Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 27
r DV Fókus FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 27 KillBill- Vol. 1 iam 1 ★★★★ WEA/Skífan Eitt af því sem maður get- ur treyst á hjá Quentin Tar- antino er tónlistin. Plötumar með tónlistinni úr Reservoir Dogs og Pulp Fiction eru á meðal skemmtilegustu kvik- myndatónlistarplatna og þess vegna gerir maður mikl- Plötudómar ar kröfur til þessarar. Eins og myndin stendur hún fyllilega undir væntingunum. Tar- antino velur sjálfur tónlisúna og eins og áður er þetta sam- bland af ólíkum stílum, gömlu og nýju, óþekktum perlum og sjaldgæfum útgáf- um af frægum lögum. Hér er ailt frá japönsku easy listen- ing yfir í kraut-rokk og pan- flaututónlist, með góðum skammti af grúvi, soul og 60’s poppi. Að ógleymdu jap- anska stelpupönk-laginu Woo Hoo með 5.6.7.8’s. Það er varla hægt að gera mikið betur! Trausti Júlíusson 1 CZLjT' j Elvis .. . ^ | Costello - North WÍ?T;' ★ ★★ Deutsch Grammop./Skífan J í gegnum árin hefur tón- list Elvis Costellos ýmist verið róleg, melódísk og fáguð eða hrá, æst og agressíf. Nú er hann í rólegheitunum. North inniheldur tónlist í sígildum kabarettstíl. Hún er tekin upp með íjölda klassískra tónlistarmanna, í sumum laganna eru bæði fjöldi blás- ara og stór strengjasveit, annars staðar syngur Costello bara við undirleik píanós og kontrabassa. Þó útkoman sé ekki eins öflug og á plötunni When I Was Cruel þá er þetta samt ágætis plata. Hún líður hjá átaka- laust og er í raun næstum því fullkomin á sinn blátt áfram og tímalausa hátt. Trausti Júlíusson The Strokes komu eins og þruma úr heiðskfru lofti með fyrstu plötu sína, Is This It, árið 2001. Platan var frábær og fékk lof gagn- rýnenda. Mikil eftirvænting var því eftir næstu plötu. I stúdíóinu beið þeirra það erflða verk að fylgja eftir frumburðinum. Nigel Godrich (Radiohead o. fl.) var fenginn á takkana en samstarfið gekk ekki upp og honum var sparkað fyrir Gordon Raphael sem pródúseraði fyrri plötuna. The Strokes eru nokkurn veginn við sama heygarðs- hornið á þessari plötu og á þeirrf fyrri, nema þeir hafa bætt hljómborði við nokkur laganna. Bassaleikurinn er ekki eins áberandi að vísu en annars eru plöturnar afar líkar. Það er ekki slæmt og fyrir vikið er platan þrusu- góð. Spurningin er hins veg- ar hversu lengi þeir komast upp með tilbreytingarleysið. Höskuldur Daði Magnússon Russell Crowe snýr aftur í stórmynd Peters Weirs, Master and Commander. Crowe leikur skipstjórann Jack Aubrey sem eltist við erkióvin sinn yfir tvö úthöf. Master and Commander gerist um borð í breska orrustuskipinu HMS Surprise þegar Napóleóns- stríðin standa sem hæst. Russell Crowe leikur skipstjórann Jack Aubrey og Paul Bettany leikur skipslækninn Stephen Maturin. Mennirnir tveir eru bestu vinir og nýtur skipstjórinn virðingar áhafnar sinnar sem kallar hann Heppna- Jack. Einn daginn verða skipverjarn- ir fyrir óvæntri árás þegar franskt herskip sem hefur miklu meiri skot- kraft ræðst að þeim og allt að því sökkvir HMS Surprise. Með laskað skip og marga særða menn reynir skipstjórinn Aubrey að gera upp á milli skyldu sinnar og persónulegra tilfinninga sinna er hann leggur í langan eltingarleik yftr tvö úthöf með það fyrir augum að handsama og hefna sín á óvini sínum. Hann leggur af stað í ferð sem mun annað hvort gera hann að hetju eða tor- tíma honum og áhöfn hans. Ástralski leikstjórinn Peter Weir er mörgum kunnugur fyrir myndir á borð við „The Year of Living Danger- ously,” „Fearless" og „Truman Show.“ Hann hefur yfirleitt farið ótroðnar slóðir í sinni kvikmynda- gerð og er það mál manna að sú sé einnig raunin að þessu sinni. Mikil áhersla var iögð á að endurskapa að- stæður um borð í skipinu á sannfær- andi hátt og nota þær til að ljá per- sónum meiri þunga og hefur það mælst vel fyrir á heimasíðunni Internet Movie Database þar sem hún fær einkunnina 7.7 sem jafn- gildir þremur stjörnum. Master & Commander var frumsýnd í gær og er sýnd í Smárabíói, Regnboganum og Laugarásbíói. Söluhæstu plöturnar Óskar vinsælastur Óskar Pétursson Álftagerðisbróð- ir á vinsælustu hljómplötuna á ís- landi um þessar mundir. Sólóplata hans, Aldrei einn á ferð, hefur selst gríðarlega vel undanfarnar vikur og ekkert lát virðist á vinsældunum. I öðru sæti á listanum yflr söluhæstu plöturnar er ný breiðskífa frafárs og má eiga von á áframhaldandi vin- sældum hennar, en sveitin átti sölu- hæstu plötuna fyrir jólin í fyrra. Annars eru kunnugleg nöfn á toppi listans og fátt sem kemur á óvart. Paparnir skipa þriðja sætið, söng- konan Hera er í því íjórða og á eftir henni koma í svörtum fötum og Bubbi Morthens. Það er þó athyglis- Óskar Pétursson Álftagerðisbróðirinn á vinsælustu hijómpiötuna á Islandi i dag en fær harða samkeppni frá írafári. vert að 22 ferðalög þeirra Magga Ei- ríks og KK er enn inni á topp 20 en sú plata bókstaflega rauk út í sumar. Vinsaelustu hljómplötunar Óskar Pétursson - Aldrei einn á ferð írafár - Nýtt upphaf Papar - Þjóðsaga Hera - Hafið þennan dag (svörtum fötum - Tengsl Bubbi - 1000 kossa nótt Vi'snaplatan Páll óskar og Monika - Ljósin heima Lina langsokkur Rfó Tríó - Rló Eivör Pálsdóttir - Krákan Sigga - Fyrir þig Grease Hljómar Hljómar Björgvin - Duet Sálin & Sinfó - Vatnið Ruth Reginalds - Bestu barnalögin Islensk ástarljóð KK & Maggl Eiríks - 22 ferðalög Skítamórall - Það besta Listinn tekur mið af söluhæstu plötunum í verslunum Hagkaupa slðustu vikuna. Stjörnuspá Margrét Bóasdóttir söngkona 51 árs í dag. „Viðbrögð hennar birtast hér óað- finnanlega rétt varð- andi tilfinninga- mál. Hún reynir hér að gefa eins mikið og hún er f’ fær um og sæk- f ist að sama skapi eftir ást og ástríð- um, hreinum og vafningalaus- um." Margrét Bóasdóttir \/\ Vatnsberinn (20.jan.-i8. febrj W -------------------------------------- Vatnsberinn hefur svo sannar- lega hæfileika til að breyta ótta í tilfinn- ingar sem gefa lífinu gildi og er einnig fær um að halda niðri líðan sinni með- vitað en ætti að komast í snertingu við sínar eigin hvatir með opnu hugarfari. F\shrm (19. febr.-20.mars) Stjörnu fiska er ráðlagt að gefa skynhneigð sinni lausan tauminn, tjá sig og viðurkenna eigin líðan á opn- ari máta en gerðu þér grein fyrir því að tilvera þín er skilgreind samkvæmt þinni eigin skynjun öllum stundum. MXWm (21. mars-19.aprii) Þú átt að viðurkenna tilfinn- ingar þínar í stað þess að bæla þær nið- ur. Haltu þig við eigin tilfinningar og skynjun að sama skapi. Fólkið í kringum þig (fjölskylda,vinir) eflir þig hér ef þú tileinkar þér að hlusta mun betur. M V Ö NaUtÍ ð(20.april-20.nwi) Ákveddu hvað þú getur gert með því að taka skref í átt að innra jafn- vægi. Þú ert fær um að efla fólkið sem þú umgengst og ættir ekki að hika við að aðstoða náungann eins og áður. n Tvíburarnirr27. mai-21.júni) Hófsemi er lykillinn að fram- haldinu þar sem jákvæðar tilfinningar upphefja þig sannarlega miðað við stjörnu tvíbura í lok nóvember. Hér kýst þú án efa að leggja af mörkum tíma þinn og orku varðandi eitthvað mál. Krabbinn gi.iúm-n.m____________ 0“** Þú ættir ekki að vernda þig með því að loka þig inni í eigin brynju heldur læra að þræða veginn milli gætni og of mikillar verndar gagnvart ástvinum þínum. Ljónið (23 .júli-22.ágúst) Fólk fætt undir stjörnu Ijóns- ins ætti að finna sköpunarþörf sinni uppbyggilega útrásarleið með því að verða meðvitaðri um sitt innra sjálf um þessar mundir. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Þú ert svo sannarlega rik/ur af ögnuði og ást þegar þú leitar að því ;em er jákvætt fyrir þig sjálfa/n og ekki ;íður fyrir aðra. Ekki láta aðra ákveða riðbrögð þín því þér hefur verið gefið /alfrelsi. O Vogin (23. sept.-23. okt.) Fólk fætt undir stjörnu vogar er minnt á það hérna að átta sig á því hvenær það heldur aftur af sér og hvenær það ætti að hlusta betur á hjarta sitt. Hugaðu vel að því hvað lík- ami þinn segir þér um þessar mundir. ni Sporðdrekinn (24.ok.-2u0>.) Stjama sporðdrekans er fær um að leiðbeina öðrum samkvæmt eig- in sannfæringu og kennir náunganum vissulega að leita svara við spurningum tilverunnar en á það hins vegar til að gleyma að hlusta á eigin hjartastöðvar. / Bogmaðurinn(22nw.-2/.*sj Metnaður og velgengni eru einkunnarorð bogmannsins hér þar sem hæfileikar hans nýtast best á þess- um árstíma sér i lagi. Þú verður að læra að allir þurfa að þróa með sér tilfinn- ingu fyrir eigin hagsmunum og þjóna þeim hjálparlaust. £ Steingeitin (22.des.-19.jan.) Gakk ótrauð/ur áfram á móts við tilfinningar þínar með því að gefa þér tíma með kyrrðinni sem felur í sér sköpunarmátt þinn og vilja til að upp- lifa sanna ást. 'PAMÁÐUR.Ií

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.