Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 25
DV Sport FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 25 Hinn 14 ára Freddy Adu gerði í síðustu viku samning við bandaríska liðið DC United og hafnaði um leið tilboðum frá Manchester United, Chelsea og PSV. Hann verður í apríl á næsta ári yngsti spilandi atvinnuknattspyrnumaður heims. FREDDY ADU Fæddur: 2. júni 1989 í Ghana Hæð: 1,73 m Þyngd: 74 kg Þjóðerni: Fæddist í Ghana en fiutti til Bandaríkjanna 8 ára. Varð bandarískur ríkisborgari í febrúar 2003. Bakgrunnur í Bandaríkjunum: 1998 var hann valinn í úrvalslið ungra leikmanna. Lék fjölmarga leiki gegn ítölskum unglingaliðum. Landsleikir: Spilaði sína fyrstu leiki fyrir U-17ára lið Bandaríkjanna 13 ára gamall. Varð um leið yngsti landsliðsmaður allra tíma. Þegar U- 17 ára lið Bandaríkjanna æfði fyrir HM skoraði hann þrjú mörk í einum hálfleik gegn U-18 ára liði Blackburn. HM U-17: Skoraði þrjú mörk í opnunarleik Bandarfkjanna sem var gegn Suður-Kóreu vannst, 6-1. Skoraði sigurmarkið gegn Sierra Leone fimm dögum seinna og þeir duttu síðan út í 8-liða úrslitum gegn Brasilíu. Uppáhaldstónlistarmenn hans eru 50 Cent og Eminem og á veggjunum í herberginu hans eru plaköt af David Beckham og Diego Maradona. Uppáhaldskvikmyndin hans er Hringadróttinssaga. Það verða litlar grundavallarbreytingar á lífi Adus á næsta ári. Hann mun áfram búa í herberginu sínu heima hjá mömmu. Hann hættir reyndar í skóla en heldur áfram að spila fótbolta. Reyndar ekki með menntaskólaliði heldur atvinnumannaliði. Mamma mun halda áfram að keyra hann á æfmgarnar þar sem hann er ekki kominn með aldur til þess að keyra. Ætlar að vinna HM Þrátt íyrir að Adu láti utanaðkomandi pressu ekki hafa mikil áhrif á sig þá gerir hann miklar kröfur til sjálfs sín og takmörk hans í framtíðinni eru skýr. „Það hefur verið mikið gert úr ungum og efnilegum leikmönnum í gegnum tíðina sem síðan hafa liorfið sporlaust. Ég hef lofað sjálfum mér að verða ekki einn af þeim. Ég sé sjálfan mig fyrir mér í framtíðinni í úrslitaleik í heimsmeistarakeppninni. Dag einn ætla ég að halda á bikarnum og það verður frábært," sagði Adu sem verður 17 ára þegar næsta heimsmeistarakeppni fer fram. Hann hefur sett stefnuna á að komast í bandaríska landsliðið í keppninni. Ef það tekst fær hann tækifæri tii þess að jafna met Pelés sem varð einmitt fyrst heimsmeistari 17 ára gamall. henry@dv.is Gerði samning við Nike Á vormánuðum varð ljóst að Adu ætlaði sér að stíga skrefið til fulls þar sem hann er að klára menntaskóla tveimur árum á undan áætlun - hann hefur sleppt einum bekk og tekið tvo saman á einu ári. Forsvarsmenn Nike voru ekki lengi að taka við sér. Þeir buðu honum nokkurra ára samning sem færir Adu eina milljón dollara í aðra hönd. Fjölmörg félög buðu Adu síðan samning í sumar og þeirra á meðal voru Man. Utd og Chelsea en Adu ákvað að ‘semja við DC United. Hann býr í Washington og vildi ekki flytja milli landa. Þar að auki hafði hann áhyggjur af því að hann myndi festast í unglingaliðum félaganna á Bretlandi en hann vill byrja að spila með „stóru strákunum" strax og það tækifæri fær hann hjá DC United. „Samningurinn gefur mér tækifæri til þess að vera ég sjálfur með fjölskyldu minni. Það eru allir að spyrja mig af hverju ég hafi ekki samið við íið í Evrópu en ég er ekkert að flýta mér. Ég vil fá / Freddy Adu er enginn venjulegur 14 ára strákur. Hann er nýbúinn að gera atvinnumannssamning við bandaríska atvinnumannaliðið DC United sem og samning við Nike sem er metinn á eina milljón dollara. Þar að auki er hann að útskrifast úr menntaskóla tveimur árum á undan áætlun. Það eru þungar byrðir lagðar á herðar þessa óharðnaða imglings en honum hefur hingað til tekist að höndla álagið og athyglina rétt eins og hann væri búinn að vera atvinnumaður Í20 ár. Adu fæddist í bænum Tema í Ghana en fyrir sex árum síðan vann fjölskylda hans í dvalarleyfishappdrætti sem gerði henni kleift að flytja til Maryland í Bandaríkjunum. Þegar þangað var komið hafði Adu strax áhyggjur af því að hann gæti ekki leikið knattspyrnu. „Ég var í fótbolta allan sólarhringinn þegar ég bjó í Ghana. Þegar við fluttum leist mér ekki á blikuna því það virtist ekki vera neinn sem spilaði knattspyrnu hérna. Ég var hræddur um að ég gæti aldrei leikið aftur,“ sagði Adu þegar hann rifjaði upp fyrstu vikurnar í Bandaríkjunum. Hann fann sér þó fljótlega leikvöll til þess að sparka bolta. Skólafélagi hans sá til hans og lét foreldra sína vita sem síðan sáu til þess að hann komst að hjá liði í nágrenninu. Einstakir hæfileikar hans spurðust fljótt út og má segja að allar götur síðan hafi hann verið í sviðsljósi fjölmiðla. Talað hefur verið um síðan hann var tíu ára að þar væri á ferðinni efnilegasti knattspymumaður heims og honum hefur oftar en ekki verið líkt við sjálfan Pelé - bæði vegna hæfileikanna og útlitsins. Móðir hans hafnaði milljónatilboði frá ítalska stórliðinu, Inter, þegar hann var aðeins 11 ára. Það gerði hún þrátt fyrir að hún væri að vinna tvö störf til þess að framfleyta fjölskyldunni. Hún kaus frekar að bíða og taka rétta tilboðinu fyrir Freddy þegar það bærist. tækifæri til þess að þroskast og þróa minn leik áður en ég fer til Evrópu," sagði Adu sem gerði fjögurra ára samning við bandaríska liðið. Nike bindur miklar vonir við strákinn og vonast til þess að hann verði fyrsta stórstjaman í bandarískum fótbolta sem geri það að verkum að knattspyrnan verði ekki lengur jaðarsport í Bandaríkjunum heldur nái loksins því flugi sem menn hafa beðið eftir. Efasemdir um aldur „Ef maður er nógu góður þá er maður nógu gamall," sagði Adu á blaðamannafundi daginn eftir að hann skrifaði undir samninginn United. „Mér líður eins og ég sé tilbúinn og því vil ég láta slag standa.“ Adu hefur höndlað athyglina með ótrúlegri yfirvegun sem er meðal annars ein ástæðan fyrir því að fjölmargir efast uhann sé raunverulega 14 ára. Líkamsburðir hans og andlegur þroski spila einnig verulega inn í. Reynt hefur verið að sanna að hann sé eldri en hann heldur fram en án árangurs. Annars er Adu að flestu öðru leyti eins og hver annar fjórtán ára unglingur. 4 V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.