Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 Fréttir 3JV Gore styður Dean A1 Gore fyrrum varafor- seti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann myndi styðja Howard Dean sem forsetaefni demókrata- flokksins. Gore sagði í ræðu að Dean væri sá eini sem sóttist eftir útnefningu flokksins sem virkjaði gras- rótaröfl um öll Bandaríkin og bætti því við að hann þorað að vera á móti stríð- inu í Irak. Gore hrósaði hinum frambjóðendunum en bað þá um að fylkja sér að baki Dean þar sem að flokkurinn þarf á einingu að halda eigi hann að vinna forsetakosningarnar á næsta ári. Nýjar aðferðir í innheimtu Eigandi gjaldþrota hús- gagnaverslunar á Akranesi hefur viðurkennt að hafa ruðst inn í heimahús á Akranesi í fyrrakvöld og hafði þaðan á brott með sér hillusamstæðu. Sjö manna fjölskylda sem býr í húsinu hafði keypt hillusamstæðuna í verslun mannsins en ekki greitt hana að fullu. Þegar móðirin brá sér frá með yngsta barn sitt um kvöldmatar- leytið lét verslunareigandinn fyrrver- andi til skarar skríða og endurheimti hillusamstæð- una. Lögreglumaður á Akra- nesi sem rætt var við í gær sagði um algjörlega nýjar aðferðir að ræða í skulda- uppgjörum bæjarbúa. Mál- ið væri hins vegar upplýst. Verslunareigandinn fyrr- verandi hefði gengist við verknaðinum og myndi ef- laust skila hillusamstæð- unni þegar honum ynnist tími til frá starfsönnum. Hvorki náðist samband í gær við verslunareigand- ann né eiganda hillusam- stæðunnar. Árni Magnússon hefur bakkað með frumvarp sem hann hefur ítrekað haldið fram að verði lagt fram og neitað að til stæði að hætta við. Atvinnuleysisbætur verða ekki teknar af bótaþegum fyrstu þrjá dagana. f Árni Magnússon félagsmálaráðherra tilkynnti í gærkvöld að hann myndi draga til baka frumvarp sitt um skerðingu atvinnuleysisbóta. Hann gerir einnig breytingar á tillögum sínum um skerðingu bóta fiskvinnslufólks. Fyrr um daginn taldi Árni að tillögur hans myndu ekki hafa slæm áhrif á komandi kjarasamninga og hann bjóst við að bæði frumvörpin yrðu samþykkt fyrir jól. „Þetta er auðvitað góðar fréttir," sagði Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambands Islands. „Það var ljóst að við færum ekki í endurskoðun á löggjöfmni nema frumvarpið yrði dregið til baka. Nú er ekkert að vanbúnaði." Grétar tók fram að mesti sigurinn væri fyrir hinn vinnandi mann. „Heilbrigð skynsemi hefur náð fram að ganga.“ Hótuðu Árna vegna alvöru málsins „Við funduðum með Árna Magnússyni og gerðum honum grein fyrir hve alvarlegt mál þetta er,“ sagði Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur en stíf fundarhöld voru í félagsmálaráðuneytinu í allan gærdag. „Ég hef hótað að skrifa ekki undir kjarasamning nema þessu yrði kippt til baka," sagði Aðalsteinn. „Það var andstaða gegn þessum tillögum meðal stjóm- arflokkanna og meðal fólksins í landinu." Þegar fjárlögin voru kynnt í byrjun október kom fram fyrirætlan félagsmálaráðherra að breyta lögum um atvinnuleysistryggingasjóð sem myndu þýða að ekki yrðu greiddar bætur fyrir fyrstu þrjá daga í atvinnuleysi. Verkalýðshreyfing- in andmælti þessu harðlega og sagði að breyting- in myndi stefna öllum viðræðum um kjarasamn- inga í hættu. Neitaði þrisvar Árni situr ásamt Halldóri Ásgrímssyni, Davíð Oddssyni og Geir H. Haarde í ráðherranefnd um ríkisfjármál sem tilkynnti Jóni Kristjánssyni heil- brigðisráðherra að hann myndi ekki fá þær 500 milljónir sem hann óskaði eftir til að efna loforð gagnvart öryrkjum. í þeirri umræðu bárust DV áreiðanlegar heim- ildir fyrir því að ef framsóknarmenn gæfu eftir í máli öryrkjanna, væri hægt að gera breytingar á Grétar Þorsteinsson „Heilbrigð skynsemi hefur náð fram að ganga." Aðalsteinn Baldurs- son „Gerðum Árna grein fyriralvöru málsins." Árni Magnús- son Hættur við frumvarp um skerðingu at- vinnuleysis- bóta Það var andstaða gegn þess- um tillögum meðal stjórnar- flokkanna og meðal fólksins I landinu. ákvörðuninni um atvinnuleysisdagana á móti. Heimildir DV innan ráðherraliðs framsóknar staðfestu einnig að ekkert yrði úr því að frumvarp kæmi fram um að leggja af atvinnuleysisbætur fyrstu þrjá dagana. Blaðið fékk staðfest að þetta væri vilji þingflokks Framsóknarflokksins. Þegar þetta var borið upp á Árna Magnússon neitaði hann því að ákvörðun hefði verið tekin um að draga frumvarpið til baka. Daginn eftir að DV bárust þessar upplýsingar greindi fréttastofa Út- varps frá svipuðum hlutum. Árni var inntur eftir því á Alþingi hvort frétt Útvarpsins væri rétt, sagði hann svo ekki vera, fréttin væri röng. Viidi ekki tala við DV Á laugardag mælti Árni svo fyrir frumvarpinu. DV hélt áfram að afla frétta af málinu og þegar Árni gekk út af ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun, spurði blaðamaður hann út í frumvarpið. Þá sagði Árni: „Ég tala ekki við DV. Ég tala við alla fjölmiðla, en ekki DV.“ Um kvöldið veitti hann svo frétta- manni Ríkissjón- varpsins viðtal þar sem hann sagðist hafa lagt það fyrir ríkisstjórnar- fundinn að hann myndi draga frum- varpið til baka. simon@dv.is kgb@dv.is Milljarðagöng boðin út Jarðgöng undir Al- mannaskarð hafa verið boðin út. Göngin munu leysa af hólmi núverandi veg sem liggur að um bratt- ar skriður í Almannaskarði, með um 16% halla, sem er mesti bratti á Hringvegin- um. Jarðgöngin verða rúm- lega ellefu hundruð metra löng. Heildarkostnaður við göngin og tengdan vegkafla er áætlaður á annan millj- arð króna. Tilboð verða opnuð í lok janúar. Verkið á að hefjast á næsta ári og verða lokið sumarið 2005. Rán og rjúpur Svarthöfði er þeirrar skoðunar að eðli mannsins sé mun frumstæðara en margur myndi ætla Sem horflr yflr prúðbúinn skara af jakkafata- klæddum og vandlega snyrtum karl- mönnum sem hjala kurteislega sín á milli um gengi verðbréfa, kaupauka og forgjöf í golfí. Þó að svo virðist á yfirborðinu að menn séu heilsteypt- ir og sérlega stilltir velkist Svarthöfði ekki í vafa um að undir niðri kraum- ar sótsvart frumstætt eðli veiði- mannsins. Karlmenn eru karlmenn og þurfa auðvitað að fá útrás fyrir sínar hvatir sem eitt sinn þóttu ofur- eðlilegar en þykja nú í hæsta máta annkanalegar og úr takti við mjúka tískustrauma. Hér áður fyr- r gátu jakkalakkarnir öðru hvoru rif- ið sig úr einkennisfötum pening- anna og klætt sig f felubúninga, sótt haglabyssuna niður í kjallara og ekið á fjöll. Jepparnir fengu tilgang og •j í • skófludekkin grípa feginslega í drulluna. Von bráðar rauk úr sjóð- heitum byssuhlaupunum og úr skýj- unum hrundu alblóðugar og tættar rjúpur. Með blik í augum og blóðug- um höndum var lífið murkað úr fuglunum. Jólunum bjargað. En þetta var þá og nú er öldin önnur. Siv náttúruperla stoppaði það og setti allt á annan endann. Svarthöfði telur þetta ámælisvert og sýni að konur - jafnvel ráðherrakonur, hafi engan skilning á frumeðli manns- ins. Það var líka eins og við manninn mælt að byssurnar á hálendinu voru varla þagnaðar þegar ungir menn vopnaðir, búrhnífum, smjörhnífum, sveðjum og haglabyssum tóku uppá þeim óskunda að ræna lúgusjoppur, pítsusendla, banka og guð veit hvað. Þó að samhengið sé augljóst er það með eindæmum að sprenglærðir fræðimenn séu ekki búnir að koma auga á þetta. Um leið og blóðið hætti að renna í árlegri hátíðarslátr- un rjúpnastofnsins byrjaði djöful- gangurinn í þéttbýlinu. Svarthöfði þorir varla með hempuna sína í fatahreinsun núorðið af ótta við lenda í stórráni þar sem frumeðlis- heftir ungir karlmenn heimta af honum skotsilfrið. Reyndar er Svart- höfði þess fullviss líka að vopna- skakið hafl ekki hafist fyrir alvöru fyrr en höft voru sett á dráp manna á fiski í sjónum fyrir tuttugu árum. Nú eru það einungis fáir útvaldir út- sendarar kvótakónga sem fá að bregða hnífi undir tálknin á spriklandi fiski, finna blóðið renna og lífið fjara út. Svarthöfði hvetur til þess að menn sjái að sér og leyfi mönnum að hlaupa vígbúnir á fjöll og freta úr hólkunum. Þá fer hann kannski að þora aftur út á vídeóleigu til að ná sér í hugljúfa kvikmynd. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.