Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 Sport DV Ballack og Nilmartil Chelsea? Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er farinn að munda veskið á ný og vill nú kaupa Michael Ballack og Brasilíumanninn Nilmar. Umboðsmaður Nilmar mun ræða við Abramovich á næstu dögum en Abramovich hyggst kaupa Nilmar og lána hann svo til CSKA Moskvu í eitt ár. Ástæðan er sú að Nilmar fengi væntanlega ekki atvinnuleyfi á Englandi fyrir næsta tímabil. Þýskir fjölmiðlar byrjuðu svo að orða Ballack við Chelsea í gær en skuldinni fyrir misjafnt gengi Bayern í vetur hefur að miklu leyti verið skellt á Ballack og því kann hann illa. Ballack var með Bayern í Glasgow á þriðjudag þar sem þeir mættu Celtic í Meistara- deildinni. Þegar blaðamenn á flugvellinum spurðu Ballack um málið sagði hann einfaldlega: „Við verðum að bíða og sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“ I0C freistar Chambers Alþjóða ólympíu- nefndin, IOC, hefur ákveðið að freista breska spretthlauparans, Dwain Chambers, með því að bjóðast til að stytta keppnisbann hans ef hann lætur af hendi allar þær upplýsingar sem hann hefur um lyflð THG. Fjölmargir frjálsíþrótta- menn hafa fallið á lyfjaprófi vegna lyfsins undanfarið og þar á meðal Chambers. „Vonandi sér Chambers að hann stórgræðir á því að láta okkur fá þessar upplýsingar því við munum í staðinn stytta bann hans,“ sagði Jaques Rogge, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar. Stolt Victoria Beckham lítur hér á eiginmann sinn full aðdáunar eftir að hann hafdi verið heiðraður af Bretlandsdrottningu í gær. David er ekki síður ánægdur med orðuna eins og sjá má. Mín stærstu verðlaun sagði David Beckham eftir að hann var heiðraður af Elísabetu Englandsdrottningu David Beckham bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn í gær þegar Elísabet Englandsdrottning heiðraði hann með orðu breska heimsveldisins, OBE. Beckham sagði við tilefnið að þetta væru stærstu verðlaun sem hann hefði unnið til á ferlinum og að hann væri ákaflega stoltur. „Þetta er ótrúlegt," sagði Beckham eftir athöfnina. „Það er frábært að geta fengið slík verðlaun fyrir að leika knattspyrnu sem er nokkuð sem ég elska að gera. Það er allt fullt af mikilvægu fólki hér í dag og ég er upp með mér yfir þessu öllu. Ég held að konan mín sé mjög stolt af mér og það er mér einnig mjög ljúft að afi og amma skuli hafa getið verið nteð mér hér í dag.“ Beckham hefur unnið flest verðlaun sem hægt er að vinna til í knattspyrnu fyrir utan titla með enska landsliðinu. Hann er margfaldur Englands- og bikarmeistari með Manchester United og var einnig í liði United sem vann Meistaradeildina árið 1999 í dramatískasta úrslitaleik sögunnar. Þrátt fyrir öll þessi verðlaun þá segir hann að orðan frá drottningunni séu stærstu verðlaunin sem hann hafi unnið til. Mjög sérstakt „Þetta eru bestu verðlaun sem ég hef fengið hingað til. Það að fá verðlaun fyrir það sem maður elskar að gera er mjög sérstakt. Þetta er ótrúlegur dagur í einu orði sagt," sagði Beckham og upplýsti viðstadda síðan um það hvað honum og drottningunni hefði farið á milli. „Drottningin sagði að það væri henni mikill heiður að afhenda mér þessi verðlaun. Hún spurði mig einnig að því hvernig væri að ferðast fram og til baka með fótboltaliðum. Ég tjáði henni að það væri ekkert vandamál og ég er mjög heiðraður yfir að hafa fengið að njóta návistar hennar hérna í dag.“ Hjónaband Bechams og Victoriu kryddpíu hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarnar vikur eftir að sá orðrómur komst á kreik að þau væru að fara að skilja. Gekk málið svo langt að hjónin neyddust til þess að gefa út yfirlýsingu þar sem þau lýstu því yfir að þau elskuðu enn hvort annað og væru ekki að fara að skilja. Sá orðrómur var vart dauður þegar annar fór af stað um að þau ætluðu að endurnýja heit sín. Breskir blaðamenn notuðu að sjálfsögðu tækifærið í gær og spurðu Beckham út í nýjasta orðróminn. „Victoria er konan mín og hún verður ávallt með mér - sama hvað gengur á. Hún styður ávallt vel við bakið á mér og ég elska hana mjög mikið. Hvað varðar þennan nýja orðróm þá hef ég ekki heyrt hann áður. Ég get engu að síður fullvissað ykkur um að hann á ekki við rök að styðjast enda þurfum við ekki á slíku að halda." Vildi frekar horfa á United sagði Viggó Sigurðsson eftir sigur Hauka á Blikum Leikur Breiðabliks og Hauka í Kópavoginum á miðvikudag minnti frekar á slakan leik í Utandeildinni en á leik í RE/MAX-deildinni. Haukar gengu frá leiknum á 10 mínútum og biðu næstu 50 mínúturnar eftir því að honum myndi ljúka. Handboltinn sem var á boðstólum þessar 50 mínútur var ekki boðlegur þeim tæplega 50 áhorfendum sem „fjölmenntu" á leikinn. Haukarnir tóku leikinn lygilega alvarlega til að byrja með og voru ekki margar mínútur liðnar þegar þeir voru komnir með fjögurra marka forystu, 4-0. Blikar komust á töfluna eftir tæplega 8 mínútna leik en það var of seint því leiknum var í raun lokið á þeim tíma. Ekki bætti úr skák fyrir heimamenn að Haukar tóku þeirra skæðasta mann, „Byssu“ Björn Hólmþórsson, úr umferð sem fyrir vikið varð skotfæralaus. Blikarnir reyndu hvað þeir gátu að koma sér inn í leikinn en allt kom fyrir ekki. Viljann höfðu þeir en getuna vantaði. Þegar blásið var til leiklilés var munurinn orðinn tíu mörk, 10-20, þrátt fyrir að markataflan sýndi 10-19, en það er ekki hægt að skamma strákana á tökkunum fyrir að hafa dottað í hálfleiknum því það þurfti að minnsta kosti tvöfaldan espresso til að halda fólkinu í húsinu vakandi. Sama vitleysan var upp á teningnum í síðari hálfleik fyrir utan að eilftið meiri harka færðist í leikinn. Blikarnir brutu nokkrum sinnum ruddalega af sér en uppskáru aðeins tveggja mínútna brottvísanir þegar klárlega hefði átt að sýna þeim rautt spjald en afspyrnuslakir dómarar leiksins höfðu ekki kjark til þess að lyfta rauða spjaldinu fyrr en rétt í leikslok er Orri Hilmarsson braut fólskulega af sér. Vignir Svavarsson var í sérflokki á vellinum í gær. Lagði sig fram af öllum krafti frá upphafi og uppskar eftir því. Pétur Magnússon átti einnig ágætan leik og svo var gaman að sjá til hins unga Sigurðar Karlssonar sem átti ágæta innkoma í síðari hálfleikinn. Gunnar jónsson var seigur í Blikaliðinu en aðrir leikmenn fá falleinkunn. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, hefur mikið kvartað yfir mótafyrirkomulaginu í vetur og hann sá ástæðu til þess að minna á skoðanir sínar eftir leikinn. „Ég get ekki annað en endurtekið það sem ég hef sagt áður, að ef þetta á að þjóna handboltanum þá er eitthvað verulega mikið að,“ sagði Viggó sem vildi ekki meina að það hefði verið kvikindisskapur hjá honum að taka Björn Hólmþórsson úr umferð í leiknum. „Svona er bara það varnarafbrigði sem við höfum verið að leika undanfarið. Þar að auki sáum við enga ástæðu til þess að hleypa þeirra besta manni upp enda afgreiddum við leikinn á tíu mínútum. Létum svo varaliðið spila.“ Leikið var í Meistaradeildinni í knattspyrnu á sama tíma og leikurinn fór fram og Viggó gat ekki neitað því að hann hefði frekar kosið að horfa á leik Man. Utd og Panathinaikos en að spila þennan leik. „Já, ég hefði gjarnan viljað sjá leikinn með Manchester United en ég ætla að drífa mig núna og sjá seinni hálfleikinn," sagði Viggó og var rokinn. henry@dv.is BREIÐABLIK-HAUKAR 26-34(10-20) Gangur leiksins: 0-1,0-4,4-10, 7-14,9-16, (10-20), 11-20,14-24, 17-27,22-30,24-32, 26-34. Dómarar: Heigi Rafn Hallsson ög Hílmar Guðlaugsson (2). MAÐUR LEIKSINS Vignir Svavarsson, Haukum BREIÐABLIK Fiskuð víti Kristinn Logi 2 Björn Óli Ágúst Örn 1 Orri 1 HAUKAR Mörk/ þar af víti: <ot/vfti) Hraðaupphl. Mörk/ þar af víti (skot/víti) Hraðaupphl. Gunnar B. Jónsson 7 (9) 2 Jón Karl Bjömsson 7/4 1 Guðmundur Gunnarsson 6/3 (7/3) 2 Vignir Svavarsson 5 (6) 2 Orri Hilmarsson 3 :4j 1 Þórir Ólafsson 5(10)2 Kristinn Logi Hallgrímsson 3(5) 1 Andri Stefan 5 (14/1) 1 Björn Óli Guðmundsson 3 -:/> 0 Pétur Magnússon 4 (7) 0 Björn Hólmþórsson 2/1 (5/2) 0 Sigurður Örn Karlsson 3 (5/1)0 Einar E. Einarsson 1 (2) 0 Þorkell Magnússon 2(2} 1 Ingi Þór Guðmundsson 1 (4) 1 Halldór Ingólfsson 1 (t)0 Ágúst Örn Guðmundsson 0(6) 0 Dalius Rasikevicius 1 1 Matthías Árni Ingimarsson 1 0)0 Varin skot/þar af víti (sko Hákon Valgeirsson 10/2 Ólafur Ingimundarson 6/1 i sig/víti) 33% Pétur Þorláksson Varin skot/þar af víti (sko 0:1) 0 á sig/víti) (20/4) 43% Birkir Ivar Guðmundsson 17/1 Þórður Þórðarson 41/5 41% 1 (3) 33% Fiskuö víti Vignir Halidór Andri Pétur Matthías Sigurður SAMANBURÐUR Breiðablik Haukar 16/3 Varin skot/þar af víti 18/1 49/26 (53%) 5/4 (80%) Skotnýting Vítanýting 58/34 (58%) 7/4 (57%) 7 Hraðaupphlaupsmörk 8 8 (Orri rautt) Brottvísanir 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.