Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Qupperneq 29
DV Fókus
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 29
Gottskálk Dagur Sigurðarson hvarf eiginlega eftir að hann lék aðalhlutverkið í Hvíta víkingnum, kvik-
mynd Hrafns Gunnlaugssonar. Hann hefur búið í London undanfarin ár og fengist við leiklist og leik-
stjórn. Nú síðast átti hann stóran þátt í að koma Rómeó og Júlíu á fjalirnar í London og hann ætlar sér
meira með það verk.
Notar
Hver man ekki eftir Gottskálki í Hvíta víkingnum hans
Hrafns Gunnlaugssonar? Hann er líka maðurinn sem á
stóran hlut í velgengni Rómeós og Júlíu Vesturports, sem
sýnd var í Young Vic leikhúsinu í London. Gotti hefur búið
í London undanfarin ár þar sem hann hefur starfrækt sitt
eigið fyrirtæki, Continentica. „Fyrirtækið sérhæflr sig í
pródúksjón, tónlistarmyndböndum og annars konar lif-
andi myndefni,“ segir Gotti. „Svo hef ég verið að leika og
leikstýra. Það hefur reyndar lítill tími farið í það undanfar-
ið vegna vinnunnar við Rómeó og Júlíu hérna úti.“
Reynir ekki að ná breska hreimnum
Hann segir að sér hafi gengið ágætlega og kvartar ekki
undan verkefnaskorti. Síðast lék hann í sex þátta sjón-
varpsseríu, „The Book group“, fyrir Channel 4. „Þar lék ég
Svía og talaði bæði sænsku og ensku með íslenskum
hreim. Þetta var svona kómedía. Hún var sýnd í febrúar og
Hvíti víkingurinn Gottskálk Dagur er helstþekktur hérlendis fyrir
hlutverk sitt I Hvita víkingnum eftir Hrafn Gunnlaugsson
var framhald af annarri seríu sem ég lék í árið áður og
gekk mjög vel. Hún fjallar um fólk í lestrarhópi og ég lék
eiginmann einnar konunnar. Karakterinn var svona
frekar súr Svíi, fótboltamaður, og bara... frekar Svíaleg-
ur,“ segir Gotti og hlær. Hann hefur einnig leikið í sjón-
varpsþáttum fyrir BBC, svo sem „Happy birthday
Shakespeare."
Hann segist ekkert reyna að fela íslenska hreiminn.
„Ég var ekkert að reyna að breyta honum og lagði strax
áherslu á hann sem sérmerki mitt. Margir údendir vinir
mínir í leikarabransanum hafa verið að reyna að ná
breskum hreim, en það heyrist alltaf. Það er miklu skyn-
samlegra, alla vega fyrir mig, að nota þetta sem nokkurs
konar vörumerki.“
Vill ekki leika á sviði
„Annars finnst mér skemmtilegast að vinna mín eigin
verkefni og vera minn eigin herra. Gísli Örn Garðarsson,
leikari og leikstjóri Rómeó og Júlíu í útfærslu Vesturports,
er æskuvinur minn. Ég sá sýninguna á íslandi og fór strax
í að reyna að koma henni út. Það er búið að taka meira og
minna allan minn tíma frá því í maí. Ég hef þó gert tónlist-
armyndbönd í sumar, og eitt myndband gerði ég við fyrsta
singulinn hans Einars Tönsberg, Plastic Lions. Það mynd-
band er nú komið í spilun á MTV. Gotti hefur ekki viljað
leika á sviði og bað umboðsmann sinn að taka sig af öllum
skrám fyrir leikverk. „Það er svo mikil bindin;, það er æft í
sex vikur, og svo sýnt á hverjum degi. Ég vil gera vinna
verkefni, og helst skapa þau sjálfur. En markmiðið í augna-
blikinu er að koma Rómeó og Júlíu sem víðast og ég er á
fullu að vinna í því.“
Gottskálk Dagur
Sigurðarson
Hefur farið frá Hvíta
vikingnum yfir iað
leika súran Svia i
sjónvarpsþáttum á
Channel 4.
reiminn
DT.
Fáðu
áskrift
Sími 550 5000
askrift@dv.is
www.visir.is
Nýtt DV sex morgna vikunnar.
Ekkert kynningartilboð.
Engin frídreifing.
Mánaðaráskrift 1.995 krónur.