Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 13
EKV Fréttir FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 13 Farbann á Portúgala Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um farbann á portúgalskan verkamann sem starfað hefur við Kára- hnjúka. Sýslumaðurinn á Seyðis- fírði krafðist þess að maðurinn yrði settur í far- bann vegna rannsóknar sem hann sætir vegna brota sinna. Þar sem hann hafði engin tengsl hér á landi eftir uppsögn frá Impregilo, þótti sýnt að ekki væri tryggt að hann yrði hér á landi þangað til rannsókn sýslumanns lyki. Varar Banda- ríkin við Rússneskur hershöfð- ingi, Yury Baluyevsky, var- aði í gær Bandaríkjamenn við því að þróa kjarnavopn sem hægt er að nota til að sprengja upp neðanjarðar- byrgi án þess að valda geislun á yfirborðinu. Ný lög sem tóku gildi í Banda- ríkjunum á dögunum veita hernum heimild og fjár- magn til þess að þróa slík vopn. Baluyevsky sagði að kjarnavopn hafi hingað til aðeins þjónað pólih'skum tilgangi með fælingarmætti sínum. Ef að Bandaríkin þróa kjarnavopn sem þjóna beinum hernaðarlegum til- gangi mælir hann með að stjórnvöld í Moskvu endur- meti kjarnavopnaáætlanir sínar. Kynbomban Brown Gordon Brown, fjár- málaráðherra Bretlands, vann í gær áfangasigur í baráttu sinni fyrir að verða forsætisráðherra. Lesendur kynlífstímaritsins Erotic Review settu hann á lista yfír 25 helstu kyntröll Bret- lands. Á listanum eru leik- arinn Jude Law og ruðn- ingskempan Johnny Wilk- inson. Tony Blair og David Beckham komust ekki á listann. Kristján þykir snaggaralegur ná- ungi, maður sem hugsar viðfangs- efnisin I lausnum en veltirsérekki upp úr vandamálum. Hefursem bæjarstjóri Akureyringa kostað kapps að telja kjark í bæjarbúa og vekja með þeim bjartsýnisanda, sem mörgum þykirekki vanþörfá. Kostir & Gallar Kristján er að sumra máli helst til djaftur og með ögn afyfirlæti, mætti á stundum fara hægar i sakirnar i'einstaka viðfangsefnum. Sumir fínna lika að þvi að hann sé einskonar farandbæjarstjóri Sjálf- stæðisfíokksins og flakki milli sveitarfélaga, þar sem mannaá hans kalíberi séhelstþörf. Ný rannsókn á Vínlandskortinu frá Jacqueline Olin við Smithsonian-stofnunina í Bandaríkjunum tekur af allan vafa um að kortið sé ekki falsað. Rannsóknin verður birt í visindatímariti um mánaðamót. í samtali við DV segist Olin vera viss í sinni sök Vinlandskortio er ekta Það er röklega óhugsandi að falsarar frá síðari tímum hefðu vitað afþví að þessar agnir væru í bleki frá miðöldum ■ „Það er enginn vafi lengur í mínum huga,“ sagði Jacqueline Olin í samtali við DV í gær en í næstu viku birtist í vísindaritinu Radiocarbon niðurstaða rannsóknar hennar á blekinu sem not- að var til að draga upp hið umdeilda Vínlands- kort. Landakortið sem geymt er við Yale háskóla í Bandaríkjunum hefur verið umdeilt í áratugi og hafa vísindamenn skiptst í tvo hópa; þá sem telja þetta vera fölsun frá þriðja áratug tuttugustu ald- ar og hina sem telja kortið vera sönnun þess að Evrópubúar þekktu vel austurströnd Bandaríkj- anna löngu áður en Kólumbus sigldi að þeim ströndum. Síðari hópurinn hefur einnig álitið Vínlandskortið sönnun þess að Víkingar sigldu til Norður-Ameríku. Jacqueline Olin hefur verið við Smithsonian-vísindastofnunina í áratugi og er enn starfandi í ráðgjafanefnd stofhunarinnar. Hún birti fyrir rúmu ári niðurstöður rannsókna sem hún segist hafa unnið að í fjölda ára, meðal annars með C-14 aldursgreiningu á bókfellum. „Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að Vínlands- kortið væri frá fimmtándu öld, eða nákvæmlega frá árinu 1434, plús, mínus 11 ár“, segir Olin. En á EfVinlandskortið erekta afsannarþað að Kólumbus hafi ver- ið fyrsti Evrópubúinn sem kom til Ameriku sama tíma og hún birti þessa niður- stöðu í fyrra töldu breskir vísinda- menn að þeir hefðu fundið sönnun á hinu gagnstæða og að Vínlandskortið væri þrælúthugs- uð fölsun frá þriðja áratug tuttugustu aldar. Bretarnir töldu þetta nokkuð ótvírætt í ljósi greiningar á blekinu á kort- inu. En Olin lét sér ekki segjast og hefur síðan í fyrra greint blekið sjálf. Þar fann hún ör- smáar agnir af kopar, áli og zinki sem mynd- uðust í gömlu bleki. „Það er röklega óhugsandi að falsarar frá síðari tímum hefðu vitað af því að þessar agnir væru í bleki ffá miðöldum", segir Olin. Hún telur að þessar tvær vísindaniðurstöður sínar taki af allan vafa, þó svo að einhvem tíma muni taka fyr- ir menn að sættast á niðurstöðuna, enda hafi stór hópur vísindamanna ávallt haldið því fram að kortið væri fölsun. Undrast fálæti íslenskra vísindamanna íslenskir vísindamenn hafa ekki verið í sam- bandi við Olin vegna rannsókna hennar á Vín- landskortinu og er hún nokkuð undrandi á því þar sem þær kunna að renna styrkari stoðum undir sagnir af landafundum íslenskra víkinga í vestur- heimi. Hún myndi þó fagna samstarfl við áhuga- sama íslenska vísindamenn. Þrátt fyrir að niðurstaða Jacqueline Olin virðist c ^ttÍKl ji-i O fDCD.vuuuí; ^^^^nmuKortiöerieiguBeineckeRareBookandManusscriptLibrary, YaleHá- afráttarlaus er hún ekki viss um að hún sannfæri menn í einu vetfangi. Margt sé enn óljóst um sögu Vínlandskortsins. Það kom fram á sjötta áratugn- um í Evrópu og fylgdu því engar upplýsingar um fortíð þess. Þeir sem hafa trúað því að kortið væri frá miðöldum telja að munkar hafi teiknað það og lagt ffam á þingi kaþólsku kirkjunnar í Basil 1431- 1449. Margt bendi til þess að Vínlandskortið svari til annarra gagna sem þar voru til skoðunar. „Ég hef verið fremur hógvær í yfirlýsingum um Vín- landskortið og slegið varnagla til þessa, en nú er ég ekki í noklcrum vafa“, sagði Olin í símaviðtali frá heimili sínu í Maryland í gær. „Það er þó rétt- ast að leyfa mönnum að lesa niðurstöðuna í heild í tímaritinu Radiocarbon sem kemur út á mánu- daginn." kristinn@dv.is Skýrsla verkefnisstjórnar um gerð rammaáætlunar Úttekt á virkjunarkostum landsins Verkefnisstjórn um gerð ramma- áætlunar um nýtingu jarðafls og jarðvarma hefur skilað skýrslu sinni um 1. áfanga verkefnisins. Heildar- kostnaðurinn við þennan áfanga rammaáætlunarinnar er talinn vera 555 milljónir króna. Þar eru flokkaðir þeir virkjunar- kostir vatnsafls og háhita til raforku- framleiðslu með tilliti til umhverfis- áhrifa, heildarhagnaðs og arðsemi. Mat og flokkun var gerð með sam- anburði einstakra virkjunarkosta en ekki með sérstökum mælikvarða á hvern virkjunarkost fyrir sig. Þykir aðferðafræðin sem notuð var ný- mæli hér á landi en hún var stað- færð og þróuð innan faghópa áætl- unarinnar. Gefa niðurstöðurnar til- efni til að kanna marga kosti sam- tímis við undirbúning nýrra virkj- ana. Virkjunarkostum var skipt niður frá a til e eftir umhverfisáhrifum. Þeir sem féllu undir a, b eða c þykja síður umdeildir en d eða e eru lík- legri til að valda titringi meðal um- hverfisinna. Meðal kosta sem falla undir fyrri flokkinn má nefna Hólmsárvirkjun og Nesjavelli en á hinum endanum hvað varðar um- hverfisáhrif stendur Kárahnjúka- virkjun. Hún gefur hins vegar mesta orku allra kostanna sem skoðaðir voru. í skýrslunni er tæpt á þeim virkj- unarkostum sem koma til mats í Verkefnið kynnt næsta áfanga. Þar er efri hluti Hvít- Siv Friðleifsdóttir.ValgerðurSverrisdóttir og Sveinbjörn Björnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.