Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 32
M 3 <> MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR 550 55 55 Við tökum við fréttaskot- umallan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 kr. Fullrar nafnleyndar er gætt. H-Laun © ... ekki sætta þig viö minna! TÖLVUMIÐLUN sími: 545 5000 • www.tm.is MARKI FAGNAÐ I RÓM: Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér markt sínu gegn Lazío í gær ásamt Oamien Duff. Allt um meistaradeildina bls. 30-31 Eiður Smári Guðjohnsen var á skotskónum í Róm í gærkvöld þegar Chelsea vann stórsigur, 4-0, á Lazio í meistaradeildinni. Eiður Smári skoraði annað mark Chelsea á 70. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamað- ur þremur mínútum áður. Þetta var fyrsta mark hans í meistara- deildinni á þessu tímabili en með sigrinum náði Chelsea þriggja stiga forystu í G-riðli og er nánast öruggt með sæti í 16- liða úrslitum keppninnar. Eiður Smári sýndi enn eina ferð- ina að hann er framherji í fremstu röð en hann átti einnig þátt í fjórða marki liðsins sem Frank Lampard skoraði. Lampard fylgdi þá eftir skoti Eiðs Smára sem Matteo Sereni varði. Félagi hans, Argentínumað- urinn Hernan Crespo, komst í sögu- bækurnar þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins. Hann varð fyrsti leik- maðurinn í sögu meistaradeildar- innar til að skora mark með fjórum mismunandi liðum; Parma, Lazio, Inter Milan og Chelsea, á undanförnum árum Van Nistelrooy vaknaður Hollenski markahrókurinn Ruud Van Nistelrooy vaknaði til lífsins á nýjan leik á Old Trafford í gærkvöld þegar Manchester United vann ör- uggan sigur á Rangers, 3-0, í „Bar- Crespo varð fyrsti leik- maðurinn ísögu meist- aradeildarinnar til að skora mark með fjórum mismunandi liðum; Parma, Lazio, InterMil- an og Chelsea. áttunni um Bretland". Van Nistel- rooy, sem hafði ekki skorað í mán- uð, skoraði tvö marka liðsins og virðist vera kominn á beinu braut- ina á nýjan leik. Real Madrid fyrst áfram Real Madrid varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslit- um keppninnar eftir markalaust jafntefli gegn Partizan Belgrad. Leikmenn Real Madrid náðu sér engan veginn á strik í leiknum og geta þakkað markverði sínum, Iker Casillas, fyrir stigið. „Við spiluðum ekki vel í þessum leik en fengum stigið sem okkur vantaði. Við getum þakkað Casillas það,“ sagði Carlos Queiros, þjálfari Real Madrid, eftir leikinn í Belgrad. Stuttgart sterkt Stuttgart gefur ekkert eftir í bar- áttunni í E-riðli og er komið með mjög góða stöðu ásamt Manchester United eftir sigur á gríska liðinu Panathinaikos, 3-1, í Aþenu. Stutt- gart lenti undir en kom sterkt til baka síðasta hálftímann í leiknum. „Ég er afskaplega ánægður með það hvernig leikmenn mínir brugð- ust við þegar þeir lentu undir. Þeir eru sannir sigurvegarar," sagði Felix Magath, þjálfari Stuttgart, eftir leik- inn. oskar@dv.is Veðríð á morgun Vaxandi suðlæg átt sunnan til. Skúrir vestan til en annars þurrt að kalla. Hiti vfða 2 til 8 stig að deginum en vægt frost í innsveitum norðaustan til. Sólarlag Sólarupprás í kvöld á morgun Rvík 17.00 Rvík 9.29 Ak. 16.58 Ak.9.11 Síðdegisflóð Rvik 17.07 Ak. 21.30 Árdegisflóð Rvík 04.53 Ak.9.30 Veðriðídag Veðrið kl. 6 i morgun Akureyri snjóél -6 Reykjavík alskýjað 5 Bolungarvík hálfskýjað 2 Egilsstaðir alskýjað 1 Stórhöfði skúr 7 Kaupmannah. þokumóða 6 Ósló súld 3 Stokkhólmur 1 Þórshöfn skýjað 11 London mistur 13 Barcelona NewYork súld 12 París alskýjað 11 Winnipeg alskýjað -6 550 5000 £

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.