinum í myndinni. Atriðið er misheppnað og ófyndið og brjóstin á Pamelu fá mun meiri athygli heldur en þau eiga skilið UNDRANDIOG HRÆDD: Blaðamaðurinn Cindy Campbell (Anna Faris) og bræðumir George (Simon Rex) ogTom (Charlie Sheen) sjá eitthvað óvænt. vegna þess hversu atriðið er slappt. Eftir þetta kemur hver aula- brandarinn af öðrum, brandarar sem tengjast þremur fyrrnefndum kvikmyndum. Aðeins einu sinni gat ég brosað. Það var þegar einn rapp- arinn sagði við annan í umræðu um dauðan rappara; að þegar hann vaknaði um morguninn þá var hann dauður. Spunnust fjörlegar umræður um þessa setningu. Fyrri myndirnar tvær voru í höndum Wayans-bræðra. Þeir hafa látið af stjórninni og David Zucker, sem á árum áður gerði tvær frábær- ar kvikmyndir, Airplane og Naked Gun, í þeim sama farsakennda stíl og Scary Movie 3 er í, virðist vera búinn að missa taktinn og gerir vonda eftirlíkingu af eigin mynd- um. Leikstjóri: David Zucker. Handrit: Pat Proft. Kvikmyndataka: Mark Irwin. Tónlist James L. Venable. Aöalleikarar: Anna Faris, Charlie Sheen, Simon Rex, Regina Hall og Leslie Nielsen. Heimsfrumsýning Síðasti Þá er komið að lokum Matrix-þrí- leiksins. Hann hófst með miklum glæsibrag þegar hinir nánast óþekktu Wachowski-bræður komu kvikmyndaheiminum í opna skjöldu með The Matrix fyrir fjórum árum Beðið var með eftirvæntingu eft- ir framhaidsmyndunum tveimur. Þeir bræður tóku sér langan tíma, enda mynduðu þeir The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions saman og var fyrri myndin tekin til sýningar fyrr á ár- inu og nú er stóra stundin runnin upp. The Matrix Revolutions verð- ur frumsýnd á sama tíma um allan heim í dag og það í orðsins fyllstu merkingu. Spurningarnar hafa ver- ið margar og íþyngjandi í fyrri TRINITY: Carrie-Anne Moss leikur Trinity sem fylgir Neo í síðasta leiðangurinn. SMITH: Hugo Weaving er Smith, illmennið sem fjölfaldar sig. Jazzhátíð Reykjavíkur: Formleg opnun Jazzhátíðar Reykjavíkur verður í dag í Ráð- húsi Reykjavíkur kl. 17. Um er að ræða einstaklega glæsilega djasshátíð þar sem fjölbreytnin er mikil. Formleg opnun Jazzhátíðar Reykjavíkur verður í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17. Um er að ræða einstaklega glæsilega djasshátíð þar sem fjölbreytnin er mikil. Borg- arstjórinn í Reykjavík mun setja há- tíðina og fjórar sveitir koma fram og gefa sýnishorn af því sem í vændum er það sem eftir liflr viku. Tvennir tónleikar verða í kvöld og eins á fimmtudag og föstudag. Fernir tónleikar eru á laugardag, þar með talinn hinn vinsæli hádeg- isdjass og sérstakur djasshátíðar- dansleikur og fernir tónleikar á sunnudag, þar með taldir kirkju- tónleikar í Breiðholtskirkju og hinn sívinsæli „Pönnukökudjass" um eftirmiðdag. Lokatónleikarnir verða svo í Austurbæ, gamla Aust- urbæjarbíói, á sunnudagskvöld. Alls konar djass Það verða ekki færri en 60 djass- leikarar og söngvarar sem koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur þetta árið frá níu þjóðlöndum, Banda- rfkjunum, Kanada, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyj- um, Hollandi og svo auðvitað Is- landi. Þarna verður boðið upp á hefðbundinn djass, norræna ástar- óði, þjóðlegan djass, byggðan á' forníslenskum hefðum, gítardjass, orgeldjass, sunginn djass og nýdjass Hápunktur hátfðarinnar í ár eru tónleikar með Grammy-verðlauna- höfum New York Voices sem syngja með hinni frábæru Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Darmons MARTHA BROOKS: Kanadísk djasssöng- kona sem syngur á tónleikum í NASA á föstudagskvöld. Meader á lokatónleikunum. Fjöldi erlendra tónleikagesta hefur aukist ár frá ári og þetta árið má búast við verulegri aukningu á .aðsókn er- lendis frá þar sem Icelandair og skrifstofa Ferðamálaráðs í New York settu í gang víðtæka auglýs- ingaherferð fyrir hátíðina beggja vegna Atlantshafsins. Tónleikar dagsins NASA: ISFO: fsland-Færeyjar: Edvard Nyholm Debess, bassi, Sig- urður Flosason saxófónleikari og Kjartan Valdemarsson píanóleikari. Færeyski bassaleikarinn Edvard Nyholm Debess leiðir ISFO, fær- eyskt-íslenskt tríó, með Sigurð Flosason og Kjartan Valdemarsson innanborðs. Tónleikar þeirra eru hluti af tónleikaferð um Norður- löndin og Shetlandseyjar. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30. NASA: My Favorite Things: Tríó Thomasar Clausens, píanó, Jespers Lundgaards, bassa, og Peters Danemos, trommur. Tríóið leikur frumsamið efni eftir Thomas ásamt vel þekktum djassstandördum, allt leikið á hinn sérstæða hátt Thom- asar sem er í stöðugri þróun í átt að frjálslegri leik. Rekja má stílblæ tríósins til tríós Bills Evans en jafn- framt gætir áhrifa frá tríóum Pauls Bleys og Keiths Jarrets og frá kvin- tett Miles Davis á miðjum sjöunda áratugnum með Herbie Hancock og Tony Williams. Tónleikararnir hefjast kl. 22.00. WIJNENA/VINTER/THOR: Andrés Þór Gunnlaugsson, Bob Wijnen og Rene Winter skipa tríóið sem leikur á tónleikum á NASA annað kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.