Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 19
DV Fókus FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 I 9 5« Dillon Þetta er líka stórt nafn en bóhem- legra. Varla er staðurinn kenndur við leikarinn Matt og frekar um lávarðinn Dillon að ræða sem eitt sinn var búsettur í Reykjavík. En Hollywood-ljóminn skemmir varla fyrir. 6. Nell/s Gæti verið um nafngift á amerískum dæner að ræða - hljómar ein- hvern veginn þannig. Vinalegt og ekkert meira um það að segja. 7.22 ogll (Tveir staðir í sömu eigu á samnefndum númerum Laugavegs.) Aldrei heyri ég annað en tuttugu og tveir þannig að hver og einn getur borið fram þessi staðar- heiti samkvæmt sinni þjóðtungu. Verulega heimsborgaralegt! Enda held ég að tuttugu og tveir sé sá staður sem lengst hefur gengið af þeim stöðum sem hér eru nefndir. 8.Café Cozy (Gay staður í miðbænum.) Hvað á maður að segja? - Ósköp huggulegt er það fyrsta sem manni dettur í hug og ein- hvern veginn yfir- lætislaust. 9. MetZ (Áður Oro og Rex.) Mér dettur bara ekkert annað en GOTÍK í hug. í Metz er stórkosdeg gotnesk kirkja og ég fyilist andakt við að heyra þetta nafn. - Þetta er stór nafn- gift en það var REX líka! lO.Næsti bar Er nú bara and- stæðan við flestar þessar nafngiftir. Hvað er hvers- dagslegra og eðlilegra en Næsti Bar? Frábært nafn að mínu mati - ekki bara yfir- borð og ímynd heldur líka innihald og vigt! • „Demi Moore og Ashton Kutcher munu ganga í hjónaband á næsta ári," seg- ir móðir leikar- ans. „Þau eru mjög ástfangin og þeim er al- vara með sam- bandi sínu þótt aldursmunur- inn sé sextán ár. Mér finnst aldurinn ekki skipta neinu.“ Leikaraparið er ákveðið í að giftast en ætlar þó að bíða í að minnsta kosti hálft ár. • Það er ekkert athugavert við typpi söngvarans Justins Timberla- ke að sögn ömmu hans sem virðist vera að segja allar sögurnar af barnabarni sínu í viðtölum við fjöl- miðla þessa dagana. Hún segir Brit- ney ekki hafa farið með rétt mál í sjónvarpsviðtali þegar hún talaði um að Justin væri ekki vel vaxinn niður. „Ég hjálpaði mikið til við uppeldið á Justin og get fullvissað ykkur um að það er ekkert athuga- vert við hann lfkamlega." Hún hefur nú trekk í trekk talað við fjölmiðla um drenginn sinn og sagt sínar skoðanir á hin- um og þessum málum. Hvort Justin er ánægður með þessa umfjöllun fylgir ekki sög- unni... • Russell Crowe hefur lýst því yfir að eiginkona hans, Danielle Spencer, sé nákvæmlega kona eftir hans höfði. Þau gift- ust fyrr á þessu ári og eiga von ábarniíjanú- ar. Aðspurður um hjóna- bandið sagði hann: „Ég held að það hafi ekki breytt mér neitt að giftast Danielle, ég haga mér nákvæmlega eins og ég hef alltaf gert. Konan mín er mjög op- inská og með breitt bak og um daginn þegar henni var bent á að fara á fæðingarnámskeið hreytti hún út úr sér: „Ég kann sko alveg að anda." Nú getur fólk kannski skilið af hverju ég giftist henni.“ Raunveruleikasjónvarpsþátturinn The Real World er ekki lengur eins sætur og skemmtilegur og stjórnendur MTV vildu. pw The Real World er raunveru- leikaþáttur sem sýndur er á sjón- varpsstöðinni MTV. Þættirnir eru teknir upp í risastóru húsi í San Diego þar sem ungt fólk er látið búa saman og allt sem þau gera þar inni er tekið upp . Aðeins í einu herbergi hússins eru ekki mynda- vélar, á baðherberginu. Fyrr í mánuðinum var ungri stúlku nauðgað á baðherberginu og að sögn lögreglu vaknaði hún upp í þessu húsi án nokkurrar vit- undar. Hún hitti mann sem kallaði sig „Justin“ á bar og bauð hann henni í glas. Samlcvæmt áreiðanlegum heimildum var hann kunningi eins þeirra sem bjó í húsinu og hafði verið þar þennan um- rædda dag. Hún kláraði glasið og í fram- haldi rankaði hún við sér inn á baðherberg- inu og vissi ekk- ert hvernig hún komst þangað eða af hverju hún var þar. Höfðu einhverjir þátttak- endanna í raunveruleikasjónvarp- inu komið að henni naktri inn á baðherberginu og klætt hana í föt- in sín og hringt fyrir hana á leigu- bfl. Samkvæmt læknisskoðun sem stúlkan gekkst undir sagði einn MUSIC Raunveruleikasjónvarpsþáttur á MTV Þessir krakkar búa í húsinu en neita allri sök. læknir í viðtali við fjöl- miðla: „lienni var greinilega nauðgað á hrottalegan hátt og var einnig byrlað eiturlyf." Marnie Black, talsmaður MTV segir það öruggt mál að enginn þátttakend- anna í sjónvarpsþættinum hafi haft eitthvað samráð í þessu nauðgunarmáli og enginn á þeirra vegum tengist þessu máli. Dýralæknir Faxið gert fínt fyrir jólin Einar Sigurðsson spyr: „Nú iíður að því að maður tekur hrossin á hús. Þau eiga það til að vera svolítið rytjuleg og þess vegna spyr ég hvernig best sé að með- höndla fax og tagl þannig að það verði mjúkt og skínandi. Heyrði ein- hvern tíma að pilsner virkað vel. Er það rétt? Gott væri að fá að vita um fleiri aðferðir." Guðbjörg svarar: „Ég mæli oftast með því að dýra- læknir sé kallaður til. Dýralæknirinn sprautar hrossin með sérstöku lyfl sem vinnur á ormum í innyflum ásamt lús og maur. Ég veit ekki hvort pilsnerinn virkar en það er hægt að kaupa margs konar hesta-sjampó í hestaverslunum. Þau má nota í faxið til að gera það mýkra og fallegra." venja hundinn af þessu og lfldega er best að innrita hann í hundaskóla. Þar lærir hann ýmislegt gagnlegt." Guðbjörg Þorvarðardóttir Anna Páls spyr: „Ég á hund sem gerir sér leik að því að elta ketti. Þetta þykir nokkrum kattaeigendum í hverflnu afar hvimleitt og kvarta gjarna við mig. Er einhver leið að venja hund- inn af þessu?“ Guðbjörg svarar: „Þetta er ffekar spurning fyrir hundaþjálfara. Sjálfsagt er hægt að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.