Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER2003 Lesendur Innsendar greinar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í slma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendaslða DV, Skaftahllð 24,105 Reykjavlk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sértil birtingar. Skattur, eign okkar allra Þórdls Árnadóttir skrifar: Skattur er eign okkar allra sem byggjum þetta land. Ekki satt? Hér býrótrúlega mikið affólki sem á varla til hnífs eða skeiðar, sumir með fársjúk börn. Frétta- blaðið skýrir nýlega frá risnu hinna háu herra sem stýra þessu landi - 300 milljónir á síð- asta ári! Þessum peningum væri betur varið í að hjálpa þar sem þörfin er mikil, til dæmis hjá veikum börnum okkar og þeim sem ala önn fyrir þeim. Mér er Sþurn, hvað er að í þessu þjóð- félagi velmegunar? Þið, sem eigið eftir að fara utan á næst- unni og ætlið að notfæra ykkur risnu ríkisins, getið þið sam- visku ykkar vegna eytt pening- um okkar í glys og góðgæti? Dásamleg Dorrit Haraldur Ólafsson skrifar: Ég er einn þeirra sem hef haft miklar mætur á hinni dásam- legu Dorrit Moussaieff frá því hún varð heitkona núverandi forseta íslands. Nú hefur hún kynnt sig fyrir þjóðinni með ferðalögum sínum ásamtforset- anum og henni hvarvetna vel tekið. Hún hefur lagt sig eftir því að leggja hinum mjúku málefn- um lið eins og að heimsækja sjúk börn, brosa og taka í hend- ur þeirra. Nú er hún í forsvari, eða verndari söfnunar Sjónar- hóls, sem er fyrir aðstandendur langveikra barna. Ég verð að segja að við (slendingar meg- um hrósa happi yfir að hafa fengið þessa ágætu konu í lið með okkur í starfi sínu sem for- setafrú á Bessastöðum. Nýi pólitíski fjöl- skylduflokkurinn Gisli Jónsson skrifar: Það stóð aldrei á forystu Al- þýðuflokksins gamla og Al- þýðubandalagsins að draga dár að „fjölskyldunum fjórtán" sem áttu að stjórna landinu og mið- unum (les: Sjálfstæðisflokkur- inn og stærstu fyrirtæki lands- ins á þeim tíma). Það voru „fjölskyldurnar fjórtán" sem öllu réðu og þaðan kom líka óáran og lægð í efnahagslífmu þeg- ar þannig áraði. Þegar vel áraði og góðærið var aflsráðandi var það hins vegar ekki „fjölskyldunum" að þakka, hvað þá ríkisstjórn sem fjöl- skyldurnar tengdust, heldur fauna- stéttunum sem „gáfu eftir" í þjóð- arsáttarsamningum, og mátti rekja aftur tif áranna þegar formaður Framsóknarflokksins fór fyrir þjóð- arskútunni. Nú er öldin önnur. „Fjölskyld- urnar fjórtán" hafa sumar hverjar ratað af leið, týnt „bréfum" og misst lykfavöld að musterum vel- gengninnar og eru í óðaönn að leita leiða til að halda sætum í lífvænleg- um fyrirtækjum sem þó hefur líka snarfækkað. Nú er veðjað á mennt- un og mannauð, eins og þeir gera á Akureyri, þar sem háskólaliði er hrósað í hástert fyrir að vilja vera á staðnum og tryggja störfin - ekki endilega arðbær störf heldur bara störf sem við, almennir skattborg- arar, greiðum svo skilvísfega í gegn- um ríkiskassann. - Nú er Isafjörður líka á höttunum eftir háskólaliði sem tryggir framtíð staðarins - þessa fyrrverandi höfuðbóls fisk- veiða og fiskvinnslu. Og nú er öldin líka önnur í ranni vinstri samsteypuflokksins í land- inu, Samfylkingarinnar. Þar eru róstur og forystan, sem öll er höf- uðborgarforysta, beygir nú ótt og títt fram hjá stærstu hverunum sem hafa verið að ógna landsfundi Sam- fylkingarinnar um nýliðna helgi. Enginn fulltrúi utan höfuðborgar- svæðisins er í framkvæmdastjórn og Margrét Frímannsdóttir, fýrr- verandi varaformaður, sem gaf sæti sitt eftir fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgar- stjóra, var umsvifalaust aftengd þegar hún dirfðist að bjóða sig fram í framkvæmdastjórn því þar var að mæta fulltrúa úr nýju fjölskyldunni sem stjórna á Samfylkingunni, Stefáni Jóni Hafstein, förmannin- um - og ekkert má rifta heilögu samkomulagi milli formanns Sam- fylkingarinnar, Össurar, og svil- En einn vetur er langur tími í pólitík. Jafnvel einn mánuöur. Svo geta mál þróast að sjálfstæðismenn krefjist þess að þing verði rofið og kosning- ar eigi sér stað áður en framsóknarmenn taka forystu í þessari ríkisstjórn. konu hans, Ingibjargar. Þau eru sameiginlegt höfuð Samfylkingar- innar um ókomna tíð. Ef guð lofar. Nú bíða flokksmenn eftir því hve langt þau geta sveigt Samfylking- una til hægri, að stefnu Heimdallar, að stefnu ráðherra heilbrigðismála og að stefnu sjálfstæðismanna í ESB-málinu. Að minnsta kosti þar til næst verður kosið svo að Sam- fylkingin hafi möguleika á að SAMEIGINLEGT HÖFUÐ SAMFYLKINGARINNAR: Ekkert má rifta heilögu samkomulagi í nýjum pólitískum fjölskylduflokki. mynda stjórn með Sjálfstæðis- flokknum. í þeim efnum vonast Samfylkingin þó til að nýr formað- ur verði kominn að Sjálfstæðis- flokknum því ekki mun ganga sam- an með núverandi forsætisráð- herra og varaformanni Samfylking- arinnar að óbreyttu. En einn vetur er langur tími í pólitík. Jafnvel einn mánuður. Svo geta mál þróast að sjálfstæðismenn krefjist þess að þing verði rofið og kosningar eigi sér stað áður en framsóknarmenn taka forystu í þessari ríkisstjórn. Þá kann svo að fara að Davíð verði áfram sjálfskip- aður formaður og forsætisráð- herraefni í nýrri ríkisstjórn. - með Össuri en án Ingibjargar Sólrúnar. Engar samráðsrannsóknir? Guðjón Guömundsson skrifar: Það verður að teljast til tíðinda að nýfallinn dómur Hæstaréttar skuli árétta að vart sé að finna alvarlegri samkeppnistakmark- anir en þegar fyrirtæki komi sér saman um verð, álagningu og um hvaða afslátt skuli veita við- skiptavinum. Þetta átti við einstaklinga í svo- nefndu grænmetismáli sem snerti fyrirtækin Sölufélag garðyrkju- manna, Ágæti og Mata. Dómur Hæstaréttar gerir það mögulegt og jafnframt nauðsynfegt að lögreglu- yflrvöld taki málið upp á ný. En þá stekkur ríkissaksóknari á svið og segir að dómur Hæstaréttar gefi ekki tilefni til lögreglurannsóknar. - Ekki nú. í raun virðast ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari sammála um að aðhafast ekkert í máli þessu. Byggt á þeirri skoðun að Samkeppnis- stofnun hafi ekki, þegar rannsókn stóð yfir á sínum tíma, talið málið rannsóknar vert og því ekki leitað Á GRÆNMETISMARKAÐNUM: Varla alvarlegri samkeppnistakmarkanir en samráð um verð, álagningu og afslátt, segir Hæstiréttur. til lögreglu. Nú sé málið einfaldlega fyrnt. Það sýnist þó fremur vera ríkis- lögreglustjóri sem hafi dregið fæt- urna í því að rannsaka hve alvarleg þessi brot voru, þar sem ríkissak- sóknari sendi hinum fyrrnefnda beiðni um að hann kannaði hve al- varleg brotin þættu. - En niður- staðan var sú að engin rannsókn hófst hjá ríkislögreglustjóra! Niðurstöður Hæstaréttar núna segja þó skýrt að málið komi til kasta lögreglunnar. Almenningur er sannarlega orðinn langeygur eft- ir því að réttlátir dómar séu kveðn- ir upp yfir þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem eru ber að fjársvikum og/eða samráði í verð- lagningu þegar sekt hefur verið sönnuð. Hér er um að ræða fjár- drátt, réttara sagt þjófnað, frá al- menningi. Almennir neytendur í landinu bíða því eftir að ríkissak- sóknari fyrirskipi rannsókn á meintum brotum um samráðið milli grænmetisfyrirtækjanna þriggja- Nú varð ég hissa, Karl Steinar Margrét Njálsdóttir, amma, skrifar: Ekki gat ég ímyndað mér að sjálfur forstjóri Tryggingastofnunar ríicisins léti sér detta í hug að við Ásdís Jóns- dóttir, dóttir mín, værum að deila á barnalækna TR eða aðra hjá stofnun- inni, eins og þú lést að liggja í viðtali við DV sl. fimmtudag. - Það dytti okk- ur aldrei í hug. Okkar hugsun er að hinn almenni fslendingur fái að sjá hvað fólkið hjá TR vinnur rosalega vel miðað við hvað því eru settar þröngar skorður, og hvað við búum við gott heilbrigðis- og tryggingakerfi. Þetta með trúnaðinn hjá ykkur, Karl Steinar, þú skalt engar áhyggjur hafa af honum. Öll bréf frá ykkur í sambandi við mál Birkis Emils, vegna Goldenhar-sjúkdóms hans, liggja hjá blaðamanni DV. Þannig að þú getur tjáð þig af hjartans lyst. Það væri meira að segja mjög gott ef þú upplýstir hvers vegna þið greið- ið fyrir tvo fylgdarmenn með sumum börnum sem em að fara í læknisað- gerðir erlendis, en ekki neitt hættu- legri aðgerðir heldur en Birkir Emil. Ég get nefnt nöfn ef þú vilt. Er það kannski af því að þau hafa verið látin njóta vafans? Það var mjög sætt af þér að taka líka upp hanskann fyrir félagsþjón- ustuna í Mosfellsbæ. Það kann jú að vera betra að róa með tveimur brotn- um ámm heldur en einni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.