Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 10
1 0 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003
Fréttir DV
Fréttir DV þess efnis að lögreglan í Reykjavík sé fáliðuð og undirmönnuð hafa
vakið athygli margra, ekki síst misyndismanna. Ekkert þeirra þrettán innbrota
sem tilkynnt voru til lögreglu um síðustu helgi hafa verið upplýst.
Icelandair á
gagnrýnina
Gagnrýni Iceland Ex-
press á IMG Gallup vegna
verðkönnunar á fargjöldum
íslensku flugfélaganna er
ekki réttmæt samkvæmt yf-
irlýsingu frá Gallup.
Gagnrýnin snúi að aug-
lýsingu Icelandair, ekki
vinnubrögðum Gallup. í
auglýsingunni komu fram
ónákvæmar upplýsingar
um hvenær verðkönnun
IMG Gallups var gerð.
„IMG Gallup getur ekki
borið ábyrgð á auglýsing-
um annarra fyrirtækja,'‘
segir í yfirlýsingu Gallups
sem stendur við aðferða-
fræði sína og vísar gagnrýni
til föðurhúsanna.
Fyrirgefning
syndanna
Árni Johnsen á fullt er-
indi aftur í stjórnmál að
mati lesenda netmiðilsins
Eyjafréttir. is. Tæp 53% les-
enda sögðu Árna eiga aftur-
kvæmt en 46% töldu svo
ekki vera.
Eyjafréttir gerðu sams
konar könnun þegar fyrst
komst upp um afbrot Árna
og voru þá 73% aðspurðra
á því að ferli Árna væri lok-
ið. HefurÁrni því aukið
vinsældir sínar um tæp
30% meðan hann sat inni.
Latli Johns Margir
hugsa sér gott til
glódarinnar.
Mikil vakning hefur orðið í undirheimum
Reykjavíkur eftir fréttir DV þess efnis að lögreglan í
Reykjavík sé fáliðuð og undirmönnuð. Þykir mörg-
um sem aldeilis hafi hlaupið á snærið enda hafa
þeir sem aðrir, haldið að lögreglulið borgarinnar
væri mun fjölmennara, en í raun eru það rúmlega
hundrað lögregluþjónar sem eiga að tryggja öryggi
þeirra tæplega 120 þúsunda sem í Reykjavík búa.
„Ég get ekki sagt að ég hafi orðið var við færri
löggur sjálfur, en margir eru meðvitaðir um að
lögreglan er fámenn þessa dagana og hugsa sér
gott til glóðarinnar," segir Lárus Jónsson, betur
þekktur sem Lalli Johns. Hann þekkir vel til í und-
irheimum Reykjavíkur og segir að margir aðilar þar
hugsi sér gott tií glóðarinnar.
„Þeir sem ekki voru með á nótunum
áður eru það núna eftir að DV kom út á
miðvikudaginn. En ég held að enginn
hafi vitað að lögreglumenn væru aðeins
rúmlega hundrað talsins. Ég hélt sjálfur að þeir
væru rniklu fleiri."
Um síðustu helgi bárust lögreglunni í Reykjavík
þrettán tilkynningar um innbrot. Er þar um að
ræða innbrot í bæði hús og bifreiðar. Engar upplýs-
ingar liggja fýrir um hvort einhver þeirra hafi verið
upplýst en samkvæmt heimildum er það undan-
tekning fremur en venja að innbrot séu upplýst á
skömmum tíma. Viðar Eggertsson, leikstjóri, er
einn þeirra sem varð fýrir barðinu á innbrotsþjóf-
um þessa helgi. Hann var sofandi þegar innbrots-
þjófarnir létu greipar sópa á heimili hans.
„Eftir á að hyggja var kannski gott að ég vaknaði
ekki. Þeir spenntu upp einn gluggann hjá mér og
fóru þannig inn. Ég svaf eins og steinn en vaknaði
af einhverri ástæðu klukkan þrjú um nóttina.
I
Kannski hef ég rumskað við að þeir fóru enda vom
þeir á bak og burt með hljómflutningsgræjur,
kreditkort, farsíma og fleira smálegt."
Viðar hringdi strax á lögreglu sem brást fljótt við
en hafði ekki erindi sem erfiði. Þjófarnir hurfu á
braut með muni Viðars í stórum svörtum plast-
poka.
„Það er ómögulegt að hugsa til þess hvað hefði
gerst hefði ég vaknað og gengið beint í flasið á þjóf-
unum. Mig grunar að þeir hljóti að bera einhver
vopn ef eitthvað kæmi fyrir."
Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, seg-
ist vilja sjá málefhalegri umræðu um lögregluna en
verið hefur. „Ég hef lítinn áhuga á að ræða mál lög-
reglunnar í fjölmiðlum fyrr en það liggur fyrir hvað
rfkisstjórnin vill gera,“ segir Böðvar Bragason, lög-
reglustjóri í Reykjavík. Þar vísar hann til umræðu
um fjárlög ársins 2004 sem frarn fara á Alþingi.
„Af blaðaskrifum mætti halda að yfirstjórn lög-
reglunnar í Reykjavík liggi á liði sínu. Það er kol-
rangt. Við gerum það sem við getum en vandi okk-
ar er sá sami og margra annarra stofnana innan
ríkisins. Það þurfa að komast á viðræður milli ríkis-
valdsins og sveitarfélaga og ákveða hvaða stefnu
eigi að fylgja í framtíðinni. Flestar stofnanir gera
sitt besta með þá fjármuni sem þeim er skammtað
en ábyrgðin hvflir á stjórnvöldum."
Hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fengust
þær upplýsingar að Björn Bjamason væri erlendis
og ekki væri hægt að ná tali af honum vegna þessa
máls. alben@dv.is
Álfar vernda
börn gegn
níðingum
Verslanamiðstöðvar á Bretlandi
ætla að ráða álfa til starfa fyrir jólin.
Álfarnir, sem verða klæddir grænum
búningum skreyttum bjöllum, hafa
það hlutverk að forða börnum frá
níðingum í jólasveinabúningum.
Álfarnir fara í sérstaka þjálfun og
læra að þekkja misyndisjólasveina
frá öðmm jólasveinum. Nokkur ótti
virðist ríkja á Englandi við að sjúkir
menn klæðist jólasveinabúningum
til þess að komast að litlum börnum.
Alison Berneye, framkvæmda-
stjóri vinnumiðlunar álfanna, sagði
við breska fjölmiðla í gær að um-
Jólasveinn á ferðinni Álfar munu gæta velsæmis jótasveina ístórmörkuðum og
verslanamiðstöðvum á Englandi fyrir jólin.
sóknir væru fjölmargar. Fólk á eftir-
launurn og atvinnulausir leikarar
sæktust eftir starfi álfs. Hún segir
alla umsækjendur þurfa að reiða
fram vegabréf og sakavottorð. „Við
viljum vita hverja við erum að ráða,"
segir Alison. Það lítur út fyrir að jóla-
sveinum sé ekki treystandi nema álf-
ur sé í grenndinni sem fylgist með
öllu saman.