Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Page 12
72 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Megasfær
heiðurslaun
Magnús Þór Jónsson,
betur þekktur sem Megas,
fær heiðurslaun frá Alþingi.
Megas, sem þingið veitir
viðurkenningu með
þessum hætti, er
tónlistarmaður og skáld.
Hann er einn af sex nýjum
listamönnum sem bætast á
25 manna lista þeirra sem
fá laun frá Alþingi. Hinir
fimm eru Jóhann Hjálmars-
son, skáld, Kristinn Halls-
son, söngvari, Vigdís
Grímsdóttir, skáld, Vilborg
Dagbjartsdóttir, skáld og
Rögnvaldur Sigurjónsson,
píanóleikari. Gunnar I.
Birgisson formaður
menntamálanefndar mælti
fyrir tillögu þessa efnis en
Framsóknarflokkur og
Samfylking stóðu einnig að
henni. Vinstri-grænir stóðu
ekki að tillögunni.
Börnin fara
til ömmu
Michael Jackson vill að
móðir sín, Catherine
Jackson, fá forræði yfir
börnum sínum verði hann
dæmdur í fangelsi. Jackson
hefúr sem kunnugt er verið
ákærður fyrir kynferðisof-
beldi gagnvart tólf ára
dreng. Börn Jacksons eru
sjö, fimm og eins árs og
hafa alla tíð búið hjá föður
sínum. Ekki virðist inni í
myndinni að móðir tveggja
þeirra elstu, Debbie Rowe,
fái börnin. „Börnin verða
að sjálfsögðu áfram hjá
föður sínum. Verði breyting
á högum Jacksons er eðli-
legt að börnin fari til ömmu
sinnar," segir talsmaður
Jacksons.
Vestfirðingar í
æðri menntun
Nú í desember munu
170 Vestfirðingar þreyta
próf á háskólastigi hjá
Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Þar af eru um 130 sem
stunda íjarnám í sinni
heimabyggð. Nemendurnir
eru í sjö af níu háskólum
landsins og eru flestir
þeirra við Háskólann á Ak-
ureyri og Kennaraháskóla
Islands. Konur eru 70 pró-
sent þeirra Vestfirðinga
sem stunda ijarnám. Hall-
dór Halldórsson, bæjar-
stjóri á ísafirði, er meðal
margra Vestflrðinga sem
hafa kallað á að háskóla-
samfélagi verði komið á fót
á ísafirði sem liður í fram-
sókn fjórðungsins.
Ætla má að heildarkostnaður vegna þeirra hælisleitenda sem hingað koma í vax-
andi mæli skipti tugum milljóna á ári hverju. Flestir eru sammála um að þeim á
eftir að Qölga talsvert meira á komandi árum.
Hælisleitendur Þær vikur sem farið eryfir mái hælisleitenda hér á landi bera íslenskarstofnanir allan kostnað afdvölþeirra.
Hælisleitendur kosta
nær 50 milljónir á ári
„Kostnaður vegna hælisleitenda hefur aukist
umtalsvert en er enn viðráðanlegur," segir Jóhann
R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli.
Embætti hans ber talsverðan kostnað vegna fjölg-
unar hælisleitenda hér á landi. Fyrirséð er að þeim
mun fjölga frekar næstu árin.
„Gróft áætlað hleypur kostnaðurinn á þessu ári
á einhverjum milljónum en við höfum verið að bú-
ast við aukningu um hríð þannig að þetta kemur
okkur ekki í opna skjöldu. Fjöldinn er enn innan
þeirra marka sem við gerðum ráð fyrir."
Embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli
þarf, ásamt Rauða Krossinum og Útlendingastofn-
un, að greiða kostnað sem til fellur meðan mál
hvers einstaklings er rannsakað. Hælisleitendum
þarf að sjá fýrir gistingu, mat, nauðþurftum og allri
nauðsynlegri þjónustu þessar 2-4 vikur sem það
tekur að skoða máf hvers og eins. Einnig þarf að
hafa gæslu og eftirlit með viðkomandi á meðan.
Rauði Kross íslands hefur samkvæmt samningi
við ríkið séð um uppihald hælisleitenda síðastliðin
ár. Samningnum hefur verið sagt upp, að hluta til
vegna endurskilgreiningar á hlutverki hans, en
einnig vegna stóraukins kostnaðar sem orðið hefur
vegna sívaxandi fjölda hælisleitenda.
„Kostnaður Rauða Krossins á þessu ári er orð-
inn 24 milijónir króna,“ segir Þórir Guðmunds-
son, upplýsingafulltrúi Rauða Kross íslands.
„Framlag ríkisins til okkar á ársgrundvelli er níu
milljónir. Þarna er mikill munur á og við teljum
fjármunum okkar betur varið til annarra brýnna
starfa.“
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra,
segir það sitt mat að Rauði Krossinn sé ekki að
segja upp samningnum vegna fjárhagslegra að-
stæðna. Þetta hafl staðið til lengi og gert sé ráð fýr-
ir að Údendingastofnun taki við umönnun hælis-
leitenda. Til standi að hækka framlag til þeirrar
stofhunar um 20 milljónir vegna þessa.
albert@dv.is
Þeim þarfað sjá fyrír
gistingu, mat,nauð-
þurftum og annarri
nauðsyniegri þjónustu.
FJÖLDI HÆLISLEITENDA:
1999 17
2000 24
2001 52
2002 117
2003 90*
* áætlað
Borg allsnægtanna ekki fyrir útlendinga utan EES
Haldið í mikilli fátækt
Félagsmálaráðherra vill frekar
lýsa Reykjavík sem borg allsnægta,
heldur en borg eymdarinnar eins
og forseti íslands, og segir flesta
sem betur fer hafa það gott,
ástandið hafl ekki versnað mikið.
Formaður Samhjálpar segist hins-
vegar sjá greinileg merki um vax-
andi fátækt. Útlendingar frá svæð-
um utan EES er einn af þeim vax-
andi hópum sem stríðir við fátækt,
enda beinist hann í láglaunastörf
beinlínis vegna íslenskra laga.
Rúmleg tíu þúsund erlendir rík-
isborgarar áttu lögheimili á fslandi
um síðustu áramót. 3000 þeirra
koma frá löndum utan EES, flestir
frá Asíu, eða 1700. Samkvæmt
könnun Gallup frá sama tíma vinn-
ur tæpur helmingur þeirra lág-
launavinnu við ræstingar, fisk-
vinnslu eða aðra verkamanna-
vinnu.
Broddi Sigurðarson, upplýs-
ingafulltrúi Alþjóðahússins, segir
þessa útlendinga oft lifa í mikilli fá-
tækt.
„Vandamálið snýst' að miklu
leyti um það að þeir útlendingar
sem koma hingað frá löndum utan
Evrópska efnahagssvæðisins fá
ekki störf hér nema enginn annar
fáist í þau, samkvæmt lögum.
Störfln eru auglýst í þrjár vikur, og
ef enginn fsfendingur finnst í þau,
geta þau fengið störfin. Þess vegna
er bróðurparturinn af þeim störf-
um sem útlendingar utan EES fá,
illa borguð eða störf sem litið er
niður á. Þannig beinist þessi hóp-
ur í láglaunastörf, eins og rann-
sóknir hafa sýnt. Þeir útlendingar
sem koma hingað utan EES fara
hlutfallsfega fleiri í láglaunastörf
en aðrir hópar. Stærsta vandamál
þessa fólks er fátækt. Þetta hefur
ekkert með mismunandi menn-
ingu að gera, það er augljóst mál
að það langar engan að gramsa í
rusli. Þetta er vegna fátæktar og
neyðar." brynja@dv.is
Erlendir ríkisborgarar á
íslandi eftir heimshlutum
Rómanska
Amerika
Norður
Amerika
6%