Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 30
30 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003
Sigmundur kominn heim frá Hollandi
Malcolm Christie fótbrotinn
KNATTSPYRNA: U-21 árs
landsliðsmaðurinn Sigmundur
Kristjánsson kom í gær heim
frá Hollandi en hann er hættur
að leika með Utrecht. „Ég var
fastur í varaliðinu og þetta
gekk ekki eins og ég vildi,"
sagði Sigmundur í samtali við
DV Sport í gær. „Því ákvað ég
að fá samningnum rift við Ut-
recht og koma heim því mér
fannst ég vera farinn að staðna
hjá félaginu," sagði Sigmundur
en hann var að hefja sitt annað
ár hjá félaginu. Sigmundur lék
með Þrótti áður en hann fór
utan en hann segir ekkert vera
ákveðið með það hvar hann
leiki á næstu leiktíð. „Ég hef
ekki verið í formlegum viðræð-
um við neitt lið. Ég hef heyrt af
áhuga nokkurra liða og ég
mun skoða þessi mál á næstu
dögum," sagði hinn tvítugi
Sigmundur sem sér þó ekki
eftir tímanum í Hollandi. „Þetta
var ágætis tími og mjög lær-
dómsríkur en eins og ég segi
þá gengu hlutirnir ekki eins og
ég hefði helst viljað þannig að
mér fannst betra að koma
heim en ég kem heim reynsl-
unni ríkari."
KOMINN HEIM: Sigmundur hætt-
ur hjá Utrecht.
KNATTSPYRNA: Middles-
brough varð fyrir áfalli í gær
þegarframherjinn Malcolm
Christie fótbrotnaði á æfingu.
„Það er mikið áfall fyrir okkur
að missa slíkan lykilmann á
þennan hátt," sagði Steve
McClaren, framkvæmdastjóri
Middlesbrough. „Það er aug-
Ijóst að við erum mjög
óheppnir með meiðsl þessa
dagana en það þýðir ekki að
væla yfir því heldur verðum
við að haida áfram."
Christie hefur verið í byrjunar-
liði Boro meira og minna í vet-
ur og hann hefur skorað tvö
mörk í þeim ellefu leikjum sem
hann hefur tekið þátt í. Hann
var í láni frá Derby í fyrra en
Boro keypti hann í sumar.
AFTUR i GANG: Hollendingurinn Ruud Van Nistelrooy
fagnar hér öðru af tveimur mörkum sínum fyrir
Manchester United gegn Rangers t gærkvöld en þessi
mikli markahrókur hafði ekkf skorað í heilan mánuð.
Baldur á förum frá ÍA
Chelsea
Eiður Smári kom afbekknum
Það gekk mikið á í Meistara-
deildinni í gærkvöld þegar
fyrstu leikirnir í fjórðu umferð
fóru fram. Real Madrid varð
fyrsta félagið til þess að tryggja
sér þátttökurétt í 16-liða úrslit-
unum er þeir gerðu markalaust
jafntefli gegn Partizan Belgrad.
Manchester United sannaði það
endanlega að þeir eru miklu
betri en Glasgow Rangers þeg-
ar þeir unnu þá í annað sinn, og
að þessu sinni sannfærandi á
OldTrafford, 3-0, þarsem Ruud
Van Nistelrooy vaknaði af vær-
um blundi og skoraði tvö mörk
en hann hafði ekki skorað í heil-
an mánuð áður en hann skoraði
í gær. í sama riðli vann Stutt-
gart góðan sigur á Panathinai-
kos og eru United og Stuttgart í
mjög góðum málum í riðlinum.
Chelsea fór síðan á kostum í
Róm þar sem það tók Lazio í
bakaríið, 4-0. Eiður Smári kom
af bekknum hjá Chelsea og
skoraði þrem mínútum síðar.
Evrópumeistarar AC Milan
unnu gríðarlega mikilvægan
sigur á Club Brugge en sigurinn
var erfiður þar sem þeir misstu
Alessandro Nesta af velli í fyrri
hálfleik með rautt spjald.
Man. Utd var ekki f miklum
vandræðum með Glasgow Rangers
en þrátt fyrir erfiða stöðu sagði
Daninn Peter Lovenkrands, leik-
maður Rangers, að þeir væru ekki
úr leik í baráttunni.
„Það lítur út fyrir að við þurfum
þrjú stig gegn Stuttgart og þá verð-
um við bara að klára það dæmi.
Þetta er Meistaradeildin og þar get-
ur allt gerst. Annars er ég mjög von-
svikinn yfir þessum leik. Við vorum
ekki upp á okkar besta að þessu
sinni og United nýtti sér það til
fullnustu. Ég fékk smápláss á
vængnum í fyrri hálfleik en ég hefði
átt að koma mér betur inn í leikinn.
Við reyndum mikið en það var bara
ekki nóg. United sýndi hvað það er
„Roy hefur rosalega
mikil áhrifá aðra leik-
menn. Hann er alls
staðar á vellinum og
hann gerir allt sem
maður vill að fyrirliði
geri."
ar á vellinum og gerir allt sem mað-
ur vill að fyrirliði geri."
Ruud Van Nistelrooy skoraði
loks eftir mánaðar markaþurrð og
hann hrósaði félaga sínum Diego
Forlan í leikslok en Úrúgvæinn
lagði upp fýrra mark Nistelrooys og
skoraði eitt sjálfur en þetta er þriðji
leikurinn í röð þar sem Forlan skor-
ar.
Fjögur lið hafa áhuga á að næla í kappann
Þaö er Ijóst að Húsvíkingurinn
Baldur Ingimar Aðalsteinsson
leikur ekki með bikarmeistur-
um (A á næstu leiktíð þar sem
það slitnaði upp úr samnings-
viðræðum milli Baldurs og
Skagamanna á mánudag.
Fjögur félög hafa áhuga á að
næla í Baldur og þeirra á meðal er
hans heimafélag, Völsungur, sem
og Valsmenn, en samkvæmt
heimildum DV Sports eru tals-
verðar líkur á því að Baldur gangi
til liðs við Hlíðarendapilta.
Valsmenn hyggjast ekki dvelja
Valsmenn hafa áhuga
bæði á Baldri og
Þórhalli Hinrikssyni.
lengi í 1. deildinni og þeir stefna á
að styrkja lið sitt fýrir átökin þar
næsta sumar enda hafa Ármann
Smári Björnsson og Matthías
Guðmundsson báðir yfirgefið
herbúðir félagsins á síðustu vik-
um.
Fyrir utan áhugann á Baldri
hafa Valsmenn einnig augastað á
KR-ingnum Þórhalli Hinrikssyni
en hann á væntanlega ekki öruggt
sæti í KR-liðinu á næstu leiktíð.
Því hefur hann áhuga á að reyna
fyrir sér á nýjum vígstöðvum og
ekki er ólíklegt að það verði á
Hlíðarenda. henry@dv.is
með gott lið og þeir voru einfald-
lega sterkari en við.“
Keane var frábær
Sir Alex Ferguson, framkvæmda-
stjóri Man. Utd, var himinlifandi
með sína menn í leikslok.
„Þriðja markið gekk alveg frá
þeim. Það má reyndar ekki líta
fram hjá því að það vantaði mikil-
væga menn í þeirra lið að þessu
sinni," sagði Ferguson af mikilli
hógværð en hann var mjög ánægð-
ur með frammistöðu fýrirliðans,
Roy Keane, í leiknum.
„Hann hefur rosalega mikil áhrif
á aðra leikmenn. Hann er alls stað-
Chelsea fór á kostum
Chelsea lék á als oddi gegn Lazio.
Eiður Smári skoraði ágætt mark
þrem mínútum eftir að hann kom
inn af bekknum og lagði svo upp
fjórða markið fyrir Lampard. Það
eyðilagði heldur ekki neitt fyrir
Chelsea að Sinisa Mihaljovic lét
reka sig af velli í upphafi síðari hálf-
leiks.
„Þetta eru bestu úrslit sem ég hef
fengið síðan ég tók við liðinu,"
sagði Claudio Ranieri, fram-
kvæmdastjóri Chelsea. „Það er
mjög erfitt að koma til Ítalíu og ná
svona góðum úrslitum gegn Lazio.
Að sjá stuðningsmennina svona