Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 24
24 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Sextíu óro Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri og tónlistarmaður Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri og tónlistarkennari, er sextug í dag. Starfsferill Þorgerður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdents- prófi frá MR 1963, söngkennara- prófi og tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1963, stundaði nám í kórstjórn og tónvísindum hjá dr. Róbert A. Ottóssyni 1963-65 og 1968-74, stundaði framhaldsnám í tónlist, tónvísindum og kórtónlist við Uni- versity of lllinois 1965-67, nám við guðfræðideild HÍ 1963-65, var í söngnámi hjá Engel Lund 1970-83, námi í kórstjórn í Englandi 1971, 1972 og 1973, í New York 1974, í Sviss 1974 og 1979, í ísrael 1975, í Noregi 1980, í Englandi 1981 og 1995, og í Vínarborg 1987. Þorgerður var tónlistarkennari við Mela- og Hagaskólann í Reykja- vík 1964-65, kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík 1967-95, stjórnandi barnakórs Tónlistar- skólans í Reykjavík 1967-73 og 1982- 84, kennari við Tónlistarskól- ann í Kópavogi 1968-69, er tónlist- arkennari við Menntaskólann í Hamrahlíð frá 1967, er stofnandi og stjórnandi Hamrahlíðarkórsins og framhaldskórs fyrir eldri nemendur frá 1982. Hún hefur haldið tónleika með þessum kórum víða um Evr- ópu og í ísrael, Japan og Kanada og verið fulltrúi íslands á íjölmörgum tónlistarhátíðum. Þorgerður hefur frumflutt tón- verk fjölmargra íslenskra og er- lendra tónskálda, sem hafa samið sérstaklega fyrir hana og Hamra- hlíðarkórinn. Þorgerður var sumarbúðastjóri á vegum Þjóðkirkjunnar 1963-67, kynnir á skóla- og fjölskyldutón- leikum Sinfóníuhljómsveitar fs- lands 1974-80 og framkvæmda- stjóri Zukofsky-tónlistarnámskeiða í Reykjavík 1978-80. Þorgerður sat í stjórn Bandalags íslenskra listamanna 1973-85 og var varaforseti þess 1981-85, sat í stjórn Kjarvalsstaða 1976-85, í stjórn Félags íslenskra tónlistar- manna 1974-78, í stjórn kennarafé- lags Tónlistarskólans í Reykjavík 1983- 84, sat í ráðgjafanefnd á sviði tónlistar í Kaleidoscope-verkefni Evrópusambandsins 1996-2000, fulltrúi norrænu tónlistarnefndar- innar NOMUS í Sleipni er sér um styrki til ungra, norrænna lista- manna 1997-2001, fulltrúi íslands í NOMUS frá 2001, kennari á meist- aranámskeiði í kórtónlist fyrir stjórnendur barna- og æskukóra í ísrael 1998, aðalstjómandi æskukórsins Radda Evrópu, viða- mesta samstarfsverkefnis menn- ingarborga Evrópu árið 2000 en kórinn hélt tónleika í menningar- borgunum og frumflutti m.a. tón- verk eftir Arvo Párt sem tileinkað var aðaistjórandanum, hefur sinnt ýmsum dómnefndarstörfum, m.a. verið fulltrúi íslands í dómnefnd Norrænu barnakórakeppninnar 1978, í norrænni dómnefnd fyrir Tónlistarhátíð ungra einleikara á Norðurlöndum 1983-87, í dóm- nefnd fyrir Tónskáidaverðlaun Norðurlanda 1987-90, í dómnefnd alþjóðlegu kórakeppninnar í Oskarshamn í Svíþjóð 1993-96 og ólympíuleikanna í kórsöng í Linz í Austurríki 2000. Þorgerður hefur verið stjórnandi Hamrahlíðarkórsins á eftirtöldum hljómplötum: Ljós og hjómar, 1978; Öld hraðans, 1982; Haust- myndir, 1985; Kveðið í bjargi, 1988; Turtildúfan, jarðarberið og úlfalda- lestin, 1991; Islensk þjóðlög, 1993; fslenskir jólasöngvar og Maríu- kvæði, 1996. Þorgerður hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Með- al þeirra eru Bjartsýnisverðlaun Brostes í Kaupmannahöfn, 1983; Heiðursstyrkur ungra tónlistar- manna úr Leonie Sonnings Musik- fond í Kaupmannahöfn, 1975; Menningarverðlaun DV, 1979; riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu fyrir tónlistarstörf, 1985; Verðlaun STEFs fyrir flutning ís- lenskra tónverka, 1992, og stórridd- arakross hinnar konunglegu norsku heiðursorðu, 1992. Þá hlaut Hamrahlíðarkórinn fýrstu verðlaun í alþjóðlegu kórakeppninni Let the People Sing 1984. Fjölskylda Eiginmaður Þorgerðar er Knut Arne Odegárd, f. 6.11. 1945, skáld. Hann er sonur Arne Knutson Odegárd, f. 15.7. 1911, d. 30.11. 1995, og Sigrid Anne ödegárd, f. 15.5. 1908, d. 25.1. 1999. Stjúpbörn Þorgerðar eru Mali Frodis ödegárd, f. 31.7. 1969; Hege Kristine Knutsdotter ödegárd, f. 28.2. 1973. Systur Þorgerðar eru Rut Ingólfs- dóttir, f. 31.7.1945, fiðluleikari; Vil- borg Ingólfsdóttir, f. 3.6. 1948, yfir- hjúkrunarfræðingur; Unnur María Ingólfsdóttir, f. 6.5. 1951, fiðluleik- ari; Inga Rós Ingólfsdóttir, f. 17.3. 1953, sellóleikari. Hálfsystkin Þorgerðar, samfeðra: Eva Mjöll Ingólfsdóttir, f. 22.6. 1962, fiðluleikari; Andri Már Ing- ólfsson, f. 17.10. 1963, forstjóri; Árni Heimir Ingólfsson, f. 16.9. 1973, píanóleikari og doktor í tón- vísindum. Foreldrar Þorgerðar eru Ingólfur Guðbrandsson, f. 6.3. 1923, tónlist- armaður og ferðafrömuður, og Inga Þorgeirsdóttir, f. 2.2. 1920, kennari. Ætt Ingólfur er sonur Guðbrands, b. á Prestsbakka á Síðu, bróður Þor- frnns, afa Ómars Ragnarssonar, fréttamanns og dagskrárgerðar- manns. Guðbrandur var sonur Guðbrands, b. á Hraunbóli og á Or- ustuvöllum Jónssonar, b. í Efri-Vík Þorkelssonar. Móðir Jóns var Mál- fríður Bergsdóttir, pr. á Prestsbakka Jónssonar, og Katrínar Jónsdóttur, eldpr. Steingrímssonar. Móðir Guðbrands á Prestsbakka var Guð- laug ljósmóðir hálfsystir, samfeðra, Þuríðar ömmu Valgerðar Dan leikkonu. Guðlaug var dóttir Páls, b. í Hörgslandi á Síðu Stefánssonar, bróður Guðlaugar, móður Jóhönnu Egilsdóttur verkalýðsfrömuðar, ömmu Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Móðir Guðlaugar ljósmóður var Ragnhildur Sigurðardóttir. Móðir Ingólfs var Guðrún Auð- unsdóttir, b. á Eystri-Dalbæ Þórar- inssonar, og Sigríðar Sigurðardótt- ur. Inga er dóttir Þorgeirs, b. og smiðs á Hlemmiskeiði, bróður Sig- ríðar, móður Þorsteins Sigurðsson- ar, dbrm. á Vatnsleysu, formanns Búnaðarsambands Islands. Önnur systir Þorgeirs var Þórdís, amma Gunnars Eyþórssonar fréttamanns, föður Eyþórs tónlistarmanns. Þor- geir var sonur Þorsteins, b. á Reykj- um Þorsteinssonar, b. í Brúnavalla- koti Jörundssonar, b. í Laug Illuga- sonar, Skálholtssmiðs Jónssonar. Móðir Þorgeirs var Ingigerður, syst- ir Eiríks á Ólafsvöllum, föður Sig- urðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups. Ingi- gerður var dóttir Eiríks, hreppstjóra á Reykjum Eiríkssonar, ættföður Reykjaættar Vigfússonar. Móðir Ingu var Vilborg Jónsdótt- ir, smiðs á Hlemmiskeiði Jónsson- ar, og Vilborgar, systur Þórðar, langafa Guðlaugs Bergmanns og Guðlaugs Tryggva Karlssonar. Vil- borg var dóttir Guðlaugs, b. á Hell- um Þórðarsonar, b. á Hellum Stef- ánssonar, b. á Bjalla, bróður Rann- veigar Filippusdóttur og Jóns á Brekkum, afa Sólveigar, ömmu Ás- geirs forseta. Stefán var sonur Fil- ippusar, pr. í Kálfholti, forföður ráðherranna Ingólfs á Hellu og Matthíasar Mathiesen, föður Árna sjávarútvegsráðherra. Smá auglýsingar 500 kr. fyrir texta- auglýsingar á dv.is 950 kr. fyrir smáauglýsingu með mynd Merkir íslendingar Líney Jóhannesdóttir Líney Jóhannesdóttir rithöf- undur fæddist á Laxamýri í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 5. nóvember 1913. Foreldrar hennar voru Jó- hannes Baldvin Sigurjónsson, óðalsb. á Laxamýri, og k.h., Þór- dís Þorsteinsdóttir húsfreyja. Jó- hannes var bróðir Jóhanns, skálds og leikritahöfundar. Systir Líneyjar var Jóna Kristjana, móð- ir Benedikts Árnasonar leikstjóra. Önnur systir Lfneyjar var Snjó- laug, móðir Sigurjóns Sigurðar- sonar, fyrrv. iögreglustjóra, föður Jóhanns, forstjóra Hafrann- sóknastofnunar. Líney ólst upp á Laxamýri til ellefu ára aldurs en fór þá, eftir lát móður sinnar, í fóstur til Páls Stefánssonar, stórkaupmanns frá Þverá, og Hallfríðar Proppé Stef- ánsson. Lfney lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stundaði síðan nám í félagsfræði hjá ölvu Myrdal í Stokkhólmi. Líney starfði m.a. hjá Raforku- málastofnun og við mæðraeftirlit á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur auk húsmóðurstarfa. Hún stund- aði ritstörf um árabil og samdi m.a. eftirfarandi barnabækur: Æðarvarpið, útg. 1961; í lofti og læk, útg. 1962, og Síðasta sumar- ið, útg. 1969. Þá skráði hún, ásamt Þorgeiri Þorgeirssyni, æviminningar sínar, Eitthvað sem eingin veit, útg. 1975. Auk þess samdi hún skáldsögurnar Kerlingaslóðir, útg. 1976, og Aumingja Jens, útg. 1980. Margar smásögur birtust eftir hana í blöðum og tímaritum auk þess sem hún stundaði þýðingar. Líney lést 18. júlí 2002. Stórafmæli 95 ára Sigríður Gísladóttir, Hornbrekku, Ólafsfirði. 85 ára Halldór Friðriksson, Steinholtsvegi 12, Eskifirði. Jóhanna M. Jónsdóttir, Álftamýri 14, Reykjavík. Jóhanna Sigriður Hinriksdóttir, HKðarhúsum 3, Reykjavík. 80 ára Guðrún Elln Kristinsdóttir, Seilugranda 1, Reykjavík. Ragnhildur Árnadóttir, Selbraut 38, Seltjarnarnesi. 75 ára Ásdls Auður Ingólfsdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Brigitte Björnsson, Nesgötu 13, Neskaupstað.. Magnús Sigurðsson, Úlfsstöðum, Egilsstöðum. Margrét Stefánsdóttir, Víðigrund 2, Sauðárkróki. Sigrlður Aðalsteinsdóttir, Suðurmýri 36, Seltjarnarnesi. 70ára Aöalsteinn Haraldsson, Stillholti 6, Akranesi. Bolli Davfðsson, Austurbrún 2, Reykjavík. Eyjólfur Jónas Sigurðsson, Staðarbakka 6, Reykjavík. Gunnar Kristmundsson, Engjavegi 36, Selfossi. Hrólfur Marteinsson, Hálsi, Húsavík. Indriði Sigurjónsson, Hvíteyrum, Varmahlíð. Ragna Einarsdóttir, (rabakka 14, Reykjavík. Unnur Sólveig Vilbergsdóttir, Lækjasmára 6, Kópavogi. 60 ára Edward Scott, Höfðabraut 5, Akranesi. Fanney Ingvarsdóttir, Fjallalind 42, Kópavogi. Hinrik Sigurðsson, Faxabraut 76, Keflavík. Lárus Ágústsson, Núpalind 4, Kópavogi. María B. Árelfusdóttir, Lynghaga 17, Reykjavík. Sigurður Hjálmarsson, Stekkjarkinn 7, Hafnarfirði. össur Kristinsson, Sæbólsbraut 42, Kópavogi. 50 ára Aðalbjörg Anna Stefánsdóttir, Bæjargili 113, Garðabæ. Erling Þór Pálsson, Lindási, Akranesi. Guðmundur Guðmundsson, Miðengi 16, Selfossi. Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, Þingholtsstræti 17, Reykjavík. Hjördís Vilhjálmsdóttir, Hákotsvör 2, Bessastaðahreppi. Ingibjörg Sigurmundsdóttir, Kirkjubraut 20, Njarðvík. Júlfus Valdimar Óskarsson, Áshamri 16, Vestmannaeyjum. Slgurður Jakob Arnórsson, Miðvangi 117, Hafnarfirði. Valgeröur Sigurðardóttir, Hamrabyggð 32, Hafnarfirði. Þorkell Ingimarsson, Húnavöllum, Blönduósi. örn Jóhannsson, Búðasíðu 5, Akureyri. 40 ára Jórunn Ella Þórðardóttir, Barmahlíð 44, Reykjavík. Malgorzata Bilska, Strandgötu 39, Tálknafirði. Marslbil Fjóla Snæbjömsdóttir, Hrafnagilsstræti 10, Akureyri. Ninia Onoon Maguicay, Barónsstíg 39, Reykjavík. Ólafur Birgisson, Smáratúni 16, Keflavík. Páll Andrésson, Þórufelli 2, Reykjavík. Pétur Vilberg Guðnason, Lóuási 8, Hafnarfirði. Ragnhildur Ragnarsdóttir, Húnabraut 18, Blönduósi. Sigmundur Sigmundsson, Hlíðarvegi 46, Siglufirði. Sigríður H. Ingólfsdóttir, Ásvöllum 6b, Grindavík. Sigurður Pétursson, Urðarbraut 5, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.