Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 Fréttir DV Vel við skál í Leifsstöð Tveir karlmenn og ein kona voru handsömuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fýrrakvöld. Fólk- ið, sem var vel við skál, hafði smyglað sér um starfsmannagang og þannig komist í brottfararsal stöðvarinnar. Tollverðir sáu hvers kyns var ogstöðvuðu fólkið en ekki liggur fyrir hvaða erindum það ætlaði að sinna. Þre- menningarnir eru rúmlega tvftugir og fengu að dúsa í fangageymslu þar áfengis- víman var runnin af þeim. Að sögn Jóhanns R. Bene- diktssonar, sýslumanns á Keflavíkurvelli, er atvik sem þetta litið mjög alvarlegum augum. Fyndnasti íslendingurinn Gísli Pétur, fyndnasti maður fslands. „Mér finnst Davíð Þór Jónsson bera af í fyndni á íslandi. Sá maður á heiður skilið fyrir fallega framsetn- ingu og góða heilsusam- lega, íslenska fyndni. Hann hefur einstaka sýn á sam- tímann en er einnig fall- valtur og mannlegur karakter. Það eru fáir sem komast upp með að vera Radíus- bróðir, nema presturinn, ritstýra Bleiks og Blás og fara þaðan í að þýða og leiklesa barnaefni. Snilling- ur! I framtíðinni vil ég sjá Davíð halda áfram í uppi- standi enda er hann frum- kvöðull á því sviði. Davíð Þór, æ salút jú! Hann segir / Hún segir Helga Braga, leikkona. Ég get ekki bent á neinn einn. Steinarnir mínir, Steinn Ármann og Þorsteinn Guðmundsson, koma einna fyrst upp í hugann. Steinn Armann er auðvitað einn besti leikari á íslandi og hef- ur hráan „spontant" húmor. Þorsteinn er svo með lúmsk- an og dásamlegan húmor jafnframt því að vera frábær rithöfundur. Lærimeistari minn, Edda Björgvins, er mikill grínist og alvöru leik- kona. Svo er Ólafía Hrönn með „djúsí" húmor og býr til skemmtilegar týpur. Allt eru þetta gjörólíkir listamenn og með sinn perónulega stfl. Húmor er dásamleg sýn á lífið, guðs- gjöf sem er úthlutað til fárra.“ Skotveiðimenn eru æfir vegna þeirrar ákvörðunar umhverfisráðherra að endur- greiða ekki veiðikort sem öllum, er hyggjast stunda skotveiði, er gert að kaupa á ári hverju Ráðherra í stríð við veiðimenn Umhverfisráðuneytið hyggst ekki endur- greiða þeim skotveiðimönnum sem keyptu svokölluð veiðikort, áður en bann við rjúpna- veiði var ákveðið í sumar. Vísar ráðuneytið þar til iaga um friðun rjúpunnar og telur sér ekki skylt að endurgreiða þeim tæplega hundrað veiði- mönnum sem formlega höfðu óskað eftir slíku. Öllum skotveiðimönnum er gert að kaupa slíkt veiðikort á ári hverju en það eingöngu veitt gegn framvísun veiðiskýrslu viðkomandi árið áður. Kortið kostar 2.200 krónur. „Þetta er alveg dæmalaust," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvís, félags skotveiði- manna. „Tölur okkar benda til að yfir 60% þeirra sem stunda skotveiði að ein- hverju marki stundi ein- göngu rjúpna- veiðar. Til að mega skjótahana þarf veiðikort og þetta þýðir að þeir sem keyptu slíkt í góðri trú í vor fá ekki neitt fyrir sinn snúð." Sigmar segir ljóst að sið- ferðilega hefði verið rétt að endurgreiða veiðimönnum sem þess óskuðu en með þessu Rjúpnaveiðimenn Kallað er eftir aðgerðum irman þeirra raða vegna ákvörðunar umhverf- isráðherra. framtaki sé Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, komin í stríð við veiðimenn. „Það var nógu slæmt að fá illa ígrundað bannið við veið- unum. Með þessum úrskurði er verið að snúa hnífnutn í sárinu og strá salti lauslega yfir." „Niðurstaðan er sú að við teljum engar lagalegar forsendur til endur- greiðslu," segir Sigríður Auður Arnardóttir, skrif- stofustjóri í Umhverfis- ráðuneytinu. „Sam- Með þessum úrskurði er verið að snúa hnífnum / sárinu og strá salti lauslega yfir kvæmt lögum sem sett voru 1994 er rjúpan frið- uð. Heimilt er að víkja tímabundið frá því og hef- ur það verið gert undanfarin ár. Nú er hins vegar veiðibann á henni og þess vegna er ekki um slík- ar undanþágur að ræða." Innan raða skotveiðimanna er talað um gagn- aðgerðir. Að líkindum mun það þýða að þær veiðiskýrslur sem ráðuneytið fær frá veiðimönn- um á ári hverju og notaðar eru til rannsókna verði mun lakari að gæðum en raun hefur verið hingað til. atben@dv.is R-listinn kynnir fjárhagsáætlun með 92 þúsunda skuldaaukningu á fjögurra manna íjölskyldur Skatttekjur streyma inn og skuldirnar vaxa R-listinn ætíar að herða á skulda- söfnun og auka tekjur borgarsjóðs um tæp 9% á næsta ári. Meirihluti R-listans lagði fram fjár- hagsáætíun næsta árs í borgarstjórn í gær. í henni kemur fram að tekjur borgarsjóðs sjálfs - án stofnana og fýr- irtækja borgarinnar - munu vaxa úr 34,7 milljörðum króna í 37,7 milljarða, eða um 8,7%. Hækkunin er fýrst og fremst vegna aukinna skatttekna þó sjálf skattprósentan hækki ekki. Á sama tíma og reiknað er með að borgarsjóður verði rekinn með 1,4 milljarða afgangi á næsta ári munu heildarskuldirnar aukast um 1,1 millj- arð. Skuldir borgarsjóðs munu þá nema 21,2 milljörðum í lok ársins 2004. Skuidaaukningin er sögð vera vegna flýtiframkvæmda og verðbóta á innlend lán borgarsjóðs. A hvern íbúa nemur skuldaaukningin 23 þúsund krónum. Það svarar til 92 þúsunda króna á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. R-lista fólk segir fjárhagsfrumvarp sitt bera þess merki að nokkur óvissa ríki í efnahagsmálum. Borgin hafi ákveðið að auka framkvæmdir á sín- um vegum árin 2003 og 2004 eftir að ríkisstjórnin bað opinbera aðila að draga úr á nýframkvæmdum á árun- um 2005 og 2006 - þegar stórfram- kvæmdirnar á Austurlandi nái há- marld. „Þrátt fyrir þetta hefur atvinnustig á höfuðborgarsvæðinu verið lægra en spáð var. Þótt áformað sé að ráðast í Þórólfur Árnason Borgarstjóri og bak- hjarlar hans iR-listanum kynntu i gær frum- varp að fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar. virkjanaframkvæmdir á Nesjavöllum, Hellisheiði og við Svartsengi á árinu 2004 ríkir engu að síður talsverð óvissa um atvinnustigið á suðvestur- horni landsins," segir í greinargerð með fjárhagsáætíuninni. gar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.